Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. jlfc. 1959
MORGUNBLAÐIÐ
3
Ú r verinu
--Eftir Einar Sigurðsson-
Sr. Óskar J, Þorláksson:
T rúmennskan
Togararnir
Á HEIMAMIÐUM hefur öðru
hverju verið norðan hvassviðri
og skip legið annað slagið í land-
vari.
Afli er nú eitthvað að glæðast
hjá togurum þeim, sem veiðar
stunda hér heima, t. d. höfðu
Bjarni Ólafsson og Geir fengið
110—120 lestir eftir vikuna. Eru
það 15—20 lestir yfir sólarhring-
inn, og má það heita sæmilegt,
a. m. k. miklu betra en verið
hefur.
Á Nýfundnalandsmiðum eru
enn nokkur skip og afla vel eins
og áður. Þó var kvartað undan,
að eitthvað væri tregara. Pétur
Halldórsson hafði þá fært sig svo
sem 100 mílum sunnar, þ. e. 8—10
tíma siglingu, og fékk þar mok-
afla. Hann er nú á heimleið.
Veðri er þannig háttað á þess-
um karfaslóðum, að hann hvell-
rýkur,. og getur verið stólparok
í 10—12 tíma, en þá blálygnir
jafnsnögglega aftur. Veður hefur
enn ekki hamlað neitt að ráði á
þessum miðum, og eru menn nú
farnir að verða bjartsýnir á, að
veiðarnar megi stunda þarna
allan veturinn.
Skip, sem hafa verið að landa
síðustu viku, eins og Þormóður
goði, Úranus og Jón Þorláksson,
hafa farið aftur vestur.
Fisklandanir sl. viku:
Þormóður goði .. 389 t. 15 daga
Egill Skallagr. .. 284 - 14 —
Úranus ......... 297 - 15 —
Jón Þorl.son .... 300 - 16 —
Vöttur.......... 240 - 16 —
Sölur erl. sl. viku:
Karlsefni . . . . 118 t. £ 8200
Ól. Jóh.son .. 188 - £ 10168
Elliði 177 - £ 8500
Harðbakur .. 183 - DM 110300
Sólborg .... 240 - DM 110000
Austfirðingur 118 - DM 110300
Gylfi 208 - DM 112000
Reykjavík
'i v eir landlegudagar voru í vik-
unni, fimmtu- og föstudagurinn.
Rauk hann þá upp á norðaustan
með miklu frosti.
Hjá bátum, sem róa daglega,
hefur aflinn verið 4—6 lestir. —
Stærsti róðurinn í vikunni var
hjá Ásgeiri, tæpar 7 lestir.
Hjá útilegubátunum hefur geng
ið skrykkjótt þessa viku vegna
storms á djúpmiðum. Nokkrir
þeirra hafa komið inn í vikunni
eftir misjafnlega langan tíma. T.
d. kom Helga inn með 72 lestir
eftir 7 lagnir. Hún er nú búin að
fá 130 lestir. Næstur er Guðmund
ur Þórðarson með 120 lestir. Hin-
ir byrjuðu seinna og hafa landað
einu sinni og tvisvar, Hafþór er
með 79 lestir og Björn Jónsson
með 76 lestir.
Keflavík
Róið var alla daga vikunnar
nema á fimmtudaginn. Afli var
lélegur, 5—7 lestir á skip, til
helminga þorskur og ýsa og þó
heldur minna orðið af ýsunni.
Sækja bátarnir nú aðallega
djúpt í Miðnessjóinn, en nokkrir
hafa farið út að Eldeyjarboða, er
það 4—5 tíma sigling.
Einn af smærri bátunum hef-
ur í.agt þorskanet, en ekkert feng-
iS. —
Akranes
Landlega var á fimmtudaginn,
en róið alla hina daga vikunnar.
Dagsaflinn hjá þeim 10—12 bát-
um, sem róa með línu, var 60—90
lestir: Stærsti róðurinn í vikunni
var hjá Keili, 14 lestir.
I fyrradag var lélegasti afla-
dagurinn, en þá bar þó meira á
þorski í aflanum en áður.
Bátarnir sækja 6—7 tíma út.
Þrír bátar stunda reknetjaveið-
ar og afla ágætlega. T. d. er einn
þeirra, Svanur, búinn að fá í fjór-
um róðrum, tæpar 600 tunnur, og
annar, Ver, í 2 róðrum, 430 tnnn-
ur. —
Vestmannaeyjar
Landlega var aðeins einn dag
vikunnar vegna verkfallsins. —
Haldizt hefur hvöss norðanátt, og
hefur hún hamlað því, að bátar
gætu sótt ó djúpmið, þar sem
helzt er aflavon.
Menn muna varla jafnmikla
ördeyðu á grunnmiðum og nú er.
Sem dæmi upp á það má nefna,
að bátar með 35 stampa af línu,
hafa fengið þar jafnvel ekki nema
IV2 lest af fiski.
í fyrradag varð fyrst vart við
þorsk í aflanum að nokkru marki.
Nokkrir bátar, sem reru vestur
fyrir Eyjar og fengu þar 4—5
lestir af fiski, fengu við helm-
inginn þorsk, hitt var ýsa.
Nokkrir gangbeztu bátarnir
hafa sótt alla leið austur í Meðal-
landsbugt. Hafa þeir farið með
50—60 stampa af línu eða við Vz
fram yfir það, sem venjulegt er,
og fengið 10—15 lestir af fiski í
róðrinum. Ekki ná þeir róðri dag-
lega með því að fara með þetta
langa línu og sækja svona langt.
Afli hefur verið lítill hjá hand-
færabátum, enda sjaldan veður
fyrir þá.
50 bátar eru nú byrjaðir róðra.
Fjármálaundrin á Seyðisfirði
Það vakti landsathygli, þegar
togaraútgerðin á Seyðisfirði gafst
upp fyrir rúmu ári með, að talið
er, 7 milljóna króna tapi fyrir
lánsstofnanir og þá, er við hana
höfðu skipt. Sjálfsagt hefur hlut-
ur ríkissjóðs verið þar einhver.
Enn munu ekki öll kurl komin
þar til grafar.
Bærinn hefur síðan átt togar-
ann, og skýrir eitt dagblaðanna
frá því í vikunni, að þegar hann
var afhentur, hafi fylgt honum
600 þúsund krónur frá ríkissjóði,
en nú.séu lausaskuldirnar komn-
ar upp í 2 milljónir króna á þessu
rúma ári, sem hann hefur verið
í eigu bæjarins. Þetta er þeim
mun athyglisverðara, sem það er
vifað að afkoma togaranna var
góð á sl. ári. Togarinn hefur ekki
komizt á veiðar undanfarið vegna
f j árhagsörðugleika.
Þá er önnur hrakfallasagan af
rekstri frystihússins. Þetta hús
hefur verið í byggingu undanfar-
in ár, og miðaði verkinu áfram,
eftir því sem fyrirtækinu draup
fé úr ríkissjóði. Þegar það var
tilbúið til að hefja vinnslu á sl.
ári var talið, að í það væru komn
ar við 15 milljónir króna. Er hús-
ið með myndarlegri frystihúsum
á landinu.
Nú skyldi maður ætla, að tek-
ið hefði verið til óspilltra mál-
anna við að framleiða. Þarna var
fyrir hendi togari, sem átti að
geta fært húsinu 4000 til 5000
lestir af fiski yfir árið, og tveir,
þrír stórir vélbátar og nokkrir
smærri bátar. Mörgu byggðarlag-
inu hefði þótt gott að hafa þessa
aðstöðu. Þegar hægt var að búast
við, að þarna yrðu framleiddir
40.000 til 50.000 kassar af flökum
yfir árið, þá eru þar aðeins fram-
leiddir innan við 4.000 kassar.
Það næsta, sem skeður í þessu
máli, er, að frystihúsið er selt á
nauðungaruppboði vegna kröfu
Samvinnutrygginga upp á nokkra
tugi þúsunda og ríkissjóður leys-
ir frystihúsið til sín sem aðalveð-
hafi fyrir við 10 milljónir króna.
Einhverjir hafa þá tapað þarna
við 5 milljónum króna. Um leið
var það upplýst, að atvinnuaukn-
ingarfé, sem kemur frá ríkissjóði,
hefði numið 1,8 milljónum króna.
En kórónan var þó eftir á
sköpunarverkið. Fimm dögum
fyrir stjórnarskiptin flýgur sá,
sem þarna er herra til sjós og
lands, austur, hóar saman nokkr-
um mönnum, flestum starfsmönn-
um kaupfélagsins, til að stofna
hlutafélag til þess „ai eignast og
reka fiskiðjuver á Seyðisfirði",
eins og Lögbirtingur segir. Er
kaupfélagið einn af stofnendun-
um. Hlutafé félagsins er kr. 230.-
000. Greitt hlutafé er kr. 60.000“.
í vikunni skýrði svo „Vísir“
frá þvl, að ríkissjóður hafi selt
fyrirtæki þessu frystihúsið fyrir
6 milljónir króna. Þótt kaupverð-
ið sé neðan við helming af því,
sem í húsið var komið, er þó
„greitt hlutafé" ekki fyrir helm-
ingnum af þinglesningargjöldun-
um. Þannig eru sömu aðilar, sem
leikið hafa fyrirtækið svo grátt,
verðlaunaðir með því að afhenda
þeim húsið fyrir % hluta af
kostnaðarverði, og það án þess að
greiða eyri kaupverðsins. — Var
dæmið kannske reiknað þannig í
upphafi?! í þessu sambandi má
geta þess, að Bæjarútgerð Reykja
víkur hefur verið að stríða við
fleiri ríkisstjórnir árum saman
um að fá keypt Fiskiðjuver rík-
isins fyrir fullt verð, en ekki tek-
izt, en þetta var hægt að hespa af
á 5 dögum.
Atvinnureksturinn á Seyðis-
firði hefur undanfarið verið hald-
inn pólitískri tröllriðu. Hefur hér
komið í ljós, svo að ekki fær dul-
izt fyrir alþjóð, hyldýpisspilling
sú, sem oft er samfara opinber-
um rekstri, jafnframt því sem
þetta er eitt af ljósustu dæmun-
um um, hvað úrelt kjördæma-
skipun getur leitt til.
Fjármálaundrin á Seyðisfirði
munu í minnum höfð, meðan þeir
eru uppi, sem nú lifa og gott bet-
ur, og til þeirra vitnað, þegar
nefna þarf dæmi í þessum efnum.
Norðmenn og reknetjaveiðar
Nú eru uppi háværar raddir í
Noregi um að leita nokkur hundr-
uð mílur á haf út til að veiða þar
síld í reknet, eins og Rússarnir.
Hinn frægi fiskifræðingur þeirra
Norðmanna, Finn Devold, hefur
lagzt á móti þessu, vegna þess að
skipin muni ekki geta bjargað
sér til lands í tæka tíð, ef stór-
viðri geri.
Hvað myndu Norðmenn gera,
ef síldin væri við bæjardyrnar
hjá þeim, eins og hún hefur verið
hér í vetur og ef til vill alltaf?
100 til 150 tn. veiði á dag er miklu
betri en nokkur þorskveiði á línu,
ekki sízt fyrir sjómennina, svo að
ekki sé talað um ósköpin, þegar
dagveiðin kemst upp í 400 tn. Kg.
af síldinni er keypt á kr. 1,50.
Stórauknar fiskveiðar Rússa
Fiskveiðar íslendinga árlega
eru við Vz milljón lestir. Fyrir
stríð voru fiskveiðar Rússa
þíisvar sinnum meiri, IV2 millj.
Síðastliðið ár voru þeir búnir að
auka þær um helming eða upp í
3 milljónir lesta, og eftir 5 ár gera
þeir ráð fyrir að hafa þrefaldað
þær, eða komið fiskmagninu upp
í 4V2 milljón lesta.
Rússar hafa sem kunnugt er
látið smíða fyrir sig fiskiskip,
einkum togara, alls staðar þar
sem þeir hafa höndunum undir
komið, svo að þessar fréttir ættu
ekki að koma á óvart.
En þetta er athyglisvert fyrir
íeslendinga. Þeir hafa selt Ráð-
stjórnarríkjunum við þriðjunginn
og stundum helminginn af árs-
framleiðslu sinni af freðfiskin-
um, og nú er nýbúið að selja
þeim 26.000 lestir af flökum, svo
til eingöngu karfaflök, sem ef til
vill verða 32.000 lestir. fslending-
ar eru eins og er nokkuð háðir
Rússum, hvað sölu á karfanum
snertir. Það er þó ekki af því, að
ekki sé markaður fyrir hann ann-
ars staðar, hann er t. d. sá fisk-
ur, sem mest er neytt af í Banda-
ríkjunum, en fslendingar hafa
ekki selt mjög mikið af honum
þar, og er það vegna þess að ekki
hefur verið keppt, hvað verð og
auglýsingar snertir, eins og
þyrfti.
Rússar eru að vísu fjölmenn
þjóð, nokkru fjölmennari en
Bandaríkjamenn, en það er áreið-
anlegt, að jafnstórauknar fisk-
veiðar hljóta að segja til sín á
markaðnum. Fiskmagnið frá fs-
landi gerir það, það myndi gera
það í Bandaríkjunum, svo mikið
er það. (íslendingar eru mjög
stórir á heimsmælikvarða í fram-
Gott, þú góði og trúi þjónn,
yfir litlu varstu trúr, yfir mik-
ið mun ég setja þig. Gakk inn
til fagnaðar herra þíns.
(Matt. 25. 21)
★
I DAG vil ég sérstaklega vekja
athygli lesenda minna á dæmi-
sögu Jesú um talenturnar, sem
pessi orð eru tekin úr. Flestir
munu kannast við þessa dæmi-
sögu um þjónana þrjá, sem áttu
að ávaxta eignir húsbónda síns
meðan hann var fjarverandi, og
hvernig þeir ræktu hlutverk
sitt. Tveir þeirra reyndust fyrir-
myndarþjónar, og laun þeirra
voru fólgin í meiri og vandasam-
ari þjónustu, en ónýti þjónninn
missti ekki aðeins það, sem hon-
um hafði verið trúað fyrir, held-
ur var honum refsað fyrir ótrú-
mennskuna.
Þó að hversdagsleg reynsla sé
notuð hér sem efniviður dæmi-
sögunnar, þá er innra gildi henn-
ar að endurspegla andleg sann-
indi. Boðskapur hennar er þessi:
Öll trúmennska í störfum og
þjónustu er í innsta eðli sínu trú-
mennska við Guð, og henni fylgja
hin fegurstu fyrirheit til eilífa
lífsins.
Hæfileikum og gæðum lífsins
er misskipt milli mannanna, en
af sérhverjum er þess krafizt, að
hann reynist trúr. Það er trú-
mennskan í lífi hins hversdags-
lega manns, sem er kjölfesta
þjóðlífsins. Hinir miklu hæfi-
leika- og afburðamenn fá sjaldan
notið sín, nema þeir njóti trausts
og fylgis annarra. Einum er
ætlað forystuhlutverk, en miklu
fleirum er ætlað að fylgja for-
ystumanninum, framkvæma hug-
myndir hans, og þannig hvetja
hann til nýrra dáða. Abraham
Lincoln sagði eitt sinn: „Guð
hlýtur að hafa sérstaka velþókn-
leiðslu á frosnum fiski). Það er
því athyglisvert fyrir Islendinga
að byggja ekki allt of mikið á
rússneska markaðinum. Það gæti
verið, að Rússar yrðu sjálfum
sér nógir í þessum efnum fyrr en
varir.
Mikil síldveiði við Danmörku
300 skip veiða nú síld í flot-
vörpu við Skagerak. Hefur veiðin
gengið mjög vel. Hvenær fara ís-
lendingar að veiða síld í flot-
troll? Hér eru sjálfsagt miklu
betri skilyrði til þess en víðast
annars staðar, þar sem síldin er
hér mjög þétt á miðunum.
35 verksmiðjutogarar
Pólverjar eru nú að smíða 35
verksmiðjutogara, 1200 lestir
hvern, eða við helmingi stærri en
nýsköpunartogararnir íslenzku.
Rússar fá 20 af þessum skipum,
en Pólverjar hina.
Stofnlán fyrir togara
Sérstök stofnlánadeild var sett
a' stofn í Landsbankanum, þegar
nýsköpunartogararnir voru keypt
ir, og ríkissjóður útvegaði svo fé
í seinni togarana.
Það er eðlilegast, að Fiskveiða-
sjóður hafi með þessi lán að gera
eins og lán til bátanna, en þá
þyrfti að sjá sjóðnum sérstak-
lega fyrir auknu fé, 100 milljón-
um króna til að byrja með.
Ríkið á ekki að vera að vasast
í þessum málum, heldur á út-
gerðin að eiga greiðan aðgang að
stofnlánum og eitt yfir alla að
ganga. Það er heilbrigt, þegar
skip eru keypt eða aðrar dýrar
eignir, að menn leggi fram eigið
fé að verulegu leyti. Fiskveiða-
sjóður lánar t. d. aðeins % hluta
af kaupverði nýrra skipa.
fslendingar þyrftu að geta
eignast a. m. k. 5 nýja togara á
ári, og það myndu þeir gera, ef
greiður aðgangur væri að stofn-
lánum og afkoma togaraútgerð-
arinnar ekki verri en hún var á
sl. ári.
un á hinum hversdagslegu
mönnum, því að af þeim hefur
hann skapað svo marga". j
En velþóknun forsjónarinnar &
mönnunum byggist á trúmennsku
þeirra.
II.
Trúmennska er yfirgripsmikið
hugtak og nær inn á öll svið lífs-
ins. Ef vér trúum því, að vér sé-
,um hvert og eitt í þjónustu Guðs
sjálfs, hlýtur það að auka
ábyrgðartilfinningu vora á öllum
sviðum. Ef guðstrúnni hnignar,
kemur það fram í siðferðilegri
upplausn og vaxandi ótrú-
mennsku.
Lífið getur ekki þróazt með
eðlilegum hætti, án trúmennsku.
Ef móðir eða foreldrar sýna ekki
trúmennsku í umhyggjunni fyrír
barni sínu fer illa. Ef trúmennska
bregst í hjúskaparlífinu, hrynur
heimilislífið í rústir. Ef menn
bregðast föðurlandi sínu, er frels-
ið í voða. Það er ekki til svo smá-
vægilegt starf, að þar sé ekki
þörf trúmennsku.og árvekni. Sam
félag mannanna er eins og keðja,
þar sem enginn hlekkur má bila,
ef vel á að fara. Margir hafa
áhyggjur af því, að trúmennsku
manna hafi hrakað hin síðari ár,
og að heiðarleiki og grandvart
líf sé minna metið en áður. E4
þetta er rétt, og ef sú hugsun rót-
festist í hugum hinna ungu, a8
það borgi sig engan veginn a3
vera trúr og heiðarlegur, þá er
voði fyrir dyrum, í siðferðiliíl
þjóðarinnar. >
Allir þeir, sem segjast meta
gildi trúmennskunnar, verða a3
sýna það í verki, að það sé þeim
alvörumál.
Heiðarleiki og trúmennska á að
vera vegurinn til valda og virð-
ingar í þjóðlífinu, þá mun þjóS-
in eignast leiðtoga, sem hún get-
ur litið upp til og veitt stuðning
til góðra verka.
í öllu uppeldi þarf því að glæða
trú hinna ungu á gildi trúmennsk
unnar. Margir kannast við hiS
gamla, góða heilræði:
„Vertu í tungunni trúr,
tryggur og hreinn í lund,
hugsaðu um það hýr sveinn,
á hverri stund“.
Margir hljóta laun trúmennska
sinnar hér í heimi, en slik lauft
eru fyrst og fremst fólgin í góðrl
samvizku og sálarfriði, virðingu
og þökk samtíðarmannanna.
En fyrirheit trúmennskunnar
eru ekki bundin við hið jarð-
neska, heldur ná þau til eilífðar-
innar, því að þar verður lif allra
manna fyrst réttilega metið.
„Vertu trúr allt til dauða og ég
mun gefa þér kórónu lífsins".
(Op. 2. 10).
Eitur
LONDON_ 22. jan. — Brezku blöð
in hafa undanfarna daga birt stór
fregnir um nýtt eitur, Botulinus
Toxin, sem sagt er, að grandað
gæti mannkyninu, aðein,s hálf kg.
þyrfti til. Sögðu blöðin, að btt-ezkir
vísindamenn hefðu fundið efnið.
Fregn þessi héfur vérið borin til
baka. Segir í yfirlýsingu ábyrgra
aðila, að efnið hafi verið þekkt í
50 ár, en verði aðeins stórlega
skaðlegt eftir að sérstök efna-
skipti hafa farið fram í því — en
ekki þó jafnhættulegt og blöðin
vilja vera láta.
FLATEYRI, 23. jan. —- Veðurfar
er hér mjög gott um þessar mund
ir, snjólítið en nokkur frðst. Ekki
er þó snjórinn minni en svo, að
hér stendur nú yfir skíðanám-
skeið. Kennari er Guðmundur
Hallgrimsson.
Unnið er að lagfæringum i
Eyrarbótinni. Er verið að hlaða
þar upp grjóti til varnar fyrir
ágangi sjávar, en fyrir tveim ár-
um flæddi sjór hér yfir eyrina og
braut þá talsvert land.
— Fréttaritari.