Morgunblaðið - 06.12.1958, Blaðsíða 24
V EÐRIÐ
Sunnan og suðvcstan
kaldi. Skúrir.
ior$imí)íaíiííi
281. tbl. — Laugardagur 6. desember 1958
dagar
til jóla
Sjómannaskorfurinn og
landhelgismálið
aðalumrœðuefni á aðalfundi L.Í.Ú. i gœr
Hið nýja togskip Bolvíkinga á siglingu.
Bolvíkingar fagna to gskipi sínu
Glæsilegt og vel búið skip
BOLUNGARVÍK, 5. dea — f
gærdag klukkan 5,30 síðdegis
flautaði hið nýja togskip Bol-
víkinga, Guðmundur Péturs, hér
úti á víkinni. Litlu síðar fóru
tveir tollverðir ásamt lögreglu-
stjóranum í Bolungarvík og fram
kvæmdastjóra útgerðarinnar út
í skipið. Klukkan 9,30 um kvöld-
ið renndi hið glæsilega skip upp
að Brimbrjótnum. Var þar sam-
ankominn múgur og margmenni
til að fagna komu þess hingað, en
Lúður Sements-
verksmiðjunnar
gall í 40 mínútur
AKRANESI, 5. des. — Kvöld
nokkurt fyrir skömmu um ellefu-
leytið kvað við lúðurþytur mik-
ill, og héldu Akurnesingar, að
það væri brunalúðurinn, sem gall
við. Lúðurinn gall í sífellu, og
brunaliðsmenn tygjuðu sig og
héldu rakleiðis á brunastöðina,
en Akurnesingar veltu því fyrir
sér, hvar hefði kviknað í. Loks
fréttist, að hér væri um lúður-
inn í Sementsverksmiðjunni að
ræða. Vegna mikils úrfellis hafði
vatn komizt inn í lúðurinn með
þeim afleiðingum, að það leiddi
milli raftauga í lúðrinum. —
Fjörutíu mínútur liðu, þar til
tókst að kippa þessu í lag með
því að fara upp á þak Sements-
verksmiðjunnar og slíta sundur
leiðslurnar. — Oddur.
Þjóðþingskona
væntanleg til fyr-
irlestrahalds
VÆNTANLEG er hingað til
lands danska þjóðþingskonan
Marie Antoinette von Lowsow.
Hún er nú á þingi S.þ., en á
leiðinni að vestan og heim til
Danmerkur mun hún koma hér
við í boði félaganna Dansk-ís-
lenzka félagsins, Dansk Kvinde-
klub, Dannebrog og Det danske
selskab. Mun hún halda fyrirlest
ur á vegum félaganna í Tjarnar-
kaffi á miðvikudagskvöldið kem
ur og segja frá starfsemi S.þ.
og sýna skuggamyndir.
Varðarkaffi í Valhöll
í dag kl. 3-5 s.d.
hún markar alger tímamót í at-
vinnusögu okkar.
Ferðin gekk vel
Leifur Jónsson skipstjóri, kvað
ferðina yfir hafið hafa gengið
vel og skipið hefði reynzt í hví-
vetna hið bezta, þrátt fyrir ofsa-
veður er skipið hreppti á leið-
inni. Er skipið allt hið glæsileg-
asta, 249 tonn að stærð og allt
er það búið hinum fullkomnustu
tækjum, en radar verður settur
í skipið síðar. Um kvöldið og
eins í dag, hafa mjög margir
Bolvíkingar farið um borð og
skoðað skipið.
Skipið er smíðað í Stralsund
í A-Þýzkalandi og heitir eftir
dugmiklum sjómanni hér í Bol-
ungarvik, er fórst fyrir nokkrum
árum með vélbátnum Baldri. Eru
foreldrar hans búsettir hér og
systkini.
Eign hlutafélags
Togskipið er eign hlutafélags-
ins Baldurs. Eru aðilar þess ýms-
ir einstaklingar og fyrirtæki,
ásamt hreppsfélaginu. Fram-
kvæmdastjóri Baldurs er Guð-
finnur Einarsson og er faðir hans,
hinn kunni athafnamaður, Einar
Guðfinnsson, formaður félagsins.
Ákveðið er að togskipið fari
héðan á nokkrar hafnir í nokk-
urs konar sýningaferð og mun
það m.a. koma til Reykjavíkur
á næstunni.
Togskipið mun stunda togveið-
T ónlistark vnning
j O
í Háskólanum
Á MORGUN, sunnudaginn 7. des.
kl. 5 síðdegis, verður tónlistar-
kynning í hátíðarsal háskólans.
Flutt verður af hljómplötutækj-
um skólans 8. sinfónía Beethov-
ens, í f-dúr. Hún er í sjaldnara
lagi flutt af síðari sinfóníu Beet-
hovens, og taldi hann þó sjálfur,
að hún tæki 7. sinfóníunni fram.
Hljómsveitin Fílharmónía leik-
ur, Herbert von Karajan stjórnar
Á undan verður flutt svonefnd
„Orustusinfónía" Beethovens, sér
stætt tækifærisverk, sem er frá
svipuðum tíma og 7. sinfónían,
ekki talin með hinum níu eig-
inlegu sinfóníum tónskáldsins og
örsjaldan flutt.
Eins og að undanförnu mun dr.
Páll ísólfsson skýra verkin. Að-
gangur er ókeypis og öllum heim-
ill.
Þessari samfelldu kynningu há-
skólans á sinfómum Beethovens
mun svo ljúka með flutningi 9.
hljómkviðunnar eftir áramót.
STYKKISHÓLMI, 5. des. — í sl.
viku var hér danskt skip og lest-
aði 107 lestir af karfamjöli frá
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unni Hamri, sem er sameign-
arfélag Sigurðar Ágústssonar o.
fl. hér.
ar fyrir frystihúsið hér í Bol-
ungarvík og mun áhöfn þess
verða innan við 20 manns.
Síðdegis í dag hafði útgerðar-
félagsstjórnin boð um borð í
skipinu fyrir helztu forystumenn
kauptúnsins. Voru þar ræður
fluttar og bornar fram veitingar.
Ræðumenn óskuðu skipinu allra
heilla og farsældar. - Fréttaritari.
Ovæntur gestur
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI. —
Svo vildi til um miðjan s.l. mán-
uð, að fólkið á Fljótum í Meðal-
landi fann leðurblöku í útihúsi
einu rétt hjá bænum. Lá hún
niðri í bala og varð ekki betur
séð en hún væri dauð. Var farið
með leðurblökuna inn í bæ, og
hún höfð um nóttina í kjallara-
herbergi, þar sem gluggi var op-
inn. Morguninn eftir var hún
horfin og hefir ekki orðið vart
við hana síðan. G. Br.
NÆSTKOMANDI sunnudag kl.
1.30 e.h. verður frumsýnd í Aust-
urbæjarbíói kvikmynd, sem nefn
ist „í jöklanna skjóli, Svipmynd-
ir úr Skaftafellsþingi“, en það
eru 12—25 mín. langir þættir, er'
sýna einkum ýmsa atvinnuhætti,
sem eru um það bil að hverfa
í Skaftafellssýslum. Á sunnudag-
inn verða sýndir 4 þættir af 7,
sem tilbúnir eru, og nefnast þeir:
Kvöldvaka, Fýlatekja, Kolagerð
og Meltekja. Ekki verða fleiri
sýningar á þessari mynd fyrir
jól.
Sérstakur kvikmyndasjóður,
sem stofnaður var 16. marz 1952,
með frjálsum framlögum Skaft-
fellinga í Reykjavík og annars
staðar, hefur látið gera þessa
kvikmynd. Hefur Vigfús Sigur-
geirsson gert kvikmyndaþættina
og einnig landslagsmynd úr
Skaftafellssýslum, sem einnig
verður sýnd í Austurbæjarbíó á
sunnudaginn. Er búið að kvik-
mynda allmikið efni af landslagi
í Skaftafellssýslum, fólkinu, er
sýslurnar byggir, atvinnu þess og
menningu og mun átekin filmu-
lengd nema 10—13.000 fetum, en
óunnið er þó mikið af því efni.
Auk þáttanna, sem áður
eru nefndir, eru tilbúnir þættir
um veiði í sjó og vötnum, sam-
göngur og þróun í samgöngum á
sjó og í lofti. Myndin er öll tekin
í litum á mjófilmu með segul-
bandsrönd, og eru eftirmyndirn-
ar gerðar í London á vegum
Radíó og raftækjastofunnar á
Óðinsg. 2. Texta við þá þætti sem
búnir eru, hefur Jón Aðalsteinn
Jónsson samið með aðstoð Bene-
dikts Stefánssonar og Jóns Páls-
sonar og flytur hann þá einnig.
Að sjálfsögðu á stjórn sjóðsins
EINS og frá var skýrt í fréttum
blaðsins í gær, stóð til að á aðal-
fundi LÍÚ í fyrradag hæfust þá
síðdegis umræður um nefndar-
álit. Nefndir höfðu tilbúin að-
eins tvö álit, um sjómannaskort-
inn og landhelgismálið. Urðu um
þau miklar og fjörugar umræð-
ur. Um landhelgismálið lýsti
fundurinn yfir fögnuði sínum
yfir útfærslu fiskveiðitakmark-
annna og taldi jafnframt að rétt
hefði verið að beita samþykkt-
um Genfarráðstefnunnar til að
leiðrétta grunnlínur. Fundurinn
hvatti íslenzku þjóðina til sam-
stöðu um þetta mikla mál, jafn-
framt því sem hann mótmælti
harðlega ofbeldi því og yfir-
gangi, sem Bretar hafa sýnt í
sambandi við það. Þá hvatti
fundurinn og eindregið til efl-
ingar landhelgisgæzlunnar og
gæzlu- og eftirlits með fiski-
skipaflotanum.
í sambandi við sjómannaskort-
inn benti fundurinn á þessi úr-
ræði meðal annars: Að felldur
verði niður tekjuskattur sjó-
manna, að hið opinbera gæti þess
að keppa ekki um vinnuafl við
sjávarútveginn, að rannsakaðir
séu möguleikar á vinnuskyldu
æskumanna við sjávarútveg, að
ríkisvaldið sjái um útvegun er-
lendra sjómanna, m. a. með
lækkun á yfirfærslugjaldi á laun
þeirra og að fram fari athugun
á möguleikum á gjaldeyrisfríð-
indum fyrir alla íslenzka sjó-
menn.
1 gær bauð sjávarútvegsmála-
ráðherra, Lúðvík Jósefsson, til
mikinn þátt í kvikmyndatökunni,
en hana hafa skipað frá upphafi
Haukur Þorleifsson, Björn Magn
ússon, Benedikt Stefánsson, Jón
Aðalsteinn Jónsson og Ólafur
Pálsson, sem ávallt hefur verið
formaður sjóðsins. Auk þeirra
mun Jón Pálsson eiga mikinn
hádegisverðar í Þjóðleikhúskjall-
aranum.
Vék hann örfáum orðum að
stjórnmálaóvissunni, sem nú
ríkir og þeim vanda, sem sam-
tökum útvegsmanna skapast við
það, ef þau geti ekki snúið sér
til starfhæfrar ríkisstjórnar nú
um áramótin, þar sem venjan hef
ur verið sú, að þau hafi þurft
að gera slíka samninga á þeim
tíma fyrir framtíðina.
Þá ræddi ráðherrann um land-
helgismálið og framtíðarhorfur í
því, svo og um nýtingu fiskimið-
anna.
Formaður LÍÚ, Sverrir Júlíus-
son, þakkaði boðið fyrir hönd
fundarmanna.
Eins og áður hefir verið frá
skýrt, sátu nefndir að störfum í
gær, en í dag á að halda fund-
inum áfram kl. 10 f. h. Munu
þá nefndaálit verða lögð fram,
sambandsstjórn og fulltrúaráð
kosið, svo og framkvæmaráð Inn
kaupadeildar LÍÚ.
Kviknar í báti
UM fjögurleytið í gær var
Slökkviliðið kvatt að verbúðar-
bryggjunni við Grandagarð. —
Hafði kviknað í mótorbátnum
Öldunni, R 327. Töluverður eld-
ur var í hásetaklefa. Kviknað
hafði í út frá olíukyntri eldavél.
Tókst fljótlega að ráða niðurlög-
um eldsins. Skemmdir urðu litl-
ar af eldi, nokkrar skemmdir
urðu af reyk og vatni.
þátt í þessu verki.
Fréttamönnum gafst i gær kost
ur á að sjá kvikmyndaþættina
fjóra, sem sýndir verða á sunnu-
daginn. Er það skemmst frá að
segja, að þeir eru mjög skemmti-
lega unnir, í fallegum litum og
bæði fróðleg og skemmtileg
heimild um störf og aðstæður,
sem fáir þekkja nú orðið. Sýnd
var kvöldvaka í sveit, eins og
þær munu hafa tíðkast um og
fyrir síðustu aldamót, fýlaferð í
Fagradalshamra, kolagerð að
Skaftafelli í Öræfum og nýting
melgresis.
Kvikmynd um atvinnu-
hœtti í Skaftafellsþingi
sýnd á sunnudaginn