Morgunblaðið - 22.01.1959, Page 13

Morgunblaðið - 22.01.1959, Page 13
Fimmtudagur 22. jan. 195t MÖRCUNBLAÐIÐ 13 Meistarasamband hygg ingarmanna stofnað REYKJAVÍK hefur vaxið mjög ört á síðustu árum. Samtímis hefur aldrei verið eins mikið um byggingarframkvæmdir í bænum. Til fróðleiks má benda á þá staðreynd, að á árinu 1947 voru fullgerðar í Reykjavík 468 íbúð- ir, en 935 íbúðir á árinu 1957. Á nýliðnu ári er líklegt að full- gerðar hafi verið hér í borg yfir 1000 íbúðir. Auðvelt er að gera sér grein fyrir því, að gífurlegar fjárhæðir fara í gegnum hendur þeirra að- ila, sem hafa með framkvæmdir þessar að gera. Ábyrgð þeirra er mikil, bæði gagnvart hús- byggjendum og opinberum aðil- um. Það hlýtur því að vera mjög áríðandi og raunar nauðsynlegt, að byggingarframkvæmdir séu á hverjum tíma í höndum færustu manna, sem hafa staðgóða þekk- ingu á verki sínu. Umsjón með framkvæmdum í Reykjavík og ábyrgð á þeim hafa meistarar í byggingariðn- greinum. Um langt árabil hafa meistarar í byggingariðnaði haft með sér starfsgreinafélög, m. a. til þess að sinna sameiginlegum hags- muna- og réttindamálum, til að koma fram gagnvart stjórnvöld- um, þegar um er að ræða sam- eiginleg málefni og til þess að vera samningsaðili við iðnsveina- félög í viðkomandi starfsgreinum um kaup og kjör. Málefni þau er starfsgreinafé- lög meistara í byggingariðnaði láta sig sérstaklega varða eru í flestum tilfellum sama eðlis. Jafnhliða auknum byggingarfram kvæmdum og fjölgun iðnaðar- manna við byggingarstörf í Reykjavík varð því meisturum Ijós þörfin á að stofnað yrði sam- band meistarafélaga í byggingar iðnaði. Talið var að slíkt sam- band, er ynni að sameiginlegum og sérstökum málefnum starfs- greinafélaganna, gæti orðið til heilla bæði fyrir meistarana og viðsemjendur þeirra. í maímánuði sl. var Meistara- samband býggingarmanna í Reykjavík formlega stofnað. Að stofnun þess stóðu eftir- talin félög: Meistarafélag húsa- smiða, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Málarameistarafé- lag Reykjavíkur, Félag löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík, Félag pípulagningameistara Reykjavíkur og Félag veggfóðr- arameistara í Reykjavík. Meðlimir þessara félaga eru rétt innan við 500, en félagsmenn samsvarandi iðnsveinafélaga eru um 1220. Iðnnemar samsvarandi iðngreina eru um 380. í þjónustu meðlima Meistarasambands bygg ingamanna eru því nálægt 1600 iðnaðarmenn, auk fjölmargra verkamanna, er alla jafna starfa við byggingarframkvæmdir í Reykjavík. Höfuðtilgangur Meistarasam- bands byggingamanna er þessi: 1) Að efla samstarf meðal meist- arafélaga í byggingariðnaði. 2) Að gæta hagsmuna sambands- félaganna almennt. 3) Að koma fram fyrir hönd sambandsfélaganna út á við og standa íyrir samnmgagerð- um þegar þörf þykir á slíku. 4) Að leiðbeina sambandsfélög- unum og vera þeim til að- stoðar í öllu því, er þeim má að gagni koma og við kemur iðngreinunum og atvinnu- rekstri þeirra. 5) Að vinna að aukningu mennt- unar, verkkunnáttu og verk- vöndun iðnaðarmanna. 6) Að vinna að bættri réttar- stöðu meistara í byggingar- iðnaði. Meistarasambandið hefur skrif stofur í Þórshamri, Templara- sundi 5. Skrifstofusími er 16694. Þar eru einnig til húsa skrifstof- ur allra þeirra félaga er mynda sambandið. Þangað er að sjálf- sögðu heimilt að leita varðandi upplýsingar um allt það, er lýt- ur að réttindum og skyldum sam- bandsmeðlimanna. Stjórn Meistarasambands bygg ingamanna skipa: Tómas Vigfús- son, húsasmm., formaður, Árni Brynjólfsson, rafvm., og Þorkell Ingibergsson, byggingam. Framkvæmdastjóri Meistara- sambandsins er Guðmundur Benediktsson, lögfræðingur. Meistarasamband byggingar- manna væntir góðs skilnings á hlutverki sínu og málefnum sam- bandsfélaganna hjá stjórnarvöld- um og öðrum þeim aðilum, er það á undir að sækja, jafnframt því sem það óskar eftir góðri sam- vinnu við alla þá er á einn eða annan hátt hafa með málefni byggingariðnaðarins að gera eða meðlimir sambandsins eiga skipti við. (Fréttatilkynning frá Meist- arasamband byggingarmanna). ♦ A BBJDCE ♦ * ♦v í SJÖTTU umferð í sveitakeppni 1. flokks hjá Bridgefélagi kvenna fóru leikar þannig: Þorgerður vann Ástu B. .. 50:22 Ásta G. v. Margréti......45:40 Elín v. Lovísu........... 35:28 Guðrún G. v. Ólafíu...... 64:24 Dóra v. Sigríði ........ 48:38 Guðrún B. v. Minnu....... 67:38 Þorbjörg jafnt Ingibjörg .. 41:38 Sjöunda og síðasta umferð verður spiluð annað kvöld í Sjó- mannaskólanum. — Sveitakeppni meistaraflokks hefst nk. mánu- dag og verður spilað í Skáta- heimilinu við Snorrabraut. A V ♦ * Bridgekeppni starfsmanna rík- isstofnana hefst að nýju annað kvöld. Tveim umferðum er ólok- ið í keppni þessari. A V ♦ * Sveitakeppni meistaraflokks hjá Tafl- og. bridgeklúbbnum er hafin og taka 10 sveitir þátt í keppninni. Tveim umferðum er lokið. Úrslit í 1. umferð urðu: Svavar Jóhannsson vann Björn Benediktsson ..... 54:43 Hákon Þorkelsson vann Ingólf Böðvarsson....... 64:49 Hjalti Elíasson vann Björgvin Ólafsson....... 65:58 Ragnar Þorsteinsson vann Sigurleif Guðjónsson .... 43:35 Jón Magnússon vann Sophus Guðmundsson .... 78:51 og Bridgeklúbbnum einmennings keppni og er röð tveggja efstu keppendanna eftir 1. umf. þessi: Haraldur Briem ...... 112 stig Georg Guðmundsson . . 109 stig ♦ V ♦ * í eftirfarandi spili yfirsést sagn hafa strax í byrjun, eini mögu- leikinn til að vinna spilið. ♦ 4 3 2 V Á 9 7 4 ♦ 9 4 3 ♦ K 7 6 Á K K D G 10 K G 7 9 8 4 2 N V A S ♦ — V 8 6 5 3 2 ♦ 10 8 5 ♦ D G 10 5 3 Úrslit í 2. umferð: Hákon vann Björgvin Ingólfur vann Björn .. Jón vann Svavar .... Hjalti vann Ragnar .. Sophus vann Sigurleif 84:40 73:42 59:48 48:39 64:44 Einnig stendur. yfir hjá Tafl- ♦ DG 10 98765 V — ♦ A D 6 2 ♦ A Suður spilar 4 spaða, sem V doblaði. Útspil er hjarta-kóngur. Suður drap með ás í borði og kastaði tigli. Þvínæst var lágu laufi spilað og drepið með ás og spilað út spaða. V tók nú ás og kóng í spaða og spilaði síðan hjarta. — Nú spilaði S öllum trompunum nema einu, en and- stæðingarnir voru varir um sig og héldu eftir tigli, þannig að S varð að gefa tvo slagi á tigul, og tapaði þar með spilinu. En S getur auðveldlega unnið spilið. Hann á ekki að drepa hjarta-kóng í byrjun með ásnum, heldur á hann að trompa hann heima. Síðan tekur hann laufa-ás og læt'. . .vO út tromp. V lendir inni og nú er sama hvað hann lætur út, S þarf ekki að gefa nema einn slag á tigul. Búnaðarmálasjóösgjald- endurvakinn draugur GENGINN er aftur á Alþingi draugur sá, er Bún&ðarþing magn aði á hendur bændum landsins. Á ég hér við hækkun búnaðar- málasjóðsgjaldsins um helming til þess að standa undir hall- arbyggingu í Reykjavík, er hýsi Búnaðarfélag íslands og Stéttar- samband bænda. Þó er viður- kennt af forgöngumönnum þessa máls að þær stofnanir saman, þurfi ekkj meira húsnæði en einn fjórða hluta fyrirhugaðrar bygg- ingar. Er því gert ráð fyrir að % hl. verði hafðir til að braska með. Til að byrja með á að taka minnst 8 milljónir króna af rekstrarfé bænda og flytja til Reykjavíkur ofan á þær blóð- tökur sem dreifbýlið hefur orðið fyrir í sambandi við fólksflutn- inga undanfarinna ára og slík er lítilsvirðing þessara manna fyrir bændum landsins, að þeir telja óþarft að bera málið undir þá aðila sem byrðarnar eiga að bera. Svona einræðisbrölt er alveg ó- þolandi. Búnaðarþing hefur enga heimild til þess að leggja þungar fjárhagsb.yrðar á herðar bænda án þess að vita um vilja þeirra fyrst. Þegar félagsskapur bænda í sveitum landsins hefur tjáð sig fylgjandi málinu ,er fyrst tíma- bært að flytja málið á Alþingi. Vænta bændur þess, að alþing- ismenn séu þeir fulltrúar lýðræð- isins að þeir vísi málinu frá eins og þegar hefur komið fram í rökstuddri dagskrá Jóns Pálma- sonar. Einræðisbrölt Búnaðarþings á sér engin fordæmi og skattlagn- ing bænda í þessu formi er hreint eignarán ósamrýmanlegt ákvæð- um stjórnarskrárinnar um frið- helgi eignarréttarins, því hér er ekki almenningsheill til að dreifa þar sem meginhluti fjánns er æti aður í brask, óviðkomandi land- búnaðarmálum. Það fé, sem þegar er tekið aí bændum ætti að nægja til þess að byggja yfir Búnaðarfélag ís- lands og stéttarsamtökin, ef vel væri á haldið. Svo að lokum þetta: Er nokk- ur þörf á að byggja yfir þessar stofnanir í Reykjavík? Væri ekki meiri og betri árangurs að vænta ef byggt væri yfir þær í sveit, þar sem hentug og góð skil- yrði væru til þess að koma upp menningarmiðstöð fyrir landbún- aðinn. Á ég þar við búnaðarhá- skóla, rannsóknarstöðvar í þágu landbúnaðarinsáfjölmörgum svið um m. m. og svo ætti að flytja þangað alla ráðunautana, sem nú búa í Reykjavík og skapa þeim þar skilyrði til að vinna að sín- um áhugamálum í verki svo sem helzt verður við komið. Þá mundi aftur styrkjast sú taug, sem binda á þá við sveitir lands- ins. Jóh. Laxdal. íbúö óskast Ung barnlaus hjón óska eftir 2ja herb. íbúð. Vinna bæði úti. Algjör reglusemi. Uppl. í síma 36139. Nýr bíll Vauxhall Victor ’59 ókeyrður til sýnis og sölu í dag. BlLASALAN. Klapparstíg 37 — Sími 19032. AfgreiÖslumaÖur Afgreiðslumann vantar hjá umfangsmikilli bygg- ingavöruverzlun í Reykjavík. Eiginhandarumsókn- um, er greini fyrri störf, sé skilað í afgreið,slu blaðs- ins, merkt: „Byggingavörur — 4165“ fyrir 26. þ.m. Sendiferðabíll (Garrant) til sölu. Til sýnis næstu daga hjá Afurða- sölu S.I.S. við Laugarnesveg. Tilboð sendist fyrir n.k. mánaðamót til SAMBANDS ISL. SAMVINNUFÉLAGA Deild 1. Reglusöm stúlka ekki yngri en 18 ára óskast til afgreiðslu við miðasðlu í kvikmyndahúsi. Þarf jafnframt að veita húshjálp barnlausu heimili fyrri hluta dags. Gott kaup. Sér herbergi, fullt fæði. Upplýsingar að Fjólugötu 19 kl. 4—7. Skrifstofustúlka óskast Stórt fyrirtæki óskar eftir að ráða góða skrifstofu- stúlku sem fyrst. Bjartar og rúmgóðar skrifstofur í miðbænum. Góð laun. Tilboð sendist í pósthólf 597. BeitLngamenrL vantar strax á bát sem rær frá Grinda' vík. Uppl. í síma 50565. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. Svar merkt: „4178“ sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. Húseigendut* Þíðuin frost úr vatnspíppum. Raftækjavinnustofa Jóns Guðjónssonar Borgarholtsbr. 21 — Sími 19871.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.