Morgunblaðið - 22.01.1959, Page 6

Morgunblaðið - 22.01.1959, Page 6
* 6 MORCVNRT AÐIÐ Fimmtudagur 22. jan. 1959 Dagsbrúnarmaður skrifar um 15 ára athafnaleysi komm- únista í stjórn Dagsbrúnar KOMMÚNISTARNIR í Dagsbrún hafa nú haft stjórn félagsins í sínum höndum í meira en 15 ár. Þess vegna er ekki ófróðlegt að virða það fyrir sér hvað aðhafzt hefur verið á þessum árum í mál- efnum félagsins. Stjórnin hefur sagt mörg stór orð á þessu tíma- bili, mikið hefur átt að fram- kvSéma félaginu og verkamönn- um til heilla. En hvað hefur verið gert? Einhvern veginn er það nú svo að mér er það nærtækast að minnast á húsbyggingarmál fé- lagsins. Það er nú búið að tala svo lengi um það án þess að nokkuð hafi verið gert, að ég og fleiri erum orðnir langeygðir eft- ir framkvæmdunum. Víðs vegar um bæinn eiga ýmis önnur verka lýðsfélög myndarleg félagsheim- ili, en hið stóra og volduga félag verkamanna Reykjavíkur, stærsta stéttarfélag landsins, á enn ekki þak yfir höfuðið — og þó má ekki gleyma bröggunum austur í sveit, en um þá mun ég ræða hér síðar. Dagsbrún eignaðist árið, sem hún varð fimmtug, ágæta lóð undir félagsheimili á Skólavörðu- holtinu. Það var Reykjavíkurbær, sem færði félaginu lóðina í til- efni þessa afmælis. Var hér raun- verulega um að ræða endurtekn- ingu eða frekari áréttingu sams konar atburðar er átti sér stað 10 árum áður á 40 ára afmæli félagsins. 20 milljóna hús fyrir 20 þúsundir En í síðara sinnið var þó öllu meira aðhafzt en hið fyrra: Það var skipuð húsbyggingarnefnd. Ástæðan var svo sem ærin, þar sem stjórnina vantaði tiifinnan- lega skrautfjóður í hattinn, eitt- hvað meira til að státa af en fyrir var. Og nú átti svo sannartega að hefjast aantía. Neíndin skyidi starfa af fuilurn kraíti og finna út leiðir til fjáröflunar, láta teikna húsið og að lokum: sjá um byggingu þess. Þetta leit nú svo sem ekki dónalega út. Lóðin var á bezta stað og mikill hugur í stjórn félagsins að láta nú hend- ur standa fram úr ermum. Ár- angurinn? Jú, hann er ekki ófag- ur. í sjóði eru um 20 þús. kr., sem söfnuðust á afmælisdaginn og verið er að teikna húsið. Þegar fulltrúar lýðræðissinna í Dagsbrún spurðust fyrir um það nýlega á fundi í félaginu hvers vegna húsbyggingarmálið væri ekki komið lengra áleiðis en raun er á, svaraði Eðvarð Sigurðsson, ritari og talsmaður stjórnarinnar, því til, að gjörsamlega óhugsandi væri að ræða um slíkt mál. — Við ætlum að byggja hús, sem mun ekki kosta minna en 20 millj. kr., en eigum aðeins 20 þús. kr. í sjóði. Það æiti hver maður að sjá fávizku þeirra manna, sem um þetta spyrja, þegar þetta er at- hugað. Það er augljós fávizka að spyrja um þetta mál, hvað þá heldur að vænta svars! Já, Eðvarð karlinn er ekkj al- veg ómögulegur, þegar haun er að sannfæra okkur Dagsbrúnar- menn á félagsfundum. En þegar hann hafði svarað þessu, sagði hann það vera einhuga vilja stjórnar félagsins, að hefja undir- búning að byggingu hússins. En þar þarf stórt átak til, sagði hann — og hefur sjálfsagt einhvern tíma logið meiru. Einhverjum hefði þó ekki þótt það nein goðgá, að húsið yrði byggt í áföngum og miða þá við getuna hverju sinni Sjóðurinn, sem stjórnin eyddi í pólitíska ævintýrið sitt til þess að fella ríkisstjórnina árið 1955, hefði kannski farið langt með fyrsta áfangann. Minnismerki stórhuga hugsjóna- manna Nú, en til þess að láta hlutina heita eitthvað tók stjórnin sig til í andlitinu einn daginn íyrir nokkrum árum og hóf gagnmerk- ar framkvæmdir í byggingarmál- um og er þá komið að einum kynlegasta kaflanum í starfssögu þessarar stjórnar Dagsbrúnar. Þessir ágætu menn keyptu sem sé land austur í Biskupstungum, 7. grein nánar tiltekið að Stóra-Fljóti. Á landi þessu, sem er í fæðingar- og uppeldissveit fyrrv. formanns, Sigurðar Guðnasonar, ákváðu þeir að reisa sumardvalarheimili Dagsbrúnarmanna. Og ekki var nú svo sem lágkúruleg fram- kvæmd þessarar ágætu hugmynd- ar þeirra: þeir keyptu þrjá gamla og ryðgaða herbragga, sem staðið höfðu árum saman á Kambabrún, rifu þá og fluttu austur á sælu- staðinn. Þar reistu þeir tvo þess- ara bragga sér til dundurs á einu sumri eða svo. Soru þá tíðar ferðir milli Reykjavíkur og sælu- staðarins. Þeim r'élögum entist ekki tími til þess að reisa nema tvo bragga, sem fyrr segir, svo þeir fundu það ágæta ráð að stinga þeim þríðja inn í annan hinna. Og svo styttist dagur og sumarið kvaddi hma sólbrenndu hugsjónamenn, sem með svo mik- illi ánægju höfðu eytt sumrinu í veðursæld sælustaðarins. Hler- um var slegið fyrir glugga og hurðir sumardvalarheimilisins og ákveðið að halda áfram starfinu við fyrsta hentugt tækifæri. En tíminn leið og ekki kom tækifærið. Ekki þó vegna þess að Guði almáttugum þóknaðist ekki að láta koma nýtt sumar, og sól- skin, heldur entist hinn brúni hör undslitur ekki til þess að minna hugsjónamennina á það að vori hve mikil dýrðin hefði verið í sælulandinu sumarið áður. Kosningasnatt og héraðsflótti Og enn leið tíminn og ekkert gerðist í þessum byggingarmál- um félagsins fremur en öðrum og ekkert hefur enn gerzt. Til gam- ans má geta þess að fyrir kosn- ingarnar 1956 var jeppabíll fél- agsins í nær stanzlausum kosn- ingaferðum fyrir frambjóðéndur kommúnista um land allt, en athugulir menn urðu þess varir að einn var sá staður, sem forð- azt var að koma of nálægt: Biskupstungurnar. Segja menn að kommarnir í stjórn félagsins vilji sem minnst af Biskupstung- unum vita þótt þetta ævin- týri þeirra hafi ekki enn a. m. k. orðið til friðslita milli þeirra og Sigurðar sómamanns Guðna- sonar. Nújæja, ætli l»að sé nú vert að tala meira um þessi hús- byggingarmál Dagsbrúnar- stjórnarinnar að sinni. En það skulu þeir ágætu menn vita að fullvíst er að stuðnings- menn B-listans, lista lýðræð- issinna í Dagsbrún, munu ekki alveg þegja um þetta mál þótt þeir fái heldur fá svör frá stjórn félagsins um þau. Þessi mál jafnt og önnur nauðsynjamál félagsins verða miskunnarlaust rifjuð upp hvenær sem tækifæri gefst og ég er líka sannfærður um að það mun áður en langt líður bera þann árangur að annað- hvort verður stjórnin að hefj- ast handa í alvöru,, en vera ekki með svona fáránlega vit- leysu eins og braggabygging- ar austur í sveitum á kostnað félagsins, eða þá að aðrir verða til þess kvaddir að hrinda málinu í framkvæmd og það tel ég nú ekki ósenni- legt að verði fyrr en varir. Listi lýðræðissinna í stjörnarkosningunum í Dagsbrún N.K. LAUGARDAG og sunnudag fer fram kosning stjórnar og trúnaðarráðs í Verkamannafélag- inu Dagsbrún. Lýðræðissinnar hafa lagt fram eftirfarandi lista í þessum kosningum og er það B- listi: Aðalstjórn Jón Hjálmarsson, form., Ing- ólfsstræti 21A; Jóhann Sigurðs- son, varaformaður, Ásgarði 19; Kristínus Arndal, ritari, Heiðar- gerði 35; Daníel Daníelsson, gjald keri, Þingholtsbraut 31; Magnús Hákonarson, fjármálaritari, Garðs enda 12; Tryggvi Gunnlaugsson, Digranesvegi 35; Gunnar Sigurðs son, Bústaðavegi 105. Varastjórn Guðmundur Jónsson, Bræðra- borgarstíg 22; Sigurður Þórðar- son, Fossag. 14; Karl Sigþórsson, Miðtúni 68. Stjórn Vinnudeilusjóðs Sigurður Guðmundsson, Freyju götu 10A; Guðmundur Nikulás- son, Háaleitisvegi 26; Sigurður Sæmundsson, Laugarneskamp 30. skrifar ur daglegq íífinu Smygi og svartamarkaðs- brask. NÝLEGA var gerð gangskör að því að kæra þær verzlanir í Reykjavík, sem sannað var að seldu tyggigúmmí. Kom þá í ljós, að sökudólgarnir þurftu aðeins að neita að segja nvaðan tyggi- gúmmíið væri komið og greiða 1000 krónur í sekt. Svo mildum augum er litið á slíkt lögbrot á íslandi. Þessi undarlega en því miður almenna afstaða íslendinga gagn- vart smygli og svartamarkaðs- braski — afstaða, sem að því er virðist, er ólík afstöðu flestra nágrannaþjóða okkar, er lýti á okkur, sem aðnr hljóta að veita athygli. Víðast annars staðar er það alitinn mikill blettur á mann orði hvers manns ef hann hefur komið nálægt slíku athæfi, og við það fást ekki þeir, sem viija vera álitnir sæmilega heiðarlegir. Hér leggur almenningsálitið aftur á móti mildan dóm á slík afbrot, og sæmilega „heiðarlegt" fólk vílar ekki fyrir sér að eiga slík viðskipti. Oft kemur mér í hug saga, sem erlendur maður sagði frá íslandi, þegar ég heyri eitt- hvað, sem ber vitni um þennan siðgæðisskort okkar. Sínum augum lítur hver á silfrið. HANN var staddur hér að sum- arlagi, í hópi ferðamanna frá mörgum Evrópulöndum. Eitt kvöldið ákváðu þeir að fara út að skemmta sér og var vísað á Hótel Borg. Er varla voru þeir búnir úr fyrsta glasinu, þegar klukkan var orðin hálf tólí, og gamanið búið. Þetta var björt og fögur sum- arnótt, og þegar út var komið, röltu útlendingarnir suður að Tjörn. Fyrst komu þeir að Iðnó, en af músíkinni, sem barst það- an út, réðu þeir að þarna mundi vera brúðkaupsveizla og sneru frá. Rétt á undan þeim röltu þrjár prúðbúnar stúlkur suð- ur með Tjörninni. Mennirnir ávörpuðu þær og þær tóku glaðlega undir kveðjuna. í augum þessara útlendu manna gat þetta aðeins táknað eitt. Þarna lónuðu ungar stúlkur á götunni um miðnæturleytið og tóku kveðju ókunnugra karl- manna. Eftir nokkur orðaskipti tóku þeir sig út úr hópnum, Grikkinn, Frakkinn og Luxem- borgarinn og upp hófust fjörug- ar samræður. Eftir langa stund sagði einn þeirra allt í einu: „How much in dollars?" Þessu var ekki illa tekið, en eftir mikl- ar málalengingar kom misskiln- ingurinn í ljós; það sem stúlkurn- ar vildu með því að gefa sig á tal við bláókunnuga útlend- inga um miðja nótt, var að fá dollara á svartamarkaðsverði. Og svo lauk sögumaður frá- sögn sinni þannig: — Götustelpur, það fyrirbrigði þekktist alls staðar og kemur engum á óvart. En ungar stúlkur í svartamarkaðsbraski! Slíkri sví- virðu hafði hann hvergi kynnzt Já, sínum augum lítur hver á silfrið — og siðgæðið. Annað skautasvell. MAÐUR nokkur, sem býr í smá- íbúðahverfinu, kom að máli við Velvakanda og langaði til að koma hugmynd á framfæri . Þannig er mál með vexti, að knattspyrnufélagið Víkingur hef ur verið að koma sér upp vslli inni í smáíbúðahverfi og hefur hvatt íbúa hverfisins til að laggja fram sinn skerf til að þessi völl- ur komist upp. Það væri því vel þegið, ef félagið gerði íbúunum þann greiða í staðinn að sprauta völlinn, svo krakkarnir í hverfinu gætu verið þar ,á skautum og þyrftu ekki að fara niður í bæ og alla leið vestúr á íþróttavöll inn á Melunum. Þarna er stórt hverfi og margir krakkar, svo varla er hætta á að svellið yrði ekki notað. Varastjórn Þórður Gíslason, Meðalholti 10; Hreiðar Guðlaugsson, Ægissíðu 107. Endurskoðendur Guðmundur Kristinsson, Sörla- skjóli 17; Guðmundur Sigurjóns- son, Baldursgötu 28. Til vara Jón Sigurðsson, Kársnesbraut 13. Trúnaðarráð Aðalsteinn D. Októsson, Ljós- vallag. 28; Agnar Guðmundsson, Bjarnarstíg 12; Ágúst Guðjóns- son, Hólmgarði 13; Albert Hans- son, Flugvallarv. Flugvallarhótel; Ásgeir Þorláksson, Suðurlandsbr. 26; Baldvin Baldvinsson, Klepps- "vegi 38; Bjarni Gottskálksson, Bústaðavegi 83; Björgvin Magnús son, Suðurlandsbr. 116; Björn Sigurhansson, Holti, Seltjarnar- nesi; Brynjólfur Magnússon, Laug arneskamp 65; Daníel Daníelson, Þinghólsbraut 31; Einar Einars- son, Skúlag. 62; Einar Þ. Jóns- son, Gufunesi við Vesturlandsbr.; Eliseus Jónsson, Hólmgarði 31; Emil Helgason, Barmahlíð 51; Ey steinn Guðmundsson, Shellvegi 10; Geir Þorvaldsson, Sogavegi 200; Gísli P. Jóhannsson, Vestur- götu 66; Guðbjörn Árnason, Hæð- argarði 2; Guðbjörn Jensson, Hjallavegi 5; Guðjón Jóhannes- son, Bræðraborgarst. 55; Guðjón Þorsteinsson, Þingholtsstræti 15; Guðmundur Franklínsson, Lauga læk 19; Guðmundur Jónsson, Bræðraborgarstíg 22B; Guðmund ur Kjartansson, Hringbr. 41; Guð- mundur Kristinsson, Sörlaskjóli 17; Guðmundur Nikulásson, Háa- leitisvegi 26; Guðmundur H. Sig- urðsson, Freyjugötu 10A; Guð- mundur Sigurjónsson, Báldursg. 28; Guðmundur Stefánsson, Kárs- nesbr. 34; Guðmundur Steinsson, Ránarg. 3A; Guðröður Eiríksson, Stórholti 25; Gunnar Erlendsson, Lokastíg 20; Gunnar Steinþórs- son, Langagerði 106; Gunnlaugur Jónsson, Sogavegi 26; Gunnþór Bjarnason, Hverfisg. 102A; Gunn- ar Sigurðsson, Bústaðav. ^105; Hall dór Þ. Briem, Bergstaðastr. 20; Halldór Runólfsson, Nóatúni 18; Hallgrímur Guðmundsson, Stang- arholti 28; Hannes Sveinsson, Fossvogsbl. 51; Haukur Guðna- son, Veghúsastíg 1; Haukur Hjart arson, Sogavegi 42; Haukur J. Sigurðsson, Ásgarði 111; Helgi Ágústsson, Mávahlíð 12; Helgi Eyleifsson, Snorrabraut 35; Helgi Kristjánsson, Birkimel 8; Helgi Þorláksson, Fálkag. 21; Hjörtur Bjarnason, Sogavegi 148; Hreið- ar Guðlaugsson, Ægissíðu 107; Hörður Þórðarson, Höfðaborg 95; Höskuldur Helgason, Hverfisgötu 60; Ingi B. Þorsteinsson, Réttar- holtsvegi 49; Jóhann Benedikts- son, Birkimel 6; Jóhann Jónatans son, Hauksstöðum, Seltjarnar- nesi; Jóhann Sigurðsson, Ásgarði 19; Jón Þ. Eggertsson, Suður- landsbraut 29E; Jón Hjálmars- son, Ingólfsstræti 21A; Jón Hjálmarsson, Efstasundi 97; Jón Hþjgaard, Suðurlandsbr. 94; Jón Jónasson, Langholtsv. 18; Jón Sigurðsson, Kársnesbr. 13; Jónas Guðberg Konráðsson, Ásgarði 145; Jósef Sigurðsson, B-götu 7 við Breiðholtsveg; Jörundur Sig- urbjarnason, Sörlaskjóli 84; Karl Sigþórsson, Miðtúni 86; Knútur Ragnarsson, Hlégerði 4, Kópav.; Kristínus Arndal, Heiðargerði 35; Kristján Lýðsson, Karlag. 13; Lárus Ólafsson, Melgerði 29; Magnús Guðlaugsson, Lauftúni við Grandaveg; Magnús Hákon- arson, Garðsenda 12; Magnús Jónasson, Njálsgötu 104; Magnús Waage, Ásgarði 61; Magnús Þórð- arson, Hólmgarði 18; Ólafur Skaftason, Baugsvegi 9; Ólafur Vigfússon, Hávallag. 17; Óskar Haraldsson, Suðurg. 7; Páll Ingi Guðmundsson, Stórholti 21; Pét- ur H. Pétursson, Freyjug. 32; Ragnar Ólafsson, Njálsg. 79; Rós- mundur Tómasson, Laugarnes- vegi 66; Sigurbjartur Guðmunds- son, Háteigsv. skála 5; Sigurður Guðmundsson, Freyjug. 10A; Sig- urður Guðmundsson, Grettisg. 44; Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.