Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 8
I MORCTr\nr 4 ntfí Sunrnidaernr 25. ian. 1959 Þjdrsáí klakaböndum TVEIR af blaðamönnum Mbl. brugðu sér í fyrradag austur fyrir Fjall. Erindið var einkum það að skoða íshrannir Þjórsár, en bænd- ur eystra segja að ísalög á þess- ari miklu jökulá séu nú sam- bærileg við það sem var frosta- veturinn mikla 1918. Á stórum svæðum, er þetta straumharða og mikla jökulfljót, sem miklar virkjunaráætlanir hafa verið gerðar um, undir fleiri metra þykkri íshrönn, sem einna líkust er skriðjökli. Á sama tíma sem Norðlend- ingar eru tímum saman að berj- ast áfram á 10 hjóla trukkum í kafófærð milli kaupstaðanna, er nú hægt að þjóta á Volkswagen eftir svo til marauðum þjóðveg- inum austur að Selfossi, eins og um hásumar. Á stöku stað er krækt út á vetrarbrautarkafla, svo sem við Skíðaskálann og eins austur á Hellisheiði, þar sem krækt er fyrir hina snjóþungu Smiðjulaut, og farið eftir upp- hækkuðum vegi á hraunkambin- um suður af lautinni. Þegar komið er austur á Kambabrún má heita snjólaust að horfa yfir Ölfusið, en snjó- línan liggur skýrt afmörkuð við Ölfusá, en austan hennar er dá- lítil snjóföl á jörðu. Kunningjar bentu okkur á það, að við skyldum aka niður Vill- ingaholtsveginn og síðan niður með Þjórsá, að bænum Seiparti, en þar er áin bílfær á ís. Á Sel- parti búa bræðurnir Ásgeir og Jóhann Sæmundssynir. Við létt- um ekki fyrr en þangað var kom- ið. Sex hestar í vetrarfeldi hlupu yfir hlaðið, út í góða veðrið að viðra sig. Hér eru hestamenn, varð okkur að orði, er við horfð- um með velþóknun á klárana skokka út á snjófölvað túnið. — Þeir munu vera úti í hest- húsinu, sagði bústýran, er við spurðum eftir húsbændum. Nærri því formálalaust var erindið borið upp. — Okkur var sagt að leita til ykkar um að leiðbeina okkur austur yfir Þjórsá á bilnum. — Það er hægt, sögðu bræð- urnir og voru hinir hressilegustu. Er ekki að orðlengja það að þeir óku með okkur yfir túnið og niður að ánni. — Þetta er ofureinfalt sögðu bræðurnir, þið sjáið hvar slóðinn liggur eftir bílana austur yfir ána. En áður en þið farið, komið þið inn og fáið hjá okkur kaffi. Meðan við sátum yfir rjúkandi kaffibollum heyrðist stöðugur sónn eða hvinur fyrir eyrum okk- ar. — Það er sónn í símaheim- tauginm sem svona heyrist í. Það er af því hve þurrkurinn er mik- ill. Sónninn breytist nokkuð eftir því hvernig veðrið er, sagði eldri systir þeirra bræðra, en þó get- um við varla stuðst við hann til veðurspár. í heimili þeirra systkina sáum við rokk, sem við bæjarmennirn- ir héldum að væri orðið heldur sjaldséður gripur á heimilum nú á tímum. — Þeir eru enn víða rokkarn- ir, sagði eldri systirin, og hún bætti því við, að til sveita væri rokkurinn bókstaflega ómissandi yfir vetrarmánuðina. Hin nýja „þjóffleið“ yfir Þjórsá, sem þarna er um 5 km á breidd. Á árbakkanum standa bræffurn- ir í Selparti, sem vísuðu á slóðina yfir árna. Bæirnir á móti eru um og „Partabæja-bænda svo nefnast bæirnir þarna á bökkum Þjórsár einu nafni, yfir því, að ekki hafi raflínunetið teygt sig til þeirra, þó aðeins séu 5 km í raflínuna. — Já, grannar okkar hérna hinum meginn árinnar í Háfs- hverfinu hafa meir að segja raf- magn. en sér detta í hug að fara á bíl yfir Þjórsá. A. m. k. þegar maður er staddur uppi á sjálfri Þjórsár- brúnni yfir gljúfrunum. Þangað komum við síðar um daginn. Sólin var þá að setjast. Það var stórkostlegt um að litast af Þjórsárbrú. Það var líkast sem skriðjökull brytist þar fram. Ferlegar íshrannir hálffylla Séð af Þjórsárbrú ofan í gljúfrið. Marka má hinar hrikalegu ísskarir af því meðal annars, að sjá hve lítill maðurinn «r, sem stendur á ísskörinni til hægri. Systkinin voru hin skemmtileg- ustu í viðræðum. Margt bar á góma, m. a. rafmagnsmál, en á Selparti er dieselstöð, því þang- að er raflína ekki komin enn. Lýstu bræðurnir vonbrigðum sín- Talið barst að hestum. — Það eru systurnar sem vilja hafa hest- ana, sagði Jóhann. Og þær tóku hlæjandi undir orð hans og kváðu hestana með öllu ómiss- andi. Þannig var setið og masað góða stund í góðu yfirlæti hjá þessu ágætisfólki. Síðan var ekið niður að ár- bakkanum og staldrað við. Bræð- urnir sögðu okkur, að Þjórsá gamla væri miskunnarlaus. Með aðstoð klakans hefur hún lagt undir sig árlega um 1 meter af fastalandinu á vesturbakkanum. Nú ætlum við að stöðva þessa framrás, með því að hlaða undir- bakka á alllöngum kafla hér með fram heimatúninu, og stækka flóðvarnargarðana. gljúfrið. Við brúna, hefur Þjórsá gamla rutt sér braut gegnum miðjar hrannirnar og þar beljar hin gráleita jökulsá fram með tugmetra háum ísbökkum. Var Háfshverfi, austan Þjórsár. Ljósmyndirnar tók vig. þetta hin stórkostlegasta sjón a8 sjá. Bersýnilega hefur íshrönnin verið aðeins hærri í gilinu, ea síðan fallið niður eins og þekja. Þá hafði íshrönnin að sögn þeirra á Þjótanda, verið nær upp undir brúargólfið á gömlu Þjórsár- brúnni. Nokkru fyrir ofan gljúfrið, fer Þjórsá aftur undir hina miklu íshellu, og er sú hella samfelld allt undir Búðafoss, sem er una 40 km fyrir ofan Þjórsárbrú. Nokkru fyrir neðan brúna, þegar nær dregur Urriðafossi, hverfur Þjórsá einnig undir ísinn. Við brugðum okkur heim að Urriðafossi. Þar á túninu heima við bæinn, hefur Þjórsá skilið eftir stóra ísjaka, einn t. d. um 3 metra hátt bákn. Við héldum niður að Urriðafossi. En þegar þangað kom, fyrirfannst enginn fossinn. Við heyrðum einhvert smávegis seytl upp um dálítið gat, sem var á íshrönninai og var það allt og sumt. Þegar horft var inn eftir farveginum var hann að sjá sem skriðjökull Sólheima- jökuls þar sem hann teygir sig út úr Mýrdalsjökli. Er við stóðum uppi á hæðinni fyrir ofan ,þar sem Urriðafoss hefði átt að vera, kom mér í hug að á árinu 1957, hefði Sigurjón Rist, vatnamælingamaður, sýnt fram á að allar áætlanir um bygg ingu orkuvers við Urriðafoss, væru tómt mál að tala um, vegná þess hve miklar íshrannir mynd- ast þar í hörðum frostavetrum og myndu mola öll mannvirki. í fyrradag var íshönnin yfir Þjórsá við Urriðafoss allt að 20 metra há. Þetta staðfesti Sigurjón Rist við okkur, er við komum aftur hingað í bæinn um kvöldið. Hann hafði sjálfur verið þar eystra við Framh. á bls. 9 Á túninu fyrir neðan bæinn á Urriðafossi hefur Þjórsá gamla skilið eftir heljarmikið isbákn. — Ykkur er ekki meiri vandi á höndum að aka hér yfir Þjórsá en ungu frúnni frá Reykja vík, sem býr nú hér í hreppn- um. Hún kom um daginn á trakt- ornum hingað og við leiðbeind- um henni áleiðis yfir ána. Hún var að heimsækja vinkonu sína hinum megin árinnar. Þær eru duglegar þessar Reykjavíkur- stúlkur, sem gifzt hafa hingað austur, sagði Ásgeir. Við kvöddum þá bræður og renndum út á sjálfa Þjórsá. Við ræddum um það okkar í milli meðan billinn rann yfir renn- sléttan ísinn, en þarna eru um 5 km á milli árbakkanna, að það væri í rauninni fráleitt að láta Um það bil á þeim stað, sem maðurinn stendur, er Urriðafoss falinn undir 20 metra þykkri ishellunni. fsinn minnir ei„»... helzt á skriðjökul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.