Morgunblaðið - 24.12.1958, Síða 16
16
MoncmsnL AÐIÐ
Míðviknrtagur 24. des. 1958
<
Ef þeir tá grammotón og
gleraugu eru
þeir ánœgðir
Viðtal v/ð Kristján Gunnlaugsson
flugmann um ársdvöl i Afriku
ÞAÐ hefði þótt saga til næsta
bæjar fyrir nokkrum árum, ef
blöðin hefðu skýrt frá því, að ís-
lendingur væri að flytjast til
Afríku. En í dag þykir slíkt varla
meira en svo frásagnarvert, það
tæki okkur vart sólarhring að
komast héðan frá íslandi suður
til Mið-Afríku. Mönnum kemur
yfirleitt ekkert á óvart nú á tím-
um nema þá, ef skatturinn er
lægri en hann var síðast.
í dag er það engin ný saga, að
íslendingar flytjist til Afríku.
íslenzkir trúboðar hafa numið
iand í svörtustu skógum Abess-
iníu — og íslenzkir flugmenn eru
starfandi í þremur löndum
Afríku. En jafnan er gaman að
íylgjast með því hvernig landan-
um vegnar erlendis, sér í lagi í
fjarlægum löndum — og þess
vegna mæltum við okkur mót
við einn hinna íslenzku flug-
manna í Afríku, er hann skrapp
hingað heim ekki alls fyrir
löngu.
*®
Maðurinn er Kristján Gunn-
laugsson, sem fýrir rúmu ári hélt
suður til Belgísku Kongó og réð-
ist til starfa hjá belgíska flugfé-
laginu Sabena. Afríkumiðstöð fé-
lagsins er í Leopoldville, á bökk-
um Kongó neðanverðrar. Þar
hefur Kristján líka aðsetur, svo
og Þorsteinn Jónsson, flugstjóri.
Hann hefur verið hjá Sabena
lengur en Kristján, en áður voru
báðir starfandi flugstjórar hjá
Flugfélagi íslands.
Kristján kom beint úr hita-
beltissólinni, sólbrenndur og sæl-
legur — og sagðist una hag sín-
um hið bezta þarna suður frá.
**
— Það var auðvitað margt,
sem kom mér einkennilega fyrir
sjónir, þegar ég fór suður eftir.
En ég vandist þessu skjótlega —
og finnst lifið nú ósköp notalegt,
kaupið er lika mjög gott. Auð-
vitað er betra og skemmtilegra
að vera hér heima — og það var
ekki vegna annars en launanna,
sem ég fór út í þetta. Og svo er
einnig um alla aðra flugmenn
í Afríku, að S-Afríku undanskil-
inni. Alls staðar annars staðar í
Afríku, þ. e. a. s. fyrir sunnan
Egyptaland, eru flugmenn inn-
fluttir. Svertingjarnir eru enn
ekki byrjaðir að læra að fljúga.
Flugmennirnir hjá Sabena i
Kongó eru af ýmsum þjóðernum,
ég held 13 eða 14 — bæði frá
Evrópu, Ameriku og Ástralíu.
Flugsamgöngurnar innan Kongó
hafa farið í vöxt á síðustu árum
og hefur Sabena fært mjög út
kvíarnar þar. Félg^ið byggir yfir
alla starfsmenn sína og hefur
jafnframt byggt gististaði fyrir
áhafnir og ferðamenn við flug-
velli víða í landinu. í Leopold-
ville hefur félagið byggt heil
hverfi, á þar stór sambýlishús og
einbýlishús.
Þorsteinn hefur þar einbýlis-
hús og ég lief ágætis íbúð — og
öll lífsins þægindi, jafnvel þjóna
á hverjum fingri. Það er okkur
n*uðsyniegt. Ég held að flestir
eða allir hviiir menn í Kongó
hafi einn eða fleiri þjóna, hitinn
er nefnilega svo mikill stundum,
að hvítir menn geta vart hreyft
sig lil líkamlegrar vinnu.
**
— Minn þjónn? ílann er
gamall negri, sér um að halda
íbúðinni hreinni. þjónar mér og
eldar ma<inn, begar ég er heima.
Við getum ekkert taiazt við —
það gerir svo sem ekkert til.
Hann býr til goðan rnat og upp-
fyiiir að óðru leyti aiiar kröfur.
En þeir koma ótrúlega litlu í
verk þessir svertingjar þarna
suður frá, ég held að okkur þætti
þeir latir og linir til vinnu hér
heima. Kaup þeirra er lika lítið,
en þeir vilja miklu heldur hafa
lítið kaup og taka lífinu með ró,
en ganga karlmannlega að vinnu.
Vinnan er eitur í þeirra beinum
— og mér hefur skilizt, að flestir
hverjir komist á hátind jarð-
neskar sælu, ef þeir eignast
grammófón og gleraugu. Skiptir
engu máli hvort þeir sjá vel eða
illa. Gleraugnaumgerðirnar ein-
ar eru jafnvel betri en ekki neitt.
**
— Atvinnan? Mér er óhætt að
segja, að hún sé jafnólík flug-
mennskunni á Islandi og mest
má vera, aðallega hvað véðráttu
snertir. Sabena hefur í Kongó
bæði Douglas DC-3- og Skymast-
er-flugvélar. Ég hef aðallega
flogið Douglas — og þar er einn
flugmaður látinn nægja auk loft-
skeytamannsins og þjóns, sem í
þessu tilfelli þjónar farþegum.
Venjulega er ég 6—8 daga að
heiman í senn og kem við á yfir
20 stöðum í hverri ferð. Flýg þá
um alla landshluta, bæði með
farþega og vörur. Venjulega er
lagt af stað um 6-leytið á morgn-
ana, en aldrei flogið lengur en
fram um eitt til tvö á daginn.
Síðari hluta dags er oft hætt við
þrumuveðrum og mikilli rign-
ingu, sem getur orðið svo þétt,
að skyggnið verður aðeins nokkr-
ir metrar. Um næturflug er
aldrei að ræða í Kongó, flugvellir
eru þar teljandi fáir með upp-
lýstar brautir. Að öðru leyti eru
flugskilyrði mjög góð og stöðug
í Kongó, sól og blíða — stundum
æði heitt að vísu.
Enda þótt oft sé fremur til-
breytingarlaust að fljúga þarna
suður frá, þegar flogið er klukku-
stund eftir klukkustund yfir ó-
endanlega skóga, þar sem hvergi
er kvikt að sjá úr loftinu, er æði
tiíbreytingarríkt að ferðast um
Afríku. Víða er ótrúlega skammt
á milJi menningarinnar svoköll-
uðu og frumstæðra ættflokka,
sem eru síður en svo hrifnir af
menningunni. Leopoldville og
margar aðrar borgir í Kongó eru
með miklum tízkubrag. Þar eru
öll hugsanleg nýtízku þægindi,
byggingarstíll hinn sami og nú
ber mest á í Evrópu og Ameríku
— og spánnýir og gljáfægðir bíi-
ar bruna eftir malbikuðum hreið-
götum. Víða þurfa menn ekki að
fara um langan veg úr þessu ný-
tízkulega umhverfi til þess að sjá
svertingja, sem lifa enn svo að
segja alveg eins og þeir hafa gert
í margar aldir. Það er fyrst og
fremst vinnan, sem fælir þessa
negra frá hvítum mönnum og
þeirra lífi. „Menningin" hefur
aðeins flutt inn í Afriku eitt, sem
allir negrar girnast. Það er gling-
ur og skrumbótt klæði.
**
— Hvernig frístundunum er
varið? JMú, í hópi vinnufélaga, á
skemmtistöðum og við útilíf. Við
iðkum mikið af alls kyns úti-
leikjum og sund og sólböð eru
líka snar þáttur í lífinu þarna
suður frá. Ég kem stundum í bæ
einn, við vatn, sem heitir Kivu,
á landamærum Kongó og Ruanda
Urundi. Þetta er inni í miðri
Afríku — í 5 þús. feta hæð. Þar
er dásamlegasti baðstaður, sem
ég hef komið á. Þar er vatnið
tært eins og í íslenzkum fjalla-
lindum — og þetta er að ég held
eina vatnið í Kongó þar sem ekki
fyrirfinnast krókodílar. Annars
er nóg af þeim — og maður fer
aldrei of varlega á baðströndun-
um.
*» '
Við erum víst fjórir íslenzkir
flugmennirnir í Afríku. Snæbjörn
Samúelsson er hjá Africair, í
S-Afríku. Hasn á heima í Bechu-
analandi, en því miður hef ég
aldrei fengið tækifæri til þess að
heimsækja han*. Hins vegar kom
ég við hjá Ómari Tómassyni í
Kanó í Nígeríu á leiðinni hingið
heim. Hann flýgur hjá Nigerian
Airways og hefur komið sér vel
fyrir, nýgiftur enskri stúlku og
lifir eins og enskur lord. Þau
eiga mjög skemmtilegt heimili og
Ómar er mikið heima. Hann flýg
ur á stuttum leiðum og kemur
alltaf heim samdægurs — og er
allur í íþróttum og reiðmennsku.
Hann á góðan gæðing — og hefur
hestasvein, negra, sem ekkert
gerir annað en hugsa um hest-
inn hans, kemba honum og klóra
bak við eyrun. Sá hefur það
náðugt. En svertingjarnir sækj-
ast mest í atvinnu sem þessa —
þar sem ekkert er að gera og lítil
laun. Þeir geta þó alltaf sagt, að
þeir séu í vinnu.
**
Af þessu sjáið þið, að íslenzku
flugmennirnir una sér vel í Af-
ríku. Kristján er miklu ánægð-
ari með Afrikuvistina en veru
sína í Jórdaníu. Þar vár hann
eitt sinn í tvö ár, flaug hjá ara-
bíska flugfélaginu skömmu eftir
að hann lauk flugnámi.
— Ég hefði sennilega aldrei
farið út í það ævintýri ef ég hefði
gert mér grein fyrir ástandinu
hjá því flugfélagi. En ég var
nýbakaður flugmaður, þyrstur í
ævintýri og nýjungagjarn. f Jór-
daníu flaug gS til nálaégra landa
fyrir botni Miðjarðarhafsins. Við
vorum á litlum tveggja hreyfla
flugvélum, einn flugmaður með
hverja vél, sem hafði engin örygg
istæki nema áttavitann. Ég var
þar með öllu ókunnugur, veður
voru umhleypingasöm, og segja
má, að flugvélarnar hafi margar
hangið saman á spottum. Arab-
arnir virtust láta sér í léttu rúmi
liggja hvort við kæmumst á
áfangastað eða ekki — að undan-
skildum farþegum. Einu sinni
skutu Sýrlendingar á mig, sendu
orrustuflugvél á mig, ég vogaði
mér inn á bannsvæði vegna veð-
urs. Og þeir eru ekki feimnir við
að skjóta, þykir gaman að því.
Þess eru mörg dæmi, að þeir
hafi skotið á flugvélar, sem ! 'a
verið í fullum rétti á heimiluð-
um flugleiðum. En sem betur fer
tókst þeim ekki að skjóta mig
niður, ég komst undan — eins og
Hussein á dögunum. h.j.h.
Silfurtunglið
*
Aramótadansleikur
verður haldinn í Silfurtunglinu 31/12
(gamlárskvöld )
Sala aðgöngumiða er hafin.
Pantanir teknar frá í síma 19611.
Vélsljórar athugið
JÓLATRÉSSKEMMTUN verður haldin fyrir börn fé-
lagsmanna í Tjarnarcafé sunnud. 4. jan. kl. 15,30.
SKEMMTINEFNDIN.
Mew Vork — IVew York 11. S. A.
Duglegur og ábyggilegur maður hefur fyrirhugað
ferðalag til Bandaríkjanna um 29. desember n.k. Vill
taka að sér að annast ýmis konar viðskipti í New
York og nágrenni. Uppl. í síma 33862.
FRAMSÓKIMARHtiSIÐ
Hljómsveit Gunnars
Ormslev leikur.
Söngvarar
Helena Eyjólfsdóttir og
Gunnaa- Ingólfsson.
F. U. F. í Reykjavík
heldur DANSLEIK
annan í jólum kl. 9 e.h.
Miða- og borðpantanir
í síma 22643 frá kl. 2 e.h.
sama dag.