Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 10
10 MORGU1VB14Ð1Ð Miðvik'udagur 12. nóv. 1958 JMtftgiititlrifafrlh Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Visur Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. LÁNTÖKUBEIDNIR OG HÓTANIR SÚ var tíðin að margir ís- lendingar voru hræddir við erlendar lántökur og að erlent fjármagn yrði bundið í framkvæmdum í landinu, jafn- vel þó það væri lagt fram á ann- an hátt en með lántöku. Menn muna eftir deilunum út af fyrstu lántökunum eftir styrjöldina og út af fossamálinu forðum daga. Engum blandast hugur um, að þessi hræðsla íslendinga við er- lent fjármagn í landinu var mjög um of. Til þess að geta numið landið að nýju, eins og oft er tekið til orða, til þess að geta keypt nýtízku atvinnutæki, þurfti mjög mikið af erlendu fjármagni. Það má vafalaust um það deila, hvort við höfum ekki of oft farið þá leið að taka opinber lán erlendis í stað þess að veita erlendu fjármagni á annan hátt inn í landið. Ýms- um þeim framkvæmdum, sem komið hefur verið upp með opin- berum lántökum á hinum seinni árum og áratugum, hefði ef til vill verið hægt að koma upp á þann hátt, að erlent fjármagn hefði fengizt án opinberra lán- taka. I þessu sambandi er þó vert að hafa það í huga, að mjög fer það eftir fjármálastjórninni hverju sinni, hvert traust er- lendir fjármálaaðilar hafa á því að veita fé til tiltekins lands. Á seinustu árum hefur fjármála- stjórnin íslenzka ekkí verið með þeim hætti að girnilegt gæti tal- izt fyrir erlenda fjármálaaðila að leggja hér fram fé, með frjálsu móti, til ýmiss konar fram- kvæmda. fslendingar hafa verið tiltölu- lega varfærnir um erlendar lán- tökur, þar til nú á síðari árum. Mönnum var farið að verða það Ijóst, að þó nokkrar erlendar lán- tökur væru óhjákvæmilegar, varð þó að gæta hófs. Það er vitaskuld augljós staðreynd, að lán þarf að borga, jafnvel þó það fáist með „góðum kjörum“. Vextir og afborganir geta orðið of þung byrði á ríkissjóði og öðr- um aðilum. Um leið og skuldirn- ar hækka, hækkar einnig vaxta- byrðin og þær upphæðir, sem greiða þarf árlega í afborganir. í stjórnartíð fyrrverandi stjórnar var að því stefnt, að íslendingar gætu sem mest, af eigin fjár- magni, byggt það upp, sem byggja þyrfti. Talið var og að ef erlendar lán tökur væru of miklar, þá yrði það enn til að ýta undir verð- bólguþróunina og væri þá betra að fara varlega í sakirnar, heldur en að eiga það á hættu að verð- bólguþróunin yrði enn taumlaus- ari. En þegar núverandi ríkis- stjórn tók við, sprungu allar stífl ur í þessu efni. í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar jukust opinberar skuldir erlendis einungis um 130 millj. króna og er það smáræði í samanburði við það sem skuld- irnar hafa aukizt nú. Þegar rætt var um fjárlögin nú síðast, upp- lýstist að þær skuldir sem nú- verandi ríkisstjórn hefði stofnað til erlendis samsvöruðu með því gengi, sem var fyrir bjargráðin 618,5 millj. króna. Þetta er geysi- mikil upphæð á svo stuttum tíma. Hér er einungis um tvö ár að ræða, en þó hafa ríkisskuld- irnar tvöfaldazt á þessu stutta tímabili. Nú liggur fyrir að enn sé um að ræða lántöku. Vilhjálmur Þór, aðalbankastjóri Seðlabankans, er í lánsbónarferð vestur í Ameríku. Þar ræðir hann ekki við banka eða aðrar svipaðar stofnanir, heldur við bandarísku stjórnina sjálfa og jafngilda slíkar beiðnir því, að óskað sé eftir fjárhags- aðstoð héðan. Ef þetta lán fæst, sem talið er að eigi að verða 6 milljónir dollara, þá mun skulda- aukningin í tíð núverandi ríkis- stjórnar ná 775—780 millj. ís- lenzkra króna. Sjá þá allir, hversu skuldaaukningin er orð- in gífurleg og hversu mikill mun ur er á því, að á fyrra kjörtímá- bili, eða árunum frá 1953—1956, jukust opinberar skuldir aðeins um einar 130 millj. króna. ★ f sambandi við þá nýju lán- töku, sem nú er verið að leita eftir, virðist allt vera á huldu um það til hvers eigi að nota féð. Fjármálaráðherrann, sem sér um þessi mál, hefur ekkert orð um það sagt. Lúðvík Jósefsson talaði tum daginn í Alþingi á mjög loð- inn hátt um þessi mál, en var þó á honum að skilja, að per- sónulega vildi hann helzt að fénu yrði varið til togarakaupa, en annars lá ekkert fyrir um það raunverulega, til hvers nota ætti féð. Á Lúðvík taka fæstir nokk- urt mark í þessu efni. Sá mögu- leiki er vitaskuld fyrir hendi, að Eysteinn Jónsson hugsi sér að nota lánið eins og hvert annað eyðslulán til þess að bæta úr hallarekstrinum í bili. En um þetta er sem sagt allt í óvissu og ríkisstjórnin hefur ekki á neinn hátt gert almenn- ingi grein fyrir því, til hvers lánið eigi að renna. Lúðvík Jós- efsson gaf einnig í skyn, að ef þetta lán fengist ekki, yrði að leita eftir fénu þar sem það væri til staðar og skilja það allir á þann hátt, að þá taki við lán- beiðni í Rússlandi, en eins og kunnugt er hafa kommúnistar ætíð haldið því fram, að þar stæði til boða lán með góðum kjörum, eins og það er orðað. í þessu sambandi er rétt að minnast á, að aðferðin við lán- tökur ríkisstjórnarinnar er með allt öðrum hætti en gerzt hefur áður hjá íslendingum og yfirleitt gerist meðal þeirra þjóða sem teljast vel siðaðar. Á sama tíma sem beðið er um opinbera fjár- hagslega aðstoð hjá utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna, eins og nú sýnist vera gert, þá eru alls konar skósveinar kommúnista sendir upp á sviðið til þess að hrópa um það að bandaríska varn arliðið eigi nú þegar að fara úr landi. Á sama tíma og beðið er um aðstoð eru hafðar uppi hót- anir. Eða þá að það er látið í veðri vaka að ef íslendingar fái ekki peninga, þá skuli verið geng ið lengra í landhelgismálinu, heldur en einhverjum gott þykir o. s. frv. Þetta mun vera Nassers-aðferðin, sem Alþýðu- blaðið var að hrósa sér af einu sinni, að ráðherra þess hefði stöðvað, en það virðist síður en svo að þannig sé komið. Aðferðir eins og þessar eru til vansæmd- ar íslendingum. Þessi er svipur- inn yfir lántökubeiðnunum, eins og þær hafa verið, og það þarf mikið til að endurreisa það traust, sem íslendingar áður höfðu, eftir slíkar aðfarir. UTAN UR HEIMI Fann upp gimsteinanálar fyrir hljóm plöfur árið 1945 Verður nú rlkasta kona Bretlands UM jólaleytið á kona nokkur í Bretlandi, sem fyrir fjórum mánuðum varð að veðsetja skart gripi sína, von á fyrsta milljarð- inum, í sterlingspundum að sjálf- sögðu, og þar með verður hún orðin ein af ríkustu konum Bret- lands. En það er aðeins byrjunin. Fjármálaspekingarnir í City gizka á að upphæðin verði um 10 milljarðar. Þessi kona er frú María Killick, og hún er verk- fræðingur að atvinnu. Frú Killick á heiðurinn af því að hafa skömmu eft-ir lok stríðs- ins fundið aðferð til að slípa gimsteinanálar, sem hafa það fram yfir aðrar grammófónnálar, að þær fara ekki illa með plöt- urnar. Eftir að farið var að leika löng verk inn á hæggengnar plötur, var sánnarlega ekki van þörf á því að endurbætur væru gerðar á gömlu nálunum. María Killick er mikill tónlist- arunnandi, og dáir einkum Mozart og Bach. Það tók hana því sárt að sjá uppáhaldshljóm- plöturnar sínar hálfeyðilagðar eftir tiltölulega litla notkun. Og þar sem hún vann sem verkfræð ingur í hljóðritunarverksmiðju hersins, hafði hún góða aðstöðu til að vinna að þessari snjöllu hugmynd sinni, sem átti eftir að hafa geysimikil áhrif á alla hljóð ritun. Árið 1945 tryggði hún sér einka rétt á uppfinningunni, skrásetn- inganúmerið er 603.606, og ekki leið á löngu áður en hún fékk pantanir á 25 milljörðum nála- odda frá Bandaríkjunum. En þar sem hún er ekkja, hafði hún ekki fjárhagslegt bolmagn til að setja upp verksmiðju sjálf. Allir bank ar Englands neituðu henni um tveggja milljarða lán til að kaupa nauðsynlegan vélakost. Ekki er vitað hvernig flestar stærstu hljóðritunarverksmiðjur heimsins komust yfir uppfinn- ingu frú Killicks, og fóru að framleiða nálarnar. Þrátt fyrir það var hún ákveðin í að verja rétt sinn og hafnaði öllum til- boðum. T.d. bauð enska hljóm- plötufyrirtækið Decca henni 750 milljón pund fyrir einkaréttinn að framleiðslunni fyrir nokkrum árum. Þeir sem vit hafa á álíta, að málssóknin hafi kostað frú Killick 30 milljónir punda. Til að standa straum af því, seldi hún smám saman allar þær eigur, sem maðurinn hennar hafði lát- ið fölskyldu sinni eftir, en hann hafði verið vel efnaður. Fyrst fór stórt hús, sem þau áttu í Brigton, síðan tveir bílar og loks hennar eigin skartgripir. Elzta dóttir hennar hafði óbifandi trú á móður sinni og hætti námi, en fór í staðinn að vinna í kaffihúsi. í júlí í sumar kvað hæstiréttur í Bretlandi loks upp dóm í mál- inu. Frú Killick var úrskurðuð höfundur uppfinningarinnar og skyldi því fá háar bættur frá öllum þeim fyrirtækjum í ver- öldinni, sem nota þessa fram- leiðsluaðferð. Þessar greiðslur koma til með að nema að minnsta kosti tíu milljörðum punda, og verða þær Undanþegnar skatti. Hæstiréttur felldi þann úrskurð, að þar sem þetta væru skaðabætur, skyldi upphæðin ekki skattlögð. Frú Killick kveðst vera ákaf- lega hamingjusöm, ekki vegna þess að hún sé nú orðin ríkasta kona Bretlands, heldur af því að nú getur hún loks veitt dætrum sínum það, sem hana hefur alltaf dreymt um. Hún er þegar búin að kaupa tvo Rolls Royce bíla og einn bíl af gerðinni Aston-Martin. Auk þess er hún búin að festa kaup á gamalli höll í Tudorstíl, sem kostar 40 milljónir punda. Þar ætlar hún að láta gera sundlaug, og kaupa. „hnausþykkt teppi“ á öll gólf, eins og hún orðar það. Handa sjálfri sér ætlar hún að- eins að kaupa píanó frá 15. öld, sem hún hefur alltaf haft ágirnd á. En fyrst og fremst ætlar hún að r«isa verksmiðju, sem á að bera nafnið Killick & Co. og senda 2 dætur sínar, þær Dawn og Cynthiu, sem eru 17 og 16 ára, í góða menntaskóla, en þær urðu að hætta námi fyrir nokkrum árum. Og yngri dæturnar, þær Tina og Nigel, sem eru 8 og 5 ára gamlar, eiga fyrir höndum unaðs leg æskuár, að sögn móður þeirra. Frú Killick og dætur hennar tvær. Tvítari Montgomerys „I was Monty’s Double", | heitir ný kvikmynd frá British Pathe., sem byggð er á sönn- um atburði úr stríðinu. — Montgomery hersöfðingi var kall aður „Monty“. Hann er einhver sigursælasti hershöfðingi, sem Þetta er Clifton James í hlutverki Montgomery hershöfðingja í kvikmyndinni brezka þjóðin hefur átt. Þráður myndarinnar fjallar um leikara, Clifton James, sem er í hernum og er tekinn þaðan til þess að leika hershöfðingjann í raunveru legu lífi og á þann hátt tekst að af vegaleiða Þjóðverja. í útliti er hann nákvæmlega eins og ,Monty‘ og tókst með ágætum að herma eftir töktum hans í handaburði og málfari. Hann fór til Norður- Afríku til þess að láta Þjóðverja halda að bandam. myndu gera árás á Þýzkal. þaðan, en ekki frá Normandí eins og Þjóðverjar héldu. Það tókst að villa þeim sýn að nokkru leyti, því helm- ingur herdeildanna fór til Norð- ur-Afríku, en hinn helmingurinn til Normandí. Þjóðverjar rændu „Monty“, og héldu að hann væri sá rétti, en löndum hans tókst að bjarga honum úr höndum þeirra. Clifton James hefur ekki leikið neitt hlutverk eftir þetta og er ætlað að honum hafi verið borgað svo ríflega fyrir þetta hættusama hlutverk, að það muni endast honum ævilangt. Myndin er spennandi en dálítið slitrótt. Mér þótti gaman að sjá hana, því Clifton er lifandi eftirmynd hers höfðingjans. Mannfagnaður á sextugsafmæli sr. Sigurðar i Holti Á SEXTUGSAFMÆLI sr. Sig- urðar Einarssonar í Holti 29. okt. sl. heimsóttu hann nær 300 manns úr sóknum hans og annars staðar að. Gestir hans dvöldu í Holti langt á kvöld fram við rausnarlegar veitingar og í góð- um fagnaði. Afmælisbarninu voru fluttar margar ræður og gefnar góðar gjafir. Söfnuður Eyvindarhólasóknar gaf forkunn arfagurt málverk af Holtsnúpi eftir Ólaf Túbals, söfnuður Ás- ólfsskálasóknar gaf Guðbrands- biblíu o. fl. bækur og söfnuður Stóra-Dalssóknar vasaúr úr gulli með fagurri áletrun, kjörgrip mikinn. Prestar í Rangárþingi færðu sr. Sigurði skjalatösku með áletruðum silfurskildi og auk þess barst honum margt annarra fagurra og virðulegra gjafa og mikill fjöldi heillaskeyta víðs vegar að. Vinir sr. Sigurðar og hans ágætu konu, frú Hönnu Karls- dóttur, eiga að minnast margra góðra stunda frá Holti, en lengst mun þessi þó í minnum höfð. í*. T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.