Morgunblaðið - 27.11.1958, Síða 9

Morgunblaðið - 27.11.1958, Síða 9
Fímmtudagur 27. nóv. 1958 vonc r wnr. a nt» 9 Sendisveinn Röskur sendisveinn óskast nú þegar. Uppl. í skrifstofunni. Vélsmiðjan Héðinn h.f. Skipstjóra vantar á 100 tonna vélbát á komandi vetrar- vertíð sem gerður verður út frá góðri verstöð í Faxaflóa. Báturinn er í fyrsta flokks standi og á að stunda línu- og þorskanetaveiðar. Þeir sem vildu sinna þessu sendi nöfn sín ásamt upplýsingum um horfur á ráðningu skips- hafnar, fyrir 3. des. n.k. til Mbl. merkt: „Skipstjóri — 7381“. PKAHA TECHECHOSLOWAKEI Skipstjórar Viscount-flugvélar F.Í. hafa flutt yfir 40 þúsund farþega Góður árangur af kynningarstarfi félagsins i Bretlandi EINS og frá var skýrt í blaðinu fyrir helgina, opnaði Flugfélag Islands skrifstofu sina í Glas- gow á nýjuni stað þar í borg- inni miðvikudaginn 19. þ. m. — og bauð fréttamönnum héðan að heiman í flugferð til Glasgow með Gullfaxa í tilefni þess. Áður en hin nýja skrifstofa að St. Enoch Square 33 var form- lega opnuð, ræddi Birgir Þór- hallsson, ýfirmaður utanlands flugs F. í., ásamt forstöðumönn- um skrifstofa félagsins í Glas- gow og London nokkra stund við íslenzku fréttamennina. Kom þar ýmislegt fram varðandi þró- un miliilandaflugsins, sérstak- lega í sambandi við flugleiðirn- ar um Skotland. Fyrsta farþegaflugið frá íslandi Glasgow. Fyrsta áætlunarflugið til Glasgow var í maí 1955. Góður árangur Þegar flugfélagið eignaðist Viscount-flugvélarnar tvær, Gull faxa og Hrímfaxa, og tók þær í notkun, fyrir um það bil hálfu öðru ári, réði það Einar Helgason til að veita starfseminni í Glas- gow forstöðu, en hann stjórnar einnig hinni nýiu skrifstofu. — Var þetta gert í þeim tilgangi að reyna að ná frekari viðskipt- um á Skotlandsmarkaði, og þá sérstaklega að tryggja félaginu farþegaflutninga frá Glasgow til Skándinavíu. -— Kvað Birgir Þórhallsson árangurinn af þessu starfi mjög góðan og betri en bú- izt hefði verið við í upphafi. Þakkaði hann það fýrst og fremst hinum nýju Viscount-vélum, sem hann kvað hafa reynzt forkunn- arvel í alla staði. Án þeirra hefði félagið vart getað lagt út á þessa braut. Gat hann þess, að á þeim | rúmlega 18 mánuðum, sem liðn- Skotland má teljast merkilegtj ir eru frá því að félagið tók Vis- í flugsögu okkar, því að þar var count-flugvélarnar tvær í notk- ákvörðunarstaðurinn í fyrsta ' un- hefðu um 40 Þúsund manns farþegafluginu frá íslandi til út- ferðazf þeim. landa. Það var hinn 11. júní 1945, að Katalínaflugbátur Flug- félags íslands (ISP) lenti við Largs í Skotlandi, eigi allfjarri Glasgow. Þetta var þó aðeins til- raun, en leiddi brátt til annars og meira, því að vorið 1946 hóf flugfélagið ferðir til Skotlands með tveim endurbyggðum Lib- erator-flugvélum, sem leigðar voru frá „Scottish Airways". Voru þessar flugvélar siðan í för- um um það bil tvö ár, eða þar til flugfélagið eignaðist fyrstu Skymasterflugvél sína, gamla Gullfaxa. Siðan, eða frá 1948, hefur F. I. haldið uppi föstum áætlunarferðum á þessari leið, fyrst til Prestwick, en síðan til Flugfélagið leggur nú mikla áherzlu á að ná sem mestum flutningum á leiðinni Glasgow— Kauþmannahöfn, og virðast horf- ur mjög góðar i því efni. Eins og áður hefur verið getið í fréttum, gerir féiagið ráð fyrir allt að 2 þús. farþegum á þessari leið í ár (voru um 600 árið 1957), og vonir standa til, að farþegum fjölgi enn verulega. Birgir Þór- hallsson sagði, að hin nýja skrif- stofa í Glasgow væri eitt merki þess, hvé ríka áherzlu F. í. legði á það að ísá fótfestu á þessari leið, ef svo mætti segja. Auglýsinga- og kynningar- starfsemi Forstöðumenn skrifstofa F. í. í Glasgow og London, þeir Einar Helgason og Jóhann Sigurðsson, lýstu nokkuð fyrir fréttamönn- unum auglýsinga- og kynningar- starfsemi þeirri, sem rekin er á vegum félagsins þar ytra. — Talsvert er gert að því að aug- lýsa starfsemi þess í blöðum, og auk þess birtast alloft kynning- argreinar um það, bæði í blöðum og tímaritum. Þá er lögð áherzla á að hafa sem bezt og nánast samstarf við ferðaskrifstofur í landinu. Hefur nú tekizt að fá birtar ýmsar gagnlegar upplýs- ingar fyrir ferðamenn í einum 10 ferðaskrifstofúbæklingum, sem gefnir eru út í milljónum ein- taka. — í þessu sambandi bárust sjónvarpsauglýsingar í tal. Jó- hann Sigurðssoh, fulltrúi F. í. í London, kvað þær svo dýrar, að einungis stærstu'fyrirtáeki hefðu bolmagn til að notfæra sér hið mikla auglýsingagildi sjónvarps- ins. Sagði Jóhann, að einnar mín- átu auglýsing í sjónvarpi kost- aði allt upp í 1000 sterlingspund! Mun því verða nokkur bið á þvi, að Flugfélag Islands sjái sér fært að nota þetta áhrifamikla auglýsingatæki. — En félagið niun halda áfram að kynna starf- semi sína eftir öðrum 'tiltækum leiðum á erlendum vettvangi — og vinna að því að auðvelda ér- lendum mönnum, eftir föngum, að ferðast til íslands. Braathen biður um opin- bera aðstoð til að jafna tapið hjá SAFE ÓSLÓ (Skv. írásögr, Aftenposten). — Flugfélag Björns Braathens, er nefnist SAFE, hefur nú í fyrsta skipti sótt um opinbera aöstoð vegna fjárhagsöröugleika. Hefur Braathen skrifaö samgöngumála- ráðuneýtinu og fer fram á aö fá 1,1 milljón n. kr. beint framlag tii aö vega upp tapið á þessu ári og í ööru lagi 10 milljón n. kr. ríbisábyrgð til aö festa kaup á tveimur nýjum farþegaflugvélum. Flugfélagið SAFE annast flug á helztu flugleiðum innanlands í Noregi. En það hefur nú komið í ljós, áð tapið er mest á tveimur flugleiðum: Ósló — Álasund og Stafangur — Björgvin — Ála- sund —• Niðarós. Á þessum flug- leiðum hefur hann orðið að nota Skýmasterflugvélar og eru þær alltof stórar fyrir þéssar leiðir. Nemur tapið af rekstrinum á fyrstu 9 mánuðum þessá árs um 1,3 milljónum króna. Braathen biður um að ríkið hlaupi undir baggá og jafni þetta tap og hjálpi honum einnig með ríkisábyrgðum til að eignast nýj- ar flugvélar af hentugri gerð. Það er ætlun Braathens að kaupa tvær hollenzkar flugvél- ar af gerðinni „Fokker Friend- ship“. í fyrstu ætlaði hann að kaupa þær upp á eigin spýtur án ríkisábyrgðar, með því að selja eldri flugvélar, er hann á. Nú er flugvélamarkaðurinn hins vegar svo lélegur, að vonlaust er að selja eldri flugvélarnar. Braathen segir í bréfi sínu til samgöngumálaráðuneytisins, að ef hann fái ekki stuðning stjórn- arvaldanna, sjái hann sína sæng upp reidda. Þá neyðist hann til að fækka verulega eða leggja niður flugíerðir á vissum leiðum. Harmar hann að verða að gefa þessa yfirlýsingu, ekki sízt með tilliti til þess mikla fjölda starfsmanna er vinnur við fyrir- tæki hans. Bendir hann á það að við SAFE starfi nú um 400 manns. Það er tekið fram að taprekst- ur Braathens sé eingöngu á flug- félaginu SAFE. Aðstaðan er allt önnur við rekstur á viðgerðar- verkstæði Braathens á Sola- flugvelli, en þar hefur hann með höndum ýmis verkefni fyrir norska flugherinn og íslenzka flugfélagið Loftleiðir. VIKAi BLAÐIÐ YKKAR í gleri töfoast fegurð draumsins Tékkneskur glergerðarmaður hefir skapandi áhrif á fagurlega gerða muni og með reyndri hendi leitað og skapað ný listræn form og gefið handskornum Bæheimsku gleri yfir- burði, fegurð og frægð. Athugið hinar fögru nýjungar. JÓN JÓHANNESSON & CO. iusturstræti 1 — Reykjavík sími 15821.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.