Morgunblaðið - 27.11.1958, Page 12
12
MORCUNBLAÐ1Ð
Fimmfudagur 27. nóv. 1958
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fr
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstraeti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innaniands.
I lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ÓTRYGGUR ATVINNUGRUND
VÖLLUR
STJÓRNARLIÐIÐ kemst
ekki hjá að viðurkenna,
að V-stjórnin hafi svikið
meginhlutann af þeim loforðum,
sem hún gaf, þegar húii tók við
völdum. Eitt færa þeir kumpán-
ar sér þó til afsökunar: Að mikil
atvinna sé í landinu.
Rétt er það, að ekki hefir verið
atvinnuleysi hér hin síðari ár.
Alþýðublaðið segir m. a. s. með
sinúm stærstu stöfum svo í gær:
„Mikill hluti fiskiskipaflotans
stöðvast, fáist ekki þúsund Fær-
eyingar“.
Auðvitað er þetta tákn mik-
illar atvinnu í landi, en þegar
svipað bar við áður en V-stjórn-
in hófst til valda, töldu bæði
Alþýðublaðið og Þjóðviljinn það
merki hinnar mestu óstjórnar.
Hannibal Valdimarsson hældi sér
og af því á Alþýðusambands-
þinginu, að nú væri útlendra
sjómanna ekki lengur þörf. Hann
lifir í sír.um eigin hug..rheimi.
Alþýðublaðið má eiga það, að
það er ráðherranum raunsærra
og ekki geðjast því þessi þróun:
„Brýnasta verkefnið, sem nú
blasir við, er að fá fleiri fs-
lendinga á fiskiskipaflotann“.
★
Sannleikurinn er sá, að hér
hefur í mörg ár verið svo mikil
atvinna, að þurft hefur að flytja
inn fólk erlendis frá til að vinna
ýms störf í landinu, þ. á. m.
til að vera á fiskiskipaflotanum.
í sjálfu sér þarf það engan
veginn að vera þjóðhagslega
rangt, að rá5a erlenda menn til
að vinna verk fyrir fslendinga.
Það fer allt eftir atvikum hverju
sinni. Gallinn nú er sá, eins og
forseti Sameinaðs Alþingis, for-
maður Alþýðuflokksins, Emil
Jónsson, sagði í útvarpsumræð-
unum 20. október:
„Kjarni málsins verður ekki
umflúinn: Þjóðin hefur eytt
meiru en hún hefur aflað“.
Hér er sízt of sterklega að orði
kveðið. í þessum sömu umræð-
um upplýstist, að frá því að nú-
verandi ríkisstjórn tók við völd-
um fyrir 2% ári hafa verið tek-
in erlend lán að upphæð 618,5
milljónir króna. Er þá þó miðað
við gengið, sem var áður en hin
dulbúna gengislækkun var gerð
með bjargráðunum á sl. vori.
Á nær þriggja ára valdatíma
stjórnar Ólafs Thors 1953—1956
jukust opinberar skuldir aftur á
móti eimmgis um 130 millj. kr.
Á þeim árum var þó sízt minna
um atvinnu í landinu en nú er.
★
Þrátt fyrir þessar miklu lán-
tökur og gjaldeyrinn, sem með
þeim hefur fengizt til ráðstöf-
unar, sagði Vilhjálmur Þór, að-
albankastjóri Seðlabankans í
sumar, að ástandið í þeim efn-
um væri „ógnarlegt". Og Emil
Jónsson dró sizt úr þeim ummæl-
um í tilvitnaðri ræðu sinni. Þá
sagði hann:
„Ástandið í gjaldeyrismálunum
er mjög alvarlegt, og er efamál,
að nokkur þjóð hafi í þeim efn-
um teflt svo tæpt. Nú er góð-
æri í framleiðslu, en gjaldeyris-
forði er enginn til. Þvert á móti
safnast upp skuldir og ábyrgðir.
Það er glæfralegt að hugsa til
þess, sem gæti gerzt, ef á móti
blési. Gjaldeyrisforða verður
þjóðin að eignast".
í fyrra héldu stjórnarblöðin,
einkum Tíminn, því mjög á loft,
að örðugleikarnir þá stöfuðu af
erfiðu atvinnuárferði. Mjög var
meira úr því gert en efni stóðu
til, enda lýsti formaður fjár-
veitinganefndar Karl Guðjóns-
son því yfir, ekki alls fyrir löngu
á fundi í Alþingi, að við hefð-
um undanfarin ár búið við góð-
æri. Emil Jónsson viðurkennir
og berum orðum að nú sé „góð-
æri í framleiðslu". Einmitt þess
vegna telur hana það „glæfra-
legt að hugsa til þess, sem gæti
gerzt, ef á móti blési“.
★
Hinar gífurlegu lántökur að
undanföcnu hafa og engan veginn
hrokkið til. Stjórnin hefur að und
anförnu haft Vilhjálm Þór í ferð-
um víða um lönd til þess að leita
enn eftir nýjum stórlánum. Sjálf
hefur V-stjórnin að vísu ekki
fengizt til þess að gefa neinar
fullnægjandi skýrslur um ferða-
lög lántökustjórans. En af orðum
viðskiptamálaráðherra má draga,
að Vilhjálmur hafi leitað eftir
láni til byggingar togaranna 15
í Vestur-Þýzkalandi, Hollandi og
Belgíu, eftir að alger synjun
hafði verið veitt í Bretlandi.
Alveg fyrir utan þá lántöku,
— ef ’ marka má orð viðskipta-
málaráðherra, — leitaði Vilhjálm
ur Þór á fund Dullesar, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, og
bað hann um hjálp til að útvega
íslendingum 6 milljón dollara
lán. Sé reiknað með 55% bjarg-
ráðaálaginu samsvarar sú upp-
hæð nær 160 milljónum króna
en með formlegu gengi aðeins
100 milljónum. Ekki hefur enn
heyrzt um undirtektir þessara
málaleitana, en á Alþingi hefur
viðskiptamálaráðherra berum orð
um sagt, að ef lánin til togaranna
fáist ekki vestan járntjalds vilji
hann hiklaust leita austur fyrir.
Er ekki ólíklegt, að vestra hafi
eitthvað svipað verið gefið í
skyn um lántökur almennt.
★
Því að það er ljóst, að án stöð-
ugra lánveitinga getur V-stjórn-
in ekki lifað. Þrátt fyrir góðær-
ið, sem Emil Jónsson og Karl
Guðjónsson hafa lýst, hefur at-
vinnunni verið haldið uppi sl. 2
ár með sívaxandi og gífurlegri
skuldasöfnun, alveg gagnstætt
því, sem áður var.
Til viðbótar hefur svo komið,
að vegna verðbólgunnar keppast
menn við að koma fjármunum
sínum í eitthvað fast. Yfirlýsing-
ar fjármálaráðherra og annarra
á sl. vori um að bjargráðin væru
einungis bráðabirgðaráðstafanir
og meira af svipuðu tagi þyrfti
að gera síðar hafa með eðlilegum
hætti mjög ýtt undir þá þróun.
Hún skapar atvinnu 1 bili en eyk-
ur örðugleika efnahagslífsins og
dregur úr atvinnumöguleikum í
framtíðinni.
Atvinnuöryggið í landinu hvílir
því miður á veikari grundvelli
nú en nokkru sinni fyrr. Eyðslu-
lán og hratt vaxandi verðbólga
eru þar meginstoðirnar. Einmitt
vegna frambúðaratvinnu er því
lífsnauðsyn, að breytt sé til og
hyggilegir stjórnarhættir upp
teknir.
Willy Brandt (t. h.) og von Brentano, utanríkisráðherra, heilsast, er sá síðarnefndi kom til V-
Berlínar fyrir skömmu.
Vestur-Berlín vekur
verjum vonir um
A.-Þjóð-
frelsi0
segir Willy Brandt, sem nýtur si-
vaxandi vinsælda sem borgarstjóri
VANDRÆÐAÁSTAND það og
deilur, sem nú hafa enn á ný
komið upp milli vesturveldanna
og Rússa út af Berlín, hafa orðið
til þess, að borgarstjóra Vestur-
Berlínar, hins hvatlega Willy
Brandts, er nú mjög títt getið í
heimsfréttunum.
Brandt hefur tekið upp harða
og einarða baráttu til þess að
bjarga borginni frá því að verða
kommúnismanum að bráð. Hefur
hann unnið sér fyllsta traust
borgarbúa og nýtur nú engu
minni virðingar en Ernst heitinn
Reuter, en hann var borgarstjóri
Vestur-Berlínar, þegar „loftbrú-
in“ fræga stóð, 1948—’49 — og
varð þá afar vinsæll.
★
Þegar Willy Brandt var kjör-
inn til að taka við borgarstjóra-
embættinu eftir Otto Suhr, hinn
3. október 1957, sagði hann m. a.
í ávarpi til Berlínarbúa: „Ég mun
reyna að leggja fram alla krafta
mína — hvern dag og hverja
stund — í baráttunni fyrir frelsi
borgarinnar okkar.“ Hann hef-
ur líka axlað hina þungu byrði
af æðruleysi og einbeitni, sem
vekur aðdáun. Og hæglátt fas
mannsins gefur á engan hátt til
kynna þá áreynslu, sem það hlýt-
ur að kosta að halda Berlín „á
floti“ í miðju vaxandi hafróti
kommúnismans, ef svo mætti að
orði komast.
Undanfarinn hálfan mánuð má
segja, að Brandt hafi vart unnt
sér nokkurrar hvíldar. Hann hef-
ur setið fjölmarga fundi og ráð-
stefnur á svo að segja öllum tím-
um sólarhringsins. Og hann hef-
ur ávarpað samborgara sína nær
því daglega og hvatt þá til að
sýna einbeitni, viljaþrek og still-
ingu í þeim örðugleikum og ó-
vissu, sem nú steðja að.
★
Nú stendur svo á, að borgar-
stjórakosningar eiga að fara fram
í Berlín 7. desember nk. — Þá
munu íbúar V.-Berlínar velja á
milli þeirra Willy Brandts og hins
áhrifamikla andstæðings hans,
Ernst Lemmers, frambjóðanda
kristilegra demokrata. — Kosn-
ingabaráttan er þegar hafin fyrir
nokkru — og má því segja, að
Brandt verði nú um sinn að berj-
ast á tvennum vígstöðvum. Það er
hins vegar talið, að híð alvarlega
ástand, sem nú hefur skapaz' í
málum Berlínar, hafi orðið til
þess að styrkja aðstöðu hans í
borgarstjórakosningunum.— Blöð
Austur-Þýzkalands linna ekki
hatrömmum árásum á hann og
birta daglega afskræmdar skrípa
myndir af honum, en það virðist
aðeins hafa aukið vinsældir hans
í Vestur-Berlín. Þar má nú víða
sjá áróðursspjöld með mynd af
Brandt og áletrunum eins og:
„Berlín greiðir atkvæði með
Brandt". — Það er eftirtektarvert
í þessu sambandi, að á spjöldum
þessum er yfirleitt alls ekki
minnzt á flokk hans, Jafnaðar-
mannaflokkinn. Virðist svo sem
fremur sé treyst á persónulegar
vinsældir hans en fylgi flokks-
ins, þegar til kosninga kemur.
Margir stjórnmálafréttaritarar
telja allar líkur benda fil þess,
að Brandt verði endurkjörinn í
borgarstjóraembættið — en borg-
arstjórastaðan í Vestur-Berlín er
yfirleitt talin eins konar „stökk-
bretti“ til hinna æðstu metorða
í stjórnmálum Vestur-Þýzka-
lands. Brandt, sem er hinn vörpu-
legasti í útliti, er viðurkenndur
góður ræðumaður — glöggur og
gagnorður, og kryddar gjarna
mál sitt með léttri kímni.
★
Willy Brandt er tæplega 45 ára
gamall, fæddur í Lúbeck (nú í A.
Þýzkalandi) 18. desember, árið
1913. Nafn það, sem hann ber
nú, er ekki hið upprunalega skírn
arnafn hans. Hann var skírður
Herbert Frahm, en tók sér nafnið
Willy Brandt að lögum eftir síð-
ari heimsstyrjöldina.
Hann er kunnur fyrir andstóðu
sína við nazista fyrr og síðar.
Þegar hann var 17 ára, var hon-
um stefpt fyrir dóm, sakaður um
að hafa sært einn af skósveinum
nazista. Ekki fengust þó nægar
sannanir gegn honum í máli
þessu, og var það því látið nið-
ur falla. En þrem árum síðar, eða
1933, lenti hann í frekari árekstr
um við þjóna Hitlers og flúði af
þeim sökum til Noregs. Þrem
árum síðar kom hann þó aftur
til Berlínar, sem norskur stúdent.
Samhliða námi sínu, lagði hann
sig enn á ný mjög fram í bar-
áttunni gegn nazistum, hvenær
og hvar sem hann gat því við
komið. En þegar heimsstyrjöld-
in síðari brauzt út, fluttist hann
á nýjan leik til Noregs.
Eftir að Þjóðverjar gerðu inn-
rásina í Noreg, tók Brandt virkan
þátt í mannúðar- og líknarstörf-
um meðal norsku frelsisvinanna.
Var hann þá handtekinn af Þjóð-
verjum og sat í haldi um skeið
— en ekki komust þó Gestapó-
mennirnir að því, hver hann raun
verulega var. Skömmu síðar
neyddist hann til að flýja til Sví-
þjóðar. Þar starfaði hann um
nokkurt skeið sem blaðamaður.
Vegna starfa sinna áð líknar-
málum í Noregi á hernámsárun-
um, var Brandt veittur norskur
ríkisborgararéttur að styrjöldinni
lokinni. Og árið 1946 kom hann
enn til Berlínar — nú sem blaða-
fulltrúi norsku ríkisstjórnarinnar.
Hann kvæntist norskri stúlku, og
er hún talin einhver glæsilegasta
konan „í stjórnmálalífinu" í Vest
ur-Berlín. Þau hjónin eiga tvö
börn.
Nokkru eftir að Willy Brandt
sneri aftur til Þýzkalands, að
styrjöldinni lokinni, fékk hann á
ný þýzkan ríkisborgararétt og
gerðist brátt atkvæðamaður í
Jafnaðarmannaflokknum í Vest-
ur-Berlín.
★
Borgarstjórinn hefur ákveðnar
hugmyndir um hlutverk Vestur-
Berlínar í Þýzkalandsmálunum.
Hann lítur á Berlín sem hina
einu, sönnu höfuðborg landsins —
sem „lifandi brú“ milli Austur-
og Vestur-Þýzkalands, eins og
hann kemst að orði. Enda þótt
hann viðurkenni, að sameining
Þýzkalands virðist ekki tímabær
enn sem komið er, þá er það samt
sem áður sannfæring hans, að
Berlín sé og eigi að vera sífersk
uppspretta vona um frelsi og sam
einingu fyrir íbúa Austur-Þýzka-
lands. Hin blikandi Ijós Vestur-
Berlínar eru, að hans áliti, tákn,
sem léttir 18 milljónum Austur-
Þjóðverja hina löngu bið eftir
sameiningu Þýzkalands.
Brandt fer oft til Bonn til þess
að minna hina ráðandi menn þar
á þá staðreynd, að Berlínarbúar,
2Vi milljón manna, eru í fremstu
víglínu kalda stríðsins. — Aðalat
riðið er að halda vöku sinni,
segir borgarstjórinn. Að gera sér
að góðu ástandið eins og það hef-
ur verið, er hættulegast af öllu.