Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 18
18 MORCUmtl AÐ1Ð Miðvikudagur 12. nóv. 1958 Cuðrún Tómasdóftir syngur á Akureyri Akureyri, 11. nóv. — Næstkomandi laugardagskvöld ffiun ung íslenzk söngfcona halda fyrstu söngskemmtun sína hér í bæ. Heitir hún Guðrún Tómas- dóttir og er dóttir Tómasar Jó- hannssonar, sem var kennari við bændaskólann á Hólum. Guðrún er af söngelsku fólki komin, en föðursystir hennar er Jóhanna Jóhaimsdóttir, söngkona, sem margir hér í bæ munu minnast frá því hún átti hér heima, móð- urbróðir Guðrúnar er Ólafur Magnússon frá Mosfelli, einnig þekktur söngvari. Guðrún varð stúdent frá M.A. vorið 1948, og dvaldist hér í bæ 3 síðustu skólaár sín. Starfaði hún þá á sumrin við símaafgreiðslu á Hótel K.E.A. Guðrún sóng hér með Karlakór Akureyrar m. a. á Luciuhátíðum. Þá söng hún nokk íir ár með Útvarpskórnum í Rvík. Undanfarin 5 ár hefur Guðrún verið við söngnám í New York hjá einkakennara, Júgóslavanum Mirko Pugelj, er var á sínum tíma kunnur söngvari víða í Evrópu. Einnig söng Guðrún með Robert Shaw kórnum í New York og átti þess kost að ferðast um með kórnum og kom víða fram m. a. í Carnegie Hall. Þá söng hún á samkomum íslendingafélagsins í New York, á nemendahljómleik- um og víðar. Á hljómleikunum á laugardag inn mun Guðrún syngja lagaflokk Ný stjórn í Nord- mannslaget Á AÐALFUNDI, sem haldinn var í félaginu Nordmannslaget í Reykjavík 29. október sl. var Tómas Haarde verkfræðingur kosinn formaður félagsins í stað Othars Ellingsens, ræðismanns, sem baðst undan endurkosningu. Varaformaður var kjörinn Einar Farestveit, forstjóri. Aðrir í stjórn eru: frú Ingríd Björnsson, gjaldkeri, Ivar Orgland, sendi- kennari, sem er ritari, og Arvid Hoel sendiráðsritari, sem er vara ritari félagsins; inn „Frauenliebe und Leben“, eftir Schumann og spænsk þjóð- lög eftir de Falla, einnig mun hún syngja nokkur ítölsk lög og loks lög eftir fjögur íslenzk tón- skáld. Fritz Weisshappel verður við hljóðfærið. Guðrún Tcmasdóttir hélt söng- skemmtun í Reykjavík í haust og sögðu tónlistargagnrýnendur blað anna þar m. a. um söng hennar: „. . . Söngurinn kemur frá hjart- anu og túlkunin er vönduð og fáguð, enda er söngkonan músik ölsk, eins og hún á kyn til, og er auk þess ágætlega menntuð og framkonan öll hin geðfelldasta. Alls þessa gætir í lisí Guðrúnar. Með Guðrúnu Tómasdóttur bæt- ist góður listamaður í hóp ís- lenzkra einsöngvara og hygg ég, að hennar bíði bráðlega hlutverk á sviði Þjóðleikhússins . . (P. í. Morgunblaðinu). „. . . . Framburðurinn er fá- gætlega skýr og greinilegur á hvaða tungumáli, sem hún syng- ur .. . . Þá söng Guðrún sjö þjóð- lög eftir . spænska tónskáldið Manuel de Falla, og hefur íslenzk ur söngvari vart heyrzt syngja hin blóðheitu sönglög Spánar af jafnmikilli nærfærni og innlifun og Guðrún gerði að þessu sinni“. (audit, Vísir). „ . . . Guðrún Tómasdóttir virð ist hafa fyllstu skilyrði til að kom ast í allra fremstu röð söng- kvenna vorra . . .“ (B.F. Þjóð- viljanum). Fréttabréf úr Holtum: Veðurblíða — kvikfé fœkkar — vegir slœmir Withelm Stollenwerk MYKJUNESI, 10 nóv. — Ennþá er sama veðurblíðan, en þó hefur heldur kólnað síðustu dagana og féll nokkur snjór fyrir nokkrum dögum, en nú er að hlýna aftur og jörðin er þíð ennþá. Víða voru kýrnar látnar út fram í byrjun þessa mánaðar, enda oftast veð- urblíða og túnin græn fram til þessa. Er langt síðan jafnmilt haust hefir komið hér, bæði hlý- indi og hægviðri, svo hingað tíl Þýzkur orgelleikari og tónskáld heldur hljóml. á vegum Tónlistarfélagsins í KVÖLD og annað kvöld verða níundu tónleikar Tónlistarfélags- ins á þessu ári fyrir styrktar- félaga. Hingað er kominn kunn- ur orgelleikari frá Þýzkalandi, Wilhelm Stollenwerk, og leikur hann í Dómkirkjunni kl. 9 bæði kvöldin. Wilhelm Stollenwerk er bú- settur í Frankfurt am Main og hefur ferðazt mikið um löndin á meginlandi Evrópu og haldið orgeltónleika. Þetta er þó fyrsta tónleikaferð hans til hinna norð- Athyglisverð nýbreytni kirkju- kórnsambnnds Bangórþings FYRIR tveimur árum hóf kirkju kórasamband Rangárþings ásamt prestum prófastsdæmisins þá ný- breytni, að kórarnir heimsæktu aðra söfnuði ásamt presti sínum og önnuðust alla þjónustu við messu þann dag, en heimaprestur og kór kirkjunnar áttu frí. Þessi nýbreytni varð þegar mjög vinsæl og hafa komið frám eindregnar óskir frá söfnuðun- Arsenal hefur forystuna AÐEINS fjögur stig skilja efstu tólf liðin í fyrstu deild eftir leik- ina á laugardag í ensku deilda- keppninni í knattspyrnu. Arsenal heldur enn forustunni og hefur 21 stig af 34 mögulegum, en það sýnir að keppnin er skemmtiiega jöfn í ár. Arsenal heimsótti ná- granna sína West Ham og varð jafntefli 0—0 í skemmtilegum leik. Wolverhampton bar sigur úr býtum gegn Preston á heima- velli 2—0. Bobby Mason, sem var bezti framherji „Úlfanna“ skoraði á 61. mín. og aftur er 78 mín. voru af leik. Tom Finney (Prest- on) lék í stöðu miðherja, en mátti sín lítils vegna Billy Wright, sem ætíð hafði yfirhöndina í einvígj- um þeirra. Newcastle sigraði Lut on og skoraði Len White eina mark leiksins. Blackpool og West Bromwich Albion gerðu jafntefli 1—1 í Blackpool. Jackie Mudie skoraði fyrir Blackpool á 28. mín. en Burnside jafnaði fyrir West Brom. eftir 53 mín. Nottingham Forest sýnir afbragðs knatt- spyrnu þessa dagana og með sigri sínum yfir Manchester C-ity hef- ur Forest unnið fimm af síðustu 6 leikum sínum, skoraði 12 mörk gegn 2. Stuart Imlach skoraði eft ir 7 mín. fyrir Forest og var stað- an 1—0 í hálfleik, en í seinni hálfleik gerði hinn ungi skozk- ættaði h. innh. John Quigley 3 mörk. Það á ekki af Aston Villa að ganga. Eftir 17 mín. stóðu leikar 3—0 fyrir Everton, mörk- in skoruðu Tommy Jones (tvær vítaspyrnur) á 10. mín. og 17. m.) og Eddie Thomas á 16 mín. Skömmu síðar varð markvörður Villa, Nigel Sims að yfirgefa völl- inn eftir meiðsli, en í markið fór Peter McParland v. úth. og hélt markinu hreinu það sem eftir var hálfleiksins. í síðari hálfleik kom ’Sims aftur í mark og vonir Aston Villa glæddust aftur eftir að Jack ie Sewell og Gerry Hitchens höfðu skorað á 70. og 74. mín., en þær vonir brugðust er Eddie O’ Hara skoraði fyrir Everton, er 4 mín. voru til leiksloka. Lei. est- er City, sem er í neðsta sæti, sagði upp framkvEfemdastjóra fé- lagsins á föstudag, en það bætti lítið úr skák, því liðið tapaði fyr- ir Portsmouth 4—1. Þetta er 17. framkvæmdastjórinn sem er „rek inn“ í deildakeppninni það, sem af er þessu hausti!! Sheffield Wednesday og Ful- ham auka enn forskot sitt í ann- arri deild, en þau hafa nú sex stig umfram þriðja lið í röðinni. Middlesbro vann sinn fyrsta sig- ur, 6—1 gegn Scunthorpe, eftir' 10 leiki í röð án vinnings. Cardifí City hefur unnið sex af sjö sein- ustu leikunum og Sundarlend slapp frá ’botninum’ með jafntefli í Huddersfield. f 3. deild er Plymouth langefst með 31 stig, Reading og Hull City hafa 24 hvort. Southampton, Tranmere, Southend og Q. P. R. hafa 22 stig hvert. Port Vale hefur tekið foryst- una í 4. deild og hefur 26 stig, Exeter City og York City hafa 25 og Coventry 24. (Sjá töflui á bls. 13). um, um það að áframhald yrði á þessu starfi. Á aðalfundi kórasambandsins, sem haldinn var nýlega var á- kveðið að þessum heimsóknum yrði þannig hagað á þessu hausti: Sunnud. 9. nóv. messar séra Sveinbjörn Högnason prófastur að Skarði með Fljótshlíðarkirkju kór og séra Sveinn Ögmundsson að Stórolfshvoli með Hábæjar- kirkjukór. Sunnud. 16. nóv. messar séra féiagsjns Hannes Guðmundsson að Árbæ með Marteinstungu-kirkjukór og séra Sigurður Einarsson að Breiðabólsstað með Stóradals- kirkjukór. Sunnud. 23. nóv. messar séra Sigurður Haukdal að Odda með Landeyjakirkjukórum. Kirkjukórasamband Rangár- vallaprófastsdæmis hefur með þessu framtaki sínu gefið fag- urt dæmi þess, hvernig örfa má kirkjusókn og efla kynni og bróðurhug milli safnaðanna. For- maður sambandsins er frú Hanna Karlsdóttir í Holti, sem af mikl- um áhuga hefur starfað að söng- málum bæði í prestakalli manns síns og í héraðinu. Að hennar tilhlutun var svofelld tillaga samþykkt á síðasta aðalfundi sambandsins: „Aðalfundur kirkjukórasam- bands Rangárvallaprófastsdæmis haldinn að Breiðabólstað 19. okt. 1958 beinir þeim tilmælum til skólanefndá barna- og héraðs- skóla sýslunnar, að upp verði tekin söngkennsla í skólunum, þar sem hún er ekki fyrir hendi, svo fljótt sem auðið er, eins og lög mæla fyrir.“ lægari landa álfunnar. Stollen- werk er einnig þekkt tónskáld í heimalandi sínu, hefur samið hljómsveitarverk, stór orgelverk og píanóverk. Á efnisskrá tónleikanna í Dómkirkjunni eru þrjú verk eftir frönsk 18. aldar tónskáld, þá L. N. Clerambault, Jean Francois Dandrieu og Jean Bap- tiste Loeillet, þá eru verk eftir Bach og César Franck, Chaconne eftir Pál ísólfsson, sem listamað- urinn leikur nú opinberlega í fyrsta sinn, og loks orgelimpro- visation um gamalt sálmalag, „Kær Jesú Kristi“, eftir lista- manninn sjálfan. 1 vikulokin eða í næstu viku mun Stollenwerk svo halda opin- bera hljómleika í Hafnarfirði og sennilega í Akureyrarkirkju. Komið hefur til orða að á ein- hverjum tónleikunum leiki lista- maðurinn af fingrum fram til- brigði við stef, sem honum er fengið um leið og sem hann hef- ur ekki séð áður. Það er list, sem var mikið dýrkuð á dögum Bachs og er ákaflega erfið, að því er dr. Páll ísólfsson tjáði frétta- mönnum í gær, en hann ætlar að velja stefið. Tónleikar Wilhelms Stollen- werks eru 9. tónleikar Tónlistar- fyrir styrktarfélaga, eins og áður er sagt. Gert er ráð fyrir 10 tónleikum á ári fyrir styrktarfélaga, og verða þeir tí- undu í næstu viku, en þá kemur gítarleikarinn frægi, Segovia, hingað. Nýtt dýralæknis' umdæmi r Alyktun NEW YORK, 11. nóv. (NTB). — Stjórnmálanefnd S. Þ. samþykkti í dag með 52 atkv. gegn 9 álykt- unartillögu þess efnis að efnt skuli til frjálsra kosninga í gerv- allri Kóru undir eftirliti S. Þ. Átján ríki sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. í GÆR var fundur í neðri deild Alþings á venjulegum tíma. Tvö mál voru á dagskrá. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um dýralækna var til fyrstu um- ræðu. Flm. Páll Þorsteinsson, gerði grein fyrir frumvarpinu. Gat hann þess að það hefði verið flutt á síðasta þingi og þá sam- þykkt óbreytt í neðri deild, en vísað frá með rökstuddri dag- skrá í efri deild. Þá rakti flm. efni frumvarps- ins, sem er á þá leið, að Austur- landsumdæmj dýralæknis nái ekki nema að Berufirði, en stofn- að verði nýtt dýralæknisumdæmi, Hornafjarðarumdæmi, sem taki yfir A-Skaftafellssýslu og Bú- lands- og Geithellnahrepp í S- Múlasýslu. Kvað flm. Austur- land verst sett allra landshluta hvað snerti dýralækna og lagði til, að málinu yrði vísað til 2. umr. og landbúnaðarnefndar. Var það samþykkt með samhljóða atkvæðum. Frumvarp til laga um útflutn- ing hrossa var tekið af dagskrá neðri deildar í gær samkvæmt beiðir' hefur verið hægt að sinns öllum útiverkum. Slátrun sauðfjár lauk hér í sýslu upp úr miðjum október og var slátrað miklu fleira fé en undanfarin ár, en, bæði vigt og flokkun reyndist lakari en síð- ustu árin. Eftir að sauðfjárslátr- un lauk, hófst slátrun stórgripa og mun ekki að fi.llu lokið enn. Mun stórgripum heldur fækka hér, einkanlega hrossum og hefur þeim farið fækkandi á uridan- förnuum árum. Víst er að kúnum mun ekki fjölga á næstunni, með því verði sem nú er á fóðurbæti, enda yfirleitt lítið keypt af hon- um og mun mjólkurfarmleiðslan óhjákvæmilega dragast saman, svo að sjálfsagt þarf ekki að kvíða offramleiðslu á því sviði á næstunni. Fremur er dauft yfir félags- lífi hér í utanverðri sýslunni. En heilsufar mun vera gott að öðru leyti en þvi, að í haust var að stinga sér niður einhver um- gangspest, en er nú um garð gengin. Ennþá er unnið við að brjóta land hér með jarðýtu og og hefur engin töf verið þar á ennþá, þó þetta sé orðið áliðið tímans. Mun því verki nú brátt ljúka eftir þeim vinnupöntunum er fyrir lágu. Eitt er það, sem menn hér bera kvíðboga fyrir öðru fremur, en það er að vegir hér um slóðir verði fljótt ófærir er ke.nur fram á veturinn, ef þsnnig viðrar að frost og þíður skiptar.t á, því við- hald þeirra er vfirieitt höimulega lítið. Á sumum stöðum hefur ver- ið látið nægja að hella ofan í hvörfin frá í vor. Er hætt við að það segi til sín síðar. Alltaf er unnið við bamaskóla bygginguna að Laugalandi hér í Holtum. Er ráðgert að taka nokk urn hluta skólans í notkun nú í vetur og hefst ekki kennsla hér fyrr en það verður gert. —M.G. — Grein Ragnars Jónssonar Framhald af bls 6 is nýrri hættu, sem óhugsandi er annað en að vernda þá gegn, ef þeir sjá ekki leið til þess að gera það sjálfir. Og nú hafa þeir hafizt handa, sem alkunnugt er orðið. Ef einhverjir sætta sig ekki við gjaldið eða innheimtu- aðferðina, verður dómstólunum væntanlega gert að skera úr því máli. En sú einhliða leiðrétting sem hér er fyrirhuguð, er ekki heppileg lausn og mun áreiðan- lega ekki tryggja sættir. Hæggeng grammófónplata, er að jafnaði rúmar eitt meiri hátt- ar tónverk, kostar nú hátt á þriðja hundrað krónur. STEF býður upp á leyfi til að taka á tónband alla verndaða tónlist fyrir 200.00 kr. á ári. Engan mann hefi ég hitt, sem þykir þessi upphæð út af fyrir sig ó- sanngjörn, en hins vegar marga, sem ekki fella sig við innheimtu- aðferðina. Hér ætti að vera hægt að koma sáttarorði á milli. Þeir, sem ætla að ærast út af stóryrð- um Jóns Leifs, mundu dæma þau mildar, ef þeir vissu eins mikið og hann um það hve heimurinn níðist miskunnarlaust á lista- mönnum sínum, og hve mjög verk þeirra eru misnotuð til þess að afla mörgum mönnum óverð- skuldaðs fjár og frama og hví- líkt risaátak liggur að baki þeirra hugverka, sem gefið hafa heiminum mest af hamingju hans, en höfundum sínum oftast þjáningu eina og vanþökk. R. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.