Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 11
Sunnudagur 25. jan. 1959
MORGinSBLAÐlÐ
11
— Ræða Bjarna
Benediktssonar
Framhald af bls. 1.
skapur af mér að segja, að hann
hefði falsað tekjuáætlun fjárlaga-
frumvarpsins fyrir 1959. En ég
vitna til skýrra orða Emils Jóns-
sonar, forsætisráðherra, um þetta
og ég bendi á það, að fyrrverandi
samráðherra Eysteins, Lúðvík
Jósefsson, segir, að hann hafi
grunað að Eysteinn væri að
blekkja hann, en ekki getað trú-
að því að hann væri blekktur um
80 miiljónir króna.
Sannleikurinn er sá, hélt Bjarni
áfram, að það er ekki nóg með að
röng t'ekjuáætlun Eysteins Jóns-
sonar á undanförnum árum sýni
óreiðu í reikningshaldi, heldur er
hér um að ræða alvarlegt mál og
stórhættulegt þingræðinu. Afleið-
ingin af þessu hefur orðið sú, að
á hverju ári verður tugmilljóna
tekjuafgangur, sem Eysteinn hef-
ur að nokkru viljað ráðs'tafa í
umframgreiðslum. Og það get ég
borið, af áralangri samveru við
þennan mann í ríkisstjórn, að
hann hefur hallað á um meðferð
á þessum umframgreiðslum.
Stundum hefur það komið fyr-
ir, að einstaka hagfræðingar hafa
fallið í þá gildru, að hrósa Ey-
steini fyrir þessa tekjuafganga og
segja að það sé skynsamlegt hjá
honum, að taka þessa peninga til
hliðar og halda þeim úr umferð,
með því væri dregið úr verðbólgu
spennunni.
En þetta er einmitt það, sem
Eysteinn hefur aldrei viljað gera.
Hann hefur einmitt ráðstafað
þessu fé á hverju ári til meiri
fjárfestingar, sem hefur valdið
enn meiri spennu og verðbólgu.
Hann hefur ekki búið til þessa
afganga til þess að draga úr
spennunni, heldur til þess eins að
geta tekið fjárveitingarvaldið í
vaxándi mæli frá Alþingi, að
nokkru í eigin hendur og að
nokkru í hendur ríkisstjórnarinn-
ar.
Það er að vísu alveg rétt, að
mikið af þessu fé hefur farið til
gagnlegra hluta, en Alþingi hefur
ekki samþykkt þær fjárveitingar,
eins og lög standa til og eðli
málsins krefst.
Eysfeinn og Mtinclihausen
Næst vék Bjarni Benediktsson
að hinum dularfullu 63 millj. kr.,
sem Lúðvík Jósefsson hafði upp-
lýst í ræðu daginn áður, að
„hefðu áskotnazt“. Hann sagði
að vísu ekki hverjum þær
hefðu áskotnazt. En þessu dular-
fulla fé hafði meirihluti stjórnar-
innar úthlutað, án þess að bera
það á nokkurn hátt undir Al-
þingi.
En nú er málið smámsaman
tekið að upplýsast. Hér er um að
ræða tekjur, sem fengust af því
að leggja 55% útflutningssjóðs-
gjald á dollaralán frá Ameríku
og innti útflutningssjóður gjaldið
síðan af höndum. En til hverra?
Hver er talinn eigandi þessara
63 millj.? Það upplýsti Eysteinn
Jónsson eklci. En sagðist hafa
minnzt á þetta í framsöguræðu
sinni við fjárlagafrumvarpið í
október. Rétt er það, en með
þeim hætti, að loðnari skýring
hefur víst aldrei verið gefin á
tekjum.
Skýring Eysteins þá var í sam-
bandi við Iýsingu á erlendum lán-
um. Hann sagði þá m. a.:
„Þegar þessi nýju lög (um 55%
yfirfærslugjald) komu í gildi, var
ekki búið að færa heim þetta er-
lenda lánsfé ,þótt búið væri að
lána út á það fyrirfram hér inn-
anlands, til þess að styðja þær
stofnanir og 'framkvæmdir sem
ég nefndi (þ. e. sementsverk-
smiðju, raforkuáætlun, ræktunar
sjóð og fiskveiðasjóð). Þetta þýð-
ir, að á þetta lánsfé koma yfir-
færsluuppbætur á þessu ári. Það
drýgist í meðförunum hér innan-
lands um 63 millj. kr.“
Ég vil fullyrða það, sagði
Bjarni Benediktsson, að loðnari
skýring hefur aldrei verið gefin
á 63 millj. króna tekjuauka. Ey-
steinn kallar það að erlent lán
drýgist við það að gjöld og tollar
eru lagðir á það. Hvað drýgist í
því sambandi? Eru ekki dollar-
arnir þeir sömu. Nei, þeir drýgj-
ast ekki, og það er víst að þessi
firamkoma fyrrverandi fjármála-
ráðherra er stórvítaverð. Og þótt
hann fáist ekki til að segja hver
sé eigandi fjárins, þá er víst að
ríkisstjórnin úthlutaði því og án
nokkurs samráðs við Alþingi,
þótt hún væri sjálf klofin um
málið og komin á banastund.
Nú er verið að birta mynda-
sögu af Múnchhausen barón. Ég
held, sagði Bjarni, að það ætti að
fara að teikna myndasögu af Ey-
steini Jónssyni og það hvernig
hann galdrar fram sjóði og drýgir
dollaralán með því að leggja bara
sem hæst gjöld og tolla á þau.
Gallinn er bara sá, að galdraverk
Eysteins mistakast, enda lýsti
hann því bezt sjálfur, að viðskiln
aður hans væri slíkur, að opin-
berir sjóðir væru tómir og fjöldi
manna mundi missa íbúðir sínar
og við blasti botnlaus verðbólgu-
hít.
Þáttur Eysteins í kaup-
hækkunum
Eysteini brá mjög, þegar ég
rakti feril hans í kauphækkunar-
málunum í gær.
Hann getur ekki borið á móti
því, að hann beitti sér fyrir að
starfsmenn SÍS fengju 8% kaup-
hækkun, haustið 1956 og þar með
var rofið kauphækkunarbann rík
isstjórnarinnar. Hann reynir nú
að afsaka þetta með því að kaup-
hækkun þessi hafi aðeins verið
til samræmis. En hvenær hefur
nokkur kauphækkun orðið svo
að hún væri ekki kölluð vera til
samræmis?
Það er óhagganleg staðreynd,
að ef á að stöðva, þá verður að
stöðva á kveðnum stað og
ákveðnum tíma. Með því einu
móti hefur varnarveggurinn til-
ætluð áhrif. En Eysteinn Jóns-
son braut þennan varnarvegg.
Þess vegna er hann sekasti mað-
urinn á íslandi um að opna flóð-
gáttir fyrir kauphækkunaröld-
unni.
Þá ítrekaði Bjarni það enn, að
einn nánasti samstarfsmaður Ey-
steins' hefði borið fram tillögu í
bæjarstjórn Reykjavíkur um að
semja tafarlaust við Dagsbrúnar-
menn um 12% kauphækkun. —
Þessu þýðir Eysteini ekki að mót
mæla, alþjóð er það löngu kunn-
ugt og tillaga deildarstjóra hans
geymist í gerðabók bæjarstjórn-
ar.
Til viðbótar þessu má aðeins
minna á að Tímanum fannst sjálf
sagt að iðnaðarmenn fengju kaup
hækkun fyrstir allra eftir lög-
festingu bjargráðanna og það var
einnig Eysteinn Jónsson sem á
sínum tíma gerði það mögulegt
að greiða flugmönnum þau sér-
stöku hlunnindi er þeir fengu
eftir verkfall þeirra.
Ég vil ekki segja, að þetta hafi
verið skemmdarverk hjá Ey-
steini Jónssyni. Ég held frekar
að Eysteinn geti hér sagt, eins
og hann segir svo oft upp á síð-
kastið: „Ég bara skil þetta ekki“.
—. Hann bara skildi eklti, hvað
var að gerast og gerði því tóma
vitleysu.
Fjárfesting og sparnaður
Eysteinn Jónsson spurði mig,
hvaða framkvæmdum og fjár-
festingu mætti draga úr?
Ég skal nefna eitt dæmi. Hver
sá, sem fer út fyrir Reykjavík,
í kaupstaði, kauptún og þorp, sér
að stærstu húsin eru hvarvetna
hús þess fyrirtækis, sem Eysteinn
Jónsson stjórnar. Víðast er nú svo
komið, að mest ber á tveimur
höllum. Stærri höllin er kaupfé-
lagshúsið, minni höllin er hús
kaupfélagsstjórans.
Á þá að rífa þessi hús? spurði
Eysteinn Jónsson úr salnum.
Nei, það á ekki að rífa þau,
svaraði Bjarni Benediktsson og ég
er síður en svo á móti því að góð
hús séu byggð. En það á að láta
sömu lög gilda fyrir alla lands-
menn. Það eru í gildi í landinu
lög um takmörkun á fjárfestingu
og þessi lög takmarka byggingu
verzlunarhúsa. Af hverju ekki að
láta sömu reglu gilda um þetta
utan Reykjavíkur, sem menn hér
verða að una?
Enn má benda á það, að ekki
er von á að hægt sé að koma á
miklum sparnaði, þegar eins ó-
sparlega er haldið á fé ríkisins
á æðstu stöðum og verið hefur
undanfarið.
f stjórnarráðinu hefur það t.d.
komið fyrir, að ef vandræði hafa
verið með hverjum ætti að veita
skrifstofustjórastarf í ráðuneyti,
þá hefur embættinu bara verið
skipt og tveimur veitt það.
Ég minnist þess, sagði Bjarni
Benediktsson, að þegar ég var í
stjórn með Eysteini ætlaði ég að
gera þá breytingu að sameina
menntamálaráðuneyti og dóms-
málaráðuneyti undir einn skrif-
stofustjóra, sem var lang hyggi-
legast, og hafði lengst af verið.
En þegar ég nefndi þetta, þá sner-
ist fjármálaráðherra öndverður
við því. Maðurinn, sem þó átti
að gæta þess að sparlega væri
með farið.
Þegar svo er farið að, er eðli-
legt, að skrifstofúbákn ríkis
stækki, enda sést hvergi í neinu
ráðuneyti þvílíkur hópur sem í
fjármálaráðuneytinu.
Bjarni minnti á það, að hann
hefði í fyrra lagt fram á Alþingi
tillögu um að endurskoða lög-
gjöf og skipulag stjórnarráðsins.
En hvorttveggja er í algerum
molum. Eysteinn gat að vísu ekki
hindrað samþykkt þessarar til-
lögu. En hann fékk gerða á henni
þá breytingu, að nefnd yrði ekki
Iátin athuga málið, heldur yrði
því vísað til rikisstjórnarinnar,
þ.e.a.s. til hans sjálfs!
Kjördæmamálið
Eysteinn Jónsson sagði að nú
ætti að leggja niður öll kjördæmi
landsins, nema eitt, þ.e. Reykja-
vík.
Þetta er heldur gáfulegt. Það
er eins og að segja, að piltur
og stúlka sem ganga í hjónaband
séu þar með bæði drepin!
En fyrst Framsóknarmenn gagn
rýna svo fyrirhugaðar breyting-
ar á kjördæmaskipuninni, hver
er þá þeirra afstaða? Hvar eru
þeirra tillögur?
í umræðunum um stjórnar-
myndun í vetur spurðum við
hverjar tillögur Framsóknar-
flokksins væru í kjördæmamál-
inu.
Jú, Framsóknarmenn sögðust
vera búnir að hugsa málið og
hafa tillögur á takteinum.
— Getið þið þá ekki látið okk-
ur hafa þær skriflega til athugun
ar? spurðum við Sjálfstæðis-
menn.
En, æ-nei. Það var ekki hægt.
Og síðan hefur ekkert heyrzt um
þessar tillögur Framsóknarflokks
ins sem þeir sögðu þó um miðj-
an desember að væru tilbúnar.
Og nú er mér spurn, — veit
Framsóknarflokkurinn nokkuð
sjálfur hvað hann vill í kjör-
dæmamálinu? Hann vill aðeins
eitt og það er að viðhalda rang-
lætinu og beita öllum brögðum
til að viðhalda ranglætinu.
Lántökur og varnarmál
Eysteinn Jónsson ber mjög af
sér að lántökum ríkisins hafi ver-
ið blandað saman við varnarmál-
in.
Það getur vel verið að rétt sé
frá skýrt, að Guðmundur í. Guð-
mundsson þáverandi utanríkis-
málaráðherra hafi ekki tekið þátt
í samningum um dollaralán á
sama tíma og hann var að endur-
nýja varnarsamninginn haustið
1956. En það er víst, að samning-
ar þessir fóru fram samtímis.
Sjálft málgagn stærsta V-stjórn-
arflokksins staðfesti það, að lán-
ið til Sogsvirkjunarinnar hefði
fengizt í sambandi við endurnýj-
un varnarsamningsins.
Það virðist líka auðséð að komm
únistar stóðu við gerða samninga.
í blaði ríkisstjórnarinnar hefur
veríð sagt frá því, að í 2 ár. sem
kommúnistar voru í stjórn, hafi
þeir aldrei minnzt á brottflutning
varnarliðsins. En nú strax og þeir
eru farnir úr stjórn, bera allir
þingmenn kommúnista og þeirra
á meðal hinir fyrrverandi ráð-
herrar flokksins Lúðvík Jósefsson
og Hannibal Valdimarsson, sem
þögðu þó í tvö ár, — nú bera
þeir fram tillögu um brottflutn-
ing hersins. Það géfur auga leið,
hvað hér hefur gerzt. Meðan
kommúnistarnir voru í stjórn og
nutu hinna amerísku lána, töldu
þeir sig skuldbundna til að hreyfa
ekki málinu. Nú eru þeir farnir
úr stjórn og ekki skuldbundnir
lengur.
Við þurfum heldur ekkert að
fara í grafgötur um þetta, hélt
Bjarni áfram. Því að við nöfum
opinbera tilkynningu Bandaríkja-
stjórnar um 4 milljón dollara
lánið, sem veitt var um áramótin
1956 og ’57. í þeirri tilkynningu
stendur það svart á hvítu, að lán-
ið sé veitt úr sérstökum sjóði, sem
forseti Bandaríkjanna hefur til
ráðstöfunar, og aðeins má nota
fé úr til ráðstafana sem forsetinn
telur mikilvægar fyrir öryggi
Bandaríkjanna.
Þetta er Ijót saga, sagði Bjarni
Benediktsson. — Ljótasta sagan,
sem skeð hefur í okkar tíð á ís-
landi.
Þau lán, sem fengust vestan
hafs áður en V-stjórnin tók við
voru veitt með allt öðrum hætti.
Síðustu árin var það Alþjóða-
bankinn, sem þau veitti og setti
að sjálfsögðu engin pólitísk skil-
yrði. En nú hafa lánin verið veitt
beint frá ríkisstjórn Bandaríkj-
anna.
Svo segir Eysteinn, að af því
að við höfum vítt þetta, þá meg-
um við ekki taka neins staður
erlend lán, nema á tunglinu. Það
getur verið að hag íslands sé nú
svo komið eftir atferli V-stjórnar
innar, að ekki sé margra kosta
völ með lántökur og fyrir það er
Eysteini að þakka. En við Sjálf-
stæðismenn höfum aldrei gefið
yfirlýsingar um brottrekstur hers
ins og við höfum aldrei lagzt eins
lágt og V-stjórnin að tengja lán-
tökur við dvöl erlends herliðs í
landinu.
Eyðslulán
Þá bað Eysteinn mig að benda
á hvar eyðslulán V-stjórnarinnar
væru. Því er til að svara, að það
er alltaf hægt að haga lánum svo
og taka svo til orða, að þau séu
til uppbyggingar. En það sem
gert hefur verið er, að erlend lán
hafa verið tekin til framkvæmda
sem áður voru gerðar með inn-
lendu fé. Þó hægt sé að sýna að
framkvæmdir sem féð rann til
hafi verið þarfar, þá er munurinn
sá, að í stjórnartíð Ólafs Thors
notuðu íslendingar eigið fé til að
standa undir slíkum framkvæmd-
um.
V-stjórnin varð að fá lán, ekki
aðeins vegna eyðrlu innanlands,
heldur varð hún að fá lán til þess
að kaupa eyðsluvörur sem kom-
ust í háa gjaldaflokka.
Enda er nú svo komið, að þeir
segja sjálfir að öll sund séu að
lokast í lánamálum. Meira að
segja efnahagssérfræðingur Al-
þýðusambandsins lýsir því yfir
að lántökuleiðin sé að lokast.
Hinu sama hefur Eysteinn marg-
lýst í alþjóðaráheyrn.
Enn er það alvarleg afleiðing
af meðferð V-stjórnarinnar á
fjármálunum, að sparifjármynd-
unin er að stöðvast. Á árunum
1953—56 nam sparifjáraukningin
700 milljónum króna. Nú er við-
skilnaður V-stjórnarinnar slíkur
að hætta er á að öll sparifjár-
myndun stöðvist að dómi Emils
Jónssonar, forsætisráðherra.
Sammála um dómgreind
kjósenda
Eysteinn Jónsson spáir því að
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að
ganga undir mörg jarðarmen á
næstunni. Það má vel vera og
enginn veit sína ævina fyrr en
öll er.
En aldrei mun hann þó þurfa
að ganga undir ömurlegra jarðar-
men, en Framsóknarflokkurinn
gerir nú, þegar hann lýsir því
yfir á rústum V-stjórnarinnar, að
hann vilji stjórnarsamstarf við
Sjálfstæðisflokkinn, -— bara ef
þingkosningum verði frestað til
1960. Þannig leitar hann beinlínis j
liðs hjá Sjálfstæðismönnum til
þess að þurfa ekki að ganga til 1
kosninga. Við erum sammála um
dómgreind kjósenda. Þess vegna
óttast Framsókn kosningar en við
æskjum þeirra.
Enda hefur verið haldið þannig
á málum nú, að það er bein lýð-
ræðisleg skylda, að láta þjóðina
leggja sinn dóm á þau verk sem
V-stjórnin hefur unnið.
Atkvæði og undirskrift
Ilannibals
Næst þessu vék Bjarni Bene-
diktsson að ýmsum ummælum er
Hannibal Valdimarsson hafði við-
haft í ræðu sinni á Alþingi fyrr
um daginn.
Hannibal sagði m. a., að hon-
um og flokksbræðrum hans þætti
ekki verst kauplækkunin í sjálfu
sér, heldur hitt, að hér væri i
fyrsta skipti verið að skerða
samningsrétt verkalýðsfélaganna
og lækka kaupgjaldið án samráðs
við þau. Það sagði Hannibal að
væri óþolandi.
En við skulum nú athuga ör-
lítið feril Hannibals Valdimars-
sonar sjálfs:
Árið 1947 flutti stjórn Stefáns
Jóhanns Stefánssonar frumvarp
um dýrtíðarráðstafanir. Stefán
lýsti frumvarpinu sjálfur á þessa
leið:
.... í 12. grein er svo fyrir-
mælt, að þar sem miðað er við
verðlagsvísitölu, má ekki miða
við hærri vísitölu en 300 á meðan
' þessi lög eru í gildi. Þetta er
hvort tveggja niðurskuiður á vísi
tölunni og stöðvun honnar að
vissu marki. Ég skal segja það
hreint og ljóst, að þessi niður-
skurður er ekki nema 8% og eftir
útreikningi hagstofunnar um það,
hvað ætla mætti, að þetta mundi
nema miklu í lækkun launa,
mætti ætla að það yrði um 5%.“
Einn af þeim sem greiddi at-
kvæði með þesari lögbundnu 5%
kauplækkun árið 1947 var ein-
mitt þingmaður að nafni Hanni-
bal Valdimarsson. Hann gerði
meira að segja grein fyrir at-
kvæði sínu, svohljóðandi:
„Með því að ég lít svo á, að i
þessu frumvarpi felst ákvæði,
sem skapi aukið atvinnuöryggi,
sem ég tel að veiti verkalýð lands
ins betri hagsbætur, heldur en
nemur þeirri kaupskerðingu, sem
binding vísitölunnar leiðir af sér,
þá greiði ég atkvæði með þessu
frumvarpi ... “
En ekki er allur ferill Hanni-
bals rakinn enn, því að í Stjórnar
tíðindum, þann 28. ágúst 1956 má
lesa þetta:
„Bráðabirgðalög um festingu
verðlags og kaupgjalds.
Forseti íslands gjörir kunnugt:
Félagsmálaráðherra hefur tjáð
mér, að vegna atvinnuöryggis I
landinu beri nauðsyn til að koma
í veg fyrir áframhaldandi hækk-
un verðlags og kaupgjalds.
Fyrir því eru hér með sett
bráðabirgðalög.“
Bráðabirgðalögin 28. ágúst 1956
voru sett til þess að svipta laun-
þega. 6 vísitölustigum, sem þeir
áttu lagalegan rétt á að fá 3 dög-
um síðar, 1. september. Og félags-
málaráðherrann, sem kvað nauð-
syn til bera að svipta launþegana
6 vísitölustigum og undirritaði
lögin með forseta íslands hét
Hannibal Valdimarsson.
Kannske hann hafi þá haft sam
ráð verkalýðsins um þessa kaup-
lækkun? Kallaði hann saman
þing ASÍ eða fundi í nokkru ein-
asta verkalýðsfélagi? Nei, það
gerði hann ekki.
Já, danskt máltæki segir: Þeim,
sem guð gefur embætti, - gefur
hann vit til að gegna því. Við
skulum vona, að svo hafi reynzt
um Hannibal á meðan hann var
ráðherra, en ljóst er af þessu að
ekki hefur honum verið gefið
minnið.
Eða er málið svo vaxið að þess-
ir menn telji sjálfum séi leyfi-
lcgt að gera allt það, sem þeir
telja níðingsverk og ofbeldj að
Framh. á bls. 14