Morgunblaðið - 18.11.1958, Side 11

Morgunblaðið - 18.11.1958, Side 11
Þriðjudagur 18. nóv. 1958 MORGVNBL4ÐIÐ 11 Ólafur Johnson Minning sfórkaupm. ÓLAFUR JOHNSON var fæddur í Reykjavík 29. maí 1881, af óvenjulegu atgervisfólki kom- inn. Foreldrar hans voru þau hjónin Þorlákur kaupmaður Johnson og frú Ingibjörg Bjarna- dóttir frá Esjubergi. Bjarni á Esjubergi var hagsýnn forsjár- maður, enda talinn efnaður vel. Ingibjörg dóttir hans var annál- uð skörungskona, svo sem mjög reyndi á í langvinnu heilsuleysi manns hennar, en hún sjálf rak verzlun hér í Reykjavík, sem enn gengur undir nafni hennar. Þorlákur maður hennar var hug- sjónaríkur athafnamaður um margt á undan samtíð sinni. — Hann hafði í æsku mjög orðið fyrir áhrifum frá Jóni Sigurðs- syni forseta, sem kvæntur var föðursystur hans og sjálfur ná- skyldur Þorláki. Olafi Johnson, kippti mjög í kyn til foreldra sinna. Hugur hans snerist snemma til athafna og hvarf hann því frá námi í latínuskólanum og til verzlunar- náms. Gekk hann þá í verzlunar- skóla í Edinborg í Skotlandi. — Síðar vann hann m .a. við Edin- borgarverzlun hér í bæ, undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar. Samstarfsmenn hans þar fengu þegar á honum hinar mestu mæt- ur ,enda var hann alla ævi hvers manns hugljúfi,.er honum kynnt- ust. Árið 1906 réðist Ólafur í það stórvirki, sem enginn hafði áður gert hér á landi, að hann stofn- aði innlenda umboðs- og heild- verzlun. Það fyrirtæki, O. John- son & Kaaber, starfar enn, nú að vísu sem hlutafélag, en var í fyrstu sameignarfélag Ólafs og Ludvigs Kaabers síðar banka- stjóra. Ólafur hefur allt frá upp- hafi verið meginstoð og aflvaki fyrirtækisins. Það var ekki ein- ungis verzlun þeirra félaga mikil gæfa að njóta forystu Ólafs, heldur íslenzkri verzlunarstétt og þar með allri þjóðinni happ, að slíkur maður ,mótaði starf þessa forystufyrirtækis. Sjálfur hefur Ólafur í stór- merku samtali, sem Morgunblað- ið birti hinn 27. sept. sl. skýrt frá því við hversu ramman reip var að draga í upphafi, þegar íslenzkir stórkaupmenn>þurftu að leita viðskipta erlendis, öllum ókunnir og peningalitlir eða réttara sagt lausir. . En hinir víðsýnni erlendu kaupsýslu- manna kunnu að „spekulera“ í mönnum, eins og Ólafur hefur eftir einum þeirra, og orðheldni Heim flutti Ólafur ekki aftur fyrr en á síðastliðnu ári, en þá hafði hann um margra ára bil átt við mikla vanheilsu að búa. Við heimkomuna sagði Ólafur: „Eg er alsæll yfir að vera kom- inn heim.“ Vegna heilsubrests síns naut Ólafur ekki dvalarinnar hér sem ella, f)g hinn 9. nóv. sl. andaðist hann. í langvinnum veikindum naut hann óþreytandi umhyggju sinnar ágætu konu, frú Guðrún- ar. Henni og börnum Ólafs votta allir vinir þeirra innilega sam- úð, enda munu þeir ætíð minn- ast hans sem eins hins geðfelld- asta manns, sem þeir hafa hitt. íslenzka þjóðin mun og lengi hafa nafn hans í heiðri, því að hann var einn þeirra er forystu hafði um að hefja hana úr fátækt og úrræðaleysi á stig sjálfsbjarg ar og framfara. Bjarni Benediktsson. ★ VIÐ fráfall Ólafs Johnson er horfinn sjónum vorum einn þeirra djörfu drengja, er drýgst- an þáttinn áttu í því að skapa hið nýja ísland, og færa það á svið alheimsviðskipta og fulls sjálf- stæðis. Til þess þurfti djörfung, bjartsýni og mikil afrek ótrauðra cg víðsýnna brautryðjenda. Fyrir hans mikla þátt í að grundvalla hið unga íslenzka lýðveldi meg- upm við jafnan minnast Ólafs Johnson með þakklæti og aðdá- un. Það var gæfa mína að þekkja Ólaf Johnson í fjöldamörg ár. Fyrst heima á Fróni, í nokkurri fjarlægð þó, vegna aldursmunar. Ég vissi að faðir minn hafði mikl- ar mætur á Ólafi og bar til hans hlýjan hug. En leiðir okkar Ólafs lágu fyrst þétt saman hér vest- an hafs frá því við stigum hér fæti á land sumarið 1940 og til þeirrar stundar, er þau hjón, frú Guðrún og Ólafur fluttu alfarin heim síðastliðið ár. Þegar við komum hingað með börn okkar í lítt kunnugt land og að nýju lífsstarfi, fögnuðu þau hjónin okk ur og með okkur tókst vinátta, sem aldrei brást, í daglegri um- gengni sem nágrannar hér í New York, og síðan sem nánir sam- starfsmenn á styrjaldarárunum. Þá þurfti ísland allar sínar nauð- synjar að sækja til Bandaríkj- anna og Ólafur gjörðist þá við lítil laun, en fyrir mikla fórnfýsi, annar stjórnandi Innkaupanefnd- ar ríkisins, og lagði þar fram mik ið starf daglega. Það var íslandi mikið happ að geta notið þekk- ingar þessa mikilhæfa manns, á sviði verzlunar og viðskipta og hin alhliða vöruþekking hans kom þjóðinni að drýgstu notum hjálp, og hygg ég engan hafa far- ið bónleiðan til búðar. Mér er nokkuð kunnugt um það, hversu rausnarlega þau hjónin tóku öll- um íslendingum, sem til þeirra leituðu hælis hér Vestan hafs og hversu margs konar erfiðleika landanna þau hjónin leystu af og öryggi Ólafs Johnson þurfti pennan tíma átti ég nær dagleg aldrei að efa. Hann var starfs- maður með afbrigðum, árrissull, fljótur til að átta sig á viðfangs- efnum og skjótur til ákvarðana. Ólafur átti hlut að ýmsum fyr- irtækjum, sem hér verða ekki talin. Merkust þeirra var þátt- taka hans í stofnun Eimskipa- félags íslands og átti hann, þá ungur að árum, sæti í stjórn þess fyrstu árin. Ólafur naut margháttaðs trún- aðar stéttarbræðra sinna og inn- lendra sem erlendra stjórnvalda. Hann var mörg fyrstu árin í stjórn Verzlunarráðs Islands og í Hafnarnefnd Reykjavíkur um skeið. Ungur að árum varð hann ræðismaður Rússa hér á landi og var það fram að kommúnista- byltingunni. Síðar var hann lengi ræðismaður Spánverja. Þá var Ólafur Johnson í tveim heimsstyrjöldum trúnaðarmaður ríkisstjórnar Islands vestanhafs um vöruinnkaup, skipaleigur o. fl. Vann hann með því þjóðnýtt starf, þar sem hagsýni hans og reynsla nutu sín vel. En hygg- indi Ólafs má marka af því, að um það bil, sem síðari heirfts- styrjöldin brauzt út 1939, flutt- ist hann vestur um haf vegna þess að hann taldi þá víst, að á styrjaldarárunum mundi verzl- un ísiendinga aðallega beinast þangað. samskipti við Ólaf og alltaf var jafn ljúft að ræða við hann. Hann var eldfljótur að hugsa og ákveða, og honum var æfinlega ljóst hvað bezt hæfði hagsmun- um íslands. Fyrir þennan þátt ævistarfs Ólafs megum við einnig vera þakklát. Ólafur Johnson var mjög frið- ur maður og höfðinglegur svo af bar. En það sem fyrst og fremst einkenndi framkomu hans var hið ljúfa ög blíða viðmót, sem að öllum sneri, hvar sem hann fór. Málflutningur Ólafs og fram- koma var slík, að öðrum varð það gleði að verða við óskum hans. Við hjónin og börn okkar nut- um mikillar góðvildar og gest- risni á hinu fagra heimili frú Guðrúnar og Ólafs og til þeirra sóttum við margar unaðsstundir. Mér var það ætíð uppörfun og styrkur að ráðgast við hinn reynda og víðsýna mann um þau mörgu vandamál, sem þá voru á vegi íslenzkra hagsmuna. Ólafur var alltaf boðinn og búinn til að leiðbeina og ráðleggja af heilum hug og sannri vináttu. Aldrei brugðustu hans vinarráð, enda var það eitt hans aðalsmerki að geta borið fyrir brjósti annarra hag og velferð meira en eigin hagsmuni. Margir urðu þeir, sem til hans leituðu um ráð og beina hjálpfýsi mikilli og höfðingslund. Ólafur hafði lengi þjáðst af þungum sjúkdómum og hygg ég, að hann hefði fyrr horfið sjón- um vorum, ef ekki hefði komið til lífsgleði hans, óbilandi karl- mennska og hin einlæga löng- u.n hans að mega enn njóta sam veru við hina elskulegu eigin konu sína og börnin og barna- börn. Frú Guðrún var manni sín um mikill styrkur og hjálpar hella. Einlægur félagi á gleðinn- ar stundum og traustasta stoð á tímum rauna, sorga og sjúkdóma. í fari hennar og umgengni við mann sinn hafa komið fram hin- ir beztu eiginleikar íslenzkrar höfðingskonu. Víst er það, að mörg hefir raunastundin verið á mörgum síðustu sjúkdómsárum. Fregnin um fráfall Ólafs, sem mér barst í gær, kom eigi með öllu á óvart. En dauða vina vorra og elskulegra drengja ber ætíð of snemma að, og sorg og söknuð setur að hugum vorum. Ég mun ætíð sakna þessa afburða manns og sanna vinar. Minnigin um hann er eitt af því, er gjört hefir lífið fagurt. Ég bið blessunar konu hans og sonum, og dótturinni ungu, sem hér situr með barnahópinn sinn og fær eigi fylgt elskulegum föð- ur síðasta spölinn. Barnabörnin eiga minninguna um afrek afa þeirra. Blessuð sé ætíð minning hans. Mér fannst ævinlega bjart, þar sem Ólafur Johnson fór. New York, 10. nóvember, 1958. Thor Thors. ★ í DAG fer fram útför Ólafs Johnsons, stórkaupmanns, frá kapellunni í Fossvogi. Um ætt- erni Ólafs og uppvaxtarár mun eg ekki skrifa í þessum fáu lín- um, enda munu aðrir gera það. Eg kynntist Ólafi Johnson fyrst í New York vorið 1917. Tókust brátt kynni okkar, og leiddu til vináttu, sem staðið hef- ir í 41 ár án þess að nokkurn tíma bæri skugga á. — Ólafur var glæsimenni í sjón, allra manna háttvísastur í framkomu og einhver færasti og heiðarleg- asti kaupsýslumaður. sem eg hefi kynnzt. Hann var framúrskar- andi ábyggilegur í öllum skipt- um og vann þess vegna traust allra þeirra er kynni höfðu af honum. Skapgerð Ólafs var mjög sterk. Hann var allra manna sanngjarnastur ef hann mætti heiðarleik og drengskap, en hann gat verið þungur á bárunni ef honum fannst á hluta sinn gert. Hann var höfðingi í lund, og heimili hans, hvort sem hann bjó hérlendis eða erlendis, smekklegt og virðulegt, og hlýj- an svo mikil og eðlileg, að á betra varð ekki kosið, og mun kona hans, frú Guðrún, hafa átt sinn þátt í því. Óteljandi munu þeir vera, sem leituðu ráða og annarrar aðstoðar til þeirra hjóna og munu engir hafa farið þangað bónleiðir til búðar. — Ólafur var gleðimaður og kunni vel við sig í hópi góðra vina meðan heilsan leyfði. Af fyrri konu Ólafs, frú Helgu (fædd Thorsteinsson) hafði eg engin persónuleg kynni, en eg heyrði þá, er vel þekktu hana, ljúka miklu lofsorði á hana. — Aftur á móti þekkti eg alla sonu þeirra hjóna, þá Agnar lækni í Danmörk, Friðþjóf framkvæmda stjóra (nú látinn), Pétur hag- fræðing og Örn Johnson fram- kvæmdastjóra. Allir voru þessir bræður glæsilegir, vel gefnir og vinsælir. Ekki leikur á tveim tungum að frú Guðrún, seinni kona Ólafs hafi reynzt manni sínum fram úrskarandi ástúðleg eiginkona, enda reyndi mjög á það eftir að heilsa hans bilaði. Var hún vak- in og sofin yfir honum og gerði allt, sem mannlegum mætti er unnt til að gleðja hann í einu og öllu. Börn Ólafs og Guðrúnar, þau Hannes framkvæmdastjóri, Helga, gift í Ameríku og Ólafur framkvæmdastjóri við fyrirtækið Ó. Johnson & Kaaber, bera hið glæsilega svipmót foreldra sinna og mannkosti. Með þessum orðum kveð eg minn aldavin. Yfir slíka vináttu fyrnist ekki. Guðmundur Vilhjálmsson. þeirra í ellinni á líka sína sögu, og víst er, að hún er brot af sögu Ólafs Johnson. Dag einn um vetur nokkrum árum síðar sit ég við vinnuborð í lestrasal Landsbókasafnsins og fyrir framan mig liggur pakki í böndum. Vel má vera, að í hon- um sé það, sem ég er leita að, en einnig getur þar leynst annað, sem engu minni fengur er í að kynnast og fyrirfram er aldrei að vita til hvers þau kynni kunna að leiða. Að þessu sinni fór svo, að fyrir mér urðu nýjungar, sem ég hafði ekkert hugboð haft um áður, í senn skemmtilegar og lær>- dómsríkar. Nokkru síðar flutti ég tvö útvarpserindi um einn merki- legasta tímamótamann í íslenzkri verzlunarsögu, Þorlák Ó. John- son. En því er á þetta minnst hér, að til þessa litla atviks er að rekja rætur að nánum kynn- um mínum við Ólaf Johnson. Mér hefur orðið þessi tilviljun þeim mun minnisstæðari, þar sem ég hef engum óvandabundnum manni kynnzt, sem ég hef fengið meiri mætur á. EITT SINN um vor var ég staddur þar í stofu, sem saman voru komnir nokkrir menn, er voru það við aldur, að þeir voru komnir á þroskaskeið um alda- mót. Yfir viðræðunni var hispurs laus og léttur blær og ótæpt skír- skotað til minninga frá löngu liðnum dögum. Á stól móti glugga, sem vissi gegnt suðri, sat meðalmaður á hæð, hógvær í tali, en þó gamankær og kunni sýnilega vel að meta, hvílík orn- un er í því að vera í hópi góðra vina. Sem ég sat þarna og horfði á þennan mann, varð mér ósjálf- rátt og að augabragði hvarflað í huganum vestur á land, þar sem ég einsamall og ótruflaður skoðaði muni, er skreyttu þar veggi í blámálaðri stofu. Á ein- um þeirra gat að líta viðurkenn- ingu á framlagi húsbóndans til „óskabarns þjóðarinnar". Ég las nöfnin undir bréfinu hvað eftir annað, og síðan hefur loðað í minni mér, hverjir það voru, sem stýrðu Eimskipafélagi íslands fyrsta áfangann. En því rifjaðist þetta nú upp fyrir mér, að ein- mitt maðurinn, sem ég hafði beint athyglinni að, var einn af helztu frumkvöðlum að stofnun félags- ins og í fyrstu stjórn þess. Hann hafði þá sérstöðu meðal með- stjórnenda sinna, að hann var með þessari framkvæmd að leiða fram til sigurs hugsjón, er faðir hans hafði einna fyrstur íslend- inga orðið til að hreyfa. Við þessi atvik urðu fyrstu kynni mín af Ólafi Johnson stórkaupmanni. Mörgum árum síðar kynntist ég tveimur konum, sem eins og færðu mig nær Ólafi, bættu kafla í kynni okkar, þótt hann væri þá að vísu fjærri — vestur í Ameríku. Eins og af sjálfu sér leiddu viðræður við þær til kynna af tengslum Ólafs við Gerðið í Hafnarfirði, en þar höfðu búið foreldrar Helgu, fyrri konu hans, Ásthildur og Pétur Thor- steinsson. Pétur var djarfhuga og hafði oft siglt sjó brattan og ekki alltaf getað varizt áföllum. Þeg- ar svo skar undan fyrir honum, að hann átti ekki þaki að tjalda, brá Ólafur við og bætti úr því, og kom þá Gerðið til sögunnar sem aftanstaður þeirra hjóna. Marga hef ég heyrt minnast þess, t hve ánægjulegt hafi verið að lundur? koma i Gerðið til Thorsteinsson- hjóna. Að sjálfsögðu réð því við- mót húsbændanna, en aðbúð Þegar Ólafur hefur kvatt, fá minningarnar um hann eins og meiri vídd og dýpt, verða fyrir hugsjónum mínum sem stór reit- um skiptur myndflötur, þar sem hvarvetna gætir margbreytni og fegurðar í litbrigðum. Hann var einn af þeim mönnum, sem ætíð kaus að gera betra úr hinu verra, lyfta undir allt, sem horfði til mannbóta og mannheilla. Man ég, að hann sagði eitt sinn: Mér hef- ur aldrei verið illa við nokkurn mann, en hitt er rétt, að mér hefur verið misjafnlega um menn gefið. Ólafur var tvímælalaust djúpvitur maður, og gætti þess alls staðar, hvar sem hann greip niður til umræðu. En hann var jafnframt snarfari í hugsun og svo glöggsýnn í ályktunum, að ég tel mig hafa kynnzt fáum mönnum honum fremri að því leyti. Ólafur var mikill starfs- maður, í senn hraðvirkur og vel- virkur og svo nákvæmur og skyldurækinn, að hann ætlaði lausn hvers verkefnis rétta stund. Hann var fastur fyrir og atfylg- inn í hverju máli, sem hann sinnti og breytti ekki áformum sínum vegna stundarerfiðleika, en jafn- framt var hann gæddur eldfjöri, lipurð og léttri lund. Svo sem kunnugt er var Þor- lákur, faðir Ólafs, einn mesti hug sjónamaður á íslandi á síðasta fjórðungi 19. aldar. En honum var einungis auðið að gera fáar þeirra að veruleika. Aðrir urðu síðar til þess að koma verkefn- unum, sem hann hafði orðið fyrst ur manna til að benda á, í fram- kvæmd. Hlutur Ólafs í því starfi var mikill, og hygg ég, að þá er hann leit yfir farinn veg, hafi fátt glatt hann meira en vita sig hafa orðið að góðum liðs- manni á þeim vettvangi. Margir leituðu ráða hjá Ólafi fyrr og síðar, bæði heima og er- lendis, og reyndist hann öllum, sem á hans fund komu, heill í lund og hollráður, enda þannig skapi farinn, að hann vildi allt veilulaust. í hans augum voru orð sem eiður og vilyrði sem handsöl. — Ólafur var maður höfðinglundaður og mildur í hjarta. Hann mátti naumast aumu kýnnast, svo að hann vildi ekki um bæta. Og þar sem hann skorti hvorki getu né vilja, urðu lið- veizlur hans margar og stórmann legar, en hins vegar ekki veittar með þeim hug að kunngera þær óviðkomandi. Hvar sem Ólafur fór, hvort sem var heima eða erlendis, eignað- ist hann vini. Og þar sem hann var tryggur sem tröll, var vinátta hans traust og einlæg. Honum var títt hugsað til vina sinnar fyrr og síðar. Eitt sinn, þegar hann lá helsjúkur, greip hann blað á borðinu hjá sér og skrif- aði á það skjálfandi hendi: „Hvað er svo glatt sem góðra vina Ólafur missti Helgu konu sína Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.