Morgunblaðið - 18.11.1958, Side 8

Morgunblaðið - 18.11.1958, Side 8
8 M O R C V N B L A Ð 1 Ð Þriðjudagur 18. nóv. 1958 — Jóhannes páfi Framhald aí bls. 6. húsvegginn hjá sér, turn á rauð- og hvítröndóttum grunni. Þetta var skjaldarmerkið ,sem Ron- calli kardínáli tók upp, þegar hann var skipaður í páfaróðið (the Sacred Collage) árið 1953. Hann bætti á það hinu vængj- aða ljóni heilags Markúsar, verndardýrlingi Feneyja. Roncalli tók guðfræðipróf ár- ið 1904 í Róm, tuttugu og tveggja ára gamall, vígðist sama árið og Sigurður Ólason Hæstaréltarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Simi 1-55-35. Athugið Kærustupar vantar íbúð nú þegar eitt til tvö herbergi og eldhús. Þeir, sem vildu sinna þessu^ leggi tilboð á afgreiðsl- una fyrir fimmtudag, merkt: „Þ. — 373 — 7285“. BF.7.T 40 4VGI.ÝS4 1 MOKGUt\lil.AOIl\U flutti sína fyrstu messu í St. Péturskirkj unni. Á árunum 1905 til 1914 var hann biskupsritari í Bergamo- biskupsdæmi og kenndi auk þess kirkjusögu og trúvarnarfræði. Meðan hann var í Bergamo dvaldi hann mörgum stundum í Ambrosinska bókasafninu og' rannsakaði fornar bækur. Bóka- vörðurinnn, sem brátt varð góð- ur vinur hans, var Achillo Ratti, er síðar átti eftir að verða þekkt- ur undir nafninu Pius páfi XI. Það var þarna í bókasafninu, sem Roncalli uppgötvaði 40 stór rykfallin, handskrifuð bindi, þar sem sagt var frá postullegri heim sókn S. Chárles Borromeos í Bergamobiskupsdæmið á 16. öld. Frásögnin hreif hann svo mjög, að hann hefur aldrei hætt sögu- legum rannsóknum á því mál- efni. Árangurinn hefur orðið fimm stór bindi, sem talin eru sérstök fyrirmynd og sérstakt afrek í sögulegri rannsókn á ein- stöku málefni. í fyrri heimsstyrjöldinni starf- aði hann fyrst í hjúkrunarsveit ítalska hersins og seinna sem prestur í hersjúkrahúsum. Arið 1921 kom hann aftur til Rómar, þar sem Benedict páfi 15. veitti honum embætti í hinum Heilaga söfnuði (Sacred Cong- regation) de Propaganda Fide. Árið 1925 hófst hið diploamt- íska æviskeið, sem átti eftir að vara í 27 ár, — upphaf þess lífs, sem kardínálinn sjálfur kallaði líf „ferðamanns Guðs“. Það sama ár skipaði Píus páfi XI. hinn gamli vinur hans frá Milanóár- unum, hann sem postullegan er- indreka í Sofia í Búlgariu. Áður var hann titlaður erki- biskup af Arepoles og vígður af Tacchi kardínála. Eftir tíu ára dvöl í Búlgaríu, fór hann til Istambul sem postul- legur umboðsmaður og leit sam- tímis eftir málefnum katólskra manna í Grikklandi. Það var í desember 1944 sem Píus páfi 12. skipaði hann páfa- legan sendiherra i París, þar sem hann varð eftirmaður jafn frægra páfalegra erindreka og kardínálanna Maglione og Val- arei. Frá árinu 1952 »g áfram var hann líka fastafulltrúi páfastóls- ins hjá UNESCO. Á lokafundi 6. þings UNESCOs árið 1951, sagði hann: — „Sem fulltrúi þeirrar menningarstofnunar, sem er útbreiddust í öllum heimi, sem var stofnuð með hinni fyrstu skipun: — Farið og kennið öll- um þjóðum — sem fulltrúi henn- ar hlýt ég að minnast hins mikla höfuðatriðis, hinnar traustu und- irstöðu Guðs, sem er höfundur og herra allra visinda. Þetta vold- uga kerfi hefur Hann stofnað og til Hans sækir það styrk sinn“. Roncalli erkibiskup var enn í Sölumaður Duglegur sölumaður getur fengið atvinnu nú þegar, hálfan eða allan daginn eftir því sem þörf krefur. Um eina vörutegund er að ræða. Salan fer að mestu leyti fram gegn um síma. Umsækj- endur sendi nöfn sín ásamt ítarlegum upplýsingum um mennt un og fyrri stötrf til afgr. Morgnblaðsins merkt: „Sölumaður 7290“- Hið nýja einangrun arelni WELLIT WELLIT þolir raka og fúnar ekki WELLIT ★ plötur eru mjög léttair og auð- veldar í meðferð. WELLIT einangrunarplötur kosta aðeins: 5 cm. þykkt: Kr. 46.85 fermeter Birgðir fyrirliggjandi m\rz mwm co. Klapparstíg 20 — Sími 17373. WELLIT-plata 1 cm á þykkt einangrar jafnt og: 1.2 cm asfalteraður korkur 2.7 — tréullarplata 5.4 — gjall-ull 5.5 — tré 24 — tígulsteinn 30 — steinsteypa CZECHOSLOVAK CERAMICS Prag, Tékkóslóvakíu. París, þegar Pias páfi 12. skipaði ’ hann kardínála á kardínólasam- komunni 12. jan. 1953. Sam- kvæmt hefðbundnum þingsköp- um var það forseti Frakklands, M. Auriol, sem afhenti honum rauða kardínálahattinn. Þremur dögum eftir skipun hans í kardínálaráðið (Sacred College) var hinn nýi kardínáli skipaður patriarki af Feneyjum. Hinn nýkjörni pófi er frábær lærdómsmaður, sem auk frönsku talar latínu, grísku og tyrknesku. Hann er sagnfræðingur og ann fögrum listum. „Eg hefi gaman að hitta fólk og svo getur alltaf skeð, að mað- urinn sem heimsækir mig, vilji hitta mig sem skriftaföður", hef- ur hann sagt og útskýrt þannig næstum afsakandi ástæðuna fyr- ir því, að dyr hans standa alltaf opnar hverjum þeim, sem að garði bar, hvort sem það er vin- ur, framandi ferðalangur eða óvinur. Hann var hamingjusamur í Feneyjum. Hann heimsótti fanga í fangelsum, sjúklinga í sjúkra- húsum, gamalmenni á heimilum. Þegar flóð skullu á þorpum í um- dæmi hans, var hann jafnan með al þeirra fyrstu sem komu á slys- staðinn til að veita hjálp og aðstoð. Þegar hann var skipaður patri- arki af Feneyjum, sagði hann brosandi: „Hér fæ ég nýtt tæki- færi til að vera prestur einvörð- ungu. Eg er viss um að starf prestsins er það dásamlegasta og fegursta, sem manni getur boðizt í lífinu. Eg mun reyna að framkvæma það með dýpstu auð mýkt“. En umburðarlyndi Roncallis kardínála og glaðlyndi eru ekk- ert merki um vanmátt eða þrek- leysi. Þegar Kristilegir demókrat ar tóku að ræða um það, fyrir tveimur árum, að mynda borg- arstjórn með sósíalistum, gaf kardínálinn út hirðisbréf, þar sem hugmyndin var harðlega fordæmd og hegðun þeirra kaþóisku manna gagnrýnd, sem á stjórnmálasviðinu vilja algera undanþágu undan biskupsvaldi. „Misskilningurinn", sagði hann ,, er só, að veita hinum marx- isku kenningum stuðning í verki — kenningum, sem eru beinar andstæður kristinnar trúar og henni fjandsamlegar.... “ Jóhannes páfi Og nú hefur páfi sezt í hið tigna embætti undir nafninu Jó- hannes 23. En það nafn hefur enginn fyrirrennari hans borið sem sannur páfi síðan 1334. Baldassara Cossa kardínáli var að vísu krýndur páfi með nafn- inu Jóhannes 23. árið 1410. En það var á tíma hinnar miklu trúnarsundrungar. Arið 1415 var honum vikið úr embætti, og er hann skráður sem falspáfi í sögu hinnar kaþólsku kirkju. Guðiún Erlu Arinbjurnurdóttir Kveðja OFT er skammt milli lífs og dauða — aðeins eitt fótmál, ör- hröð stund. Sannaðist það á vin- konu minni, Guðrúnu Erlu Arn- bjarnardóttur, er hún lézt af slys- förum í Þýzkalandi 30. janúar síðastliðinn. og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 3. þessa mánaðar. Guðrún Eria var fædd í Reykjavík 26. júní 1922 og var því 35 ára þegar hún lézt. For- eldrar hennar voru hjónin Sig- ríður Rafnsdóttir og Arnbjörn Gunnlaugsson skipstjóri. Hún ólst upp á heimili foreldra sinna og naut ástríkis og umhyggju þeirra beggja í bernsku, en þegar hún var 13 ára gömul missti hún móður sína. Eftir það bjó hún með föður sínum, þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum Hjalta Gíslasyni skipstjóra, þann 24. desember 1954, og eignuðust þau einn son, Arnbjörn Gísla, sem nú er á þriðja ári. Guðrún Erla étti eina systur, Guðrúnu gifta Hauk Claessen lögfræðing, og var jafnan mjög kært með þeim systrum. Er sár harmur kveðinn að öldruðum föður. eig- inmanni, systur og öðrum ætt- Leiga 2ja—3ja herbergja íbúS óskast sem fyrst. Standsetning kem- ur til greina. Sími 35458. Austin 8 '46 sendiferðabíll. í góðu lagi til sölu. - BÍLASALAN Klapparstíg 37. Sími 19032. Til sölu Ferðabækur Þorvaldar Thoroddsens. Sími 24858. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 8. — Sími 11043. ingjum og vinum þessarar ungu og glæsilegu konu, sem með svo sviplegum hætti var burtu kvödd í blóma lífsins. Fyrir tæp- um 22árum kynntist ég Ellu, en svo var hún jafnan kölluð meðal kunnugra. Hún var trygg og vin- föst þeim, sem hún tók vináttu við, og einkanlega reyndist hún vel þeim sem bógt áttu, enda kom aldrei betur í ljós hjartalag hennar, en þá er eitthvað bjátaði á. Ella átti yfir að ráða mikilli kímnigáfu og naut sín því vel í vinahópi, sakir glaðværðar sinn- ar og orðheppni. Hún var tíður gestur á heimili foreldra minna í æsku okkar og var hún þar jafnan aufúsu gestur vegna prúðrar framkomu, samfara glað værð og hjartahlýju, enda var sem henni fylgdi jafnan birta hvar sem hún fór. Ég vil fyrir hönd systkina minna og fjöl- skyldu færa henni hinztu kveðjur með þakklæti fyrir allar Ijúfu samverustundirnar og þær björtu minningar, sem hún lætur eftir sig í hugum okkar allra, er átt- um með henni samleið. Sigríður Sigurðardóttir. Heiðar ófærar, en gott færi í byggð í N.-ís. ÞÚFUM, 15. nóv. — Snjóað hef- ir dálítið síðustu daga og veð- urfar verið umhleypingasamt. Byrjað er að smala sauðfé, en ekki farið að hýsa það ennþá. Heiðar eru orðnar ófærar bíl- um, en gott færi alls staðar í byggð. — P.P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.