Morgunblaðið - 06.12.1958, Side 12

Morgunblaðið - 06.12.1958, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. des. 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. RYÐJA ÞARF RUSTIRNAR LJÓT er hún lýsingin, sem Hermann Jónasson gaf á Alþingi af viðskilnaði sínum eftir tæpa tveggja og hálfs árs stjórnarforystu. Var og ekki seinna vænna fyrir forsætis- ráðherrann að. segja þjóðinni einu sinni satt. Myndun V-stjórn- arinnar var byggð á tvímælalaus um svikum afdráttarlausra kosn- ingaloforða. Valdaferill stjórnar- innar hefur allt frá upphafi fram á síðasta dag verið óslitin keðja blekkinga og loforðabrigða. Þjóðviljinn drepur í forystu- grein sinni í gær á viðhorfin, sem skapazt hafa vegna þessa svikaferils, eins og þau nú blasa við í lok hans, og segir: „Með hinni ábyrgðarlausu framkomu Framsóknarflokksins er ekki einungis hlaupizt frá því að leysa vanda aðkallandi efna- hagsmála í samvinnu við alþýðu- samtökin, heldur hefur Fram- sóknarflokkurinn hindrað, með því að rjúfa nú stjórnarsamvinn- una að óleystum ýmsum stærstu málunum sem um var samið, að þau nái fram að ganga á starfs- tíma stjórnarinnar. Meðal þeirra eru stórmálin um brottför hers- ins, sem ráðherrar Alþýðubanda- lagsins hafa nú síðast fyrir nokkrum vikum krafizt efnda á, kaup stóru togaranna, breytingar á kjördæmaskipuninni og löggjöf um heildarstjórn á þjóðarbú- skapnum. Og síðast en ekki sízt er brotthlaup Framsóknar nú ábyrgðarlaust vegna landhelgis- málsins---------“. ★ Á þennan veg rifjar eitt stjórnarblaðanna upp svikaferil- inn. Upptalningin gæti verið miklu lengri, en hún er rétt, svo langt sem hún nær. Að vísu fær það ekki staðizt, að sök svikanna hvíli á Framsókn einni. Ráðherr- arnir eiga þar að verulegu leyti óskipt mál. Ábyrgðin er þó að sjálfsögðu þyngst á forsætisráðherranum. Játning hans á ófarnaðinum, sem hann hefur leitt þjóðina út í, dregur ekki úr sök hans, held- ur varpar skýru ljósi yfir skeyt- ingarleysið. „Ný verðbólgualda — er skoll- in yfir“, sagði Hermann Jónas- son og vildi kenna samstarfs- mönnum sínum um. En Her- manni Jónassyni nægir sízt til afsökunar að vitna til þess, að hann hinn 29. nóvember hafi boðað til róðherrafundar í því skyni að reyna að ná samkomu- lagi um að fresta vísitöluhækk- uninni, sem skella átti á tæpum tveim sólarhringum síðar, fram til 1. janúar. Sjálfur játar hann í hinu orðinu, að strax, þegar bjargráðin voru sett á sl. vori, hafi verið sýnt að gera þyrfti „raunhæfar ráðstafanir". Þ. e. bjargráðin ein dugðu ekki, hinar „raunhæfu ráðstafanir" voru eft- ir! ★ Mönnunum, sem lofað höfðu samráði við verkalýðinn um ráð- stafanir í efnahagsmálum, bar vitanlega skylda til að leggja til- lögur um hinar „raunhæfu ráð- stafanir" fyrir sjálft Alþýðusam- bandsþingið, ásamt öllum gögn- um og skýrslum, sem gerðu fært að átta sig á málunum. Og þetta átti að gera svo snemma, að full- trúarnir hefðu færi á að kynna sér málin og bera sig saman við umbjóðendur sína. Þetta var með öllu vanrækt. í þess stað var að því einu stefnt á Alþýðusambandsþinginu að losna við það, án þess að það tæki nokkrar ákvarðanir, eða gæti áttað sig á málinu. Tíminn segir raunar hinn 2. desember: „Enginn þurfti að undrast það út af fyrir sig, þótt Alþýðusam- bandsþingið hefði ekki getað af- greitt tillögur um úrræði í efna- hagsmálum". Síðan hefur í þeim herbúðum verið haldið áfram í sama dúr, enda hefur einn helzti ráðgjafi V-stjórnarinnar þetta eftir full- trúa á Alþýðusambandsþinginu: „Það gafst enginn tími til þess að leggja málin niður fyrir sér, eða ræða um þau. Og svo var líka allt á ringulreið“. Slík er lýsing þeirra manna, sem til skamms tíma vildu láta taka ráðin af Alþingi íslendinga og fá þau stéttasamtökunum í hendur, á aðalsamkundu stétta- samtakanna hér á landi! Hún er metin óstarfhæf og sagt að ekk- ert marjí sé takandi á samþykkt- um hennar. Það er nú skýringin á því, að svikin voru loforðin um samráð við stéttasamtökin. ★ Svikin við Alþingi voru ekki minni. Það hefur með öllu verið sett úr leik í vetur. Á því atferli verður nú að gera breytingu. Ef það er rétt, sem Hermann Jónas- son segir, að verðbólguþróunin „verði óviðráðanleg11, þá er að vísu ekki að villast um, hver ber sökina. Hún hvílir á engum ein- um íslending þyngra en sjálfum honum. En hér er ekki nóg að sakast um orðinn hlut. Menn verða að snúa sér að því að bjarga því, sem bjargað verður. Frumskilyrði þess er, að allar skýrslur og gögn, sem hingað til hefur verið haldið fyrir Alþingismönnum, a. m. k. Sjálfstæðismönnum, verði nú lögð fyrir þá, svo að þeir geti með eigin athugun frumheim- ilda gert upp reikningana. Hreinsa verður til í rústúnum, áður en hægt verður að byggja upp á ný. Þar reynir ekki einungis á að gera óhjákvæmilegar ráðstafanir í efnahagsmálunum, ráðstafanir, sem koma að raunverulegu gagni, heldur verður einnig og ekki síður að tryggja réttláta skipun sjálfs Alþingis. Ein meginorsök ófremdar- ástandsins nú er einmitt hin rang láta kjördæmaskipun. Ofurveldi Framsóknar í stjórnmálum og fjármálum byggist á þessu rang- læti. í skjóli þess hefur þróazt spillingin, sem nú er að brjótast út og ekki verður lengur neinum hulin. Fyrir þá meinsemd verður að komast. Hér verður engu komið í lag, nema forystumenn og þjóðin í heild geri sér grein fyrir, hvernig efnahagnum í raun og veru er komið, og dragi af því rökréttar ályktanir og fólkið í landinu fái heimild til þess að ráða sín- um eigin málum í samræmi við réttar reglur lýðræðis og jafn- réttis. Ekki tjáir lengur að lúta ofurveldi þeirra, sem hér hafa alltof lengi drottnað og vilja allt undir sig bæla með blindri vald- hyggju og ofstækisfullri auð- kúgun. UTAN UR HEÍMI Féll meðvitundarlaus í fall- hlíf úr 7 km hæð Einstætt ævintýri dansks hotuflug- manns ÞÚSUNDIR fólks í Álaborg og Nörresundby í Danmörku urðu sl. mánudag vitni að óvenjuleg- um atburði — þar í landi a.m.k. Einn af flugmönnum danska flug hersins hafði orðið að „skjóta sér“ út úr Sabre-orrustuþotu, er flaug með um 1000 km hraða í 7 km hæð. — Áitæðan var sú, að plasthjálmurinn yfir flugmanns- sætinu hafði skyndilega hrokkið af, svo að flugmaðurinn sat eftir berskjaldaður. — Er hann var laus við þotuna, missti hann með. vitund og sveif þannig í fallhlíf sinni, unz hann kom til sjálfs sín, er hann átti eftir skamman spöl til jarðar, en hann bar fyrir vindi suður yfir Limafjörð og lenti skammt sunnan við Vej- gaard, sem er í útjaðri Álaborg- ar. Flugmaðirnn er 21 árs gamall, Poul Erik Sucksdorff Olsen að nafni, frá Helsingjaeyri. — Þeg- ar hann loks komst til mðvitund- ' lá við, að hann missti samstundis meðvitund þar sem hann sat nú berskjaldaður í ísköldum ofsa- stormi. — Jafnframt missti hann stjórn á þotunni. — Loftið, sem þrýstist niður í flugmannsklef- ann á hinni miklu ferð gerði nær ómögulegt að stjórna henni. — Hann reyndi þó um stund að ná valdi yfir þotunni á ný, en án ár- angurs. Og þá var ekki um ann- að að gera en taka í örýggishand- fangið, sem kastar sætinu, með flugmanninum í, út úr þotunni. Engin skýring hefir fengizt á því, hvers vegna plasthjálmur- inri losnaði. Flugmaðurinn lok- ar hjálminum innan frá, áður en hann hefur sig til flugs, og á að vera mjög tryggilega frá honum gengið. Þota Sucksdorff Olsens var af gerðinni Sabre F86 G, en Danir fengu allmargar slíkar frá Bandaríkjunum á sl. sumri. Er flughraði þeirra rúmlega hraði hljóðsins. — Þegar óhappið vildi til, var Olsen á æfingaflugi ásamt Þessi mynd er tekin rétt eftir að Sucksdorff Olsen kom til jarðar í fallhlíf sinni. — Hann virðist vera í bezta skapi og hinn hressasti. ar í fallinu, aðeins nokkur hundr uð metra frá jörðu, sá hann sér til mikils léttis, að hann mundi lenda á auðu svæði, enda varð honum ekki meint af fallinu. — Það mun hafa liðið um það bil stundarfjórðungur frá því að Olsen flugmaður skauzt upp úr þotunni, þar til hann lenti, en meðan hann var í fallinu hring- sóluðu hinar þoturnar í flugsveit inni í kringum hinn meðvitund- arlausa flugmann. ★ Sjúkrabifreið var til staðar, er hann kom niður, og flutti hann í snatri til flugstöðvarinnar í Ála borg, þar sem læknar skoðuðu hann vandlega. Þeir komust þó fljótlega að því, að honum hafði ekki orðið hið minnstá meint af þessari svaðilför. Sucksdorff Olsen skýrði svo frá, að hann hefði verið í rúmiega 7 km. hæð og flogið með um 1000 km hraða á klst., þegar plast- hjálmurinn yfir flugmannssæt- inu sviptist skyndilega af. Það nokkrum félögum sínum úr sömu flugsveit. — Hann kom fyrir nokkru frá Kanada, þar sem hann var við flugnám. Þetta er fyrsta alvarlega óhapp ið, sem kemur fyrir í sambandi við Sabre-þoturnar, frá því að danski flugherinn fékk þær. — Þegar það gerðist, var Olsen staddur alllangt norðaustur af Álaborgarflugstöðinni. í fyrstu kom honum helzt til hugar að reyna lendingu. En hann gerði sér fljótlega ljóst, að líkurnar til þess að það mætti takast voru nær engar. Þá ákvað hann að „skjóta sér“ út úr þotunni, en áð- ur tókst honum að beina henni í þá stefnu, að lítil hætta var á, að hún lenti á byggðu svæði. ★ Eftir þetta man hann ekki hvað gerðist, fyrr en hann rankaði við sér skömmu áður en hann kom til jarðar, eins og áður er sagt. Fallhlífarnar í nýjustu þotun- um eru þannig útbúnar, að þær opnast á sjálfvirkan hátt. — Þessi litli uppdráttur sýnir hvar þotan lenti fyrir norðan Limafjörðinn ,en flugmaðurinn kom aftur niður nokkru sunn- an við fjörðinn. Hinn meðvitundarlausi flugmað- ur sveif því rólega og öruggt til jarðar. — Öruggt, er nú kannski íuilmikið sagt, því að sú hætta var að sjálfsögðu fyrir hendi, að vindurinn feykti honum annað- hvort út yfir Limafjörðinn eða inn yfir Álaborg eða Nörresund- by — en það er ekkert sérstak- lega þægilegt að lenda á háum húsum eða reykháfum, því þrátt fyrir fallhlífina er hraðinn tals- vert mikill. ★ Þúsundir fólks fylgdust með flugmanninum, er hann rak fyr- ir vindinum yfir Nörresundby, og þegar til hans sást fró Ála- borg, stóðu menn og störðu, þar sem þeir voru komnir, svo af hlauzt hin versta umferðartrufl- un. Sem betur fór hrakti vindur- inn hann lengra inn yfir landið, og loks kom hann heilu og höldnu niður nokkra km fyrir sunnan Vejgaard. Þota Sucksdorff Olsens féll til jarðar skammt fyrir norðan smá- bæinn Hvorup. Þar myndaði hún 10 metra breiðan og þriggja metra djúpan gíg. Brak úr henni dreifðist yfir stórt landssvæði. — Til allrar hamingju er svæðið, þar sem þotan kom niður, ó- byggt — en vissulega skall þarna hurð nærri hælum, því að hinn stóri gígur eftir hana er aðeins fimm km frá miðbæ Ála- borgar. Nýjar bækur fyrir drengi og telpur ÖRN OG ELDFLAUGIN heitir drengjabók, sem Bókaútgáfan Skuggsjá sendir frá sér um þess- ar mundir. — Eins og bókarheitið ber með sér, er um að ræða drengjabók, stílaða upp á vora tíma, eldflaugarnar. — Aðal- söguhetjurnar eru tveir strákar, Örn og Donni, sem lenda í mörg- um æsispennandi ævintýrum, en strákar þessir eru engir veifi- skatar og vita jafnan hvernig bregðast skuli við hverjum vanda. Sýnt er að framhald muni verða, og er næsta bók boðuð, þegar þeir Örn og Donni leggja leið sína inn í Tíbet. Skúli Jensson þýddi þessa drengjabók, en hún er prentuð í Rún. ®#® Millý-Mollý-Mandý er bók fyrir litlar telpur, sem Skuggsjá hefur líka sent frá sér og nú er komið framhald hennar, en þessi nýja bók heitir Millý- Mollý-Mandy og vinir hennar. Þar segir frá ævintýrum, sem gætu gerzt hvar sem er. Bókina þýddi Vilberg Júlíusson. Hún er 100 bls. og skreytt teikningum. Prentstaður er Rún. Kápan á báð um ofangreindum bókum er gerð í litum í Alþýðuprentsmiðjunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.