Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 11
MiðviKu'dagur 12. nóv. 1958 MORGUNBLAÐ1Ð II Þjóðlegum sésíalhma útskúfað á flokksþingi kommúnista i Höfn FLOKKSÞING danskra kommún ista stóð í þrjá daga um síðustu helgi og hefur þótt mjög í frá- sögur færandi. Fundarstaðurinn var í sjálfri Kristjánsborgarhöll í hinum gamla landsþingssal’ Danmerkur. Foringi flokksins um aldarfjórðungsskeið var þarna lítilsvirtur og bægt frá völdum. Þetta var lokauppgjörið milli tveggja arma flokksins. Hinn þjóðlegri armur hans var borinn fullkomlega ofur- liði. En Moskvu-mennirnir, harðasti kjarni flokksins, höfðu fyrirfram tryggt sér meirihlutavald með harð- ýðgislegum aðgerðum bak við tjöldin. Svo mikils þótti nú um vert að vega að þeim mönnum innan flokksins, sem höfðu leyft sér að halda á lofti merki þjóðlegs sósíal- isma, að heita má að tíu sverð hafi sézt á lofti í einu er þeir útrýmdu „endurskoð- unarmönnum“ úr flokknum. Þessi „endurskoðunarstefna" — hvað er hún? — Einn af fylgis- mönnum Aksels Larsens lýsti henni nýlega svo: — Hún er það að hlusta á samvizku sína. Endurskoðunarstefnan er talfi svo geigvænleg hætta fyrir flokksstarfsemi kommúnista, að hinn harða kjarna Moskvu- manna í Danmörku gildir einu, þótt flokkurinn liggi eftir í sár- um, bjargarlaus og óvíst að hann komi nokkru sinni framar full- trúum á danska þjóðþingið. Ovenjumargir útlendir gestir sátu þetta umtalsverða flokks- þing kommúnista. Þar voru for- ingjar kommúnistaflokkanna á öðrum Norðurlöndum svo sem Aino Altonen frá Finnlandi, Hilding Hagberg frá Svíþjóð, Emil Lövlien frá Noregi og Brynjólfur Bjarnason frá íslandi. Þar var og Georgy Acel frá Ungverjalandi, einn af gömlu staiinistunum, sem aftur eru farnir að stinga upp kollinum suður í Búdapest. Það er mjög ólíklegt, að hinir útlendu gestir, samtals um 30 talsins, hafj verið mættir þarna einungis af kurteisisástæðum. Hitt mun sanni nær, að þeir hafi vitað að mikilvægir viðburð ir í sögu alþjóðakommúnismans skyldu gerast á þessu þingi. Upp- gjörið við endurskoðunarstefn- una var að komast í algleyming. Það er ekki fjarri lagi að ætla að þessir mörgu flokksforingjar hafi mætt á flokksþinginu í Kaupmannahöfn vegna þess, að þeir vissu að það myndi verða lærdómsríkt. Þar yrði þeim gefið fordæmi um vægðarlausa út- rýmingu þeirra sem bilað hafa í trú sinni og undirgefni við Moskvuvaldið. Má ef til vill vænta þess að þeir noti lærdóm sinn frá Kaupmannahöfn í viður- eigninni við endurskoðunarstefn una og hinn „viðurstyggilega þjóðlega sósíalisma", þegar þeir koma heim. Flokksþingið í Kaupmanna- höfn var haldið í umhverfi þing- ræðis, á gömlum virðulegum bekkjum hinnar gömlu „Efri deildar“, þar sem sætaskipun er þannig hagað, að allir hafi líka aðstöðu í heimi þingræðis og rök hyggju. Því meira áberandi var það að öll önnur lögmál giltu um þinghald á þessari undarlegu samkomu. Og flestra augu beind ust að virðulegasta sendiboðan- um, — þeim sem hélt um alla taumana í járnharðri greip sinni, þótt hann brosti með mildum svip gegnum gullspangagleraugu sín. Þótt þetta virtist hæglátur maður, var það hinn voldugi út- sendari Moskvu-valdsins Pjotr Pospelov, meðlimur fram- kvæmdaráðs rússneska kommún istaflokksins. Áður en þingið hófst hafði hann dvalizt um hálf- an mánuð í Kaupmannahöfn við að aga og hirta hópinn. Nú mætti hann með miklu föruneyti í Kristjánsborgarhöllinni og veittu menn því sérstal^a athygli, að með honum voru tveir túlkar, sem sneru yfir á rússnesku öllu því sem gerðist á fundum þings- ins. Var sýnilegt að Rússinn vildi rekinn úr flokknum, eða aðeins „frystur úti“, sviptur öllum trúnaði og áhrifum. Um þetta voru deildar skoðanir á sjálfu kommúnistaþinginu. Þegar menn komust ekki að niðurstöðu, var málið lagt undir gerðardóm rúss- neska sendiboðans Pjotr Pospe- lov. Hann kvað svo á að Larsen skyldi ekki rekinn úr flokknum. Nóg væri að gera hann óskaðleg- an, enda hætta á meira fylgis- tapi kommúnistaflokksins ef um hreinan brottrekstur væri að ræða. Hins vegar var ýmsum fylgismönnum Aksels Larsens vikið miskunnarlaust úr flokkn- um, svo sem Kai Moltke ritstjóra við Land og Folk. öðrum þurfti ekki að vísa brott. Daginn sem þingið var sett bárust um 70 úr- sagnarbeiðnir til þess. En talið er að við þessa atburði muni flokksbundnum kommúnistum Danmörku fækka úr 10 þúsund í 6 þúsund. ★ Afdrif Aksels Larsens, — að vera sviptur flokksráðum fyrir ( sjálfstæði í hugsun, — eru kald- hæðnisleg. Það er langt frá því að hann hafi getið sér orð fyrir sjálfstæðar skoðanir. Um áratuga skeið gat Aksel Larsen sagt: — Vilji minn, — það er aðeins vilji Moskvu. Þeim sem kynntust ferli hans gat oftsinnis blöskrað of- stæki hans og skyndileg skoð- anaskipti, allt eftir því hvernig Aksel Larsen sem verið hafði formaður danska kommúnista- flokksins í rúman aldarfjórð- ung. ekki láta neitt fram hjá sér fara, heldur fylgdist mjög rækilega méð öllu því sem fram fór. Þótti dönskum almenningi heldur kát- brosleg þessi útlenda aðferð við að aga hjörðina. ★ Loks stóð meistarinn sjálfur á fætur og hóf ræðu sína með þung um áfellisorðum um títóismann. Pospelov sagði m. a, að júgóslav- neski kommúnistaflokkurinn væri hægrisinnaður og tækifæris sinnaður og stefndi að endur- skoðun nokkurra meginatriða marx-lenínismans. Títóisminn, sagði hann, reynir að grafa und- an alþjóðahreyfingu öreiganna og með því gerir hann fjand- mönnum kommúnismans mikið gagn. Pospelov sagði, að ef einhver kommúnistaflokkur ætlaði að gera sjólfan sig sjálfstæðan og óháðan alþjóðahreyfingu komm- únismans, þá leiddi það aðeins til þess að hann missti úr höndum sér forustu verkalýðsins. Síðan v;n(jurinn biés um turna Kreml í bemdi Pospelov þessum orðum þings rússneska kommúnista- flokksins, sem haldið var í Moskvu í febrúar 1956. Þar af hjúpaði Krúsjeff í frægri ræðu grimmdaræði og glæpaverk Stal- ins og fordæmdi persónudýrkun. Hvergi ollu þessi tíðindi meira uppnámi og ringulreið en einmitt í bækistöðvum danskra komm- únista. Flokkur þeirra hafði ætíð verið mjög þröngur hópur Stal- ins-dýrkenda. En Aksel Larsen var sem oft fyrr snar í snúningum að fylgja flokkslínunni frá Moskvu og steypa Stalins-myndunum. Gerð- ist hann nú í staðinn talsmaður Krúsjeffs og verður ekki hjá því komizt a# ólykta að hinn rúss- neski einræðisherra hafi átt nokkurn þátt í hvernig fór, því að á miðju ári fór hann mjög að leita samkomulags við Tító í Júgóslavíu og í þeirri viðleitni hvatti hann kommúnista út um víða veröld til að reyna nú að hugsa sjálfstætt og breyta stjórn málastefnu sinni yfir í þjóðlegan sósíalisma. Þeir mættu jafnvel losa nokkuð tengslin við Moskvu ef það gæti stuðlað að samstarfi við jafnaðarmenn. Útsendari Moskvuvaldsins Pjotr Pospelov fylgdist vel með öllu á flokksþinginu. sérstaklega til Aksels Larsens: i „Hinn marx-leniníski flokk I ur má aldrei verða sáttfús við alls kyns endurskoðunarmenn og sundrungarmenn, sem vilja teyma flokkinn frá mikilvæg- ustu verkefnum og af réttri leið. Einingu og samheldni er aðeins hægt að tryggja með ófrávíkjanlegu miðvaldi (centralisma), sem verður að halda uppi sterkum aga meðal flokksmanna, án undantekn- ingar, hvort sem þeir eru að- eins óbreyttir flokksmenn eða i tölu forustumanna og starfs- manna flokksins.“ Rödd húsbændanna frá Kreml hafði talað og örlög kommúnista- foringjans Aksels Larsens voru ráðin. Þingheimur hafði hlustað sem agndofa á erindi hins út- lenda sendimanns. Nú skipti það í rauninni litlu máli, hvað dansk- ir fulltrúar, eins og Poul Thom- sen, ritari danska kommúnista- flokksins sagði, þó að hann bætti því við rétt á eftir Pospelov, að reginmistök Aksels Larsens hefðu verið fólgin í því að hann vildi heimila kommúnistum að gagnrýna Sovétríkin. Poul Thomsen tók einnig fram í sinni ræðu, að eftir þessa víðtæku hreinsun yrði að hefja baráttuna að nýju og myndi að þingi þessu loknu haldið námskeið varðandi hina nýju starfshætti kommún- istaflokksins. Aksel Larsen hafði ekki hlýtt hinum sterka aga. Aðeins var eftir að vita, hvort hann yrði það og það skiptið. Innan kommúnistaflokksins var hann þó vafalaust vinsæl- asti persónuleikinn og sá for- ustumanna sem mest var met- inn meðal verkamanna. Er það eftirtektarvert, að það eru einkum verkamennirnir inn- an kommúnistaflokksins, t. d. hinar sterku kommúnistasell- ur hjá Burmeister og Wain skipasmíðastöðinni, sem hafa stutt hann í síðustu raunum hans. Við síðustu kosningar var hann eini frambjóðandi flokksins, sem náði kosningu í kjördæmi sínu og varð hann þá eins konar „móðurskip“ fyrir fimm uppbótarþingmenn flokksins. Hann var mikill á- róðursmaður og lífið og sálin í kosningabaráttu flokksins. Er engin furða, þótt örvænt þyki að kommúnistar komist inn á þing eftir þessi ósköp sem á hafa dunið. ★ Aksel Larsen er nú rúmlega sextugur að aldri. Ungur að aldri fór hann til náms í byltingar- fræðum í Moskvu og formaður kommúnistaflokksins hefur hann verið síðan 1932. Hann hefur ver- ið alþekktur fyrir fylgispekt við Moskvuvaldið, þar til lokakafli stjórnmálaferils hans hófst. Það er enn kaldranaleg stað- reynd, að glæp þann sem nú verður honum að áfellisdómi byrjaði hann að fremja sam- kvæmt beinum fyrirskipunum frá Moskvu. Upphaf endaloka hans má rekja til hins fræga 20. flokks- Nokkrir foringjar kommúnista á Vesturlöndum hlýddu þessum ráðum Krúsjeffs, þeirra á meðal Aksel Larsen. Þeir reyndu raun- verulega að hugsa sjálfstætt. En þá vildi svo óheppilega til að byltingin í Ungverjalandi brauzt út og rússnesku valdhafarnir beittu takmarkalausri hörku til að bæla niður þjóðlegan komm- únisma í verfci. Þá má segja að hafi orðið skammhlaup í hugsana gangi margra kommúnista, þeirra á meðal Aksels Larsens. Þeir urðu eins og margar fjar- stýrðu eldflaugarnar, eitthvað bilaði í þeim og þeir hættu að láta að stjórn. Fjöldi blaðamanna og prentara við kommúnista blaðið Land og Folk sagði upp starfi, rithöfundurinn H. C. Branner gerði upp reikningana við kommúnista, foringi flokks ins í Esbjerg Anders Storgaard sagði skilið við flokkinn og Ed- ward Heiberg húsameistara, sem verið hafði meðlimur flokksins og forustumaður í 26 ár Ijóstraði upp um ólýðræðislega stjórn hans. Enn varð skammt stórra högga á milli árið 1957. Fremsti verka lýðsleiðtogi flokksins Willy Brauer mótmælti stefnu flokks ins, blaðakonan Inger Merete Nordentoft var rekin frá Land og Folk og sagði sig skömmi síðar úr flokknum. Mogens Fog gerðist ótryggur flokksmaður. um nokkurt skeið mun hafa Stt nokkurn þátt í því, að flokka- drættirnir mögnuðust. Það var hik á mörgum flokksmönnum og þeir vissu ekki fyrir víst, hvort Krúsjeff ætlaði á ný að taka upp frjálslynda stefnu. Árekstrarnir urðu, þegar Moskvuvaldið fór aftur að herða tökin. ★ f apríl sl. var Aksel Larsen boðið að vera viðstaddur flokks- þing júgóslavneskra kommúnista. Hann tók boðinu, en skömmu áð- ur en þingið skyldi hefjast skarst fullkomlega í odda milli Krús- jeffs og Tító. Larsen lét það ekki sig fá og sótti þingið allt að einu. Skömmu eftir að hann kom heim frá Júgóslavíu ritaði hann hið fræga bréf til flokks- manna, sem miðstjórn danska kommúnistaflokksins neitaði að birta. í þessu bréfi setti hann fram sjónarmið þjóðlegs sósialisma: 1) Hann vildi láta stofna danskan verkamannaflokk, sem ekki væri rígbundinn við fyrirskipanir Rússa. 2) Hann vildi leyfa kommún- istum að gagnrýna Rúss- land. 3) Hann taldi að Rússar ættu ekki síður en Vesturveldin sök á vígbúnaðarkapphlaup inu. Þegar Larsen ritaði þetta fræga bréf hafði Moskvuvaldið þegar hert tökin á flokknum. Sjónar- mið hans voru felld í miðstjórn- inni. Lokauppgjörið fór fram á flokksþinginu um fyrri helgi. Knud Jespersen hinn nýi for- maður danska kommúnista- flokksins naut stuðnings Rússa. Hann er frá Álaborg, 30 ára. Allan þennan tíma sást það glöggt af málgagni kommúnista- flokksins, að erjur voru innan hans. Aksel Larsen reyndi um sinn að sætta hin ólíku sjón- armið, en hann gaf mikilvægar yfirlýsingar, þar sem hann gagn- rýndi framferði Rússa í Ung- verjalandi og hélt áfram fyrri tilraunum sínum á braut tító- ismans. Aðhaldsleysi Moskvuvaldsins Þótt Aksel Larsen væri fráfar- andi formaður kommúnistaflokks ins var ákveðið að takmarka mjög ræðutíma hans á þinginu. Fékk hann aðeins 15 mínútur og höfðu þó einstakir ræðumenn notað lengri tíma til þess eins að veitast að honum. Á þessum eina stundarfjórð- ung gafst honum lítið tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér, hvað þá til að hefja baráttu gegn hinu austræna ofríki. Hann tók það ráð að flytja hógværa ræðu, án alls ofstækis til að reyna að skýra málstað sinn, sem hefði ver ið rangfærður. af ýmsum ræðu- mönnum. Hann kvaðst sammála hinum harða kjarna um að flokkurinn ætti að byggja á kenningum marx-leninismans, en flokkurinn ætti líka að halda tengslum við verkalýðinn. Hann minnti á það, að danski kommúnistaflokkurinn hefði fyrir 30 árum verið starf- andi meðal verkamanna. Nú væri flokksstarfið meira fólgið í því að skrifstofumenn flokksins byggju til slagorð og upphrópan- ir, sem væru í engu sambandi við danskan almenning eða hugsun- arhátt. Aksel Larsen skýrði hvað í kenningum hans um þjóðleg- an sósíalisma fælist. Það væri að flokkurinn starfaði eftir lýðræðislegum reglum og hefði traust meðlima sinna og vinn- andi fólks. Vélrænan aga og utanaðkomandi fyrirskipanir taldi hann flokknum mikinn fjötur um fót. Þá gagnrýndi hann með þungum alvarlegum orðum þá skoðun sem ríkjandi virtist á flokksþinginu, að Sovét-Rúss- land mætti alls ekki gagnrýna. Það yrði að vera eins og helgi- dómur og kommúnistar um ali an heim ættu að vera samsekir því sem þar gerðist. Loks kvaðst Aksel Larsen við- urkenna nauðsyn alþjóðasam- starfs kommúnista, en alþjóða- samstarf ætti ekki að vera orðin tóm, þar sem menn gæfu hvor öðrum aðeins rósavendi. Alþjóða samstarf þýddi ekki að einn að- ilinn ætti alltaf að ráða, alltaf að vera óskeikull. Danski kommún- istaflokkurinn ætti fyrst og fremst að vera danskur, þannig gæti hann átt samstarf við flokka annarra þjóða, en ekki ef hann væri aðeins rússnesk leikbrúða. Það væri ekki samstarf að hlýða, jafnvel að hlýða hinum heimsku- Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.