Morgunblaðið - 27.11.1958, Side 23

Morgunblaðið - 27.11.1958, Side 23
Fimmtudagur 27. nóv. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 23 Ótíð á Snæfells- nesi og gæftir stirðar STYKKrSHÓLMI, 26. nóv.—Und anfarna dága hafa verið miklar rigningar, og ótíð á Snæfellsnesi. Gæftir hafa verið mjög stirðar, t.d. var aflahæsti báturmn í gær með 3Vz lest, og sumir bátanna öfluðu sáralítið. Fiskur er mjög lítill á miðunum, og ekki hægt. að róa nema stutt. — Minning Frh. af bls. 16 Voru honum falin mörg trúnað arstörf, svo sem seta í hrepps- nefnd, kirkjunefnd, fiskmat og margt fleira, og var hann alltaf jafntraustur að hverju sem hann snéri sér. Móðir hans og faðir voru hjá honum þar til þau dóu, og sá hann vel og drengilega um þau, til hinstu stundar. Um 1938 fara að myndast mik- il straumhvörf í Sléttuhreppi, með því að fólk fer að flytjast burt úr hreppnum og er hreppur- inn að smátæmast að fólki, — en 1945 flyzt Finnbjörn með elztu dóttur sinni til ísafjarðar, en hin börnin voru áður farin í burt. — Á ísafirði dveljast þau eitt ár, en flytjast þá til Keflavíkur — þar sem hann dvaldist til síð- ustu stundar. Óhætt er mér að segja að í Keflavik leið honum vel og undi hann þar vel hag sínum þrátt fyrir það að æsku- stöðvarnar vöktu alltaf í huga hans, þar sem hann hafði lifað sín bernsku- og manndómsár. Að endingu kveð ég þig Finn- björn, með þökk fyrir allar gíeði stundir, sem við áttum saman og bið þér blessunar á ókunna land- inu. Guðmundur Guðnason. LEIÐIR okkar Finnbjörns Þor- bergssonar lágu saman haustið 1946. Þá stundaði hann smíðar í Keflavík — og meðal annars vann hann þá öðru hverju við Fiskiðjuna í Keflavík. Það var svipað að kynnast Finnbirni við vinnu, eins og að komast úr þoku mollu á sólskinsblett — þannig báru vinnubrögð hans af. Hjá allflestum er vinnan eitthvað sem menn verða að gera til þess að lifa — en hjá Finnbirni var lífið til þess að vinna. — Því úr starfinu fékk hann svo ótæmandi gleði, að starfið eitt gerði lífið ánægjulegt, — þó var hann vissu- lega opinn fyrir heilbrigðri gleði, þótt hún kæmi eftir öðrum far- vegum lífsins. Við áttum samleið eftir þetta, allt tiL þess að hann tók þann sjúkdóm, sem að lokum sigraði hann, eftir 2% árs baráttu. Ég og aðrir samferðamenn Finnbjörns, eigum margs að minnast eftir kynninguna við hann, því í vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar og við vinnu var hann starfsamastur. Skaþ- gerð hans var stór og víðfeðm, kappið óþrjótandi og metnaður mikill í kærleiksríku og fórn- fúsu hugarfari, sem vildi bæta hvers manns böl. Oft fannst mér sem Finnbjörn væri tákn og eftirmynd hinna háu fjalla og umhverfis þess sem hann ólst upp í — þessi trausta og sterka skapgerð sem allir lað- ast að, því betur sem menn kynn- ast. Það er ánægjulegt og oft nauð- synlegt að kynnast mönnum eins og Finnbirni, því þeir verða manni stöðug og stækkandi fyr- irmynd, — oft því meir, sem tíminn líður. Við dveljum hér stutta eða langa stund til að læra af lífinu — beztu kennararnir eru þá þeir samferðamenn, sem við getum lært af — Finnbjörn var slíkur maður. Ég, og við *em Finnbjörn þekkt um, þökkum ánægjulegar stund- ir og geymum minningu um góð- an dreng. Huxley Ólafsson. RœkjuveiS- arnar ganga treglega BÍLDUDAL, 26. nóv. — Hér hef- ir verið sæmileg tíð að undan- förnu. Heldur hefir áttin verið óstöðug, en suðvestanátt þó mest ríkjandi. Rignt hefir öðru hverju en aldrei mjög mikið. — Vegir eru ekki í sem beztu ástandi, en þó er enn fært á jeppum vestur á Patreksfjöi’ð. Vart er sú leið nú íæx öðrum bílum. Tveir bátar stunda rækjuveið- ar héðan, sem kunnugt er, en afli hefir verið fremur tregur hjá þeim að undanförnu. — Einn bát- uF reri nýlega tvisvar sinnum með línu. Fékk hann sæmilegan afla í fyrri róðrinum, en mjög lítið í þeim seinni. Er ekki útlit fyrir, að hann rói oftar að sinni, því að svo virðist sem lítill fisk- ur sé á miðunum. Félagslíf er fremUr fáskrúð- ugt hér um þessar mundir. Er þar helzt að nefna keppni í félags- vist, sem slysavarnadeild kvenna hér á staðnum gengst fyrir. Verð ur keppt þrjár helgar í röð, og var fyrst spilað sl. laugardag. Á eftir var sýnd kvikmynd og síðan dansað. Keppninni verður hald- ið áfram um tvær næstu helgar, eins og fyrr segir. Það par, sem nær beztum heildarárangri í keppninni hlýtur að verðlaun- um 500 krónur. — Hannes. Leiðrétting í FRÉTT frá Akranesi í blaðinu í gær segir: Ferjan (þ. e. hafnar- ferjan) tekur í einni ferð 80—100 lestir og þar yfir. Átti hér að standa 80—100 bílhlöss og þar yfir. Leiðrétting SÚ missögn hefur orðið á frá sögn af aðalfundi Akranesssafn- aðar þann 9. þ. m. að þá hafi verið ákveðin kaup í pípuorgeli og líkvagni. Fyrir tveimur árum var ákveðið að kaupa pipuorgel í kirkjuna, svo fljótt sem ástæður leyfðu og nokkru síðar var einnig ákveðið að kaupa líkvagn. Á sl. vetri var ákveðið að hefja almenna fjársöfnun innan safn aðarins á Akranesi til orgelkaup anna. Áður hafði Árni P. Sigurðs son og fjölskylda hans stofnað orgelkaupasjóðs með 10,000 kr. minningargjöf. Síðan hafa bætzt fleiri minningargjafir. Frú Eme- lía Þorsteinsdóttir og fjölskylda hennar g:>u 10.000 kr. Ólafur Finsen 10.000 og frú Ingunn og Haraldur Böðvarsfon 10.000. Kirkjukór Akraness styður -þetta einnig með fjárframlagi og var safnað hjá honum upphæð, sem hann hafði dregið saman af tekj- um sínum, til að kaupa hljóðfæri í kirkjuna. Söngmálasjóður kirkj unnar mun einnig leggja fram nokkra fjárhæð. Hin almenna söfnun gekk vel og má telja undir tektir almennings mjög góðar. Er nú orgelkaupasjóðurinn orðinn 80.000 kr. Sóknarnefndin færir öllum þeim sem hlut eiga að máli innilegustu þakkir sínar. Leitað hefur verið tilboða hjá þekktum orgelverksmiðjum og er ákveðið að hraða svo frámkvæmd um að hægt verði að fá orgelið á næsta vori, ef unnt verður að fá • innflutningsleyfi í tæka tíð Um verð á umræddu orgeli er enn ekki vitað. LONDON, 25. nóv. — Filip prins leggur upp í hnattferð í janúar n. k. Mun hann ferðast bæði á láði, legi og í lofti ,aðallega með Comet IV. og drottningarsnekkj- unni Britanníu. Heim kemur hann í aprílmánuði. Isboro landaði á ísafirði í gær ÍSAFIRÐI, 26. nóv. — ísborg landaði hér í dag 270 lestum af karfa, er aflaðist á miðunum við Nýfundnaland. Mikill hörgull var á mönnum til að vinna að lönd- uninni, og hefðu nýju löndunar- tækin, færiböndin, sem þegar hef ur verið greint frá í fréttum, ekki verið komin, hefði reynzt ill- mögulegt að landa aflanum úr togaranum. Aoeins 12 menn unnu við löndunina, en venjulega þarf um 30 menn. — G. JÓN N. SIGURÐSSON hæstarcttarlögmaðuj'. Málflutningsskrifstofa Laugavegi 10. — Sími; 14934. Unga stúlkan á myndinni hér að ofan virðist horfa með áhuga á kettlinginn litla, enda er hann óneitanlega ljómandi fallegur. — Myndin er frá ljósmyndasýningunni „Foto expo“, sem verið hefir opin undanfarið í hinum nýja vinnusal Asmundar Sveinssonar við Sigtún, og margir hafa skoðað sér til ánægju. Myndirnar á sýningunni, sem er haldin á vegum Félags áhugaljós- myndara, eru frá Reykjavík og sex öðrum höf uðborgum í Evrópu. — Sýningunni mun ljúka um næstu mánaðamót. ----------------------------9__________________________________________________________ STEFAN PÉTURSSON, hdl., Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 7. — Sími 14416. Heima 13533. ORN CLAUSEN heraðsdómslögmaður Málf'utmngsskrifstofa. Bankastræti 12 — Sím: 13499 Gólfslípunin Barmahlíð 33. — Sími 13657 Málflutningsskrifstofa SVEINBJÖRN DAGFINNSSON EINAR VIÐAR Búnaðarbankahúsi, 4. hæð sími 19568 Hjartans þakkir til ykkar allra sem minntust mín í tilefni af áttræðisafmælinu mínu. Guð blessi ykkur öll. Elínborg Ólafsdóttir, Hellishólum. Ég þakka hjartanlega heimsóknir, gjafir og skeyti, er mér bárust á sextugsafmælinu 19. nóv. s.I. Sveinn Guðmundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu á áttræðisaf- mæli mínu þ. 19. nóvember 1958. Þórunn Magnúsdóttir. Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson Guðluugur Þorláksson Guðmundur Pétí rsson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. RAGNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður. Laugavegi 8. — Sími 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla Gís/i Einarsson hcraðsdómslögma iur. Málfiutningsskrifslofa. 1 augavegi 20B. — Sími 19631 Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaður. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Jarðarför konunnar minnar KRISTJÖNU SIGURÐARDÓTTUR frá Kirkjubóli, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. nóvember kl. 2 e.h. Húskveðja hefst á heimili mínu Reykjavíkur- vegi 31 kl. 1 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Tryggvi A. Pálsson. SKIPAUTGCRB RIKISINS HEKLA vestur um land í hringferð 1. des. — Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Súgandaf jarðar ísafjarðar, Siglufjarðar og Ak- ureyrar, síðdegis í dag og á morgun. — FarseðLar seldir ár- degis á laugardag. Jarðarför mannsins míns BJARNA JÓNSSONAR Meiri-Tungu, sem tmdaðist 17. þ.m. fer fram að Árbæ laugard. 29. þ.m. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hans kl. 11 f.h. Bílferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 8 f.h. Þórdís Þórðardóttir. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar OKTÓ ÞORGRÍMSSON verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 28. nóv- ember. Athöfnin hefst með bæn frá heimili hans að Víði- mel 19 kl. 12,45. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim er vildu minnast hans er bent á Hjálparsjóð skáta. Guðrún Guðbrandsdóttir og börn. Jarðarför eiginkonu minnar JÓNlNU SESSELJU JÓNSDÓTTUR fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju n.k. föstudag 28. þ.m. og hefst með húskveðju að heimili okkar Norðurbraut 22 Hafnarfirði kl. 1,30 s.d. Fyrir hönd barna okkar og tengdabarna. Jón Þórarinsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar ÞORSTEINS Þ. GUÐMUNDSSONAR frá Grund. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Ásdís Þórðardóttir, Guðmundur Benjamínsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.