Morgunblaðið - 22.01.1959, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.01.1959, Qupperneq 9
Fimmtudagur 22. ian. 1959 MORCVHBLAÐ1Ð 9 Opið bréf T/7 Andrésar Eyjólfssonar og Páls Zóphómassonar Heiðruðu herrar! MARGT fer öðruvísi en ætlað er. Það er nú komið á annað ár, síð- an ég bað ,Tímann‘ fyrir kveðju til ykkar. Enn þá hefur hún ekki verið birt, af ástæðum, sem hér verða ekki greindar. En hvort tveggja er, að slík málsmeðferð er ekki að mínu skapi, og svo hitt, að mér finnst enn vanta mikið á, að þið hafið fengið réttmæta ráðn ingu fyrir vissar tiliögur, sem þið börðuzt fyrir að yrðu að lögum á Alþingi 1957. Eins og ykkur er bezt kunn- ugt, lögðuð þið þá fyrir Alþingi frumvarp til laga um eyðing refa og minka, ásamt Páli A. Pálssyni yfirdýralækni. Aður hafði kvis- azt að þarna mundi einhver ófögn uður vera á ferðinni, og þá senni- lega allsherjar eitrun, eftir fyrri reynslu. Það stóð heldur ekki á sjálfboðaliðum. Jafnvel áður ó- þekktir víkingar, skálmuðu fram á ritvöllinn, svo mér hreint blöskr aði vopnagnýrinn og þó meira vopna-burðurinn. Komust þó færri að en vildu, því skyndilega kom skipun urp að hætta þessum bardaga. Sló þá öllu í dúnalogn í bili. Hver ,sem les dagblöðin, eink- um „Tímann", frá vetrinum 1956 —1957, mun sjá, að hér er ekki ýkt. Af mestri harðneskju var þó sótt og varizt á Suðvestur- landi, eða nánar tiltekið, í land- námi Ingólfs, þar sem eiturdraug- urinn skyldi endurvakinn. Það fór líka svo, að fyrsti púkinn fór á kreik, fyrir jólin. Og vafalaust hefur hann valdíð því, að sumir, er mönuðu hann mest, gerðust svo stórorðir í garð andstæðing- anna, að seint mun gleymast. I því sambandi kémst ég ekki hjá að imnnast á tvo skrðunarbræður ykkar, þá Sigurð frá Vatnsnesi og Sæmund Ólafsson í Reykja- vík. Sá fyrrnefndi lét sem hann skildi ekki móðurmálið, enda eru rök hans og tilvitnanir eftir því. Slikt er heldur ekki nýtt fyrir- bæri, nú á dögum. Hitt er stór- um lakara, að sá síðar nefndi fór hjá sér, í fumi tilfinninganna, þvi hann lætur nornir Öfundar og ill- girnis leggja sér orð í munn. Vel vita þeir báðir, alveg eins og þið, að töluð orð verða ekki aftur tek- in og þaðan af síður þau, sem eru bókuð. Mig furðar, ef þeir óska þess ekki síðai, að slík orð hefðu þeir aldrei mælt. Þetta á einnig við um sumt, í fyrrnefndu frumvarpi ykkar, og fylgizt nú vel með. Elleftu greinina byrjið þið á þessari setningu, sem er hlaðin ótrúlega miklu sprengiefni. Hún hljóðar svo: „Skylt er að eitra fyrir refi og minka ár hvert í af- réttum og heimalöndum (allar leturbreytingar gerðar af höf.), þar sem þessara vargdýra hefur orðið vart“. Hér eru stór orð not- uð, en ekki að sama skapi hyggi- leg. Þau sanna, svo ekki verður um deilt, að þið völduð einræðið. Einu sinni enn leidduð þið þennan draug inn á Alþingi, og óskuðuð þess af heilum hug, að þar fengi hann vegabréfið, svo hann mæ'ti leika sér, landshornanna á milli, ár hvert. eins og það er líka ánægjulegur gestur. En — skylt er mér og Ijúft, að segja það hér, að formaður nefndarinnar, Páll A. Pálsson, yfirdýralækrir, vildi hafa annað orðalag í upphafi setningarinnar. Hann vildi hafa: „Heimilt er að eitra“, í stað: „Skylt er að eitra“ o. s. frv. Hér er megin munur á málsmeðferð. Hann sá hættuna, sem af svona fumi mundi stafa, ef að lögum yrði. Hann vildi gefa mönnum kost á að átta sig. Hann mldi, með öðrum orðum gefa þeim kost á að sigla fram hjá skerinu. Þið vilduð aftur skipa öllum, að sigla beint á það, öllum, undan- tekningarlaust. Og það þarf ekk- ert að segja mér, hver þá greip um stýrissveifina. Þá réð mann- legur breyskleiki, frá dögum Nóa. Fingraför hans sjást líka víðar, á fyrrnefndu frumvarpi. 'Sízt af öllu vil ég þó leyna ykk- ur því, að ýmislegt er þar vel athugað, og ber þar mjög af það, sem bersýnilega er runnið und- an rifjum formanns nefndarinn- ar.Vel má vera, að ég víki að því einhvern tíma síðar. En þess- ar línur eiga aðeins að fjalla um hið uppleysanlega stryknin eitur, sem eftir tillögum ykkar átti að nota í dauðyfli, sem svo átti að strá um allar afréttir og heima- lönd á Íslandí, til að drepa ref- inn, sem alls staðar á heima og minkinn líka. Ég fæ aldrei skilið, hvernig lífsreyndir og gáfaðir menn, eins og þið, farið að því. að hugsa svona, eftir allt, sem þið hafið heyrt og séð. Og— jafnvel þó að slíkum flugum bregði fyrir ,og suði óhugnanlega hátt, í hugar- fylgsnum ykkar, þá er vitanlega fyrsta skylda hvers fullþroska manns að slá þær frá sér, svo rækilega, að þær ónáði ekki framar. Eða flaug ykkur aldrei í hug, hvaða voði mundi stafa af slíkum verknaði í heimahög- um og bæja á milli? Og trúið þið því virkilega, að bændur þessa lands mundu leyfa þessar aðgerðir? Svo virðist, ef dæma á eftir orðum ykkar. En þar farið þið villur vegar. Þið þurfið að læra betur. Hefði slík fásinna orðið að lögum, var aðeins einn mótleikur óumflýjaniegur. Og hann var sá, að refaskyttur um allt land, sem flestar sjá og við- urkenna hættuna af slíkum að- gerðum, létu þá eina, sem trúa á eyðingarmátt eitursins, eins og þið, um að bana refunum á öllum vígstöðvum. Þá hefðuð þið ekki við neina að sakast. Tíminn einn mundi svo kveða upp þann dóm, sem ekki yrði á móti mælt. í sambandi við þetta gönuskeið ykkar, er líka margt fleira furðu legt. Það leynir sér ekki, að sjálía skortir ykkur þekkingu á eðli og varnarhæfileikum refa. Samt hik ið þið ekki við að taka afstöðu gegn þeim, sem um áratugi hafa fylgzt með lifnaðarháttum þeirra og öllum mótleikum, bæði i sínu náttúrlega umhverfi og einnig í girðingur.. við heimili sín. Þessir menn hafa lengi haldið því fram að með því að bera út fyrir refi eitruð hræ, ár eftir ár, hreinrækt- ist stofninn á þann hátt, að var- færnustu dýrin vari sig á því og forðist það ótrúlega fljótt, þar sem líka stryknin eitur er bæði bragðmikið og braðvont, og einnig nægilega lyktarmikið til þess að þeffæri þeirra verði þess vör. Og þess er ég fullviss, að þið munduð sjálfir reka upp stor augu, og skilningurinn þá ef til vil rumska, ættuð þið þess kost, að sjá varfærna refi, hvort held- ur það væru veiðidýr eða bit- dýr, sem kæmu aðvífandi að eitr- uðu hræi, hvernig þeir nálguðust það og þið tækjuð vel eftir ti-- burðum þeirra og öllu háttalagi, í nágrenni þess. Þá munduð þ;ð ekkj síður stara fast, ef þið virt- uð fyrir ykkur læðu, sem vitjar um börnin sín há._vaxin í greni, þar sem lögð hafa verið eitruð hræ í munna, handa þeim að gæða sér á. Ég segi petta ekki í þeim til- gangi að sannfæra ykkur um var- færni og vitsmuni íslenzka fjallarefsins. Nei. Það veit ég, -að er vonlaust verk. En vegna þeirra, sem eiga eftir að kynn- ast honum betur, og þeir verða áreiðanlaga margir, vil ég bæ‘a ofurlitlu við. Það gerir hvorki til né frá þó þið heyrið það Veittuð þið því ekki stundum eftirtekt, hér áður, þegar verið var að gefa hundunum hunda- skammta, — þetta móbrúna mein leysislega duft, — saumað inn í súra vömb, hnoðað í smjör eða annað hnossgæti, þá höfðu hjöpp- ar það stundum til að hrista haus inn og fara mjög gætilega, að gleypa það í annað sinn, er þeim var gefið það? Stundúm höfðu þeir það líka til að snerta það ekki. En hver var þá ástæðan? Flýgur ykkur ekki í hug að hin fyrri kynni hafi valdið því, nefnilega þau, að . eim h„fi orð- ið bumbult af kræsingunum? Oft fór það líka svo, að þeir forð- uðust að gleypa vio slíku góð- gæti úr hendi eigandans, sem þeir þó treystu bezt, í langan tíma á eftir, án þess að bregða tönn á það, svona til öryggis. Með þ .. að láta u; _ eysanlegt stryknin eitur í hræ úti á víða- vangi, gerið þið hliðstæðan verkn að gagnvart refunum. Þið ætlizt bara til þess, og sláið því me'ra að segja föstu, að sulturinn sári geri það kleift, sem ykkur mis- tókst við hundana. Þarna farið þið einnig villur vegar. Sú tófa sem hvekkist á þessu uppleysan- lega eitri ykkar, — og þær eru langtum fleiri en þið haldð — gleymir því ekki. Eftir slík kynni verður sú tófa alltaf á verði þeg- ar hún rekst á hræ. Og undra fljótt finnur hún öruggustu leið- ina út úr ógöngunum. En hún er sú, að veiða sem mest sjalf, og geyma sér það eitt, sem hún ..r viss um að ekki svíkur hana.Þetta skuluð þið nú hugleiða í næði og alveg steinhætta að mótmæla þvúÞað eru óteljandi dæ ni þ~ss að tófur liggi í grenjum þótt lítið étin eiturhræ liggi örskammt frá þeim. Eins og ykkur er vel kt.nnugt, hefi ég áður um þetta mál fjall- að og víðar en á einum stað. Ég endurtek því ekki orð mín hér. Þó sakaði ekkert að þið læsuð aftur greinina, ;em birtist í Tím- anum 11. og 12. sept. 1956: „Al- þingismennirnir og eyðing reta': Eh þrátt fyrir ótal samhljóða raddir starfsbræðra minna, berið þið og skoðanabræður ykkar samt á móti því, að svona aðgerð- ir stefni að því, að eyða óvar- færnustu refunum, þ. e. þeim, er mest lifa á hræum, og þi helzt við sjó. Þið viljið heldur ekki við- urkenna að bein afleiðing þess- ara aðgerða verði sú, að varfærn ustu og . jafnframt viðsjálustu dýrin verði eftir, til að auka kyn sitt og iargfalda. í -ullri ein- lægni vil ég því segja ykkur það, að í sambandi við þetta hefur mér oft flogið í hug, hver firn af þrjózku mannlegt eðli fær rúm aði Því það viðurkenna þó flestir að eðli einstaklinganna og hæfi- leikar sem reynsla þeirra og um hverfi hefur mótað í lífsbarátt- unni, kemur aftur frám í svip- aðri roynd og stundum oft full- komnari, hjá afkomendunum. Það er því ekki að undra þótt ýmsum blöskri, þegar t. d forustumenn á sviði sauðfjárræktar og einnig þeir, sem allir viðurkenna, að hafi . erða hæfileika til að velj. be--- _ ‘ ----- - úr .„illi hjörð, sem verður á vegi þeirra, telji þetta allt bölvaða vitleysu meff eitrio og refakynbæ.urnar. Með slíkum fullyrðingum fæ ég ekki betur séð, en þeir séu í óða önn að rífa niður eigin verk, svo ekki standi steinn yfir steini. Sjálfur hef ég handbær ótal vitni um það, -ð þar sem eitraff hefur veriff um áratugi meff þessu áff- urnefnda eitri, hafa komið fram langflest og verst bitdýr, eins og t. d. hér á Hólsfjöllum, næstu sveit við mig. Þar hafa þau þó verið skotin í flestum tilfellum fljótlega og sömuleiðis allir yrði- ingar þeirra. Þiff, sem mest hafiff barizt fyrir því, aff eitra fyrir refi, eigiff því enga smáræffis sök á þvi tjóni, sem refir hafa siffan orðið valdir að, með þvi aff Icggj- ast á fjárstofn landsmanna og dýralíf landsins í heild. Þetta þykir ykkur að vonum hart að viðurkenna. Ókleift mun þó reynast að þvo hendur ykkar. Það yrði aldrei annað en Pílatusar- þvottur. í fyrrnefndu frumvarpi reýnið þið að hjúfra um ykkur í skjald- borg úr heilli tylft oddvita, og vitnið í ýmis ummæli þeirru. Ekki mun hún þó reynast skot- held, enda ummæli þeirra í meira lagi mótsagnakennd. Hvernig átti líka annað að vera, þar sem þeir munu ekki hafa eigin reynslu að byggia á, fremur en þið. Hefði það fylgt með ; 5 oddvitinn i Biskupstungum hefði t. d. banað mörgum bitvörgum og viss odd- viti í Eyjafirði væri annóluð refaskytta, ja, — þá hefðu ýmsir farið að leggja eyru við. En það er nú öðru nær. Einn þeirra segir: „Tel sjálfsagt að eitra fyrir refi, en sú aðferð á fáa formælendur hér.“ Annar telur: „að enginn fáist til að liggja fyrir refum á vetrum, eða ganga við tófur ‘ Margir segja: „að stöðugt verði örðugra að fá hæfar refaskyttuc til grenjavinnslu, og horfir á því sviði til vandræða, þegar hinar gömlu heltast úr lestinni, fyrir elli sakir, eða af öðrum ástæð- um.“ Sjálfir komizt þið að þessan niðurstöðu: „Hér getur því fyrr en varir orðið um vandamál að ræða, sem verða kann erfitt úrlausnar. Hvetur það ásamt öðru til að leita annarra úrlausna um eyð- ingu þessara vargdýra, refsins og minksins". Og þessi önnur úr- lausn ykkar er, fyrst og fremst: allsherjar eitrun. Þetta var stóra bomban ykkar. Og takið nú eftir: Meff þessu stefnduff þiff vitandi vits aff því, aff draga slæffu fyrir- hyggjuleysis og amióffaskapar fyr ir glugga, svo aff veruleikinn ut- an viff yrffi síffur greindur En hann er sú dýrmæta sókn, sem beztu refaskyttur þessa lands hafa markað, með fordæmi sínu, við að elta íslenzku fjallarefina út á yztu nafir erfiðleikanna og sigra þá, þegar öll önnur ráð reyndust fánýt. En sú sókn, frá hendi mannsins, — millillðalaust — hefur reynzt hér ,og mun ávallt reynast hin örlagaríkasta fyrir refina, eins og öll önnur hyggin dýr. Hér vantar bara sam tök, þ. e. nógu marga menn, sem vija eitthvað á sig leggja, bæði í sveit og við sjó. Framferði ykk- ar er því líkast athöfnum manns, sem vaknar eina nóttina í rúmi sínu við það, að farið er að leka úa- vatnskrananum. Hann veit að þetta ar ekki ný bóla, sprett- ur á fætur, og snarar koppnum sínum undir lekann. Svo st.ekk- ur hann brosandi upp í bólið og steinsofnar. Nokkur timi líður. Þá heyrist hrópað hásri bymingsröddu, en angistarfullri: „Góður guð. Hjálp aðu mér strax. Ég er að dru-u-u- ukk-na“. Það er annars ekki ofsögum sagt af þessari værð ykkar. Þið eruð saklausir að þvi, aff hvetja unga menn til að kljást við ref- ina á vetrum. Það mun þó reyn- ast hyggilegasta aðferðin, hér á okkar landi, ásamt öflugri grenjavinnslu. Slíkir menn, með nokkurra ára reynslu, munu þó ávallt verða liðtækir, þegar í nauðirnar rekur fyrir þá, sem ekkert geta annað en eitrað fyrir ref og mink. Fjarri fer því líka, að þið viljið minnast einu orði á það, sem þið vitið vel, að er ómetanlegt vopn gegn refunum, en það eru hljófflíkingar þeirra og er þá fyrst að nefna gaggið Það eitt getur komið að ótrú- lega miklu liði, og þá ekki sízt þarna á suðvestur-horrwnu, þar sem þessi ósköp hafa gej gið á, en refir munu þar vera fremur óhyggnir. O, sussu-nei. Við þá játningu finnst ykkur það, ef tii vill, minnka taUvert, í augum annarra. En þar farið þið mjóg villur vegar. Tií þess nú að sanna trú ykkar á eyðingarmætti eitursms, vitna ég næst í ummæli ykkar á öðr« um stað. Þið segið: „Aðnr telja þó meira um vert eyðingu þá, sem minkurinn veldur, einkum á sundfuglum, heldur en þó örn og fálki hyrfu af s]ónarsviðinu“: Svo sanntrúaðir eruð þið um eyðingarmátt eitursins, fyrir ref og mink, að þið sætt'ð ykkur strax við það, þótt örn og fálki sjáist ekki framar svífa yfir ís- lands breiðu byggðum. Ég nam staðar við lesturinn, er ég sá þessi orð, í athugasemdum ykkar við elleftu grein frumvarpsins. Það þurfti óvenjulega dirfsku til að láta prenta þetta. En — hvenær hefur trúna skort hana? í því sam bandi flaug mér í hug kaupstað- arfrúin, sem heimsótti æskuvinu sína í sveitinni. Þegar hún gekk í bæinn, hittist svo á, að sú síð- arnefnda var að handleika væna dömlu af strokknum. Hrópaði hún þá: „Ó, guð! Og þú færð þetta fyrir ekki neitt“. Enginn þarf að segja mér, að þessi orð ykkar og frúarinnar úr kaupstaðnum séu vaxin úr auðn vanþekkingarinnar. Nei, síð ur en svo. Það er bara trúin og hálfsystir hennar þrjózkar. sem standa þarna vörð, eins og snak- illar geitur. En þær eru all if við búnar að reka hornin í síðuna á stallsystrum sínum, og jafnvel litlum hafursskudda, sem langar í sopa úr sulldallinum. — — í áður nefndu frumvarpi játið þið, „að umdeildasta útrýming- ar aðferðin“ sé að eitra fyrir refi, eins og tíðkazt hefur síðustu 5 til 6 áratugina. Það er því hún, og aðeins hún, sem um er deilt. Þess vegna er það bæði rangt og vill- andi, er þið ruglið saman eitr- uðum mat og eitruðum lofteg- undum. Það sannið þið líka sjálf- ir. Það var ekki um eitraðar loft- tegundir sem þið deilduð og urð- uð ekki á eitt sáttir. Síður en svo. Það voru eitraðir fuglar og ýms hræ, sem bera skyldi fyrir refi. Það er því í meira lagi broslegt ög sýnir mótsagnir ykkar í þessu máli, í óvenju björtu ljósi, að þið segið á bls. 16 í frumvarp- inu: „Það er eftirtektarvert við reynslu Ástralíumanna, að þeir ráða frá því að nota uppleysan- legt stryknin, en það er eitur- tegund, sem lengst af hefur verið notuð hér á landi sem refaeitur. Telja þeir aff margir refir fælist þaff vegna þess hve bragffiff af vatnsuppleysanlegu stryknini er sterkt og beiskt: Hvað kom nú til að þið hrukkuð við og segið: „Það er eftirtektarvert við reynslu Ástralíumanna o. s. frv.“ Þegar við hér heima höldum þessu sama fram, þá fer það í taugarnar á ykkur. Þið rjúkið upp með reidda hnefa. En nú takið þið undir og segið: „Það er eftir- tektarvert o. s. frv.“ Var ástæð- an sú, að þetta kom svo óralangt að, alla leið frá Ástralíu? Það var annars ólán, að þetta kom ekki frá annarri stjömu. Þið hljótið að vita, að Ástralíumenn hafa langt um minni reynslu á þessu sviði en við. Þið vitið líka að á þessu sama hefur verið hamrað í meira en hálfa öld, hér heima, af glöggskyggnustu refa- veiðimönnum landsins. En það látizt þið hvorki heyra né sjá. Þessvegna varð mér það alveg sérstaklega kært, að þessi ástr- alska fluga beit ykkur svona eftir minnilega. Ég bið þess því af öllu hjarta, að hún megi héðan af suða svo hátt, að bið hafið ekki nokkurn stundlegan frið fyrir henni. Þótt freistandi væri að bregða fieiru á loft, í sambandi við þetta gönuskeið ykkar, læt ég hér stað- ar numið. Ég hef fylgzt með flestu sem skrifað var í sambandi við þetta frumvarp. Ég á þó eftir að kynna mér sumt af þvi. er mælt var í þingsölum. Þar’ var mér sagt, að óvenjuleg hugarblóm um hegðun okkar refaveiðimanna hefðu þotið upp eins og fíflar í túni. Hvort þetta er uppspuni einn, er eftir að vita. Öffrum til glöggvunar, verð ég þó að setja hér uppha" elleftu greinar frum- varpsins, „ins og það endanlega Framl á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.