Morgunblaðið - 18.11.1958, Síða 20

Morgunblaðið - 18.11.1958, Síða 20
VEÐRIÐ Sunnan hvassviðri, stormur með köflum, rigning. 264. tbl. — Þriðjudagur 18. nóvember 1958 Jóhannes páfi XXIII. ____Sjá grein á bls. 6. Þessi mynd var tekin síðdegis á sunnudag í Fossvogskirkjugarði, er sendiherra Þjóðverja hér, Hirschteld, lagði blómsveig á leiði 17 Þjóðverja og Austurríkismanna, sem hlutu hinztu hvílu í íslenzkri mold á styrjaldarárunum. Fór þessi athöfn fram að undangenginni minningarathöfn í Fossvogskapellu. Flutti sendiherrann þar minningarræðu, svo og séra Schrubring frá Giessen, kaþólskur prestur, faðir Hacken og séra Jón Auðuns fiutti bæn. Margir Þjóðverjar og íslend- ingar voru siðstaddir minningarathöfnina, en á þessum degi var um gervallt Þýzkaland minnzt fallinna í báðum heimsstyrjöldunum. (Ljósm. Ól. K. M.) Rok og rigning á Suð- vesturlandi í FYRRADAG gekk hvassviðri um Suðvesturland og samfara því var gífurleg úrkoma. Um klukkan 5 síðdegis komst veðurhæðin hæst í Vestmannaeyjum og voru þá 13 vindstig. í Reykjavík var mest rok um 11 leytið um kvöldið eða 7—9 vindstig. í gærmorgun var svo komið logn um allt land, en er líða tók á daginn fór aftur að hvessa og voru þá 5—9 vindstig um allt Suðurland. Voru 9 vindstig í Vest Skarni reynist mjug vel ÁBURÐURINN frá nýju sorp- eyðingarstöðinni í Reykjavík, skarni, eins og hann er nefndur, hefur reynzt mjög vel, að því er Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurbæjar tjáði blaðinu. Var þessi áburður notaður til reynzlu í sumar, og reyndist s\o vel, að óhætt mun að binda míkl- ar vonir við hann. Áburðargildi hans er meira en venjulegs hús- dýraáburðaf. Má því búast við að hann verði notaður í hvers konar garða í framtíðinni. í sumar var talsvert kvartað undan óþef af áburði þessum, en það mun hafa stafað af því, hve hann var notaður hrár í ákafan- um að reyna hann. En sé skarni geymdur í 6 vikur áður en hann er notaður, mun hann vera orð- inn svo að segja lyktarlaus. mannaeyjum um kl. 20 í gær- kvöld.i. Þessu roki fylgdi ákaflega mik- il rigning og mun hún hafa orðið mest á Þingvöllum, 22 mm. Á Eyr arbakka nam rigningin 15 mm. og 13 mm á Keflavíkurflugvelli og á Hellu. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi voru 8—10 vindstig um allt Vesturland og rigning, en mjög hlýtt, 7—10 stiga hiti. — 1 Vestmannaeyjum voru 10 vindstig. Bíll eyðilagðist á Hafnar- fjarðarvegi í gœrkvöldi HAFNARFIRÐI. — í illviðrinu milli bílanna, að fólksbíllinn var 14 togarar í landhelgi í GÆR voru 14 brezkir togarar að veiðum innan fiskveiðitak- markanna hér við land. Voru þeir allir á verndarsvæði brezku herskipanna úti fyrir Vestfjörð- um og flestir út af Dýrafirði. Togararnir virtust heldur fjar- lægjast landið þegar á daginn leið. Af öðrum fiskislóðum um- hverfis landið er ekkert sérstakt að frétta. í gærkvöldi um kl. hálf níu, var afarharður árekstur á Hafnar- fjarðarveginum, á hálsinum norð an Arnarness, er strætisvagn og fólksbíll skullu saman. Var í fyrstu óttazt að slys hefði orðið á fólki, og brunuðu á slysstaðinn sjúkrabílar úr Reykjavík og Hafn arfirði. En sem betur fór, hlauzt ekki alvarlegt slys á mönnum, útan þess að bílstjórinn á fólks- bílnum meiddist eitthvað, og fóru lögreglumenn héðan með mann- inn í Slysavarðstofuna í Reykja- vík. Var verið að rannsaka meiðsl hans þegar þetta var skrifað í gærkvöldi. Hann hafði verið einn í bílnum, G-1831, sennilega ár- gerð ’42. Svo harður var áreksturinn Félagsheimili F ramsóknarmanna FRÉTTAMÖNNUM var í gær boðið að skoða hið nýja félags- heimili Framsóknarmanna, sem þeir hafa innréttað í húsakynn- um þeim. sem frystihúsið Herðu- breið hafði áður til afnota við Fríkirkjuveg. Hefur vistlegur samkomusalur sem tekur 260 manns í sæti, verið innréttaður í frystigeymslu íshússins og hef- ur Skúli Nordahl gert teikningar. Framkvæmdastjóri Framsóknar- hússins, Guðbjörn Guðjónsson, tjáði blaðamönnum, að húsið hefði enn ekki íengið vínveitinga leyfi ,en í framtíðinni væri ætl- að að starfrækja þar kvölddans- samkomur með skemmtiatriðum og alls kyns veitingum. Mun hljómsveit Gunnars Ormslev annast undirleik fyrir dansinum og fyrstu skemmtikraftarnir verða calypsosöngvararnir Nína og Friðrik, sem þekktir eru á Norðurlöndum. eins og harmonikubelgur að fram an og bæði framhjólin brotnuðu undan honum. Nærstaddir voru sammála um, að bíllinn myndi gerónýtur. Skemmdir urðu einn ig á strætisvagninum. Urðu af þessu miklar umferð- artafir á Hafnarfjarðarveginum og var bílflakið þar enn seint í gærkvöldi. Ekki var vitað með hvaða hætti áreksturinn varð. — G. E. Mikil síld er gengin á mið reknetjabátanna VEGNA þess hve stormasamt hefur verið undanfarið, hafa miklar frátafir orðið hjá reknetja bátaflotanum hér við Faxaflóa. Á sunnudaginn munu um 80 síld arbátar hafa verið á veiðum og voru sómennirnir á bátunum létt ir á brún, er bátarnir komu að landi, flestir með góðan afla. Var þetta bezti afladagurinn á vertíð- inni. Reknetjabátar stunda nú róðra frá Reykjavík, Akranesi, Hafnar- firði, Keflavík, Sandgerði, Garði og Grindavík. Eru bátarnir þó Ofsarok á Akranesi AKRANESI, 17. nóv. — I nótt var svo geysihvasst suðvestanrok á tímabili, að þeir, sem úti voru, töldu að vindhraðinn hefði kom izt upp í 10—11 vindstig. Vinnu- palla við læknisbústaðinn tók veðrið í einu lagi frá hlið og gafli á húsinu. Bíll yfirlæknisins af Opelgerð, stóð við húsið og hrundu pallarnir ofan á hann. Furða menn sig á að bíllinn skyldi ekki hreinlegaleggjastsam an undir þessu fargi. Vitanlegaer hann beyglaður og víða dældaður eftir pallana. — Oddur. Hálka á Akureyri í gær AKUREYRI, 17. nóv. — Að und anförnu hefur verið kalsatíð hér norðanlands. Snjókoma hefur verið nokkur, en þó ekki meiri en svo, að fjallvegir eru enn færir. í gær gerði nokkra hláku í hinn nýfallna snjó, en frysti aft- ur í nótt. Voru því svellalög mik il á götum í dag og flughált. Síð- ari hluta dags gerði svo föl ofan á svellin og er því mjög laun- hált á götunum eins og stend- ur. Ekki er vitað um nein slys af völdum hálkunnar. — Vig. Tveir drengir bentu lög- reglunni á þjófinn SAGT frá frá því hér í blaðinu sl. föstudag, að daginn áður hefði verið stolið forkunnargóðum skíðaskóm úr blí, sem skilinn hafði verið eftir ólæstur á stæð- inu hjá Hótel ’Skjaldbreið. Nú heíir tekizt að hafa hendur í hári þess, er skóna tók, og má eigandinn þakka það vökulum augu:n tveggja fimmtán ára dren^ja, sem sáu til ferða þjófs- ius. Síðdegis á fimmtudaginn sáu drengir þessir ungan mann ganga um Austurstræti, og hélt hann á spánýjum skíðaskóm. Að sjálf- sögðu vakti þetta þó engar grun- semdir hjá drengjunum, en þeg- ar þeir rákust á frettina um hvarf skónna góðu í Mbl. daginn áður fór þá að gruna margt. Höfðu þeir tal af rannsóknarlögregiunni og sögðu frá því, sem þeir höfðu séð kvöldið áður. Gátu þeir geíið svo glögga lýsingu á unga mann- inum, sem haldið hafði á skiða- skónum í Austurstræti, að það nægði lögreglunni til að finna manninn. Kom i ljós, að hann var sá hinn sami, sem gripið hafði skóna úr bílnum kvöldinu áður. Rannsóknarlögreglan bað blaðið að geta um þetta atvik, þar sem hún taldi drengina tvo hafa verið hér mjög til fyrirmyndar um sam v.nnu við lögregluna í málum sem þessu. — Er það eflaust -étt, að ef allur almenningur værj að jafnaði eins eftirtektarsamur og drengir þessir, þá mundi betur ganga að upplýsa ýmis afbrot en oft vill verða. nokkru færri nú en á sama tíma í fyrra, en þá voru um 100 bátar byrjaðir á reknetjum. Þeir voru enn fleiri árið 1956. Þegar bátarnir komu út á mið- in aðfaranótt sunnudagsins sýndu lóðanir hvanvetna mikla síld. Afli bátanna var liðlega 100 tunnur að meðaltali, en skipting in var 50—200 tunnur á bát. Mun reknetjaflotinn alls hafa landað um 9000 tunnum síldar og þykir sennilegt að um 5000 hafi farið til söltunar, en afgangurinn til frystingar. Næstu daga mun fyrsta Faxa- síldin af þessa árs framleiðslu verða send utan. í gær kom til Vestmannaeyja 700 tonna leigu- skip, sem lesta á í Ólafsvík, nsr fullfermi af Faxasíld til Rúss- lands. Norðurlanda- ráðherrar með Hrímfaxa AÐ LOKNUM fundi Norður- landaráðs í Osló flutti Hrímfaxi, flugvél Flugfélags íslands, ýmsa háttsetta menn þaðan til Kaup- mannahafnar. Meðal farþega sl. laugardag voru Viggó Kampman, fjár- málaráðherra og settur forsætis- og utanríkisráðherra Danmerk- ur, og Virolainen, utanríkisráð- herra Finnlands. 1 fylgd með þeim voru ýmsir háttsettir emb- ættismenn fyrrgreindra landa. r Agæt reknetja- veiði HAFNARFIRÐI. — Ágæt og al- menn veiði var hjá reknetjabát- unum á sunnudaginn, og vorc þeir yfirleitt með um og yfii 100 tunnur. Var síldin ýmist sölt- uð eða fryst. Sökum óveðurs komust bátarnir ekki út aftur i sunnudag og í gær. — Júlí fór í veiðar sl. sunnudagsnótt, en hin- ir togararnir, að Röðli undan- skildum, eru á veiðum. Er enr ágset karfaveiði á Nýfundnalands miðum og fá togararnir yfirleitl í sig á 4—5 sólarhringum. Hefii mikil vinna verið hér í frysti- húsunum, Fiskiðjuverinu og í Mölunum, en þau hafa að mestr leyti unnið úr karfanum. Hefii oft verið unnið um helgar, of hafa nemendur i Flensborg feng- ið frí til skiptis þegar mest hefii borizt að. Hingað kom hollenzki skip fyrir nokkru til að take frystan karfa til útflutnings, er hann fer ýmist á Rússlands- eðí Bandaríkjamarkað. — G.E. ÁRSHÁTÍÐ Sjáifstæðisfélaganna í Keflavík verður haldin í Ung- mennafélagshúsinu í Keflavík, laugardaginn 22. nóv. kl. 9 síðd. Eins og undanfarin ár verður vel vandað til hátíðarinnar og dagskráin verður sem hér segir: 1. Stutt ávörp. 2. Guðm. Jóns- son óperusöngvari syngur ein- söng. 3. Ævar Kvaran leikari les upp. 4. Guðmundur Jónsson og Ævar Kvaran syngja glunta- söngva. Gestir félaganna verða að þessu sinni Ólaiur Thors alþing- ismaður og Pétur Benediktsson bankastjóri og konur þeirra. Aðgöngumiðai verða seldir í Ungmennafélagshúsinu á laugar- dag frá kl. 2—4 og við inngang- inn. Allt Sjálfstæðisfólk er vel- komið á meðan húsrúm leyfir. BLAÐIÐ „REYKJANES“ Sjálfstæðisflokkurinn í Kefla- vík hefir nú hafið a, nýju út- gáfu á blaði sínu, „Reykjanesi". Blaðið er mjög fjölbreytt og vel úr garði gert. Blaðið kom út í gær, og ákveðið hefir verið, að það komi út mánaðarlega á næst- unni. Útgefandi blaðsins er full- trúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Keflavík. — Blaðið verður til sölu í Reykjavík oe um Suður- nesin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.