Morgunblaðið - 18.11.1958, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.11.1958, Qupperneq 18
18 MORCVWBLAÐtÐ Þriðjudagur 18. nóv. 1958 Hafa „skróp" skráðra kepp- enda gert frjálsíþróttamótin leiðinleg ? Frá umræðufundi leiðtoga frjáls- iþrótta- og iþróttafréttamanna FYRIR nær þremur árum stofnuðu íþróttafréttamenn með sér samtök, m. a. 1 þeim tilgangi að vinna sameiginlega að framgangi ýmissa þeirra mála á sviði íþrótta er þeir töldu að betur mætti fara. Samtökin hafa verið að eflast og mótast en eru annars sniðin efíii samsvarandi klúbbum á Norðurlöndum. Samtökin héldu sl. sunnudag fund með forráðamönnum frjálsíþrótta, stjórn FRÍ, lands- þjálfara og tveimur kunnum íþróttamönnum og var umræðuefnið: — Má gera frjálsíþróttamótin skemmtilegri og efla áhuga á frjáls- íþróttum og þá hvernig? Sýning myndlistar frá Ráðstjórnarríkjunum Formaður samtaka íþrótta- fréttamanna, Atli Steinars- son setti fundinn og lýsti þeim vilja íþróttafréttamann- anna að koma til móts við leið- toga og aðra er að íþróttamálum vinna og leggja fram lið sitt ef verða mætti til úrbóta og fram- gangs iþróttamálunum. Kvað þeirra þrotið og íþróttin beðið það tjón af sem enn væri óbætt. Slæm framkvæmd hefði og spillt mjög fyrir. Brynjólfur Ingólfsson form. FRÍ sagði að ein af þremur á- stæðum fyrir því að mót yrðu leiðinleg væri misheppnað greina val. Kvaðst hann viðurkenna að hefði mjög skort. íþróttamenn virtust til mótanna komnir ein- irngis „fyrir sjálfa sig“ og mikið skorti á að starfsmenn þjónuðu áhorfendum. Hann kvaðst vilja setja dæmið þannig upp að efst á blaði væru áhorfendur, síðan starfsmenn og undirstaðan væru íþróttamennirnir. Hlutverk starfs manna væri að þjóna áhorfend- um og íþróttamönnum; sem sagt að tengja þessi tvö höfuðatriði mótanna saman svo vel færi. — íþróttamennirnir væru undir- staðan sem ekki mætti bregðast en þeir væru til mótanna komnir ekki síður til þess að skemmta áhorfendum og kynna fyrir þeim glæsilega íþrótt og gildi hennax en til þess að ná afrekum. Úrslit leikja 1 ensku deildarkeppn- inni i knattspyrnu sl. laugardag urðu þessi: 1. deild Arsenal — Nottm. Forest 3:1 Birmingham — Newcastle 1:0 Bolton — Manchester Utd. 6:3 Burnley — Wolverhampton 0:2 Everton — West Ham. Utd 2:2 Leeds — Blackpool 1:1 Leicester — Aston Villa 6:3 Luton Town — Tottenham 1:2 Manchester City — Chelsea 5:1 Preston — Portsmouth 3:1 West Bromwich — Blackburn 2:3 2. deild Bristol Bovers — Grimshy 7:3 Derby Country — Liverpool 3:2 Fulham — Cardiff City 2:1 Ipswich Town — Brighton 5:3 Leyton Orient — Middlesbro 5:2 Lincoln City — Huddersfield 1:1 Scunthorpe — Charlton 3:3 Sheffield Wedn. — Bristol C. 2:3 Stoke City — Rotherham 3:0 Sunderland — Barnley 2:2 Swansea Town — Sheffield Utd. 0:2 49500 ánægðir áhorfendur komu á Highbury leikvanginn til þess að sjá lið sitt Arsenal sigra enn einu sinni. Arsenal hefur haft góða aðsókn á leikina í haust, enda hefur liðið unnið átta og gert eitt jafntefli í þau níu skipti sem liðið hefur leikið á heimavelli. „Úlfarnir" heimsóttu Burnley og tóku þar bæði stigin og þó varla verðskuldað, því þótt Wolverhampton hafi sýnt góða knattspyrnu á stundum í þessum leik, var leikur Burnley ennþá betri. Jimmy McElroy átti einn sinn bezta leik og gerði „allt“ nema skora fyrir Burnley. Alan Jackson skoraði fyrir Wolves á 31. mín. og Norman Deeley bætti öðru við er sek. voru til leiks- loka. Manchester United tapaði fyrir Bolton og fengu nú á sig sex mörk. Útlitið er allt annað en gott hjá United og lítur helzt út fyrir að þeir kaupi eitthvað af nýjum leikmönnum á næstunni. Blackburn vann í West Brom- wich, en WBA varð fyrir því ó- happi að Burnside varð að yfir- gefa völlinn eftir 28 mín. með brotinn handlegg og þá var ekki að sökum að spyrja. Manchester City skoraði fimm gegn Chelsea. Það virtist ekki blása byrlega fyrir Leicester, en í hálfleik var staðan 3:1 fyrir Aston Villa! Hin es (Leicester) skoraði fjórum sinnum í síðari hálfleik og Leic- ester vann 6:3. Luton beið sinn fyrsta ósigur á heimavelli í haust og hefur gengið illa í síðustu leikjum. Fyrir leikinn gegn Brist ol City hafði Sheffield Wednes- day unnið alla heimaleiki á þessu leiktímabili og er þrjár mín. voru til leiksloka hafði Wednesday yfirhöndina 2:1, en Williams og John Ateyo „stálu“ stigunum fyr ir City og skoruðu báðir. Alan Finney skoraði tvö fyrir Wedn, og Tindill fyrir City. Fulham SÝNÍNG myndlistar frá Ráð- stjórnarríkjunum stendur nú yfir í Þjóðminjasafninu. Þessi sýning er eingöngu helguð grafískri list, þ.e. málmristu, steinprenti og myndskurði. Mikill fjöldi lista- manna frá hinum viðlendu Ráð- stjórnarríkjum á þarna verk, og eru þeir af mjög mismunandi þjóðerni. Það er því eitt hið fyrsta, sem vekur athygli, þegar sýningin er skoðuð, hversu fá- breytileg hún er í listrænum viðhorfum, og hve fullkomlega virðist hafa tekizt að veita myndlist þessarar umfangs- miklu þjóðasamsteypu í einn og sama farveg. Það eina, sem gæti gefið ókunnugum það til kynna að hér sé um mismnandi þjóða- brot að ræða, er ef til vill val fyrirmynda hjá listamönnunum, þótt erfitt virðist að gera sér minnstu grein fyrir sérkennum hvers og eins, ef athugaðar eru vinnuaðferðir og myndgerðin sjálf. Það er því erfitt að skilja, hvað listfræðingurinn Natalia Ivanova Sokolova á við, er hún vann Cardiff og skauzt upp í efsta sætið. Bristol Rovers léku Grimsby grátt, en Hooper skor- aði þrisvar fyrir Rovers. Rother- ham lék sinn níunda leik án vinnings og er útlitið slæmt hjá liðinu. Leyton Orient vann sinn fyrsta leik síðan 13. sept. Len Jul ians skoraði þrjú fyrir Leyton. Það er athyglisvert hve mikið var skorað af mörkum í I. og II. deild um þessa helgi og má skrifa eigi allfá á kostnað þokunnar, sem var víða töluverð á laugar- dag í Englandi. Undankeppni bikarkeppninnar er lokið og á laugardag hófst að- alkeppnin með þátttöku III. og IV. deildar liðanna ásamt hinum 32 liðum, sem enn eru í keppn- inni, en leika ekki í deildarkeppn inni. Óvænt úrslit voru töluverð t.d. sló áhugamannaliðið Tooting & Mitcham atvinnuliðið Bourne- mouth út úr keppninni 3:1 Notts County töpuðu á heimavelli gegn Barrow og Hull tapaði einnig heima, en gestirnir Stockport County eru þekktir fyrir dugnað í bikarkeppninni undanfarin ár og í fyrra varð Luton að láta í minni pokann fyrir þeim. Hið þekkta áhugamannalið Bishop Auckland tapaði mjög illa í Tran mere, en heimaliðið vann 8:1. Brentford vann Exeter City 3:2 og Q.P.R. unnu Walsall 0:1. 1. deild L. U. J. T. M. St. ^.rsenal 18 10 3 5 47:27 23 Wolverhampton 17 10 2 5 36:21 22 Preston 18 9 4 5 33:25 22 Bolton 17 8 5 4 34:24 21 West Brom 17 7 6 4 41:27 20 Blackburn 17 7 5 5 41:31 19 Luton Town 17 6 7 4 29:22 19 Newcastle 17 9 1 7 34:30 19 West Ham Utd. 17 8 3 6 34:31 19 Nottm. Forest .... 17 8 2 7 33:25 18 Blackpool 17 5 8 4 20:19 18 Chelsea 17 8 1 8 39:43 17 Burnley 17 6 4 7 26:26 16 Tottenham 17 6 4 7 37:40 16 Manchester U. 18 5 5 8 36:36 15 Portsmouth 17 5 5 7 31:37 15 Everton 17 6 3 8 33:47 15 Manchester C.. 17 5 4 8 31:43 14 Birmingham 17 5 4 8 22:34 14 Leeds Utd 17 3 7 7 17:28 13 Leicester 17 4 4 9 31:47 12 Aston Villa 18 4 3 11 28:50 11 2. deild L. U. J. T. M. St. Fuíham 17 12 4 1 46:23 28 Sheffield Wedn. 17 12 2 3 53:21 26 Bristol City 17 10 2 5 40:27 22 Stoke City 18 10 2 6 33:29 22 Liverpool 17 9 2 6 35:27 20 Bristol Hovers ... 17 8 4 5 37:29 20 Charlton 17 7 5 5 39:37 19 Sheffield Utd. ... 17 7 4 6 26:18 18 Huddersfield 17 6 5 6 30:20 17 Cardiff City 16 8 1 7 29:26 17 Barnsley 17 7 3 7 29:32 17 Leyton Orient ... 17 5 5 7 27:31 15 Ipswich Town ... 17 6 3 8 26:30 15 Grimsby Town 17 5 5 7 31:41 15 Derby County ... 18 5 5 8 24:35 15 Middlesbro 17 5 4 8 35:29 14 Swansea Town 16 5 4 7 32:32 14 Brighton 17 3 7 7 25:45 13 Scunthorpe 17 3 6 8 24:40 12 Sunderland 17 4 4 9 21:41 12 Rotherham . 17 4 4 9 22:43 12 r ' coln City . 17 4 3 10 31:39 11 talar um, að fjölbreytni í þjóð- ernislegu tilliti sé eitt helzta einkenni sovézkrar listar. Ég veit ekki til þess, að nokkr- um listfræðing í Evrópu hafi komið það í hug að gera hol- lenzka meistarann, Van Gogh, að frönskum listamanni, enda þótt megnið af verkum hans sé málað eftir frakkneskum fyrirmynd- um. Það þjóðlega í myndlist hef- ur jafnan verið dæmt eftir því, hvaða tökum listamaðurinn hef- ur beitt, hvernig litsjón hans er o.s.frv., en það má vel vera, að í Ráðstjórnarríkjunum sé annað mat lagt á þjóðleg einkenni. Sýningin í heild er mjög langt frá því að vera skemmtileg. Verkin eru of keimlík hvert öðru, og hvergi er að finna um- brot eða æsandi lífskraft hjá listamönnunum. Það virðist ekki vera nein innri þörf hjá listamönnunum, er knýi þá til átaka og til að brjóta sér persónu legar leiðir. Allt á þessari sýn- ingu er gert á vandaðan hátt með góðu handbragði innan vissra takmarka, mikið nostrað við smáatriði, sem ekki ná til- gangi sínum á neinn hátt, hvað listræn gæði verkanna snertir. Það er ekki nægilegt, að mynd sé vel unnin og hafi snoturt yf- irbragð. Hún verður að sýna listræn átök til þess að orka á einhvern hátt á þann, sem lítur hana augum, en því fer fjarri um þá myndlist, sem Ráðstjórn arríkin hafa valið til sýningar hérlendis. Einmitt þetta fyrrnefnda atriði er eitt af því, sem myndlist fyrr og síðar hefur byggzt á. Það er því mjög undarlegt í okkar aug- um, sem trúað höfum á þessa undirstöðukenningu og eitthvað höfum nasað af myndlist, að það skuli hafa skeð á okkar tímum, að myndræn gæði hafi verið lát- in sitja algerlega á hakanum, en val fyrirmynda ráðið úrslitum ásamt tæknilegri kunnáttu. Víðast hvar hafa listamenn jafnan þjónað fyrst og fremst eigin tilfinningum. Oft og einatt í miklum átökum við almenn- ingsálit og opinbert vald, hvort heldur um ríki eða kirkju hefur verið að ræða. Sumir hverjir hafa orðið að flýja lönd og orð- ið sultardauðanum að bráð, vegna þess eins að þeir fóru aðr- ar götur en viðurkenndar voru. Þetta er harmsaga hvers einasta tímabils í sögunni, en um leið hetjusaga hinna djörfu braut- enda. Það má vel vera, að þetta sé óskiljanlegt fyrir sovézka lista- menn í dag. En það er okkur hér norður frá enn óskiljanlegra, hvernig sá stóri hópur myndlist- armanna, sem starfar í Ráð- stjórnarríkjunum, hefur verið taminn til að vinna í eins þröng- um ramma*og þessi sýning ber vitni. Mann furðar einnig á því, að hér skuli vera um til þess að gera ný verk að ræða. Flest verkin eru sögð gerð á seinustu árum, og efar það enginn, en þau bera þó fremur svip þess, sem gert var af „akademikerum“ fyrir aldamót, en nútímanum. Þeim hinum sömu herrum, er mesta mótspyrnu veittu impress ionistum á sínum tíma. Nú eru verk þeirra hvergi metin til hálfs við verk þeirra manna, sem þeir fordæmdu hvað mest. Þeir, sem eitthvað þekkja til þróunar í myndlist heimsins, t.d. síðustu hundrað árin, hljóta að undrast, hvað Sovétlistamönnum hefur tekizt meistaralega að una glaðir við sitt. Samt er það stað- reynd, sem einnig er eftirtektar- verð, að á Vesturlöndum hafa Rússar, sem búsettir hafa verið erlendis, tekið mikinn og sterkan þátt í þeim hræringum nútíma- listar, sem átt hafa sér stað frá aldamótum. Sem dæmi nefni ég aðeins tvö nöfn, þá Kandinsky og Poliakoff. Sá fyrri lézt fyrir fá- hann þetta fyrsta fundinn af mörgum fyrirhuguðum með þessu sniði og í þessum tilgangi. Sigurður Sigurðsson íþrótta- fréttamaður útvarpsins flutti framsöguræðuna, þar sem hann drap á ýmis atriði er aflaga hafa farið. í stuttu máli dró hann fram ýmis atriði, t. d. hvað dreg- ið hafi úr aðsókn að frjálsíþrótta- mótum, áhugaleysi keppenda og starfsmanna, hvers vegna gert væri upp á milli greina á mótum, ræddi um það sleifaralag að tölu- merkja ekki keppendur og geta nafna þeirra og númers í leik- skrá og einnig það hve fáir kepp- endur væru í ýmsum greinum á flestum mótum. Sigurður kom mjög víða við í erindi sínu og varð ræða hans upphaf að fjör- ugum umræðum um málin, sem fóru fram af hinni mestu prýði. Gaf fundurinn góða raun. Til- gangur hans var ekki að sam- þykkja einhverjar tillögur sem ætlað væri að vera allra meina bót, heldur að rabba um málin og láta aðalinntak þess rabbs koma fram á íþróttasíðum blað- anna ef verða kynni til vakning- ar þeim mönnum er að frjáls- íþróttum huga víðs vegar um land. Hér á síðunni verða þessu rabbi er fram fór, ekki gerð skil í einni grein. Verður reynt að flokka það niður og láta skoð- anir allra sem inn á viðkomandi mál komu á fundinum, koma fram hverju sinni. Sigurður Sigurðsson varpaði í upphafi framsöguræðu sinnar fram tveim spurningum. Eru frjálsíþróttamótin leiðinleg? — Hvers vegna? Fyrri spurningunni sagðist hann yfirleitt geta svarað ját- andi, en svarið við hinni síðari væri erfitt að finna. Hann gat þess, að mjög hefði dregið úr aðsókn að mótunum á árunum 1951 og 1952. Þar taldi hann íþróttamennina sjálfa hafa átt mikla sök. Skráðir keppendur hefði ekki mætt til leiks, og með því hefðu áhorfendur verið svikn ir um skemmtun sem þeim hefði verið lofað. Loks hefði þolinmæði við val greina ríkti oft hjá for- ráðamönnum móta sá skilningur að láta íþróttamenn síns eigin félags njóta sín sem bezt. Kæmi það niður á öðrum — og jafnvel íþróttinni 1 heild. Fyrir sitt leyti kvaðst hann hafa eins gaman af að sjá jafna og góða og tvísýna keppni milli B- eða C-flokks- manna t. d. í hlaupum eins og að sjá oft ójafna keppni í A- flokki, þar sem vitað væri um sigurvegarann fyrirfram. Ráð til úrbóta væri að auka keppni í þessum flokkum, en hún var al- geng ó árum áður. Lýsti formað- ur FRl ánægju sinni yfir að þetta hafi verið tekið upp í aukn- um mæli í sumar, og kvaðst full- viss um að það skapaði fljótt aukna „breidd“. Atli Steinarsson vék að því er skráðir keppendur mættu ekki til leiks og varpaði fram þeirri spurningu, hvort FRÍ gæti ekki beitt sér fyrir að viðurlögum yrði beitt, t. d. fjársektum, hjá félögunum vegna „skrópa" liðs- manna þeirra — og þá einnig ef starfsmenn „skrópuðu". FRÍ yrði að taka þetta mál föstum tökum. Það væri ekki nóg að tala um þennan galla, sem allir viður- kenndu að væri á mótum. Það yrði að taka málið föstum tökum. Stefán Kristjánsson upplýsti síðar að til orða hefði komið að taka upp sektir ef skráðir kepp- endur mættu ekki. Stungið hefði verið upp á 25 kr. sekt fyrir hvert brot keppenda. Það hefði fulltrúum félaganna ýmsum þótt of hátt og væri málið í athug- un hjá Frjálsíþróttaráði Reykja- víkur. (Má hér inn i skjóta, að hræðsla við 25 kr. sekt, sýnir aðeins að menn eru ekki stað- ráðnir í að reyna að koma í veg fyrir „skrópin“ með sektum. — Þeir gera ráð fyrir sektargreiðsl- um og vilja því hafa sektina lága og hafa stungið upp á 5 kr. eða 10 kr.) Benedikt Jakobsson sagði að frumskilyrði þess að áhorfendur sæktu mót væri að mótin væru haldin fyrir áhorfendur. Á það Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 60 ára afmælinu 10. nóv. 1958. Sigmundur Friðriksson. Öllum þeim sem minntust mín á 70 ára afmæli mínu 14. þ.m. þakka ég af alhug. Elín Oddsdóttir, Austurgötu 24, Hafnarfirði. Sheffield Viedn. tapar á heimavelli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.