Morgunblaðið - 22.01.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 22.01.1959, Síða 3
Fimmtudagur 22. jan. 1959 MO R GVIV fí L A ÐIÐ 3 Nýfundnalandsmiðin uðu togaraútgerðinni björg- 1958 Formaður togaraeigendafélagsins rædir ýmis vandamál togaraútgerð- arinnar í Ægi f síðasta hefti Ægis, riti l\ski- félags íslands, skrifar Kjartan Thors, stjórnarformaður í Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda, grein um togaraútgerðina á árinu 1958. Drepur formaðurinn þar á ýmis vandamál togaraútgerðarinnar. Hann segir þar m.a. frá því, að í samningum þeim við stjórnar- völdin um starfsgrundvöll tog- aranna á nýbyrjuðu ári, hafi út- reikningar sýnt að á hverjum togara landsmanna myndi verða rúmlega 600,000 króna halli, mið- að við vísitöluna 185. Formaður F.Í.B. segir að við þá útreikninga, sem stuðzt var við, hafi verið miðað við afkomu ár- anna 1955—’57. Síðan segir, að ekki liggi fyrir tölulegar upplýsingar um afkomu togaraútgerðarinnar á árinu 1958, en vonir standi til að afkoma verði að jafnaði mun hagstæðari en áðurgreint þriggja ára meðal- tal sýni. Kjartan Thors skýrir hvernig í þessu liggi, því ekki hafi útgerð arkostnaðurinn lækkað, heldur þvert á móti, og afurðaverð erlendis verið óbreytt að heita má, — og loks hafi veiðin hér William S. Key látirni WILLIAM S. Key, hershöfðingi, sem á síðustu árum styrjaldar- innar var yfirmaður herafla Bandaríkjanna á íslandi, andað- ist 5. janúar að heimili sínu í Oklahoma City eftir stutta legu. Hann var 69 ára að aldri og lætur eftir sig ekkju og þrjú fulltíða börn. (Frá utanríkisráðuneytinu). við land sjaldan verið rýrari. Það voru hin nýju karfamið við Nýfundnaland, sem björguðu í þetta sinn, segir greinarhöfund- ur. Hann segir síðan á þessa leið: „Hefðu þessi karfamið, eða einhver álíka hagstæð ný veiði- svæði, ekki fundizt, er mér ó- mögulegt að sjá, hvernig komizt hefði verið hjá stöðvun togar- anna, þar eð heimamið þau, er þeim eru enn heimil til veiða, virðast hafa verið afar aflarýr". Er Kjartan Thors ræðir horf- ur á þessu ári, gerir hann að um- talsefni útvíkkun fiskveiðiland- helginnar. Hann gagnrýnir fram- kvæmd þeirrar ákvörðunar „að reka togarana út fyrir hin nýju takmörk eins og væru þeir útlend eign“, eins og hann kemst á ein- um stað að orði um það mál. En um horfurnar varðandi afkomu togararútgerðarinnar á þessu ári, segir Kjartan m.a. á þessa leið: „Ef taka á af togurunum öll helztu veiðisvæðin, samtímis því, sem þeim mun ætlaður stórlega rýrari starfsgrundvöllúr en minni veiðiskipum, þá verð ég að játa, að ég get ekki verið bjartsýnn um afkomuna á þessu nýbyrjaða ári. Því hver vill ábyrgjast, að hin nýfundnu kaífamið haldi áfram að gefa okkur uppgripaafla og þannig reynast frábrugðin allri fyrri reynslu okkar af slíkum veiðisvæðum, er jafnan hafa geng ið til þurrðar fljótlega og óvænt. En fari svo ólíklega, að hliðstæð karfaveiði fáist aftur á þessu ári, hver getur þá tryggt að okkur takist að fá kaupendur að öllum þeim afla?“ Að lokum bendir Kjartan á nauðsyn þess, að stöðugri fiski- leit þurfi að halda áfram. STAKSIEINAR Leiðbeiningar um skattíramtöl Neytendasamtökin gefa nú meðlimum sínum kost á bækl- ingi sem nefnist: Um skattfram- töl og skattfrádrátt. Efni hans er eftirfarandi: Almennur frádrátt- ur einstaklinga. Persónufrádrátt- ur og félagsfrádráttur. Tekjur undanþegnar skatti. Skattfrelsi sparifjár. Frádráttur af tekjum af atvinnurekstri. Sýnishorn af framtali einstaklinga og sýnis- horn af landbúnaðarframtali. Bæklingur þessi er ekki gefinn út af Neytendasamtökunum, held ur hafa þau fengið vissan ein- takafjölda, sem meðlimir þeirra geta fengið fyrir vægt gjald. Hann er þannig ekki innifalinn í hinu lága árgjaldi, sem er kr. 25. Þeir sem óska eftir að fá bækl- inginn og sækja hann á skrif- stofu Neytendasamtakanna, Aðal stræti 8, fá hann fyrir 10 krónur, en þeir sem óska að fá hann sendan heim í pósti, fá hann fyr- ir 15 krónur, sem yrðu þá inn- heimtar með árgjaldinu síðar. Skrifstofan er opin daglega milli kl. 5 og 7 nema laugardaga kl. 2—4 e.h. Síminn er 1-97-22. Um 500 manns hafa gengið í Neytendasamtökin á síðustu 2 mánuðum. Höfnina á Akra- nesi tekið að leggja AKRANESI, 21. jan. — Nú er svo komið að allt Krókalónið að heita má, er orðið ísi lagt. Höfnina er einnig tekið að leggja í báta- kvínni. — Oddur. EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, vakti það mikla at- hygli, þegar sænskum sérfræð- ingum tókst að gera heilaaðgerð án skurðhnífs, án svæfingar og án alls sársauka og blóðs. Þessi „skurðaðgerð“ var gerð í Upp- sölum nú nýlega og þykir marka tímamót í sögu læknisfræðinn- ar: fyrsta heilaaðgerðin með „atómhníf” (eða geislahníf) er staðreynd. — Mennirnir, sem aðallega stóðu að þessari að- gerð, voru Börje Larsson og Lars Leksell prófessor. Hinn fyrrnefndi er aðeins 28 ára gam all, en hefur samt unnið að rann sóknum á þessu sviði í meira en 4 ár. Sjúklingurinn var hálfsext- ugur Svíi, sem þjáðist af organ- ískum taugasjúkdómi. Var sjúkdómurinn oft og tíðum mjög kvalafullur og orsakaði þunglyndisköst. Sérfræðingarn ir gerðu tilraun sína á sjúklingn um hálfum mánuði fyrir jól, en ekki var skýrt frá árangrinum fyrr en um helgina síðustu. Á heila sjúklingsins var sporöskju löguð skífa 3x6x10 mm. og var hún brennd burt með proton- geislum. Sjúklingurinn fann ekki fyrir aðgerðinni og má segja með sanni, að hann hafi tekið sæng sína og gengið. Kval irnar eru horfnar. Hann er al- gjörlega læknaður af meinsemd sinni. I fréttum skandinavískra blaða af þessari aðgerð má sjá, að læknarnir hafi tekið ákvörð- un um að gera þessa tilraun á sjúklingnum, þegar lokuð voru öll önnur sund en gera á hon- um lífshættulegan beilaskurð. Þó má segja, að hér hafi ekki verið um fyrstu tilraun að ræða, því að undanfarinn ára- tug hafa sænskir sérfræðingar með Leksell prófessor í Lundi og Larsson kjarnorkufræðing í broddi fylkingar gert margvís- legar tilraunir á dýrum. Tilraun irnar á dýrunum hafa sýnt, að heilaaðgerðin er algerlega sárs aukalaus og mjög árangursrík. Protonsgeislanum er beint að hinum sjúka bletti, sem eyða á, og er hægt að stjórna honum al- gerlega. Hann kemst í 22 sm. dýpt, og engin hætta er á því, að hann eyðileggi annað en hina sjúku vefi, svo nákvæmlega er honum stjórnað. Enginn er í „skurðstofunni“ annar en sjúklingurinn, en læknar og kjarnorkufræðingar fylgjast með í sjónvarpi í næsta her bergi og grípa í taumana, ef þörf krefur. „Aðgerðin“ tók klukkustundir, en búizt er við að hún muni taka mun styttri tíma í framtíðinni. Hinn frægi heilasérfræðingur prófessor Olivecrona, kveðst ekki gera ráð fyrir, að hin nýja aðferð muni hafa mikla þýð- ingu fyrir „hinar klassísku heilaskurðlækningar“, eins og hann komst að orði, en vafa- laust verði geislahnífurinn þó mikilvæg viðbót við þessar hefðbundnu lækningaaðferðir og einkum muni hann koma að notum, þegar meinSemdirnar liggja djúpt í heilanum. Geislahnífurinn hefur vakið svo mikla athygli í sænskum blöðum, að þau hhfa skrifað for- ystugreinar um aðgerðina. — Blöðin hafa einnig skýrt frá því, að sænskur vísindamaður, Næslund að nafni, vinni nú að rannsóknum á því, hvort geisla hnífurinn getur unnið bug á krabbameini, sem liggur mjög djúpt. — Á myndinni hér að of- an sést sjúklingurinn og Lars Leksell (t.v.). „Hafa leiðtogac Fram- sóV""" afhent kommum Dagsbrúnar fylgi sitt?“ Svo spyr Alþýð'ublaðið 1 fær stórri fyrirsögn og segir síðan: „Það hefur vakið undrun með- al verkamanna í Reykjavík, að framsóknarmenn skuli ekki hafa sagt eitt orð í blaði sínu um fram boðslistann í Dagsbrún, sem þeir lögðu fram sl. föstudagskvöld, en kommúnistar dæmdu ógildan. Þeir virðast ekki hafa gert neina tilraun til að fá frest til að kippa lag félagsréttindum nokkurra manna. Ekki munu þeir heldur hafa reynt að útvega ný nöfn í stað þeirra, sem ekki voru lögleg. Þessi óvenjulega framkoma hefur gefið tilefni til spurninga þess efnis, hvort leiðtogar Fram- sóknarflokksins hafi ákveðið að afhenda kommúnistum allt fram- sóknarfylgið í Dagsbrún. Önnnr skýring á þessu furðulega fram- ferði þeirra er varla hugsanleg. Er þá eftir að sjá, hvernig verka- menn una slíkri meðferð og hvort þeir láta skrifstofuna I Edduhúsinu selja sig slíku man- sali í hendur kommúnistum“. Von er, að menn velti fyrir sér hinni furðulegu þögn Tímans og því, sem á bak við hana dylst. Skýring Alþýðublaðsins er eng- anveginn ómöguleg. En af henni leiðir, að verkamenn Framsókn- ar hafa boðið fram þvert ofan i vilja flokksforystu sinnar og hún hefir siðan gert samsæri við kommúnista um að eyðileggja það. Vegna fyrri samskipta má Alþýðublaðið vel vita, hvernig til gengur á Framsóknarheimilinu. „Framsóknarréttlætið“ Islendingur á Akureyri ræðir 16. jan. um kjördæmamálið und- ir þessari fyrirsögn og segir: ,Framsóknarflokkurinn vill ekki láta hrófla við kjördæma- skipun landsins. Honum finnst öllu réttlæti fullnægt, þótt at- kvæði 10 kjósenda í einu kjör- dæmi sé metið til jafns við einn í öðru. Hann vill því, að: 4640 kjósendur á Akureyri fái 1 þingmann 7515 kjósendur í Gullbringu- og Kjósars. fái 1 þingmann 3386 kjósendur í Hafnarfirði fái 1 þingmann 803 kjósendur í Vestnr-Húna- vatnssýslu fái 1 þingmann 759 kjósendur í Austur-Skafta- fellssýslu fái 1 þingmann 426 kjósendur á Seyffisfirði fái 1 þingmann 1475 kjósendur í Norður-Múla- sýslu fái 2 þingmenn 37603 kjósendur í Reykjavík fái 8 þingmenn". „Reiknimeistarar“ Þá drepur fslendingur á skrif Herjólfs nokkurs í Degi á Akur- eyri og kemst svo að orði: „Þá minnist Herjólfiur á „reikni meistara“ í sambandi við tillög- urnar um skiptingu kjördæm- anna. Þetta reiknimeistaraspjall hans rifjar upp fyrir mönnum atburðina vorið 1956, þegar „reiknimeistarar" Hræðslubanda- lagsins voru að reikna út, hvern- ig bandalaginu mætti takast að ná meirihlutavaldi á Alþingi með l/jhluta kjósenda að baki' sér í skjóli úreltrar kjördæmaskipun- ar og kosningalaga. Þau fáheyrðu bellibrögð hafa eðlilega orðið til að flýta fyrir því að safna þjóðinni saman um nýja kjör- dæmaskipun og kosningalöggjöf. Og hvort mundu reiknimeistar- arnir, sem reikna út „svindlið‘% eða hinir, sem reikna út réttlæt- lið, vinna hollara starf?“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.