Morgunblaðið - 06.12.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.1958, Blaðsíða 23
Laugardagur 6. des. 1958 MORGVNBLAÐIÐ 23 Veitingastarfsemin á við margvísislega erfiðleika að etja STJÓRN Sambands veitinga- og gistihúseigenda ræddi í gær við fréttamenn um gistihúsavandræð in í höfuðstaðnum, áfengislöggjöf ina og ýmislegt fleira, sem veld- ur erfiðleikum í veitingastarf- semi á Islandi, þannig að ókleift hefur reynzt að skapa þá veitinga húsamenningu, sem sjálfsögð þyk ir erlendis í menningarþjóðfélög- um. Áfengislöggjöfin Lúðvík Hjálmtýsson, formaður sambandsins, vakti athygli á áfengislöggjöfinni, en skv. henni er einungis heimilt að selja áfenga drykki á veitingahúsum, sem eru 1. flokks og mjög ríkar kröfur gerðar í því efni, þ.á.m. um fullkomna matsölu á þeim tíma, sem vín er veitt, og eru veitingar af eðlilegum ástæðum tiltölulega dýrar á þessum stöð- um. Veitingahúsin, sem vinveit- ingaleyfi hafa, munu aðeins vera fjögur í Reykjavík. Þeir sem minni fjárráð hafa eða hirða ekki um mikið stáss í klæðaburði, leita því til annarra staða til skemmtunar, en það er á allra vit orði að menn eru bæði undir áhrifum þegar þeir koma á þessa svokölluðu þurru staði, og að þeir neyta í pukri á ólöglegan hátt. Venjulega er þetta vín keypt á svörtum markaði af leyni vínsölum. Sama er uppi á ten- ingnum, þegar vínveitingahúsum er fyrirskipað að loka kl. 11.30. Þeir sem þar eru og vilja skemmta sér lengur leita þá gjarnan í heimahús, og afla sér vínfanga hjá leynivínsölum. Á þennan hátt er beinlínis hvatt til lögbrota, sem hin mesta ómenn- ing fylgir. Eru veitinga- og gistihúsaeig- endur óánægðir með þennan lok- unartíma og telja einnig að þar sem vín er veitt á annað borð, ætti opnunartími vínsins á kvöld in að hefjast kl. 6 í stað 7, svo að samkvæmi geti byrjað fyrr. Telja þeir, að enginn veitinga- maður né löggæzlán geti haft stjórn á því atferli sem að ofan er lýst, að óbreyttum lögum og í rauninni sé mesta fásinna að saka þessa aðila vegna þeirrar ómenningar, sem það hefur í för með sér. Veitingamenn telja af reynzlu sinni einsýnt, að ekki verði ráðin bót á annan veg en þann, að heimila áfengisveiting- ar á dansskemmtunum í öllum þeim húsum, sem uppfylla sann- gjörn skilyrði að því er aðbúnað og þjónustu varðar, og einnig að húsin megi vera opin þann tíma, sem menn vilja venjulega skemmta sér, þegar þeir á annað borð lyfta sér upp. Segja þeir ástandið ómótmælanlega al- mennt óaðfinnanlegt í þessum efnum, í húsum sem veita vín, þó opið sé til kl. 1 og 2, eins og tíðkast í undantekningartilfell- um. Hótelskorturinn Þá kom til umræðu hótelskort- urinn í Reykjavík, og kváðu veitingamenn ekki vanzalaust hve mjög hefði dregizt að byggð væru ný hótel, svo að hægt væri að vinna ötullega að því að gera ísland að ferðamannalandi. Einnig var rætt um hin mörgu mötuneyti, sem risið hafa upp í bænum og þurfa ekki að hlíta sömu reglum um hreinlæti og aðbúnað og veitingahúsin og sleppa að mestu við hinar háu skattgreiðslur, sem veitingahús- in greiða. Telja veitingamenn það vísasta veginn til að fyrir- byggja eðlilegan viðgang veit- ingastarfseminnar, ef löggjafinn ýtir þannig undir fólk að forðast veitingahúsin í matartímanum með því að ívilna þeim, sem taka sig saman um ómenningu í mats- eldum og framreiðslu. Þátttaka í norrænum og alþjóðlegum fundum Samband veitinga- og gistihús eigenda er aðili , „International Hotel Association“ og sótti Pétur Daníelsson fund þeirra samtaka í Briissel á þessu ári og Þorvaldur Guðmundsson annan í Vínarborg í haust af hálfu ísl. veitinga- manna. Sambandið er einnig aðili í Sambandi norrænna veitinga- og gistihúsaeigenda, og hefur sú þátttaka orðið stéttinni til marg- víslegs ávinnings. Á fundi norr- æna sambandsins í Kaupmanna- höfn í sumar mætti Lúðvík Hjálmtýsson og Þorvaldur Guð- mundsson. Skýrðu þeir fundinum m.a. frá högum ísl. veitinga- og gistihúsastarfsemi og löggjöf þeirri sem hún á við að búa. Urðu upplýsingar þeirra tilefni þess, að tveir erlendu fulltrúanna fluttu tillögu á fundinum, sem sérstaklega sneri málefni íslands. Var tillaga þessi send íslenku ríkisstjórninni og samgöngumála nefnd Norðurlandaráðsins. Er þar lögð rík áherzla á það, að betur og skynsamlegar verði að búa að veitingastarfseminni, svo að hún verði fær um að gegna því mikilvæga hlutverki að vera landsmönnum sjálfum til ánægju og þroska og útlendingum, sem landið sækja heim beinn vottur þeirrar menningar, sem hér ríkir. „FjaIIamjólk“ eftir KjarvaL Nýjar eftirprentanir frá Helgafelli í DAG koma á markaðinn fjórar nýjar eftirprentanir frá Helga- felli, tvær eftir Kjarval, Fjalla- mjólk (Flosagjá á Þingvöllum) Landhelgisspil komið út BREZKT herskip tefst langa stund meðan skipherrann flettir upp í Biblíunni. Varðskipið fær tvö köst í röð. — Þannig hljóðar ein æskileg fyrirskipun í land- helgisspilinu, sem nú fer eins og logi yfir akur í stað húla-hopp- gj arðarinnar. Landhelgisspilið er ein merk dægradvöl, sem nú er nýkomin á markaðinn. Kemur leikni þátt- takenda fram í því, hver snarast- ur er að ná brekum landhelgis- brjóti og færa hann slysalaust til íslenzkrar hafnar. Fer barátt- an fram á landhelgislínunni og er þar margt hindrana ekki síður en í hinni raunverulegu land- helgi. Tíðindamanni Mbl. barst eitt landhelgisspil í hendur og hafði hann hugsað sér að kynnast gangi þess og segja lesendum blaðsins frá því. Pakkinn hafði þó ekki fyrr verið opnaður, en sendlarnir á ritstjórninnihrepptu Minningargjöf um Friðrik Á. Brekkan MINNINGARGJÖF um Friðrik Ásmundsson Brekkan, rithöfund, hefur verið afhent form. Blindra- vinafélags íslands 1. desember s.l. Gjöf þessi, sem er kr. 10.000,00 er stofn að minningarsjóði um Friðrik Ásmundsson Brekkan, sem varið skal til hjálpar blind- um. Sjóðurinn skal vera í vörsl- um félagsins sem tekur á móti gjöfum í hann og ávaxtar hann á sem hagfeldastan hátt. Stjórn félagsins flytur gefend- um sínar innilegustu þakkir fyr- ir þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýhug sem þeir sýna starfsemi félagsins. innihaldið og tóku að leika. Næst sást hvar starfsstúlkur blaðsins voru önnum kafnar við að taka brezka togara og síðan ekki sög- una meir. — Verður því miður eki hægt að segja nánar frá gangi landhelgisspilsins að sinni, en af ofanrituðu geta menn farið nokk uð nærri um vinsældir þess. Styrkja slysavarn- ir í Firðinum HAFNARFIRÐI — Fyrir all- mörgum árum var stofnuð hér unglingadeild Slysavarnafélags- ins, og nefnist hún Hjálparhönd- in. Hafði starfsemi hennar legið niðri þar til fyrir nokkrum árum að hún var endurvakin, en til- gangur hennar er að sjálfsögðu að vinna að bættum slysavörnum. Eru fundir haldnir fyrsta sunnu- dag hvers mánaðar og fara þá fram ýmis skemmtiatriði, sem unglingar deildarinnar annast sjálfir að öllu leyti. Að vísu eru unglingarnir undir eftirliti kvenna úr slysavarnadeildinni Hraunprýði, en að öðru leyti sér stjórn Hjálparhandar um allar framkvæmdar. Hefur verið ágæt þáttaka í fundum deildarinnar, en hún er eingöngu fyrir unglinga innan fermingaraldurs og allt upp í 17 til 18 ára aldurs. Næsti fundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á morgun kl. 5, og munu stúlkur annast skemmtiatriði, en séra Bragi Frið h'iksson flytur ávarp. — Og svo verður dansað undir dillandi músik og er öllum unglingum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. — Formaður unglinga- deildarinnar er Svanhvít Magn- úsdóttir, sem mikið hefur starf- að í unglingasamtökum hér, svo sem skátahreyfingunni. —G.E. og íslands er það lag, fantasía, Jón Stefánsson, Dagrenning við Hafbjarg (Ernir), Gunnlaugur Scheving, Gamla búðin. Hér er um að ræða fjórar af stórmynd- um þriggja úr hópi kunnustu mál ara okkar og úr hópi þeirra beztu verka. Þingvallamynd Kjarvals er prntuð í málverkabók hans, og er einstætt listaverk á íslandi, fantasía hans íslands er það lag, er ein þeirra mýnda sem málar- inn hefir unnið að í meira en áratug. Mynd Jóns Stefánssonar, Dagrenning, lauk listamaðurinn við 1957 og sýndi hana þá á Grönningen í Danmörku, þar sem hún fékk þá dóma, að hún væri eitt af stórvirkjum norræns anda. Mynd Gunnlaugs Scheving, Gamla búðin, er einnig mjög sér stætt listaverk og talin ein £if beztu myndum málarans. Loks er vefnaðarmynd Ásgerðar Búadótt ur, sú hin sama er frúin hlaut fyrir gullmedalíu á heimssýning- unni í Munchen 1956, en þar voru sýndir um 5000 munir frá 60 löndum. Með þessum myndum er lokið tveim þriðju hlutum fyrsta áfanga í eftirprentun ís- lenzkra málara, alls 19 af 30 myndum. Á næsta ári munu aðal- lega koma út myndir eftir yngri málara. Hjartanlegar þakkir til allra vina minna fyrir heim- sóknir, gjafir og skeyti á fimmtugsafmælinu. Gamaliel Jónsson Stað, Grindavík. Hjartkær sonur minn og bróðir okkar NIELS JÓNSSON frá Gjögri andaðist 3. þ.m. Jón Sveinsson og systkini. iheilar fjahhir ötíum feim, óem cjti öddu micj cí óiötufióafmœl- mu. ^sdrni Óla. Maðurinn minn ÁRNI HALLGRlMSSON sem lézt 27. f.m. verður jarðsunginn frá Neskirkju mánu- daginn 8. þ.m. kl. 1,30 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Guðrún Heiðberg. Okkar innilegasta þakklæti færum við öllum þeim er auðsýndu okur samúð við andlát og jarðarför eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu JÓNlNU S. JÓNSDÓTTUR Jón Þórarinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför INGIBJARGAR INGVELDAR SIGURÐARDÓTTUR systur okkar og mágkonu. Ingibjörg Sigurðardóttir, Egill Guttormsson Signý M. Eiríksdóttir, Haraidur Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, Einar Sigurðsson, Guðmundína Guttormsdóttir, Helgi Sigurðsson. Hjartanlegar þakkir til allra er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR frá Fáskrúðsfirði Fyir hönd aðstandenda. Sigfríð Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.