Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 19
Miðvik'udagur 12. nóv. 1958 MORGUNBf.AÐ IÐ 19 Skólakeppni á Akureyri Laugaskóli scekir Gagnfroeðaskólann heim Sólfaxi flaug norður fyrir óveðrið í Grcenlandi SL. laugardag þann 8. þ. m. fór fram skólakeppni milli Gagn- fræðaskólans á Akureyri og hér- aðsskólans að Laugum í Reykja- dal. Keppnin var háð hér á Ak- uryri. í fyrsta lagi var keppt í knatt- spyrnu og fóru leikar þannig að G. A. vann með 2 mörkum gegn 1. Því næst fór fram sundkeppni og var keppt í 100 m bringu- sundi karla: 1. Stefán Óskarsson, Laugum, 1 mín. 25,7; 2. Ólafur Atlason, Laugum, 1 mín. 25,8; 3. Júlíus Björgvinsson, G. Á., 1 mín. 28, 3. 100 m bringusund kvenna: 1. Helga Haraldsdóttir G. A., 1 mín. 38,3; 2. Sigríður Arnþórsdóttir, G. A., 1 mín. 46,0; 3. Alma Möller, G. A. 1 mín. 46,2. 50 m skriðsund karla: 1. Björn Þórisson, G. A., 29,7 sek.; 2. Björn Arason, G. A., 31,4 sek.; 3. Helgi Þórisson, G. A., 32,1 sek. 50 m skriðsund kvenna: 1. Erla Hólm- steinsdóttir, G. A., 35,0 sek.; 2. Guðný Bergsdóttir, G. A. 37,5 sek.; 3. Rósa Pálsdóttir, G. A., 38,4 sek.. 10x50 m boðsund karla: G. A., 6:04,4 mín; Laugaskóli, 6:51,3 mín. 10x50 m boðsund kvenna: G. A., 7:06,8 mín; Laug- ar, 8:50,2 mín, Alls tóku þátt í þessum keppn- um milli 60 og 70 nemendur úr Pétur Thomsen konunglegur hirðljósmyndari I GÆR var þjóðhátíðardagur Svía, og var að venju móttaka í sænska sendiráðinu í Reykjavík í tilefni þess. Þar var staddur ný- útnefndur „konunglegur hirðljós myndari“ Svíakonungs, Pétur Thomsen, og tók hann myndir. Fyrir skömmu afhenti sendi- ráðið Pétri Thomsen ljósmyndara í Reykjavík skjal þess efnis, að Gustav VI. Adolf Svíakonungur hefði gert hann að konunglegum hirðljósmyndara sínum hér á landi, en eins og kunnugt er, tók Pétur fjölda mynda af konungs- hjónunum, þegar þau voru hér á ferð í fyrrasumar. Var konungi afhent við brottfönna fagurt albúm með myndum af hátíða- höldunum í sambandi við kon- ungskomuna. Svíakonungur hefur áður sæmt íslenzkan ljósmyndara þess ari nafnbót. Loftur heitinn Guð- mundsson var á sínum tíma kon- unglegur sænskur hirðljósmynd- ari. Á þeim tíma voru hér kon- unglegir ljósmyndarar fleiri hirða, en nú mun Pétur Thomsen vera eini ljósmyndarinn hér á landi, sem hefur leyfi til að nota titilinn „Konunglegur hirðljós- myndari". „Spretthlaupar- iiin44 í síðasta sinn SUMARLEIKHÚSIÐ SÝNIR „Spretthlauparann", gamanleik eftir Agnar Þórðarson, í Austur- bæjarbíói annað kvöld kl. 11.30, til ágóða fyrir Fél. ísl. leikara. Sumarleikhúsið hefur undan- farin sumur sýnt gamanleiki, sem hlotið hafa mikla aðsókn, en þegar Leikfélagið hóf vetrar- starfsemi sína, varð Sumarleik- húsið að hætta sýningum í Iðnó og hafði þá „Spretthlauparinn“ verið sýndur 45 sinnum. Leik- stjóri er Gísli Halldórsson, en hann leikur einnig aðalhlutverk- ið, sjálfan „Spretthlauparann*. Aðrir leikendur eru: Bryndís Pétursdóttir, Guðmundur Páls- son, Knútur Magnússon, Helga Valtýsdóttir og Steindór Hjör- leifsson. Sýningin á „Spretthlauparan- um“ er síðasta sýningin á vegum Fél. ísl. leikara að þessu sinni. báðum skólunum. Gagnfræða- skólinn annaðist mótið og greiddi fyrir Laugamönnum, sem boðið var til hádegisverðar að Hótel KEA og bauð Jóhann Frímann Kjartan 0. Bjarnason sýnir myndasafn sitt KJARTAN Ó. Bjarnason hefur undanfarið ferðazt um landið og sýnt m.a. kvikmynd sína frá Finnlandi á alls 45 stöðum víðs vegar um land. í kvöld sýnir hann nokkrar kvikmyndir í Hafn arfjarðarbíói kl. 5, 7 og 9. Sökum þess að Kjartan er á förum til Noregs verða myndir hans ekki sýndar hér í Reykjavík. Kjartan fer til Noregs og sýnir þar myndina „Sólskinsdagar á íslandi", en þá mynd hefur hann sýnt um 1800 sinnum í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finn- landi við ágæta aðsókn. — Litmyndin frá Finnlandi sýnir j líf og starf þjóðarinnar og er sér- stök áherzla lögð á að sýna skóg arhögg og flutning á viðnum eft- ir straumhörðum ám. Auk þess sýnir Kjartan mynd frá heim- sókn finnsku forsetahjónanna til íslands, Austfjarðaþætti, íslenzk börn, Vetrarleikina í Cortina, Olympíuleika hestamanna í Stokkhólmi o.fl. Ryskingar á Akureyri AKUREYRI, 11. nóv. — Fregnir hafa verið birtar um, að hér á Akureyri hafi verið venju frem- ur sögulegur dansleikur um síð- astliðna helgi, eða öllu fremtrr gerzt ógurlegir atburðir að honum loknum, því vitað er að dansleik- urinn sjálfur fór hið bezta fram. í fregnum mun þó gert meira úr atburði þessum en efni stóðu til. Enda upplýsa yfirvöld, að ekki hafi orðið meiðsl á nein- um þeirra, er þarna áttu hlut að máli, hvorki lögreglu né dans- gestum. Það hefur hent hér í bæ fyrir skömmu, að miklar fregnir hafa verið fluttar í sambandi við ó- venjuleg afskipti af löggæzlu á samkomu bæjarins, og reyndust þær ekki á rökum reistar. Það mun hins vegar ekki telj- ast landsfréttir, þótt ryskingar verði að lokinni dansskemmtun, jafnvel þótt fram komi kæra af því tilefni. — vig. Laugamenn þar velkomna. Kvað hann ekki aðalatriðið hver sigr- aði í keppni sem þessari heldur hitt að til slíks góðs samstarfs og kynningar væri stofnað. Allir þátttakendur í þessu móti sátu sameiginlega kaffi- drykkju í Húsmæðraskóla Akur- eyrar, og stóðu námsmeyjar fjórða bekkjar verknáms G. A. fyrir veitingum undir stjórn kennara síns Þorbjargar Finn- bogadóttur. Þar fór fram verð- launaafhending. Gefendur verð- launa voru Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri, sem gaf 12 bindi ýmissa bóka til einstakl- ingsverðlauna. Þá gáfu Olíusölu- deild Kea og Vátryggingadeild Kea bikara til sveitakeppni, ann- að fyrir knattspyrnu en hitt fyrir stigakeppni í sundi, hvort tveggja farandbikarar. Öll var hátíð þessi hin ánægju- legasta og dvöldu Laugamenn á dansleik Iðnskólanema fram eftir laugardagskvöldi. Kvaddi skóla- stjóri Iðnskólans Jón Sigurgeirs- son Laugamenn með ávarpi og óskaði þeim góðrar heimferðar, en Óskar Ágústsson íþrótta- kennari á Laugum þakkaði. vig. Vel heppnuð leiksýtiing í Neskaupstað Síðastliðið laugardagskvöld frum sýndi Leikfélag Neskaupstaðar gamanleikinn „Góðir eiginmenn sofa heima“, eftir walter Elles. Á frumsýningunni var hvert sæti skipað og var leiknum tekið með miklum fögnuði áhorfenda. Frú Inga Laxness hefur æft leik- endurna og stjórnar hún leikn- um. Virðist henni hafa tekizt mjög vel að fá fram samstilltan leik allra leikenda, þótt margir þeirra séu lítt vanir leiksviði enda allt áhugafólk. Leikendurn- ir eru þessir: Stefán Þorleifsson, Guðný Þórðardóttir, Viðar Rós- mundsson, Ásgeir Lárusson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ein- ar Ármannsson, Óskar Björns- son, Guðrún Baldursdóttir, Al- bert Kemp og Soffía Björgólfs- dóttir. Leiktjöldin gerði Jóhann Jónsson kennari. Hvíslari var Jóhanna Jóhannsdóttir og tjalda- meistari var Jón Kr. Magnússon. í kvöld er fjórða sýning á leiknum og eru margir Eskfirð- ingar væntanlegir, en vegurinn um Oddsskarð er eins og hann er beztur að sumarlagi. Leikfélagi Neskaupstaðar og leikstjóranum hefur tekizt prýði- lega með sýningu þessa leiks. — Fréttaritari. SÍÐA’STLIÐINN sunnudag fór Sólfaxi Flugfélags íslands leigu- flugferð til Thule á Grænlandi fyrir danska heimskautaverk- taka. Á leiðinni norður átti að flúga yfir Danmarkshavn og Danebrog á austurströndinni og kasta þar niður vörum, er flug- vélin hafði meðferðis. Er Sólfaxi átti skammt ófarið til fyrrnefndra staða, barst skeyti um að hætta við að kasta vörunum útbyrðis. Hélt flugvélin því áfram ferð sinni til Thule og lenti þar á sunnudagsskvöld. Aðfaranótt mánudags skall á fárviðri í Suður- og Mið-Græn- landi. Venjuleg flugleið frá Thule til Reykjavíkur um Syðri- Straumfjörð varð ófær vegna veðursins, en 60 farþegar biðu í' Thule, sem þurftu að komast sem fyrst til Kaupmannahafnar. Fiugstjórinn ákvað að fljúga fyrir norðan óveðrið og á hádegi á mánudag var lagt af stað frá Thule. Flogið var í norð-austur og komið til Station Nord á aust- urströndinni eftir fjögurra stunda flug. Eftir að hafa tekið elds- neyti var enn lagt upp og flogið suður með ströndinni í átt til ís- lands. Til Reykjavíkur kom flug vélin kl. 2,30 aðfaranótt þriðju- dags og hélt áfram til Kaup- mannahafnar næsta morgun. — Flugstjóri í þessu frækilega Græn bjarnarson, aðstoðarflugmaður Karl Schiöth og flugleiðsögu- menn Eiríkur Loftsson og Frosti Bjarnason, en vélamenn Gunnar Valdemarsson og Ásmundui Dan- íelsson. Á leið til Þýzka- lands með f ull- fermi NOKKUÐ hefur þeim togurum fækkað, er stundað hafa karfa- veiðar vestur á Fylkismiðum við Nýfundnaland. Munu nú alls vera þar 10 skip. Hér á heima- miðum eru togarar á veiðum fyr- ir Þýzkalandsmarkað og hefur gengið erfiðlega. Sami gangurinn er á veiðunum við Nýfundna- land. Nú er togarinn Fylkir á leið af Fylkismiðum með fullfermi, og siglir togarinn beint til Þýzka- lands með aflann. Verður það fyrsti ísfiskfarmurinn, sem is- lenzkur togari selur af þessum miðum, og er að vonum beðið tíðinda af aflasölunni. Munu a. m. k. tveir togarar hafa hug á því að reyna þetta, en það mim að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á ákvörðunina, hvort Fylki gengur Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér hlý- hug og vináttu á áttræðisafmæli mínu þann 25. okt. s.L Jóhanna Ólafsdóttir frá Breiðholti. Ég þakka hjartanlega öllum þeim, sem sýndu mér vinar- hug á 75 ára afmæli mínu. Ásdís Þorgrímsdóttir. Lokað frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar. Verzlun Halla Þórarins Hverfisgötu 39. Lokað í dag vegna jarðarfarar Alexanders D. Jónssonar frá kl. 12—4. Sápugerðin Frygg landsflugi var Aðalbjörn Krist- vel eða ekki. Móðir mín HELGA BALDVINSDÓTTIR sem lézt 3. þ.m. verður jarðsungin miðvikudaginn 12. nóv. frá Fossvogskirkju, kl. 2 síðdegis. Friðrik Jónasson. Ekkjan MAGNA GlSLADÓTTIR andaðist að Sólvangi 9. nóv. Jarðarförin fer fram föstu- daginn 14. þ.m. frá Fossvogskirkju klukkan 10,30 fyrir hádegi. Fyrir hönd aðstandenda. Jón H. Gíslason, Bergstaðastræti 17. Móðir mín RANNVEIG EIRlKSDÓTTIR frá Mörtungu, andaðist hinn 10. nóvember. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Skúladóttir. Jarðarför GUÐFINNU GlSLADÓTTUR Eiríksgötu 17 fer fram frá Dómkirkjunni fimmtud. 13. þ.m. kl. 1,30. Ósk Kristjánsdóttir, Marino Erlendsson, Sigþrúður Jónasdóttir, Þórður Erlendsson. Eiginkona mín og móðir okkar SYLVlA JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. þ.m. Helgi Stefánsson og dætur Háteigsvegi 11. Útför móður minnar ÞURIÐAR þorsteinsdóttur Frá Ytra-Lóni, fer fram í dag miðvikudaginn 12. nóv. kl. 3 frá Fossvogs- kirkju. Fyrir hönd vandamanna. Þorsteinn Jóhannesson. Við þökkum ykkur öllum af heilum hug, sem sýndu samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför SIGURBJARGAR ÁMUNDADÓTTUR Eins viljum við þakka læknum og hjúkrunarkonum sjúkrahúss Hvítabandsins þá líkn, sem þau veittu hinni látnu í þrautum hennar. Faðir, eiginmaður, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.