Morgunblaðið - 18.11.1958, Side 2

Morgunblaðið - 18.11.1958, Side 2
2 MOR nrivil 14 Ð1D Þriðjudagur 18. nóv. 1958 Frumvarpið um útflutning hrossa afgreitt sem lög FUNDIR voru settir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tíma í gær. Á dagskrá efri deild- ar var eitt mál. Frv. til laga um breytingu á lögum um at- vinnuleysistryggingar. umræðunni frestað. Eitt mál var á dagskrá neðri deildar. Frumvarp til laga um útflutning hrossa. Yar það til einnar umræðu. Framsögum. landbúnaðarnefndar neðri deild- ar, Jón Pálmason, kvaddi sér hljóðs um málið. Kvað hann Ný þingskjöt Nokkrum nýjum þingskjölum hefur verið útbýtt á Alþingi. — Eru það frumv. til laga um __ Var breytingu á póstlögunum. Flm. j Alfreð Gíslason. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og frv. til laga um breytingu á lækna- skipunarlögum. — Flm. Alfreð Gíslason. — Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stofn- un búnaðarmálasjóðs. Flm. frumvarp þetta upphaflega að- j steingrímur steinþórsson, Jón ems hafa folgið iser breytingu j gi | Asgeir Bjarnason, a einum manaoardegi, en hæst ' ~ .. . . ^ , Petur Ottesen og Benedikt Gron- virt efri deild hefði lat.8i prenta dal> j síðasttalda frUmvarpinu er oll logm um utflutnmg Ugt ^ að bráðabirgðaákvæði verði sett í lögin þess efnis, að á árunum 1958—61 verði greitt % % viðbótargjald af söluvörum landbúnaðarins, sem um ræðir í annarri grein laganna, og renni það til Búnaðarfélags Islands og Stéttrsambands bænda til að reisa hús félaganna við Haga- torg í Reykjavík. upp öll lögin um hrossa. Kvað hann ekki mundi alveg ljóst, hver ráðherranna væri atvinnumálaráðherra, en nefndin gerði ráð fyrir að það væri landbúnaðarráðherra. —' Helztu breytingar, sem frum- varpið gerði ráð fyrir, væru þær, að hrossaútflutningurinn yrði ekki leyfður nema sérstökum skipum. Skýrði Jón Pálmason frá því, að landbúnaðarnefnd neðri deildar líkaði ekki orðalag 2. gr. frv., en legði til, að frum- varpið yrði samþykkt óbreytt, svo það þyrfti ekki að hrekjast milli deilda. Frumvarpið var samþykkt með 19 samhljóða atkvæðum og verð- ur sent til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. Góður árangur FR J ÁLSÍ ÞRÓTT ADEILD KR efndi nýlega til innanfélagsmóts í atrennulausum stökkum innan húss. Úrslit urðu þessi: Langstökk: Jón Pétursson KR 3,15 m. EmiJ Hjartarson, Háskólinn, 3,13 m. Guðjón Guðmundss. KR 3.09 m Einar Frímannsson 3,02 m. Þrístökk: Jón Pétursson 9,70 m. Guðjón Guðmundsson 9.14 m. Emil Hjartarson 9.06 m. Árangur Jóns ei mjög góður og ahyglisverður, einkum þó í þrístökkinu: Styttan af Jóni Arasyni Minnismerki nm Jón biskup Arnson við Munkoþverórkirkju BLAÐIÐ íslendingur á Akureyri segir frá því samkvæmt samtali við Guðmund Jónsson garðyrkju mann á Blönduósi, að næsta sum- ar verði reist minnismerki um Jón biskup Arason, er Guðmund- ur Einarsson frá Miðdal hefur gert. Það er stytta 2,72 m á hæð, steypt í kopar í Kaupmannahöfn. Það var upphaflega gert ráð fyx- ir að sty.tan yrði í minningar- lundi Jóns Arasonar biskups að Grýtu í Eyjafirði, en eftir til- lögu Guðmundar frá Miðdal, verð ur hún ekki í lundinum, heidur framan við bæinn á Munkaþverá við hlið kirkjunnar, En í Þverár- klaustri naut Jón biskup sinnar fyrstu menntunar. Guðmundur garðyrkjumaður segir í þessu samtali við „íslending", að grjót í stöpulinn undir styttunni verði allt sótt í Hólabyrðu. Hann get- ur þess og, að þegar framkvæmd- ir hófust í málinu, hafi ekki ver- Fríverzlunarmálið á köldum klaka PARÍS, 17. nóv. Reuter. — Við- ræðum í París um fríverzlunar- málið hefur nú verið hætt í bili, en brezka stjórnin tilkynnti í dag, að hún mundi ekki senda fulltrúa sinn til þátttöku í slík- um viðræðum, fyr en afstaða Frakka til fríverzlunarmálsins hefði verið skýrð nánar. Macmillan forsætisráðherra Breta skrifaði de Gaulle forsæt- isráðherra Frakka bréf í dag, og lagði áherzlu á nauðsyn þess að jafnaður yrði ágreiningur Frakka og Breta í sambandi við fríverzl- unarmálið og hinn sameiginlega 23 nýir kordínólor tilneindir Alls eru þeir orðnir 75 talsins Róm, 17. nóv. — Reuter. JÓHANNES PÁFI XXIII. rauf 400 ára gamla hefð í dag með því að tiikynna, að 23 nýir kardínál- ar hefðu verið útnefndir sam- tímis. Meðal þeirra eru tveir Bandaríkjamenn, erkibiskuparn- ir í Boston og Fíladelfíu. Eru þá kardínálarnir orðnir 75 talsins, og er það 5 kardínálum fleira en verið hefur síðan á 16. öld, þegar Sixtus páfi V fjölgaði þeim i 75. Kardínálarnir verða formlega settir inn í hin nýju embætti sín í Páfagarði 18. desember n.k. Þetta verður í fyrsta sinn, sem tveir bræður eru kardínálar samtímis. Giovani Cicognani, sem verið hefur postullegur sendimað ur í Washington síðustu 25 árin, Dagskrá Alþingis Fundir eru boðaðir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tíma í dag. Á dagskrá efri deild- ar eru tvö mál. Frumvarp til laga um breyting á póstlögum til 1. umr. og framhald 1. umr. er um frumvarp ti'l laga um breyt ingu á lögum um atvinnuleysis- tryggingar. Tvö mál eru á dagskrá neðri deildar: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um biskups- kosningu er til 3. umr. (framh.) og frv. til laga um vinnslu sjávar afurða á Siglufirði er til 1. umr. (Ef leyfð verður). tekur nú sæti við hliðina á bróð- ur sínum, Vaetano Cicognani, sem var útnefndur kardínáli af Píusi XII. árið 1953. Eftir þetta verða 29 ítalskir kardínálar, en 46 af öðru þjóð- erni: 4 frá Bandaríkjunum, 2 frá Kanada, 8 frá Frakklandi, 4 frá Spáni, 3 frá Þýzkalandi, 3 frá Brazilíu, 2 frá Portugal og 20 frá öðrum ríkjum, einn frá hverju. ið til eyrir í sjóði, en Guðmundur er bjartsýnn og segir að heildar- kostnaður verði alls 180—200 þús, krónur. Vonast ég til að þegar ég afhendi minnariundinum styttuna, að ekki verði á því hvílandi skuldir. Og Guðmundur bætir við: Ég er meira að segja svo bjartsýnn að gera mér von um, að O'.ðið geti lítilsháttar í sjóði, sem verja mætti tii við- halds girðingu um lundinn og aukinnar trjáræktar þar, enda mundi mér hafa fallið illa, ef Jón biskup hefði komið heim í átt- hagana með skuldabagga á baki. Hann var of mikill fjármálamað- ur til þess. En hvaðan peningarn- ir hafa komið, vil ég sem minnst um segja. Þeir hafa bæði komið frá hinu opinbera og einstakling- um, og þegar kreppt hefur að, hefur alltaf rætzt úr þannig, að „þegar neyðin var stærst, var hjálpin næst“. Fimm drukknir bílstjórar teknir AÐFARANÓTT síðastl. sunnu- dags frá því kl. 3 og fram undir morgun stöðvaði götulögreglan í Reykjavík 5 bíla, án þess að þeir hefðu þó nokkuð brotið af sér og kom í ljós, að ökumennirnir voru allir undir áhrifum áfengis. Er það óvenjulegt að lögreglan rekist á svona marga drukkna bílstjóra á svo skömmum tíma. NATO-gervihnöttur París, 17. nóv. NTB/AFP. ÞINGMANNARÁÐSTEFNA NATO-ríkjanna, sem hófst í Par- ís í dag með fulltrúum frá öllum 15 aðildarríkjunum, samþykkti í dag einróma tillögu frá for- manni vísindanefndarinnar, bandariska öldungadeildarþing- manninum Henry M. Jackson, þess efnis að NATO láti gera gervihnött, sem beri einkenni samtakanna, og verði notaður í friðsamlegum tilgangi til rann- sókna á himingeimnum. Öldungadeildarþingmaðurinn er þeirrar skoðunar, að það sé tæknilega mögulegt áð senda slíkan gervihnött út í geiminn árið 1960. Efni tillögunnar Meginefni tillögunnar felst i eftirfarandi þremur atnðum: 1) Áætlun um stórauknar vís- indarannsóknir. 2) Undirbúningur að víðtækri samræmingu á vísindarann- sóknum, sem efli og auki vísindaþróunina innan At- lantshafsbandalagsins. 3) Samvinna NATO-ríkjanna um tilraunir og rannsóknir á himingeimnum. Víðtækari hafrannsóknir Jackson benti á, að nauðsyn- legt væri að gefa beztu vísinda- mönnum tækifæri til að gera víð- tækari hafrannsóknir, þar sem þess yrði ekki langt að bíða, að kjarnorkuknúnir hafbátar færu um heimshöfin og flutningaskip með kjarnorku væru á næstu grösum. Tillaga Jacksons um að NATO- ríkin hafi samvinnu um geim- rannsóknir vakti mikla athygli á ráðstefnunni. Góður afli hjá Akranesbátum AKRANESI, 17. nóv. — Síldin synti ört í netin hjá reknetjabát- unum í Miðnessjó í fyrrinótt. — Átján bátar fengu þar samtals 2.061 tunnu síldar, sem samsvar- ar 114% tunnu á bát að meðaltali. Aflahæstur bátanna var Sæ- faxi,‘með 200 tunnur. Skipaskagi og Sigurfari frá Hornafirði fengu 177 tunnur hvor, Bjarni Jóhannes son og Farsæll 163, Ásbjörn 150, Sigurvon 138 og Ver 120 tunnur. Veður var gott á meðan netin voru dregin, en rétt sem því var að ljúka rauk upp með sunnan- og suðvestan-hvassviðri, og hélzt svo meðan bátarnir voru á leið til lands. — Bylting i Súdan Framh. af bls. 1 á væri ekki hægt að segja neitt um það, að hve miklu leyti yrði staðið við þennan samning. Spillingin f Kaíró bíffa menn yfirleitt á- tekta og leggja megináherzlu á, aff undirrót byltingarinnar sé spillingin í landinu, en ekki ut- anríkisvandamál. Aff þessu leyti er byltingin í Súdan hliffstæffa byltingarinnar í Pakistan fyrir skömmu. Þaff er haft eftir heimildum kunnugum Abboud, að hann sé alls ekki vinsamlegur stefnu Nassers, enda þótt hann hafi heit- iff að eyða deilumálum Súdans og Arabíska sambandslýðveldis- ins. Samningur um Níl Um helgina varð samkomulag milli súdönsku og egypzku stjórn arinnar um nýtingu á fossunum í Níl. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir Nasser, þar eð Egyptar verða að semja við Súdansbúa til að geta byggt hina margræddu Aswan-stíflu í Níl. Vinnur Nasser lokasigur? Það er haft eftir góðum heim- ildum, að nýja stjórnin muni reka svipaða utanríkisstefnu og gamla stjórnin. Ennfremur er bent á, að Abboud og ýmsir ná- komnir samstarfsmenn hans hernum séu góðir vinir Khalils forsætisráðherra. Hins vegar er ekki talið útilokað, að Abboud sé í rauninni „gervileiðtogi" bylt ingarinnar líkt og Naguib var á sínum tíma í Egyptalandi, eftir að Farouk var steypt úr stóli Það er vitað að í hernum eru sterk öfl, sem eru hliðholl Nasser, og sumir óttast að þessi öfl kunni að verða ofan á þegar frá líður. Hvað sem um það er, þá eru menn sammála um, að byltingin í Súdan hafi ekki komið meira jafnvægi á málefni landsins. Stofufangelsi Seint í kvöld skýrffi Reuter frá því, aff allir ráðherrar fyrri stjórnar hefffu veriff settir i stofu fangelsi ásamt allmörgum öffr- um stjórnmálamönnum. Jafn- framt var því lýst yfir af ábyrg- um herforingjum aff byltingin væri ekki í neinu sambandi viff Nasser. markað, sem kemur til fram- kvæmda 1. janúar 1959. Formælandi franska utanríkis- ráðuneytisins sagði í Öag, að mál þetta yrði rætt á fundi frönsku stjórnarinnar á morgun. Brezki ráðherrann Maudling sagði í dag, að fríverzlun Evrópu hefði engin þau efnahagsvanda- mál í för með sér fyrir Frakka, að ástæða væri til þess fyrir þá að hætta við þátttöku í fríverzl- uninni. Ríkin sem standa að hinum sameiginlega markaði eru Frakk- land, Vestur-Þýzkaland, Ítalía, Belgía, Holland og Luxemburg. Sautján aðildarríki Efnahagssam vinnustofnunar Evrópu hafa tek- ið þátt í undirbúningsviðræðum um fríverzlunarmálið. — Hans Andersen Frh. af nls. 1 ríkjanna þar, unz þau illu heilli breyttu stefnu sinni. Loks sagði Hans G. Andersen, að taka yrði tillit til sérstakra aðstæðna þeg- ar um væri að ræða þjóðir, sem væru sérstaklega háðar fiskveið- um. Þegar sendiherrann hefði gert grein fyrir hinum almennu sjón- armiðum Islands, vék hann að því að skýra í hverju sérstaða íslands væri fólgin. Rakti hann þýðingu sjávarútvegsins fyrir af- komu þjóðarinnar, ofveiðina á ís landsmiðum, söguleg rök og að- gerðir á undanförnum árum. — Hann sagði frá ráðstöfunum þeim. sem gerðar voru í sumar og frá lagarökum íslendinga. — Hann minntist á, að Bretar hefðu sent herskip í íslenzka lögsögu, en kvaðst ekki ætla að ræða það mál ýtarlega, þar sem því hefði verið gerð skil í ræðu utanríkis- ráðherra íslands í hinni almennu umræðu á Allsherjarþinginu. En Hans G. Andersen lagði áherzlu. á, að hér væri um að ræða mjög alvarlegt mál, sem ekki þyldi bið. Síðan sagði sendiherrann að íslenzka stjórnin vildi gera það, sem unnt væri til að finna að- gengilega lausn með alþjóðlegri samvinnu og það sem fyrst, svo að sanngjörn réttindi væru tryggð. En undirbúningur só, sem nauðsynlegur reyndist, mundi ráða hvenær rétt væri að kalla saman ráðstefnuna, ef málið yrði ekki til lykta leitt í laga- nefndinni. Umræðan þar mundi leiða í ljós hve mikill undirbún- ingur væri nauðsynlegur. Ráffstefna í febrúar Fulltrúi Norðmanna tók síðan til máls og lagði til að önnur ráð- stefna um réttarreglur á hafinu yrði kvödd saman eins fljótt og hægt væri ,og ékki síðar en £ febrúar 1959. Benti hann á, að eftir að íslendingar hefðu fært út fiskveiðilögsögu sína í 12 mílur, væri lífsnauðsynlegt að gera alþjóðlega samþykkt um málið. Danir og Kanadamenn styðja tillögu Norðmanna um ráðstefnu í febrúar. öll þessi ríki eru með- mælt tillögu Kanada um 6 mílna landhelgi og 6 mílna fiskveiði- lögsögu þar fyrir utan. Ráðstefna næsta sumar Bandaríkin, Bretland, Frakk- land og átta önnar ríki báru fram tillögu þess efnis, að ráðstefna um réttarreglur á hafinu yrði kvödd saman í júlí eða ágúst næsta ár. Segir í tillögunni, að þessi frestur muni gera hlutað- eigandi ríkjum kleift að rann- saka gaumgæfilega spurninguna um fiskveiðilögsögu og landhelgi. Ekkert Norðurlanda stóð að þessari tillögu, og er búizt við að fiest þeirra hafi sitthvað við tillöguna að athuga. Ríkin átta sem að tillögunni standa ásamt stórveldunum eru Ástralía, Malaja, Grikkland, Honduras, Ítalía, Líbería, Nicara- gua og Thailand.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.