Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 12. nóv. 1958 MORGVNBL'AÐIB 3 Örar úrsagnir úr danska kommúnistaflokknum KAUPMANNAHÖFN, 11. nóv. — Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. — Danska blaðið Information segir í dag að flóttinn frá danska konimúnistaflokknum sé í algleymingi. Það er ekki nóg með það að fiöldi einstaklinga endursendi stjórn flokksins meðlimaskírteini sín, heldur eru þess og nokkur dæmi, að heilar flokksdeildir ganga sameiginlega úr flokknum. Getur blaðið þess að tvær deildir í Kaupmannahöfn hafi sagt sig nær allar úr flokknum. Það er og sérstaklega óþægi- legt fyrir kommúnistaflokkinn, að mestur hluti trúnaðarmanna hans á vinnustöðvum í Kaup- mannahöfn, hefur gengið úr flokknum. Stafar þetta m. a. af því, að þeir voru samstarfsmenn Aksels Larsens, sem nú hefur verið sviptur öllum völdum. Flokksdeildirnar í Suður-Jót- landi hafa lýst sig mótfallna of- sóknunum gegn Larsen. Kveðast þær muni fylgja stefnu hans, en hafa ekki gengið úr flekknum. Þar er á ferðinni nýtt vandamál fyrir hina nýju stjórn flokksins, hvort hún eigi að þola uppreisn flokksdeildanna, eða reka þær úr flokknum, þegar þær sýna mót- þróa. Nú er svo komið, að þeir fáu menntamenn, sem ekki sögðu skilið við kommúnistaflokkinn eftir atburðina í Ungverjalandi, hafa kvatt hann. Aksel Larsen, hinn hart leikni foringi flokksins, hélt ræðu í dag í Árósum. Hann sagði m. a.: — Ég læt ekki* lengur skipa mér fyrir, hvaða skoðanir ég eigi að hafa. Ég veit ekki hvort ég verð rekinn úr kommúnistaflokknum, en ég hef engin áform á prjón- unum um að stofna nýjan flokk. Þótti ekki sannað að rótarálslyfið hefði valdið uppskerubresti I HÆSTARÉTTI hefur Skeljung- ur hf. verið sýknaður vegna skaðabótamáls, er Jón Rögn- valdsson, garðyrkjubóndi að Skrúð í Borgarfirði, höfðaði gegn fyrirtækinu, að upphæð rúmlega 57,000 krónur auk vaxta frá 1. janúar 1953. Forsaga málsins er á þá leið, að Jón Rögnvaldsson keypti árið 1951 sótthreinsunarefni hjá Skelj ungi, sem þá hét Shell á íslandi, til notkunar við sótthreirisun á mold í gróðurhúsi sínu. Efni þetta var talið óskaðlegt gróður- húsaplöntum, ef rétt væri með farið og leiðarvísir látinn fylgja. Taldi Jón Rögnvaldsson að í einu og öllu hafi verið farið eftir þeim notkunarreglum, sem þar er greint frá. Þó brá svo við að upp- skeran í gróðurhúsi þessu eyði- lagðist að mestu leyti og taldi Jón Rögnvaldsson sýnt að það væri af völdum lyfsins. Málið var síðan sótt og varið í héraði. Lyf það, sem hér um ræðir, er nefnt D-D Soil Fumi- gant og er ætlað til eyðingar rót- aráls. Er lyfinu dælt ofan í jarð- veginn með þar til gerðum tækj- um. Var það gert fyrstu daga janúarmánaðar 1951 í tómata- gróðurhús. Um mánaðamótin janúar-febrúar var hafinn undir- búningur að því að gróðursetja tómatplöntur, eftir að jarðvegur- inn hafði verið pældur upp. Þrem dögum eftir að plöntun var lokið drápust tómataplönturnar vegna þess að stönglar þeirra og blöð brunnu. Taldi Jón Rögn- valdsson þetta stafa frá gufunum frá rótarálsefninu. Enn pældi garðyrkjubóndinn upp jarðveg- inn til að flýta fyrir uppgufun lyfsins og aftur voru tómat- plöntur settar niður í gróður- húsið. Þær döfnuðu vel fyrst í stað, en að nokkrum vikum liðn- um hljóp í þær kyrkingur og tók fyrir vöxt þeirra. Uppskeran varð aðeins rúmlega 1600 kg. í stað 7,500, er hann taldi að orðið hefði, ef uppskeran hefði ekki brugðizt svo hrapallega. Enn taldi Jón Rögnvaldsson, að upp- skerubresturinn ætti rót sína að rekja til eitrunar í jarðveginum af völdum rótarálslyfsins. Þessu mótmælti Skeljungur hf., og benti á reynslu þá, er fenginn væri af notkun lyfsins hér á landi og í öðrum löndum. Væri það með öllu skaðlaust, ef rétt væri með farið, en það kvaðst Skeljungur draga í efa. Sérfræðirígar voru kvaddir til þess að kanna allar aðstæður og skiluðu þeir mjög ýtarlegu áliti. Áður hafði Jón Rögnvaldsson lagt fram skaðabótakröfur sín- ar á hendur Skeljungi í máli þessu. Þegar dómur feéll í málinu í undirrétti, segir m. a. svo í dóms- forsendum: „Allmikið brestur á að lögfull sönnun sé fengin um rétta notkun lyfsins af hálfu stefnanda. Þykir verða að telja ósannað að rótarálslyfið hafi valdið uppskerubresti stefnanda, þannig að telja megi stefnda (Skeljungj bótaskyldan. Til álita virðist helzt koma að telja mætti stefnda bótaskyldan að því er varðar plöntur þær, sem stefn- andi telur að drepizt hafi af guf- unni af lyfinu, en þegar þess er gætt, að í leiðarvísinum er nægj- anlega varað við eituráhrifum af gufunum af lyfinu, að bent er þar á þörf góðrar uppgufunar þess áður en sáð sé eða gróður- sett, og loks, að greinilegur þef- ur var af lyfinu í gróðurhúsinu, þegar plöntur þessar voru flutt- ar inn í þau, þykja ekki efni standa til að gera stefnda ábyrg- an fyrir þessu tjóni“. Úrslit málsins í héraði urðu því þau, að krafa Skeljungs um sýknu, var tekin til greina. í Hæstarétti urðu úrslit máls- ins á sama veg, en þar segir m. a. í forsendum dómsins: ......Eigi er nægilega í Ijós leitt, hverjar orsakir lágu til uppskerubrests áfrýjanda (Jóns Rögnvaldsson- ar), er í málinu greinir. Þegar af þessari ástæðu ber að stað- festa héraðsdóminn“. Málskostnaður var látinn nið- ur falla í héraði og eins fyrir Hæstarétti. Rússagildi annað kvöld STÚDENTAFÉLAG Háskólans heldur árshátið sína í Sjálfstæð- ishúsinu annað kvöld og hefst hún kl. 7 síðdegis. Verður þar margt til skemmtunar að vanda, er háskólastúdentar fagna nýjum stúdentum og bjóða þá velkomna í sinn hóp. Aðalræðumaður verð ur Guðmundur Benediktscsn hdl., en magister bibendi dr. Guðni Jénsson prófessor. Stjórn Scúc’entafélags Háskól- ans skipa aú Benedikt Blöndal stud. jur., formaður, Knútur Bruun, stud jur., gjaldk°ri, Freyr Ófeigsson stud. :ur., ritari, Magn- ús Bjarnfreðsson stud oecon og Bjarni Beintainsson stud. jur. Séra Georges Pire, belgískur klerkur, er hlaut friðarverðlaun Nóbels, sést hér á myndinni með líkan af einu Evrópu-þorpi sínu. Á bak við hann er uppdráttur af Evrópu, er sýnir stað- setningu þorpanna. Ekki aðeins laun, heldur hvatning til aukinna dáða Belgíski presturinn Þakkar friðarverðlaun Huy í Belgíu, 11. nóv. (Reuter). — KAÞÓLSKI presturinn sr. Georges Pire, sem í gær var sæmdur friðarverðlaun- Mozart-mvnd * i Stjornubioi NOKKRUM sinnum hafa komið hér kvikmyndir, sem byggðar eru á ævi frægra tónskálda, svo sem Chopins, Schumanns og Schuberts, svo dæmi séu nefnd. Nú er komin mynd, sem fjallar um Mozart eða seinasta kaflann í ævi hans. Myndin er falleg og glaðleg, eftir því sem verið getur, þar sem um svo raunaleg endalok er að ræða, eins og urðu hlutskipti meistarans Mozarts. I myndinni er ágætur söngur og heyrast þar nokkur heil söng- lög, en oft vill það bregða við í hinum svokölluðu hljómlistar- myndum að ekki heyrist nema tætingur úr sönglögum eða öðr- um tónverkum. Söngurinn og hljómlistin er ágæt, enda fjalla þar um ágæcir aðilar, en myndin er þýzk að upp runa. Annars má segja að ýmsir hafa orðið fyrir vonbrigðum af kvikmyndagerð Þjóðverja ef‘:ir stríðið, þvi áður stóðu þeir mjög framarl. í þeirri grein. En margt bendir til þess að Þjóðverjar séu búnir að ná sér nokkuð á strik í þessum efnum og er þaðan að vænta góðra kvikmynda í fram- tíðinni. Mozart-myndin í Stjörnubíói er vel þess verð að sjá hana og mun hún sérstaklega kærkomin hl j ómlistarunnenúum. um Nóbels, sendi í dag svar skeyti til Nóbels-nefndar norska stórþingsins. Skeyt- ið hljóðaði á þessa leið: „Ég er mjög hrærður. Ég sendi yður þakklæti mitt og tek verðlaununum. Ég skil þessi verðlaun ekki að- eins sem lausn, heldur hvatn ingu tii aukinna dáða í þágu friðarins. Sendi Norðmönn- um þakkir mínar, því að þeir hafa tekið vel undir bænir mínar“. Faðir Pire kveðst muni fara til Osló þann 10. des. til að taka á móti verðlaununum sem nema 214 þúsund sænskum krónum, og kveðst hann ætla að nota það fé til að reisa sjötta Eviópu-þorp- ið sitt fyrir flóttafólk. Presturinn er 48 ára og hefur í 20 ár fórnað sér við hjálparstarf fyrir flóttafólk í Evrópu. Hefur hann með hinni mestu þraut seigju komið upp fimm smábæj- um, þar sem flóttafólki eru aftur sköpuð mannleg lífsskilyrði. Sér- stök áherzla er lögð á það, að flóttafóíkið einangrist ekki, eins og það gerir í flóttamannabúðun- um, heldur samlagist smámsam- an umliverfi sínu. Fyrsta Evrópu-þorpið sitt reisti faðir Pire við Aachen í Vestur-Þýzkalandi, annað er við Bregenz í Austurríki, það þriðja við Augsburg í Bæjarlandi og verið er að koma upp Evrópu- þorpum við Briissel i Belgíu og í Luxemburg. Sjötta Evrópu-þorp prestsins verður reist í Noregi og mun kallast Önnu Frank-þorpið. STAKSl EliVAR Mistókst endurskipulagningin? Þjóðviljinn skrifar um það i forystugrein í gær, að verðbólgu- braskararnir séu nú sem fjöl- mennastir á ferðinni, enda eigi þeir aðgang að stórlánum í bönk- unum, þeir festi svo féð í fast- eignum, þar sem það varðveitist á meðan peningarnir falla í verðgildi. Svo festi þeir einnig fé í vörubirgðum, sem hækki svo í verði með fallandi gildi krón- unnar o. s. frv. Þetta er ekki mjög fögur lýsing, sem Þjóðvilj- inn gefur þarna á bankastarf- seminni, eins og hún er í land- inu, að hans dómi nú í dag. En er það ekki komið i kring, að Þjóðviljamenn ásamt félög- um sínum eru búnir að „endur- skipuleggja bankastarfsemina í landinu?“ Menn úr stjórnar- flokkunum settust í æðstu banka- stjórastöður til þess að tryggja yfirráð vinstri flokkanna yfir bönkunum. Hvernig má það þá vera að eftir þessa marglofuðu og blessuðu „endurskiplagn- ingu“ skulu þau ódæmi eiga sér stað sem Þjóðviljinn talar um? Vitaskuld er þetta hjal um verðbólgubraskara og banka- starfsemi ein vitleysa frá upp- hafi til enda en þetta er aðeins tilfært hér sem dæmi um það, hvernig allt stangast á í herbúð- um stjórnarblaðanna. Það er ákaflega auðvelt verk að skella allri skuldinni á óstjórn inni yfir á einhverjar ímyndað- ar fígúrur, sem heita verðbólgu- braskarar í dag og eitthvað ann- að á morgun en það er það sem Þjóðviljinn og félagar hans eru sífelldlega að gera. Óögur sjálfslíking Þjóðviljinn birtir forystugreln í gær, sem hann kallar „stefnu SjáIfstæðisflokksins“. Greinin hefst á þessum orðum: „Að undanförnu hefur ein verðhækkunin dunið yfir annarri meiri. Allt hefur hækkað í verði, fyrst erlendu vörurnar, síðan þær innlendu og vísitalan sýnir að dýrtíðin hefur magnazt örar en nokkru sinni síðan gengið var lækkað 1950“. Hverju er Þjóðviljinn að lýsa með þessu? Ekki er hann að lýsa „stefnu Sjálfstæðisflokksins“, því hér er Þjóðviljinn að lýsa því sem gerzt hefur í tíð núverandi stjórnar. Þetta voru kátleg penna glöp hjá Þjóðviljanum að lýsa þróuninni í peningamálunum nú á síðustu árum með því að aug- lýsa slíkt sem „stefnu Sjálf- stæðisfIokksins.“ Hvenær st j órnarandstaða? Þjóðviljinn er ekki einn um það í gær að birta skoplegar forystugreinar, heldur er Tíminn líka á þeirri línunni. t gær segir blaðið, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi i undanfarin 20 ár verið „lengst af í stjórnarandstöðu". Þetta reynir Tíminn að rökstyðja með einhverjum húndakúnstum, sem orðum er ekki eyðandi að. En það er eitt, sem alltaf hefur verið athyglisvert við Framsókn- arflokkinn, að hann hefur sífellt verið í stjórnarandstöðu, jafnvel þó hann hafi átt ráðherra í stjórn, n e m a þegar forsætisráðherr- ann var úr hans hópi. Menn muna að á tíma fyrri ríkisstjórn- ar, ólmuðust blöð flokksins gegn ríkisstjórninni, þó Framsóknar- menn ættu þar mikla aðild að, eingöngu vegna þess að forsætis- ráðherrann var annar en sá, sem þeir óskuðu. Nú þegar forsætis- ráðherrann er Hermann Jónas- son, þá er öðru máli að gegna. Þá leggjast Framsóknarmenn undir öll jarðarmen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.