Morgunblaðið - 22.01.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1959, Blaðsíða 11
FimmtudaKur 22. jan. 1959 MORGVTSBLAÐIÐ 11 Bandaríkjaför Mikoyans lokid deilum LOKIÐ er heimsókn Mikoyans til Bandaríkjanna. Þessi næst-valda- mesti maður Sovétríkjanna lét sem hann væri aðeins á skemmti- ferð, en í rauninni varð heim- sókn hans stórpólitískur viðburð- ur, þar sem Mikoyan gafst tæki- færi til að ræða við helztu áhrifa- menn í Bandaríkjunum. Nær öllum ber saman um það, að þetta hafi orðið sigurför fyrir Mikoyan. Hann reyndist mjög skemmtilegur maður, hugmynda- ríkur og góðlegur. Hann tók hjartanlega í hendur manna og var óþreytandi að segja gaman- sögur. Þannig varð ferðin vissu- lega sigurför fyrir Mikoyan per- sónulega. Menn heilluðust af persónuleika hans og góðsemi. Hitt er svo allt annað mál, hvort för hans og viðræður hafa þýðingu í alþjóðamálum. Það er að vísu rétt að hvar sem Mikoy an kom, var viðkvæði hans: „Við skulum hætta kalda stríðinu“. — „Við skulum verða vinir“. — „Við skulum semja um deilumál- in“. — „Við skulum hætta að segja nei, nei, nei og segja heldur já, já, já“. ★ En þegar betur er að gáð kemur í ljós af ummælum Mikoyans um alþjóðamálin, að í allri ferðinni hefur hann ekki bent á eitt einasta atriði, þar sem Rússar vilja koma hið minnsta til móts við Vestur- veldin. Þvert á móti er sýnt, að allt situr við það sama t.d. í Berlín armáiinu, Rússar halda áfram útþenslustefnu sinni í nálæg- um Austurlöndum og þeir við- halda stríðsógnunum með æ fullkomnari eldflaugavopnum. Það var á einum fundi Mikoy- ans með blaðamönnum sem hann hafði lengi talað um friðarvilja Rússa. Þá beindi blaðamaður þeirri spurningu til hans, hvers vegna Rússar væru mótfallnir frjálsum lýðræðislegum kosning- um í öllu Þýzkalandi. Þetta varð ein af mörgum spurningum, sem Mikoyan vék sér undan að svara í för sinni. ★ Enn hélt þessi valdamikli Rússi áfram að tala brosandi um frels- isást og friðarvilja Sovétríkjanna. Þá spurði einn blaðamaðurinn, hvers vegna Rússar kúguðu Ung- verja. „Við kúgum ekki Ungverja“, svaraði Mikoyan. „Ungverjar eru fullkomlega færir um að stjórna að á sama tíma sem Mikoyan hafði svo fullkomna aðstöðu til að koma skoðunum sínum á framfæri, jafnvel til þess að gagnrýna bandarísku ríkis- stjórnina, þá hélt hann því fram að í Rússlandi ríkti engu minna frelsi en í Bandaríkj- unum. Hlýtur það þó að hafa verið Mikoyan sjálfum ljóst, að engum erlendum manni yrði nokkru sinni opnaður svo greiður aðgangur til að koma skoðunum sinum á framfæri við rússnesku þjóðina. Til samanburðar má geta þess að blaðamaður einn lagði þá spurningu fyrir Mikoyan, hvers vegna Rússar trufluðu útvarps- sendingar frá Bandaríkjunum. — Taldi blaðamaðurinn að í slíku væri ekki jafnræði því rússnesk- ar útsendingar væru aldrei trufl- aðar og Mikoyan fengi aðgang eins og hann kærði sig um að bandarískum blöðum og útvarpi. Mikoyan kvaðst fyllilega við- urkenna að Rússar iðkuðu út- varpstruflanir. En hann baðst engrar afsökunar á þeim, heldur sagði: „Við trufluðum ekki út- varp fyrir 1947. Þá hófu Vestur- veldin kalda stríðið. Við hættum að trufla útvarp, þegar Vestur- veldin hætta kalda stríðinu. ★ Orðstir Mikoyans jóx talsvert við það að hann gaf ýmsar yfir- lýsingar sem brutu á bága við kenningar kommúnismans. Banda ríkjamönnum fannst þetta djarf- lega gert, því að „endurskoðun" á kenningum hefur verið talinn höfuðglæpur í Sovétríkjum. Mik- oyan sagði t.d. að ekki væri leng- ur tekið mark í Rússlandi á jafn- ræði allra til launa og aðsföðu. Hann viðurkenndi og að kenning- ar kommúnismans um hrun auð- valdsskipulagsins hefðu ekki rætzt, heldur hefði „auðvaldsríki" eins og Bandaríkin eflzt stórkost- lega. Einnig gerði hann lítið úr hinni kínversku tilraun með stofnun samfélaga. Slíkt væri gamaldags og gæti ekki farið vel. En sjálfstæði Mikoyans verð- ur nokkru tilþrifaminna, þegar þær fregnir berast austan frá Moskvu, að rússnesku blöðin hafi í löngum frásögnum sínum þagað um slíkar yfirlýsingar. Yf- irlýsingarnar eru þá aðeins gerð- ar fyrir bandaríska iðjuhölda, en Rússar mega ekki heyra þær. ★ sér sjálfir. Ástandið í landinu erl nú eðlilegt. Það væri skemmti- legt, ef ástandið væri eins eðli- legt í mörgum öðrum löndum eins og það er í Ungverjalandi'. ★ Heimsókn Mikoyans til Banda- ríkjanna er mjög athyglisverð fyrir það, að hún sannar, hve skoðanamyndun í þessu lýðræð- islandi Vesturheims er ákaflega frjáls. Þá 17 daga sem Mikoyan dvaldist Vestanhafs hafði hann beinan aðgang að öllum sjónvarps stöðvum og dagblöðum Banda- ríkjanna. Á hverjum degi voru ræður hans og ummæli prentuð Framrétt hönd, en engar nýjar tillögur. orðrétt og óbrengluð af banda- rísku pressunni. Mikoyan hefur sjálfur lýst þessu einkar skýrt, er hann sagði við einn fulltrúa Bandaríkjastjórnar: „Það er eins og ég sé að bjóða mig fram til þings í Bandaríkjunum!" Það er því kaldhæðnislegt Maðurinn sem í áratugi hefur lagt á rússnesku þjóðina skort á neyzluvörum skoðar hér risakjörbúð í Washington. Sagt er að neyzluvörugnægðin í Bandaríkjunum hafi mest snert Mikoyan. Vórurnar ekki aðeins fyrir yfirstéttina, heldur allan almenning. Mikoyan gerði mjög víðreist um Bandaríkin í þessari ferð sinni. Hann ferðaðist jafnan með flugvél og dvaldist aðeins skamma stund á flestum stöð- um. SAS flugvélin sem flutti hann yfir Atlantshafið lenti á Idlewild flugvellinum í New York. Þar hafði Mikoyan þó enga viðstöðu, heldur flaug til höf- uðborgarinnar Washington. Hann ótti fundi með Dulles utanríkis- ráðherra, Nixon varaforseta, nokkrum foringjum bandarísku verkalýðshreyfingarinnar o. fl. Vakti mikla athygli að hann fór í gönguferðir um borgina, leit inn í búðir og fékk að skoða íbúða- hverfi. Hann varð einna hrifn- astur af risakjörbúð sem honum Bros og blíðuhót, en engar fillögur til lausnar alþjóða- Mikoyan tekur þéttingsfast í hönd Nixons og brosir. Tillögur okkar Rússa í Berlínarmálinu eru beztu tillögurnar, sagði hann — og þeim verður ekki breytt. Nixon svaraði: — Ég vil aðeins benda yður á það að banda- ríska þjóðin mun ekki þola að Vestur-Berlín verði ofurseld kommúnismanum. var sýnd í einu úthverfi Wash- ington. Bandarískum ráðamönnum varð það ljóst af þessum fyrstu kynn- um sínum af Mikoyan að hann var bráðskarpur og skemmtileg- ur maður. Nixon lagði áherzlu á það við Mikoyan, að Rússar skyldu fara sér hægt í Berlínarmálinu. Þeir mættu vita, að öll Bandaríkja- þjóð stæði sameinuð gegn því að Vestur-Berlín yrði ofurseld kommúnistum. Á eftir lýsti Nixon því yfir að hann teldi Mikoyan hæfasta stjórnmálamann komm- únistaríkjanna, sem hann hefði mætt. Nixon kvaðst þó hafa orð- ið fyrir vonbrigðum af Mikoyan, hann hefði ekkert nýtt haft fram að færa til lausnar í alþjóða- deilum. ★ Mikoyan ók beint úr samtalinu við Nixon út á flugvöllinn og flaug nú 500 kr* i norður til stál- borgarinnar Cleveland. Er það ákaflega fögur borg á strönd Erie-vatnsins. Þar heimsótti Mik- j oyan sérvitra milljónamæringinn Cyrus Eaton, sem á heilar járn- brautir og stálverksmiðjur, en ! ferðaðist um Rússland í fyrra, gisti hjá Krúsjeff í Kreml. Hann er þeirrar skoðunar, að Banda- ríkjamenn þurfi ekkert að óttast Rússa, því að Rússar séu ekkert minni kapitalistar en Bandaríkja- menn. Mikoyan afhenti þessum milljónamæringi að gjöf hest- vagn og þríæki, það voru þrír bráðviljugir graðfolar. Eaton þakkaði gjöfina og kvaðst vona að þessir rússnesku graðfolar og bandarískar merar hans stofnuðu til menningar og vináttutengsla. ★ Eftir að hafa setið dýrðlega veizlu hjá milljónamæringnum flaug Mikoyan skamma leið yfir Erie-vatn til Detroit, bílaborgar- innar miklu. Þar dvaldist hann um hríð í góðum fagnaði meðal milljónamæringanna i bílaiðnað- inum. Hann hafði langmestan áhuga fyrir Ford-verksmiðjun- um. Fékk han* að skoða þær og varð ekki annað séð en að hann hrifist mjög af framleiðsluhátt- um. Einnig fékk hann að ganga í gegnum Ford-rannsóknarstofuna og hreyfst hann þar mest af til- raunum með að smíða gervi- hjarta fyrir menn. Blaðamenn í Detroit spurðu Mikoyan, hvenær allir rússneskir verkamenn ættu sinn bíl. Hann varð hugsi við en svaraði loks: — Það verður óralangt þangað til. Mikoyan sat mikinn veizlu- fagnað hjá Henry Ford yngra. Minnti Mikoyan þá á það að fyrir tuttugu árum hafði hann heim- sótt Henry Ford eldri, afa þess Henrys sem nú stjórnar verk- smiðjunum. Mikoyan hélt ræðu yfir bílaframleiðendum. Hann. sagði þeim, að ef styrjöld brytist út væri það víst að Detroit yrði lögð í rústir, en hversvegna þá að vera að fara í stríð?, spurði hann. Það er hörð samkeppni milli Ford og General Motors, en þeir berj- ast þó ekki. Lönd okkar ættu að geta keppt saman með líkum hætti. Milljónamæringarnir í Detrolt hrifust mjög af einlægni Miko- yans. ★ Næsti viðkomustaður var Chicago. Þar rabbaði Mikoyan við Stevenson og skjallaði hann svo mjög í opinberri áheyrn, að Stvenson fór hjá sér. Því næst flutti Mikoyan ræðu í lögfræð- ingafélagi Chicago-borgar. Hafa margir litið á hana sem merkustu ræðu hans í Ameríkuförinni. Mikoyan kvaðst vilja viður- kenna fúslega, að ógnarstjórn hefði verið í Rússlandi til skamms tíma. En með brott- rekstri Beria og lífláti hans var bundinn endir á lögregluógnirn- ar. Mikoyan dró enga dul á við- bjóð þann er hann hafði á Beria, sem hann kvaðst hafa þekkt mjög vel. Síðan 1953 hefur enginn ver- ið tekinn af lífi í Sovétríkjunun? og dómstólarnir hafa nú eftirlit með starfsemi lögreglunnar, sagði Mikoyan. Stjórnendur fangabúða geta heldur ekki lengt íangavist að eigin vild. Þá ræddi Mikoyan um Molo- tov. Hann kvaðst bera mikla virð ingu fyrir honum. Hins vegar hefði ekki verið hægt að láta Molotov fara með utanríkismál- in lengur, því að hann væri íhaldsmaður. ★ Þann 11. janúar flaug Mikoyan til San Francisco á Kyrrahafs- ströndinni. Þar urðu mótmæla- aðgerðir gegn komu hans einna mestar. Hvarvetna þar sem Miko yan kom söfnuðust ungverskir flóttamenn saman. Þeir báru spjöld þar sem þeir minntu á það að Mikoyan átti sinn samvizku- svarta þátt í því að láta kæfa ungversku byltinguna í blóði. Þeir gerðu og hróp og köll að honum. Náði þetta hámarki í San Francisco og varð Mikoyan að stíga út úr flugvél sinni á braut- arenda, en lögreglumenn komu honum í öruggt fylgsni. í ræðu sem hann flutti í San Francisco yfir 650 heildsölum og fjármálamönnum lýsti Mikoyan því yfir að slík skrílslæti væru ólögleg í Sovétríkjunum. Þótti sú yfirlýsing hans e.t.v. óheppileg- ust af þeim orðum sem hann mælti í för sinni, því að allir Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.