Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 20
V EDRIO Gengur í vestan-storm upp úr miðnætti. origimíílaíiilíJ 259. tbl. — Miðvikudagur 12. nóvember 1958 Kvennasíða Sjá bláðsðu 8. Sjálfstæðisflokkurinn vildi færa út grunnlínur Vísvitandi ósannindi Lúðvíks Jósepssonar í UMRÆÐUM á Alþingi í fyrra- dag um frumvarp ríkisstjórnar- innar um afnám þess ákvæðis í þingsköpum, að kosin skuli sér- stök undirnefnd utanríkismála- nefndar, ríkisstjórninni til ráðu- neytis, benti Óiafur Thors á það, að ekki hefði það verið giftu- samlegt af ríkisstjórninni að láta kommúnista fara með vandasam- asta utanrikismál þjóðarinnar, landhelgismálið. Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegs málaráðherra, spurði þá með miklum þjósti, hvaða ákvörðun í landhelgismálinu formaður Sjálfstæðisflokksins væri andvíg ur. Ólafur kvað ýmis atriði máls- ins vera þannig, að hann teldi varhugavert vegna þjóðarhags- muna að skýra frá þeim á þessu stigi málsins, en efnislega væri það mikilvægast, að Lúðvík Jós- efsson hefði vanrækt að færa út grunnlínurnar, en einmitt sá réttur strandríkja hefði á Gen- farráðstefnunni hlotið tilskilinn meirihluta atkvæða. Væri hér um mjög mikilsvert atriði að ræða fyrir fslendinga og furðu- 3egt, að sjávarútvegsmálaráð- herra skyldi láta undir höfuð ieggjast að hagnýta þenna rétt. Sem svar að við þessari ásök- un, valdi Lúðvík Jósefsson þann kost að verja gerðir sínar með hreinum ósannindum. Hélt hann því fram, að hann hefði sjálfur viljað færa út grunnlínurnar, en strandað hefði á andstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Ólafur Thors benti á það, að svo vel vildi til, að hægt væri skjallega að sanna, að Lúðvík Jósefsson færi hér með vísvit- andi ósannindi, því að 21. maí sl. hefði hann og Gunnar Thorodd- sen birt forsætisráðherra og utan ríkisráðherra formlega samþykkt Piltur í MA setur Islandsmet AKUREYRI, 11. nóv. — Á sunnu daginn fór fram í sundlauginni hér sundkeppni milli íþróttafé- lags Menntaskólans og íþrótta- félaganna hér í bænum, en þau gengu með sigur af hólmi, og sýndu sundmenn þeirra mikla yfirburði yfir skólanemendur. — Úrslit urðu sem hér segir: 400 m skriðsund kvenna: 1, Erla Hólmsteinsdóttir, Þór, 0,35 mín. 50 m bringusund kvenna: 1. Helga Haraldsdóttir, KA, 0,44 mín. 500 m bringusund karla vann Valgarður Egilsson, MA, á 7,46,4 mín., sem er nýtt íslands- met. 50 m skriðsund karla vann Eiríkur Ingvarsson, KA, 29,9 sek., Björn Þórisson varð annar á sama tíma. 100. bringusund karla vann Valgarður Egilsson, MA, og synti á 1,21,0 mín. — Veður var hið ákjósanlegasta og voru áhorf- endur mjög margir. — Mag. Fræðslu- ANNAÐ kvöld klukkan o.«* mun Sigurður Líndal, stud. jur. flytja þriðja erindi sitt um „Hina nýju stétt“. Nýir þátttakendur geta enn bætzt í hópinn og tilkynni þeir skrifstofu félagsins í Val- höll þátttöku sína. þingflokks Sjálfstæðisflokksins í málinu, þar sem beinlínis er lýst andstöðu gegn þeirri hug- mynd Framsóknarflokksins að færa ekki út grunnlínurnar og Vb. Stígandi dreginn til Siglu- fjarðar SAMKVÆMT hjálparbeiðni frá Slysavarnafélaginu, fór v.b. Völu steinn, sem er 25 tonna bátur, vélbátnum Stíganda frá Skaga- strönd til aðstoðar, en hann var með bilaða vél út af Skaga í fyrra kvöld og rak til hafs. Dró Völu- steinn bátinn inn til Siglufjarð- ar. M.s. Hekla var einnig á þess- um slóðum og hafði gert sig lík- lega til að fara bátnum til hjálp- ar, en þess gerðist ekki þörf. Á bátnum var einn maður, eig- andinn, og var hann á leið til Sauðárkróks, til að hefja þaðan sjóróðra og ætlaði að fá menn á bátinn þar. í lok samþykktar flokksins er svo að orði komizt, að Sjálf- stæðisflokkurinn telji „að verja beri enn örfáum vikum til þessað skýra fyrir bandalagsþjóðum Is- lendinga þessa hagsmuni, sem til- vera þjóðarinnar byggist á, í fullu trausti þess, að eftir þær útskýringar og rökræður muni ekki aðeins útfærslan í 12 mílur heldur og nauðsynleg rétting á grunnlínum fagna meiri skilningi og samúð en nú og geta komið fyrr til framkvæmda. Lúðvík Jósefsson hefði hins vegar valið ófriðinn og fórnað grunnlínun- um. Afstaða Sjálfstæðisflokksins lá þannig óvefengjanlega fyrir þann 21. maí, en ríkisstjórnin tók ekki endanlega ákvörðun sína í málinu, fyrr en 23. maí. Menn eiga ýmsu að venjast af Lúðvík Jósefssyni, en í þessu mikla máli sæmir sízt að sjálfur sjávarútvegsmálaráðherrann beri á borð slík ósannindi, sem hljóta að vera borin fram gegn betri vitund. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í landhelgisnefndinni, Sigurður Bjarnason, alþm., er nú erlendis á þingi Norðurlandaráðs, og verða því ekki að sinni gerð að umtalsefni ummæli sjávarútvegs málaráðherra um hvað gerzt hafi á fundum þeirrar nefndar. . . .jú, myndin var af verkamanni, sem stóð uppi á bíl og mok- aði salti á götuna til þess að draga úr liálkunni eftir að hann bvrjaði að snjóa. Ljósm.: Ól. K. M. Seldi fyrir 182 þúsund mörk HAFNARFIRÐI — Fyrsti hafn- firzki togarinn, sem seldi afla sinn í Þýzkalandi að þessu sinni var Röðull, en hann landaði þar í gær 213 tonnum af fiski.Fengust 182,500 mörk fyrir aflann, og er það næsthæsta sala íslenzks tog- ara síðan þeir byrjuðu að sigla til Þýzkal. í haust, en Þorkell máni fékk þar 192 þús. mörk fyrir afla sinn. Surprise veiðir nú fyrir Þýzkal.-markað, en hinir togar- arn eru á karfaveiðum við Ný- fundnaland. — G. E. Pétur Benediktsson. Pétur Benediktsson ræðir um efnahagssamvLnriLi og fríverzlun Evrópu á aðalfundi Varðar i kvöld LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður heldur aðalfund í Sjálfstæðishús- inu kl. 8,30 í kvöld. Eftir að lokið verður venjulegum aðalfundar- störfum mun Pétur Benediktsson bankastjóri flytja ræðu um efna hagssamvinnu og fríverzlun Ev- rópu. Svo sem kunnugt er hafa mál þessi verið mjög á dagskrá á und anförnum mánuðum og árum. — Margt hefur skeð í þessum efn- um allt frá Marshall-hjálp Banda ríkjanna og stofnun Efnahagssam vinnustofnunar Evrópu til þessa dags. Miklar fyrirætlanir og um- Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Kópavogs var haldinn síð- astliðið mánudagskvöld. Hörður Þórhallsson viðskipta- fræðingur var endurkjörinn for- maður félagsins. Aðrir í stjórn voru kjörnir þeir Gísli Þorkells- son, Ármann Sigurðsson, Guð- mundur Þorsteinsson og Axel Ágústsson. ræður eru um „sameiginlegan Evrópumarkað“ og „fríverzlunar svæði“. Allt varðar þetta okkur íslendinga mjög miklu. Við tök- um þátt í efnahagssamvinnu Ev- rópu og erum aðilar að umræðum um framtíðarfyrirætlanir. Hvað skeður næst í þessum málum? Hvað gera íslendingar í þessu sambandi? Hver verða áhrif sameiginlegs Evrópumarkaðs og fríverzlunar á efnahagslíf og þjóð arbúskap íslendinga? Allt eru þetta spurningar, sem hljóta að leita á hvern hugsandi mann. Það er því vissulega ekki að ófyrirsyrtju, að þessi mál eru tekin til meðferðar á Varðar- fundi. Það er því ekki ólíklegt, að margan muni fýsa að hlusta á Pétur Benediktsson, sem er flest- um fróðari cg kunnugri þessum málum. Eft.ir ræðu sína, mun bankastjórinn svara íyrirspurn- um um þetta efni. r Deild Islands vekur athygli PARÍS, 7. nóv. — Norræn list- iðnaðarsýning var opnuð hér í morgun, að viðstöddum mennta- málaráðherra Frakka, sem mætti Að loknum aðalfundarstörfum í forföllum Coty Frakklandsfor- flutti Jón Pálmason alþingis- maður fróðlegt erindi um fjár- málastjórn vinstri stjórnarinnai. Að framsöguerindinu loknu voru bornar fram nokkrar fyrir- spurnir til Jóns, sem hann gaf góð og greið svör við. Hlaut Jón Pálmason einróma þakkir fundar manna fyrir greinargott erindi og hvatningarorð til Sjálfstæðis- manna í Kópavogi. Karfaaflinn af Nýfundnalandsmiðnm rúmlega 46 þús. lestir I SÍÐUSTU viku eða nánar til- tekið 3. nóv. voru liðnir 3 mán- uðir frá því að togarinn Fylkir héðan frá Reykjavík, fann hin miklu karfamið vestur við Ný- fundnaland. Á þessi mið hefur nær allur togarafloti landsmanna síðan sótt, og sem kunnugt er, hefur tæplega orðið þar nokkurt lát á enn þann dag í dag. Mikill rneirihJuti hins mikla karfaafla, sem togararnir hafa landað, hef- ur komið á land hér í Reykja- vík. Tagaraafgreiðslan, undir yfir- stjórn Hallgríms Guðmundssonar skipstjóra, hefur annast alla lönd un karfans. Hefur ekkert hlé orð- ið á við löndunina, sem verður að fara fram sunnudaga jafnt sem aðra daga vikunnar. Búið var að landa hér í Reykja vík, um 20. okt. sl., 24,378 tonn- um af karfa frá því 3. ágúst sl. Þann dag var fyrsta Nýfundna- landskarfanum af Fylkismiðum landað hér í Reykjavík. Upp á síð kastið hefur togurunum nokkuð fækkað sem karfaveiðar stunda vegna ísfiskveiða fyrir Þýzka- landsmarkað. En síðan 21. okt. hafa 22 karfafarmar borizt hing- að til Reykjavikur og er meðal- tal aflamagnsins um 310 tonn. Þannig bætast um 6800 tonn við aflamagnið miðað við 21. okt. sl. Er því karfaaflinn, sem borizt hefur sl. 3 mánuði orðinn alls um 31000 tonn. Þess má geta að um 20. okt. sl. var talið að utan Reykjavíkur væru komin á land alls kringum 15000 tonn af karfa, eða rúmlega 46 þús. tonn á öllu landinu. seta, sendiherrum allra Norður- landanna og sendiráðsriturum. Fulltrúar fslands voru Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri, og Sveinn Kjarval, húsgagnaarki- tekt. Auk þeirra var þar frú Nína Tryggvadóttir, sem á að leiðbeina sýningargestum fyrsta hálfa mánuðinn, sem sýningin er opin. Þó deild íslands væri ekki stór, vakti hún athygli og aðdáun sýningargesta, enda var mjög vandað til alls af okkar hálfu. —Ferro. AÐ UNDANFÖKNU hefir staðið yfir á Akureyri stjórnmálanám- skeið á vegum ungra Sjálfstæðis- manna þar, og í kvöld kl. 8 flyt- ur Jón E. Ragnarsson stud. jur. erindi um stjórnmálaflokkana. Verður fundurinn haldinn í skrif stofu Sjálfstæðismanna, Hafnar- stræti 101, annarri hæð. Öllum Sjálfstæðismönnum er heimill aðgangur að fiundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.