Morgunblaðið - 18.11.1958, Page 1

Morgunblaðið - 18.11.1958, Page 1
20 síður Bylting inga í án blóðsútheil- Súdan Herinn tók völdin — Vafamál að Nasser eigi þátt i byltingunni Khartoum og Kaíró, 17. nóv. NTB—AFP—Reuter. YFIRMAÐUR súdanska hersins, Ibrahim Abboud hershöfðingi, gerði í morg- un byltingu án blóðsúthell- inga með tilstyrk hersins. Þegar í stað var lýst yfir hernaðarástandi í Súdan, þingið og jríkisstjórnin voru leyst upp, stjórnarskráin numin úr gildi og allir stjórn málaflokkar bannaðir. Eng- ir einstaklingar hafa enn sem komið er verið fangels- aðir, en blöðin eru bönnuð í bili, og allir fundir eða kröfugöngur verða miskunn arlaust leystir upp, ef til þeirra kemur. Sagt er, að tilgangurinn með byltingunni sé sá að uppræta spillinguna í landinu og binda endi á „óeðlilega misklíð Súdans og Arabíska sambandslýðveldis- ins“, eins og herinn orðar það. Gegn Nasser? Hlns vegar er enn óljóst, hvort hinn 58 ára gamli Abboud hers- höfðingi sé eindreginn stuðnings- maður Nassers. Vestrænir frétta- ritarar í Khartoum benda á, að byltingin hafi verið gerð til að koma í veg fyrir, að öfi vinsam- leg Nasser brytust til valda í landinu. Allt með kyrrum kjörum Skömmu eftir að útvarpið í Súdan hafði sagt frá byltingunni voru erlendir sendimenn í Khar- toum kvaddir saman og þeim skýrt frá gangi málanna. Al»bo- ud fullvissaði þá um, -að allir útlendingar og allar erlendar eignir í Súdan verði verndaðar af hinni nýju stjórn. Jafnframt fór hann fram á viðurkenningu á stjórn sinni. Flugvöllurinn fyrir utan Khar- toum er opinn öllum flugvélum, og í kvöld tilkynnti útvarpið í Khartoum að allt væri með kyrr- um kjörum í borginni og annars staðar í landinu. Undrun í Kaíró Meðal ráðamanna í Kaíró var byltingunni í Súdan tekið með mikilli undrun. Snemma í morg- un var gefin út yfirlýsing í Kaíró þess efnis, að Abdullah Khalil forsætisráðherra, sem nú hefur verið settur frá völdum, mundi heimsækja Nasser hinn 28. nóv. næstkomandi. Kaíró-útvarpið sem í allan dag flutti fregnir af viðburðun- um í Súdan kallaði byltinguna „herupphlaup“, en lét undir höf- uð leggjast að túlka það sem gerðist. Stjórnmálafréttaritarar í Kaíró benda á hin augljósa mis- mun sem sé á sögn egypzka út- varpsins um byltinguna í Súd- an og byltinguna í írak fyrr á árinu. Óbreytt ástand Byltingin var framkvæmd fyr- ir dögun í morgun og á nokkrum klukkustundum voru öll völd í höndum hersins. Súdanskur verkalýðsleiðtogi sem fór frá flugvellinum í Khartoum 20 mín- útum áður en byltingin var gerð, sagði síðar við fréttamenn í Kaíró, að hann hefði séð herbíla og hermenn á leið til flugvallar- ins og annarra mikilvægra staða í og utan við borgina. Síðar voru sendar úr þrjár yfirlýsingar um valdatöku hersins, en í morgun fór fólk til vinnu sinnar, eins og ekkert hefði í skorizt. Samningur við Breta Meðal stjórnmálamanna í Lon- don er sú skoðun yfirleitt ríkj- andi að hér sé ekki um að ræða byltingu sem Nasser standi á bak við. Er á það bent að í útvarps- ræðu sinni í dag minntist Abboud ekki einu orði á „vestræna heims valdastefnu" eins og siður er meðal áhangenda Nassers. Bretar gerðu í síðasta mánuði samning við Súdansbúa um vopna sendingar, en hingað til hafa engin vopn verið send frá Bret- landi til Súdans. Formælandi brezka utanríkisráðuneytisins sagði í dag, að eins og nú stæði Framhald á bls. 2 Hans Andersen Geimurinn ekki nýlendusvæði NEW YORK, 17. nóv. — NTB- AFP. — Leiðtogi demókrata i öldungadeild Bandaríkjaþings, Lyndon Johnson, sagði í dag í stjórnarnefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, að báðir flokkar á þjóðþingi Bandaríkj- anna litu svo á, að brýna nauð- syn bæri til að halda alþjóðleg- um deilumálum utan við himin- geiminn. Við lítum á geiminn sem rannsóknarsvæði, en ekki nýlendusvæði, sagði Johnson. — Hann lét þessi orð falla í sam- bandi við bandaríska tillögu í stjórnmálanefndinni þess efnis, að þegar verði sett á laggirnar nefnd, sem geri ráðstafanir til að geimrannsóknir fari fram án pólitískra eða þjóðernislegra af- skipta. Hans Andersen skýrir sjónarmið ís- lands í laganefnd Allsherjarþingsins NEW YORK, 17. nóvember. — NTB-Reuter. — Laganefnd Alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna ræddi lögsögu ríkja við strend- ur sínar í dag. — Hans G. And- ersen fulltrúi íslands í nefndinni tók til máls fyrstur í umræðun- um og gerði grein fyrir sjónar- miðum Íslands. I upphafi ræðu sinnar, sagðiat hann vilja nota tækifærið til að lýsa enn á ný skoðunum íslenzku stjórnarinnar á lögsögu við strendur. Kvað hann íslenzku Fjórveldanefndin rœði friðarsamninga og sam- einingu Þýzkalands Bonn 17. nóv. NTB/Reuter I orðsendingu til rússnesku stjórnarinnar frá stjórn Vestur- Þýzkalands segir m.a. að fjór- veldanefndin, sem stungið hefur verið upp á að ræði sameiningu Þýzkalands, taki líka til athug- unar spurninguna um’ uppkast að friðarsamningum við Þýzkaland. Textinn í orðsendingunni, sem var afhent í Moskvu í gær, var birtur í Bonn í dag. Rússar hafa áður hafnað til- lögu Vestur-Þjóðverja um að sett verði upp fjórveldanefnd, sem geri áætlanir um sameiningu Ráðstefna um takmörkun hvalveiða LONDON, 17. nóv. — NTB-AFP. Brezka landbúnaðar- og sjávar- útvegsmálaráðuneytið hefur nú fengið formlega tilkynningu um, að Rússar muni senda fulltrúa á alþjóðaráðstefnu um hvalveiðar, sem hefst í I ondon á miðviku- dag. Ráðstefnan hefur verið kvödd saman _af brezku stjórn- inni, og á henni verða fulltrúar frá Bretlandi, Sovétríkjunum, Japan, Iiollandi og Noregi. Verkefni ráðstefi-unnar verður að finna sarnkomuiagsgrundvöll um takmarkanir á hvalveiðum í suðurhöfum. Ilöfuðumræðuefnið verður senn!.úga brezk áætiun um eins koi.ar ,.kvóta-skip i ag“, þjóðir, segja kunnugir. þar sem ákveðið verði hve mikið hvert lana m> gi veiða árieg i. Góðar vonir. Sú staðreynd að Rússar hafa þegið boð Breta um að senda full trúa á ráðstefnuna, hefur vakið góðar vonir um að hún beri ár- angur, en mönnum er ljóst, að það geti haft alvarlegar afleið- ingar, ef ekki verður neinr. ar- angur af henni. Bretar óttast nú hina miklu og ört vaxandi sam- keppni á hvalamiðunum, og er ekki talið ósennilegt, að þeir sjái sig knúna til að draga sig út úr alþjóðasamtökum hvalveiðiþjóða ásamt Norðmönnum. Slík þróun mála gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir allar hvalveiði- Þýzkalands, en þeir styðja aust- urþýzka tillögu um fjórvelda- nefnd sem ræði friðarsamninga við fulltrúa frá stjórnum Aust- ur- og Vestur-Þýzkalands. I orðsendingunni segir, að Vestur-Þjóðverjar séu þeirrar skoðunar, að hægt sé að komast hjá erfiðleikunum í sambandi við myndun fjórveldanefndarinnar, ef menn rígbindi sig ekki í forms atriði, en líti raunsæjum augum á málið. Nefndinni yrði mun erf- iðara að komast að samkomulagi, ef umræðuefni hennar væri tak- mörkuð við eitt eða tvö atriði. Ennfremur segir í skeytinu að vestur-þýzku stjórninni sé það ánægjuefni, að Rússar hafi tekið til athugunar áætlun hennar um stofnun fjórveldanefndar, þar sem Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar hafi þegar tjáð sig sam- þykka henni., Megi því vænta þess, að fjórveldin séu í höfuð- atriðum sammála um að gagn- legt sé að setja á stofn slíka nefnd. Paradís frambjóðenda! BERLÍN, 17. nóv. — NTB — Austur-þýzka fréttastofan ADN skýrði frá því í dag, að þátttak- an í kosningunum í gær hefði verið milli 98,3% og 98,75%. — í kjöri var aðeins einn listi og hlaut hann milli 99,98% og 99,99% greiddra atkvæða. sendinefndina telja, að nauðsyn- legt væri að ræða um víðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu efnislega. Lægju til þess ýmsar ástæður. í fyrsta lagi þyrfti að athuga hvort líklegt væri að málið leystist á nýrri ráðstefnu, og sérstaklega mundu skoðana- skipti leiða í ljós hve mikill und- irbúningur væri nauðsynlegur fyrir ráðstefnuna. Það mundi síðan hafa áhrif á hvenær rétt væri að halda hana eða hvort ef til vill væri unnt að afgreiða málið í laganefnd Allsherjar- þingsins. íslenzka stjórnin teldi það æskilegra, sagði Hans And- ersen. Einnig sagði hann að of ltíill undirbúningur hefði valdið miklu um að ekki náðist full- nægjandi árangur í Genf. Engu að siður hefðu málin skýrzt þar, síðan hefði áhugi ýmissa ríkja á þeim vaxið, og heimildir væru fyrir því að nokkur ríki mundu færa lögsögu sína út á næstunni, og nokkur hefðu gert það eftir að Genfarráðstefnunni lauk. Þegar sendiherrann hafði gert grein fyrir ástæðunni til þess að íslenzka sendinefndin vildi að málið yrði rætt efnislega í laga- nefnd Allsherjarþingsins nú, vék hann að reglunni um landhelgi og fiskveiðilögsögu almennt. — Fyrst vék hann að lögfræðileg- um skilgreiningum varðandi frelsi á höfunum og mismuninn á hugtökunum landhelgi og fisk- veiðilögsaga. Síðan sagði hann að taka þyrfti tillit til tveggja atriða, þegar rætt væri um stærð fiskveiðilögsögunnar. Annað væri verndun fiskstofnanna, en hitt forgangsréttur strandríkj- anna til að nýta miðin. Almennt væri talið fullnægjandi i þessu skyni að stækka fiskveiðilögsög- una 1 12 mílur. Hefði það komið vel fram í tillögu Kanada á Genf- arráðstefnunni og í stefnu Banda Framh. á bls. 2. Gengur tregt í Genf Genf, 17. nóv. NTB/AFP. RÁÐSTEFNUNUM tveimur i Genf milli Vesturvéldanna og kommúnistaríkja var haldið á- fram í dag, án þess að nokkur verulegur árangur næðist. Á tíveldaráðstefnunni um ráð til að koma í veg fyrir skyndi- árás, komu Rússar fram með til- lögu um að banna flug með kjarnavopn yfir höfum og yfir landsvæðum annarra ríkja. Þríveldaráðstefnan, sem er að leita að samkomulagsgrundvelli um bann við tilraunum með kjarnavopn, sat einnig á rökstól- um í dag, en ekki vacð neitt samkomulag um dagskrána. Árásum mótmœlt Moskvu WASHINGTON, 17. nóv. Reuter. — Bandaríkjastjórn hefur sent rússnesku stjórninni harðorð mót mæli sem afhent voru í Moskvu fyrir fjórum dögum, en skýrt var frá efni þeirra í kvöld. Banda ríkjastjórn mótmælir harðlega tveim árásum rússneskra flugvéla á bandariskar flugvélar yfir út- hafinu, en báðar þessar árásir vonu gerðar 7. nóvember, önnur yfir Eystrasalti og hin yfir Jap- anshafi,- Segir í mótmælum Bandaríkja- stjórnar, að í bæði skiptin hafi bandarísku flugvélarnar verið í 100 kílómetra fjarlægð frá rúss- nesku landi, þegar flugvélar Rússa hafi skotið á þær. í hvor- ugt skipti hafi bandarisku flug- vélarnar svarað skothríðinni, en héðan í frá muni bandarískar flugvélar gera þær varnarráðstaf anir sem nauðsynlegar teljist. Þriðjudagur 18. nóvember. Efni blaðsins er m.a. : Bls. 6: Jóhannes páfi XXIII. — 9: Hlustað á útvarp. — 10: Ritstjórnargreinin: Norrænt ráðið. „Ódýri frændi“ var ekki ódýr við alla. (Utan úr heimi). — 11: Ólafur Johnson, stórkaupmað- ur (minningarorð). — 12: Til hvers er leikgagnrýni? eftir Guðlaug Rósinkranz, þjóðleik- hússtjóra. — 18: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.