Morgunblaðið - 22.01.1959, Síða 2

Morgunblaðið - 22.01.1959, Síða 2
2 MORGUNRIAÐ1Ð FimmtudaKur 22. jan. 1959 Rafveitulínan til vœntanlega lögð 1960 Fyrirspurn Jóhanns Þ. Jósefssonar svarað á Alþingi f GÆR var tekin til umræðu í sameinuðu þingi fyrirspurn frá Jóhanni Þ. Jósefssyni til ríkis- stjórnarinnar um framkvæmd þingsályktunar um rafveitulínu frá Hvolsvelli til Vestmanna- eyja. Jóhann Þ. Jósefsson kvað að- daganda þessarar fyrirspurnar þingsályktunartillögu, sem hann hefSi flutt á síðasta þingi ásamt 2. landskjörnum þm. þess efnis, að framkvæmdum á lagningu raf veitulínu frá Hvolsvelli til Vest- mannaeyja yrði hraðað. Hefði flm. verið ljóst, að áætlun lægi fyrir um rafveituframkvæmdir á Suðurlandi og væri þar gert ráð fyrir að rafveitulínan yrði lögð til Vestmannaeyja árið 1960. Hefðu flm. þáltill. talið nauðsyn- legt að öllum undirbúningi á landi yrði lokið fyrir þann tíma. Jákvæð rannsókn hefði þegar farið fram á botnlaginu þar sem strengurinn ætti að liggja, en nauðsynlegt væri einnig að öðr- um undirbúningi yrði lokið svo að það tefði ekki fyrir lagningu línunnar er þar að kæmi. Kvaðst Jóhann Þ. Jósefsson að lokum vilja mælast til þess, að ríkisstjórnin upplýsti, hvernig málið horfði og hvað gert hefði verið til að framkvæma þings- ályktunartillöguna frá 16. apríl 1958. Emil Jónsson ,f«rsætisráðherra, varð fyrir svörum af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Skýrði hann svo frá, að samkvæmt bréfi frá raf- orkumálastjóra væri í þeirri tíu ára áætlun, sem gerð hefði verið um rafvæðingu á Suðurlandi, gert ráð fyrir því, að sæstreng- urinn til Vestmannaeyja yrði pantaður á árinu 1959 og lagður á árinu 1960. Áætlun þessi væri miðuð við það, að virkjun Efra- Þrír bátar gerðir út frá Stokkseyri STOKKSEYRI, 20. jan. — Hér á Stokkseyri eru nú að hefjast róðrar. Alls munu þrír bátar verða gerðir hér út á vertíðinni. Hefur einn þeirra farið 3 róðra, en afli verið mjög tregur, um 2 smálestir í róðri. Verið er að setja nýja vél í einn bátinn í dráttarbraut í Reykjavík. Mun hann ekki verða tilbúinn til róðra fyrr en eftir 2—3 vikur. Nokkra menn vantar ennþá á þann þát, en vonir standa til að úr því rakni í tæka tíð. Kuldaverðátta hefur verið hér það sem af er þessu ári. Er all- ur fénaður á gjöf og fénaðarhöld góð yfirleitt. Næsta föstudag er í ráði að halda hér veglegt Þorrablót. Mun þar verða á boðstólum marg víslegt góðgæti og margskonar fagnaður. Hyggja menn gott til þess að njóta þar góðrar skemmt unar, enda mun aðsókn að hóf- inu vera mikil og eru aðgöngu- miðar að því, þegar allir upp- seldir. — Ásgeir. Sogs tefðist ekki, en nú væri allt útlit á að henni yrði lokið á til- skildum tíma og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að sæ- strengurinn til Vestmannaeyja yrði lagður árið 1960. Ráðherr- ann skýrði einnig svo frá, að stofnkostnaður við rafveitulínuna frá Hvolsvelli til Vestmannaeyja væri áætlaður 15 milljónir króna. Jóhann Þ. Jósefsson þakkaði forsætisráðherra veittar upplýs- ingar. Kvaðst hann ekki vera ó- ánægður með svarið að svo miklu leyti sem það væri tryggt, að tíu ára áætlunin stæðist, en það byggðarlag, sem hér um ræddi, gæti ekki beðið lengur en til 1960 eftir rafvæðingu. Að lokum kvaðst Jóhann Þ. Jósefs- son áskilja sér rétt til að hreyfa þessu máli enn á þessu þingi, ef endurskoðun færi fram á tíu ára áætluninni. FINSKA stjórnin sendi Sovét- stjórninni í dag orðsendingu, þar sem hún fagnar tillögum Rússa um friðarsamninga við Þýzká- land. Stjórnin segir, að tillaga Rússa frá 10. jan. um, að kölluð verði saman ráðstefna í Varsjá eða Prag til að fjalla um friðar- samningana, sé spor í rétta átt og Finnar muni stuðla að því, að ráðstefna þessi verði haldin. Karl Guðjónsson, 2. landkjör- inn þm., kvaddi sér hljóðs.. Kvaðst hann I tilefni af þeim um- ræðum, sem fram hefðu farið, vilja benda á það, að Vestmanna- eyjar væru eini kaupstaðurinn á landinu, sem ekki væri tengdur við rafveitur ríkisins. Alþingi hefði þegar samþykkt ályktuq þess efnis, að framkvæmd bessa máls yrði hraðað. Ching-Ling Sung. Frú Chiang Kai-Cjek Seint hafizt handa af fyrrv. forsœtisráðherra Frá Alþingi Fundur var settur í sameinuðu Alþingi kl. 1,30 í gær. Voru á þeim fundi afgreiddar þrjár fyr- irspurnir til ríkisstjórnarinnar, en þáltill. um lán til byggingar- sjóða af greiðsluafgangi ríkis- sjóðs 1958 var tekin út af dag- skrá. Fyrst kom til umræðu fyrir- spurn frá Eggerti Þorsteinssyni til ríkisstjórnarinar um bygging- ar á vegum hins opinbera. Kvað fyrirspyrjandi fyrirspurninni beint til fyrrv. ríkisstjórnar, en kvaðst þó vænta þess, að núver- andi ríkisstjórn gæti gefið ein- hverjar upplýsingar í málinu. Fyrirspurnin væri gerð af því tilefni, að 5. marz s.l. hefði verið samþykkt þáltill. á Alþingi um ransókn á fjárfestingu til opin- berra stofnana, og vildi fyrir- spyrjandi nú heyra hvað gert hefði í málinu. Emil Jónsson, forsætisráðherra varð fyrir svörum. Skýrði hann frá því, að vegna samþykktar- innar 5. marz 1958 hefði forsæt- isráðherra 14. nóv. s.á. falið þeim Herði Bjarnasyni húsameistara ríkisins og Baldri Öxdal full- trúa, að gera ítarlega rannsókn í málinu. Eggert þakkaði upp- lýsingarnar, en harmaði áð svo seint skyldi hafizt handa. VerSur mágkona Chiang eftirmaður Maos? Kai-Sjeks PEKING. — Þegar Mao Tse- Tung lýsti því yfir, að hann mundi hætta að gegna störfum forseta Kínverska alþýðulýðveld- isins til þess að geta betur helgað sig kommúnistaflokknum, fóru menn að velta því fyrir sér, hver verða mundi eftirmaður hans í forsetaembættinu. Ýmsir voru nefndir, en nú þykir sennilegast að eftirmaðurinn verði enginn annar en madame Sung Ching- Ling, sem er ekkja mannsins, Kvikmynda- og tnflkiúbbai Æskulýðsrúis toka til starla EINS og frá hefur verið sagt hér í blaðinu, hefjast næstkomandi mánudag að nýju námskeið í ýmiss konar tómstundaiðjú á vegum Æskulýðsráðs Reykjavík- ur, en hlé hefur verið á þeirri starfsemi frá því fyrir hátíðar. — Innritun á námskeið þessi stend- ur nú yfir daglega frá kl. 2—4 og 6—7, og verður innritun lokið fyrir helgina. Er nú þegar full- skipað í marga flokkana. i: Starfsemi kvikmynda- og tafl- klúbbs Æskulýðsráðs er nú einn- ig um það bil að hefjast, en þeir hafa náð mikilli hylli hjá ungu kynslóðinni. Á sunnudaginn kl. 4 síðdegis verður fyrsta kvikmyndasýning- in í sal Austurbæjarskólans. Að- göngumiðar fást þar við inngang- inn. — Þá verða einnig sýningar í Háagerðisskóla, og er sóknar- nefnd Bústaðasóknar aðili að starfseminni þar. Sýningar hefj- ast nk. laugardag og verða kl. 4:30 og 5:45 síðdegis. Verður for- sala á miðum á sama stað í dag Dagskrá Alþingls í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis á venjuleg- um tíma. Á dagskrá efri deildar er eitt mál: Bann gegn botnvörpu veiðum, frv. — 1. umr. Fimm mál eru á dagskrá neðri deildar. 1. Skipulagning samgangna, frv. Framhald 2. umr. (Atkvæða greiðsla). 2. Niðurfærsla verðlags og launa, frv. — 1. umr. 3. Dýra- læknar, frv. — Ein umr. 4. Veit- ingasala o.fl., frv. — 2. umr. 5. Búnaðarmálasjóður, frv. — 3. umr. Strandferðaskipið Hekla aftur ferða- fært STRANDFERÐASKIPIÐ Hekla er nú aftur ferðafært, eftir hálfs- mánaðar töf, vegna viðgerðar á stýrinu, en það laskaðist þegar skipinu hlekktist á í hinni svo- kölluðu rennu í Patreksfjarðar- höfn, um miðjan desembermánuð, eins og kunnugt er af fréttum. Skipið lagði af stað í hringferð austur um land síðastliðinn mánu dag. , Vegna áramótanna, flutnings á sjómönnum o. fl. fékk skipið leyfi til að fara í skyndiferð vestur um til Akureyrar fyrir jólin, eftir að bráðabirgðaviðgerð hafði farið fram, m. a. var þá strax skipt um aðra gangskrúfvna. Að þeirri ferð lokinni þótti óhjákvæmilegt að taka skipið til frekari viðgerð- ar. Var þá stýrið tekið af og gert við það. Er þeirri vi^gerð nú lok ið, eins og áður er sagt. og á morgun kl. 5:30—7 síðdegis. — Auk þess sem aðgöngumiðar eru seldir að einstökum sýning- um á vegum kvikmyndaklúbb- anna, er hægt að fá aðgangskort, sem gilda fyrir sex sýningar; kosta þau kr. 15. ★ Taflklúbbarnir taka aftur til starfa þriðjudaginn 27. þ. m., og verða í Ungmennafélagshúsinu við Holtaveg, í Golfskálanum og að Lindargötu 50, á þriðjudögum kl. 8 e. h., einnig á Fríkirkjuvegi 11 kl. 7 e. h. á miðvikudögum. Þá mun einnig starfa tafl- klúbbur fyrir drengi, 11 ára og yngri; verður sá klúbbur á þriðjudögum kl. 5 e. h. að Lind- argötu 50. Leiðbeinendur eru frá Taflfélagi Reykjavíkur, flestir þekktir skákmenn. Gæltir góðar í Breiðdalsvík BREIÐDAL, S-Múl., 21. jan. — Frá áramótum hefur tíð verið köld og nokkur snjókoma. Að mestu hefur verið innstaða á, fénaði. Gæftir voru góðar til 17. þ. m. Hafnarey fékk 78 lestir í 9 róðr- um. Mestur afli í róðri var nær 16 lestir. Skipstjóri á Hafnarey er Þórhallur Hálfdánarson, Hafnarfirði. Útgerð þessa nýja skips byrjar því með ágætum og veitir mikla vinnu í byggðarlag- inu, enda munu engir fara héðan í atvinnuleit. — Páll. sem grundvallaði kínverska lýð- veldið, dr. Sun Yat-Sen. Sumir heimildamenn fullyrða meira að segja, að á leynifundi hafi komm- únistaforsprakkarnir nú þegar valið frúna til starfans. En endan leg kosning fer fram í marz. Frú- in er einn af 13 varaformönnum í fastanefnd þjóðþingsins. Hún er ákaflega vihsæl, ekki sízt vegna þess orðs, sem fór af manni henn- ar og vilja kommúnistar nú nota sér vinsældir hans sér til fram- dráttar. Þess má loks geta, sem er auð- vitað merkilegast við frétt þessa, að frúin er mágkona Chiang Kai- Sjeks, forseta þjóðernissinna á Formósu, þar eð þær frú Chiang eru systur. Dr. Sun Yat-Sen hef- ur alltaf verið í miklum metum hjá þjóðernissinnum á Formósu. Sjálfstæðisfélag Stokkseyrar- hrepps STOKKSEYRI, 20. jan. — Sjálf- stæðisfélag Stokkseyrarhrepps hélt aðalfund sinn sl. laugardag, 17. þ. m. Var fundarsókn allgóð, eftir atvikum, og f undurinn í alla staði hinn ánægjulegasti. Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en hana skipa þessir menn: Bjarnþór G. Bjarnason formað- ur, Viktoría Ketilsdóttir ritari og Guðjón Jónsson gjaldkeri. Með- stjórnendur: Steingrímur Jónsson og Ásgeir Eiríksson. Á fundinum ríkti hinn mesti einhugur og baráttuvilji fyrir málefnum sjálfstæðisstefnunnar og að vinna ötullega að sigri flokksins við kosningarnar á næsta vori. Voru fjörugar umræður og tóku margir til máls. Meðal ann- ars var rætt um kjördæmamálið. Var eindregið fylgi á fundinum fyrir breytingartillögum Sjálf- stæðismanna í kjördæmamálinu. Að loknum fundinum skemmtu fundarmenn sér langt fram eftir nóttu við kaffidrykkju, kvik- myndasýningu, spil o. fl. Mikojan talar í Höfn KAUPMANNAHÖFN — Seint í gærkvöldi var tilkynnt að ræða sú, sem Mikojan átti að halda hér í félagi Sovétvina í kvöld, yrði frestað til fimmtudagskvölds vegna tafa þeirrar, sem hann varð fyrir, þegar SAS-flugvélin, er flutti hann frá Bandaríkjunum, varð að nauðlenda á Nýfundna- landi. í dag hafði hins vegar verið reiknað með því að ekkert yrði af ræðu hans, vegna seinkunar flugvélarinnar. Búnaðarmálasjóðsgjaldið tekið með landbúnaðarvara við verðlagningu í GÆR var útbýtt á Alþingi svohljóðandi breytingartillögum, við frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 38 15. febr. 1945, um stofnun búnaðarmála- sjóðs. Frá Ingólfi Jónssyni. 1. Aftan við ákvæði til bráða- birgða bætist nýr málsl., svo hljöð andi: GjÖld þessi teljast með framleiðslukostnaði l'andbúnaðar- vara, og skal tekið tillit til þess við verðlagninu þeirra. 2. 2. gr. orðist svo: Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu, skal Búnaðarfélag íslands hlutast til um, að fram fari um þau almenn atkvæða- greiðsla í öllum hreppabúnaðar- félögum landsins. Þau taka gildi, ef meiri hluti þeirra bænda, sem þátt taka í atkvæðagreiðslurmi, er þeim samþykkur. — Mikojan Framhald af bls. 1. fylgdarlið hans svo til Kaup- mannahafnar. Óhræddur Fréttamenn spurðu Mikojan, hvort hann hefði orðið hræddur. Hann svaraði því neitandi. — Ég óttast ekki örlög mín, svaraði hann rólega. En ég hugsaði um hina farþegana og sérstaklega börnin, ef eitthvað kæmi fyrir. Að lokum má geta þess, að bil- uðu hreyflarnir voru innsiglaðir og verða sendir til rannsóknar í Stokkhólmi. Sænski kapteinninn Arne Schultzberg, sem nauðlenti vél- inni, sem kviknaði í (DC-7), stjórnaði Yngva víking til Kaup- mannahafnar. — Argentina Framhald af bls. 1. Peronistar hafa verið hand- teknir í átökunum í Argen- tínu. Fréttamenn segja í kvöld, að um 1 milljón iðnverkamanna standi vörð við samgönguleiðir til höfuðborgarinnar, reiðubúnir að láta til skarar skríða gegn stjórninni, ef þróunin verður í þá átt. Kommúnistar eru ekki eins ákveðnir í andstöðu sinni, en leggja alla áherzlu á það að ná völdum í verkalýðsfélögunum. í seinustu fréttum í kvöld seg- ir, að stjórnin hafi fengið liðs- auka til höfuðborgarinnar frá héruðunum Corrientes og Entre- rios og hafi náð undirtökunum. í kvöld ætluðu 2000 verkamenn að marséra inn í höfuðborgina, en þeir voru hraktir til baka með táragasi. Verzlanir og bankar í höfuð- borginni verða opnaðir í dag og blöð komu út í fyrsta skipti síðan á sunnudag. En allar útvarps- fréttir eru ritskoðaðar. Höfuð- stöðvum Peronista og kommún- ista hefur verið lokað og aðal- málgagn kommúnista, La hora, hefur verið bannað. Þrátt fyrir friðsamlegra útlit í dag, er andrúmsloftið lævi blandið í Argentínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.