Morgunblaðið - 06.12.1958, Qupperneq 17
Laugardagur 6. des. 1958
MORGUNBLAÐIÐ
17
Hólmfríður
Minningarorð
„Dæm svo mildan dauða,
drottinn, þínu barni,
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni,
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali“.
ÞAÐ mun mála sannast, að fátt
eitt fegurra hefir verið ort á ís-
lenzlta tungu, og jafnvel þótt
víðar væri leitað, en þetta er-
indi eftir Matthías Jochumsson.
Fyrir nokkrum árum las ég það
yfir í áheyrn tengdamóður minn-
ar, Hólmfríðar Jónsdóttur, og hef
ég það, sem upphaf nokkurra
kveðjuorða, að henni látinni. En
hún lézt 27. okt, sl.
Um líf mannsins hefir verið
sagt, að mest afrek hafi andi
hans unnið, er honum gafst feg-
urðarskyn og kærleiksþrá. Þess-
um eiginleikum var Hólmfríður
gædd í ríkum mæli. Gleði henn-
ar yfir fegurð og góðleik var
barnslega einlæg og sterk. Hún
bar næmt skyn á slíkt, hvort
heldur það var til orðið í Ijóði
eða sögu eða ort af mannlífinu
sjálfu. Henni var tamt að líta
miklu fremur á hið fagra og
góða í hverjum manni^ lét ekki
smáyfirsjónir skyggja á heil-
brigt mat sitt á mönnum og mál-
efnum. Og í samhljóðan við
þetta mat voru dómar hennar og
framkoma. Um hana hefði mátt
yrkja þetta:
„Trú hinu bezta. Gerðu gott við
alla.
Sú gleði er bezt, að hjálpa þeim,
sem kalla,
og reisa þá, sem þjást og flatir
falla“.
Hólmfríður Jónsdóttir þekkti
vel annir jarðlífs og amstur. Það
var hennar hlutskipti í lífinu. En
hugur hennar þráði að finna
birtu, er sigrað gæti myrkur vðn-
brigða, lýst upp hugarfylgsnin í
dimmu daganna. Því gafst henni
kærleiki og fegurð, þótt harmar
hennar hefðu una garð hennar
gengið.
o—O—O—o
Hólmfríður Jónsdóttir fæddist
á ísafirði 8. nóvember 1888. For-
eldrar hennar voru Jón Þorkels-
son, póstur, Eyjólfssonar, pró-
fasts, að Borg á Mýrum, og
Kristín Kristjánsdóttir, ljósmóð-
ir, af Snæfellsnesi. Má rekja
báðar ættir hennar til dugnaðar-
og gáfumanna, sem ekki mun
farið nánar út í hér. Aðeins skal
þess getið, að föðurbróðir hennar
var Jón Þorkelsson (Forni), þótt
báðir hétu sama nafni. Mun það
hafa komið til af því, að sá síðar-
nefndi var tekinn í fóstur.
Hólmfríður giftist um tvítugs-
aldur fyrra manni sínum, Guð-
mundi Þorkelssyni frá ísafirði.
Hann deyr 3. nóv. 1921. 1 annað
sinn giftist hún 10. apríl 1926,
Sigurgísla Jónssyni frá Skagnesi
í Mýrdal. Áttu þau heimili í
Reykjavík. Annan skugga bar
yfir, er henni barst sú fregn 1.
des 1930, að togarinn Apríl hefði
farizt með allri áhöfn. Þar átti
hún á bak að sjá eiginmanni sín-
um og bróður. Fyrr þetta sama
ár missti hú* og móður sína og
yngsta son.
Jónsdóftir
En það var ekki Hólmfríði að
skapi, að mikla sér mótlæti.
Þvert á móti. Hún var gædd
sterkri lífstrú, og lífinu skyldi
kraftana helga. Börnin tólf
bættu henni vonbrigðin. Eru nú
ellefu þeirra á lífi. Vafalaust var
það henni mikill styrkur, að hún
varð fyrir áhrifum af sálarrann-
sóknum og urðu þau áhrif varan-
leg í lífi hennar. Og tilveran
handan fortjaldsins mikla varð
henni því meira hugðarefni, sem
árin runnu fleiri.
Sá, er þetta ritar, kynntist
Hólmfríði náið um árabil. Til
hennar var gott að koma. Hlý-
hugur einkenndi móttökur,
hvernig sem á stóð. Alltaf varð
að gefast tími til að sinna gest-
um, gera þeim gott og gleðja.
Það mun margur án efa hafa
reynt, að oft var fórnað af smáu.
En ekkert var svo fast í hennar
höndum, að hún finndi ekki hjá
sér hvöt til þess að miðla af því,
þrátt fyrir erfiðleika. Þannig var
yndi hins aðkomna oft keypt
dýru verði.
En það sannaðist hér að „Guð
launar glaðan gjafara“. Er heilsa
hennar var þrotin átti hún öruggt
athvarf hjá dætrum sínum til
skiptis og naut umhyggju barna
sinna allra. Yndi hennar var, síð-
ustu árin, að tala um og fylgjast
með þroska barnabarnanna og
leit hún bjarta framtíð í barns-
augum skærum. Vonbrigði urðu
hjá fjórum litlum ömmudrengj-
um norður á Langanesi, sem
hlökkuðu til að fá að hafa þig
hjá sér yfir jólin næstu. Þeir
minnast þín oft í bænum sínum
og hugga sig nú við það, að þú
sért í góðum höndum. Biðja þeir
Guð að blessa þig og þakka þér
allt hið góða í þeirra garð og
pabba og mömmu.
o——□—□—o
Hólmfríður var vinföst og
trygglynd. Vináttan tengir menn
ina traustari böndum en allt ann-
að. Hún gefur þá lífssýni, að til-
gangur vor æðstur hér á jörðu,
sé að létta öðrum byrðar og
draga úr erfiðleikum. — Konan,
sem horfin er bak við fortjaldið
mikla, lifði ekki sjálfri sér,
heldur fórnaði tíma og kröftum
fyrir þá, sem henni þótti vænt
um. Hafi Guð snortið hug henn-
ar sorgarsprota, þá varð það til
að gefa henni næmari skilning
og þroskaðri trú.
Blessuð sé minning hennar.
Ingimar Ingimarsson.
Dr. Bruno
Minning
11. NÓVEMBER sl. varð dr. phil
Bruno Schweizer, sem mörgum
Islendingum er að góðu kunnur,
bráðkvaddur að heimiii sínu í
Diessen við Ammersee í Suður-
Bayern, 61 árs að aldri.
Dr. Bruno Schweizer var mál-
fræðingur og fékkst einkum við
Dr. Bruno Schweitzer
rannsókn á mállýzkum í Suður-
Þýzkalandi og Tyrol. Ennfremur
hafði hann með höndum rann-
sóknir á átthagaminjum og ör-
nefnum heimahéraðs síns og kom
upp byggðasafni í Diessen fyrir
héraðið. Hefur hann skrifað
nokkrar bækur og rit um þessi
efni, þótt miklu meiri muni þau
handrit vera, sem enn nafa ekki
verið prentuð, einkum mállýzku-
rannsóknir hans og orðasafn.
Dr. Bruno Schweizer var mikill
íslandsvinur og íslendinga.
Hann ferðaðist nokkuð liér á
landi fyrir og eftir síðustu heims-
styrjöld og hefur haldið óteljandi
erindi með myndasýningum um
land og þjóð í heimalandi sínu.
Munu fáir hafa fórnað eins miklu
óeigingjörnu starfi og áhuga til
Schweitzer
þess að kynna ísland og íslenzka
menning öðrum þjóðum.
Hann var kvæntur Þorbjörgu
Jónsdóttur, hjúkrunarkonu, frá
Heiðarseli á Síðu í Skaftafells-
sýslu, mikilli ágætiskonu. Þau
eignuðust tvo syni, Helga og
Gunnar, sem nú eru í mennta-
skóla.
Einstök gestrisni og höfðmgs-
skapur ríkti á heimili þeirra
hjóna í Diessen. Stóð það opið
öllum íslendingum, og nutu þess
einkum margir námsmenn við há
skólana í Miinchen, sem ekki er
allfjarri Diessen. Minnist ég á-
vallt hjálpsemi og gæða þeirra
hjóna sem vinjar í ömurleika
stríðsáranna, þó að ^eta megi
nærri, að ekki var auðvelt að taka
á móti gestum á þeim tímum.
Dr. Bruno Schweizer vann að
hugðarefnum sínum af einstökum
áhuga og starfsgleði, enda tóku
þau hug hans allan. Þekking
hans á staðháttum í Bayern,
tungu þess, sögu og þjóðsögum
virtist óþrjótandi. Fyrir rúmum
tuttugu árum bauð hann mér eitt
sinn í ferðalag á hes*um um
suðurhluta bayersku hásléttunn-
ar og norðurhlíðar Alpanna, en
hann átti jafnan nokkra íslenzka
hesta. Fórum við þá ekki alfara-
leiðir. Ég undraðist það, að hann
þekkti ekki aðeins nöfn á svo
að segja hverri þúfu, heldur
kunni hann skemmtilegar sögur
að segja af hverjum stað, þar
sem við áðum,
Athyglisvert er, að maður með
jafnríka átthagaást skyldi jafn-
framt taka ástfóstri við ísland og
allt íslenzkt sem hann, en hann
bar framfarir og gæfu íslands
fyrir brjósti og unni mjög ís-
lenzkri sögu og mennin^.
Islendingar hafa með dr. Bruno
Schweizer misst einn af sínum
beztu vinum meðal erlendra
þjóða.
Þorbjörgu kona hans og sonum
þeirra votta ég innilega samúð
við missi ágætis heimilisföður.
Jóhannes Zoéga.
U nglinga
vantar til blaðhurðar í eftirtalin hverfi
Digranesveg
Sjafnargötu og Fjólugötu
Aðalstræti 6 — Sími 22480.
Aðalfundur
TÝS F.U.S. f KÓPAVOGI
verður haldinn að Melgerði 1, sunnudagitri 7.
des. n.k. kl. 2 e.h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
— Stjórnin.
PÍCEEtÓ
Ný og notuð þýzk og dönsk píanó
ný komin. —
Helgi Hallgrimsson
Ránargötu 8, sími 11671
FORTUNA Þessi téícknesku postulíns
stell eru smekkleg og vönduð.
Hvert stykki er vandlega skreytt.
FORTUNA stellin auka ánægjuna viö
kaffiborðið.
FORTUNA er einnig til í matarstellum.
Umboðsmenn:
JÓN JÓIIANNESSON & CO.
Sími 15821. — Reykjavík.
Útflytjendur: Czechoslovak Ceramics, Prag, Tékkóslóvakíu.
Antikristurinn mikli
Hvað hefur valdið hörm-
ungasögu Gyðinganna?
Var mögulegt að misskilja
spádómana um fyrri
komu Krists?
Er mögulegt að misskilja
spádómana um endur-
komu Krists?
Er samansöfnun Gyðing-
anna í Palestínu tákn
þessara tíma?
Um ofanritað talar O. J.
Olsen í Aðventkirkjunni
annað kvöld (sunnudaginn
7. 12. 1958) kl. 20:30.
Kórsöngur og einsöngur.
Allir velkomnir.
óskast nú þegar. — Upplýsingar á
verkstæðinu, Grettisgötu 6 milli kl.
5—6 ídag
Grettisgötu 6
Vön snnmnkona