Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 20
20
MORGZJIVRLAÐIÐ
Sunnudagur 25. Jan. 1959
•rgleraugu og drengjalega stutt-
klippt hár. Hann hafði hreyfingar
unglings, en augu öldungs. Hann
greip fram í fyrir hinum æsta hr.
Ross.
„Hinir miklu stjórnmálaspeking
ar virðast hafa lagt leið sína hing
að aliir með tölu. Frú Eleanor
Roosevelt — í fyrsba skipti í ekkju
standi sínu. Og nú verðið þér
undrandi, Helen: Herra Morgent-
hau er líka mættur í eigin per-
sónu. Situr eins og dómari í stúk-
unni sinni. Við hliðina á stúku
Ruth Ryans. Hún er með fólki úr
Stjórnarráðinu“.
„Þér virðist hugsa meira um
áhorfendurna en leiksviðið, Ted“,
sagði Helen brosandi.
„Það er of snemmt að fara að
hugsa um leiksviðið", fullyrti Ted.
Rétt í sömu andránni opnuðust
dyrnar með talsverðum hávaða. —
Það var hr. Mason, _,Engillinn“,
sem hafði lagt hundruð þúsunda í
fyrirtækið. Þetta var engan veg-
inn fyrsta Broadway-leikritið
hans, en hann minnti samt hreint
ekki á neinn „Engil“. Hann var
stór og digur og það hefði þurft
flugvélarskrúfu til að lyfta honum
frá jörðu. Litlu augun sáust með
naumindum í rauða, búlduleita
andlitinu. Hann var eigandi stórr
ar niðursuðuverksmiðju. Hann var
alltaf Iafmóður, en í þetta skipti
virtist hann hreint og beint standa
á öndinni.
„Kröfuganga...másaði hann.
,.Kröfuganga..... Spjöld.......
Öskur......Ég var biúinn að spá
þessu. Dagblöðin voru líka búin að
sjá það fyrir. Þetta verður
hneyksli....“ Hann lét fallast
niður á stól, sem virtist að því
kominn að brotna niður undan
Mkamsþunga mannsins.
Helen starði á hr. Mason í orð-
vana undru.n
Nú kom aðstoðarmaður leik-
stjórans inn. í gráa vinnusloppn-
um sínum leit hann út eins og all-
ir aðstoðarmenn: Eins og fatlað-
ur leikstjóri. Maður hefði getað
haldið að hann vsri eldri og miklu
IIIUILI
óhamingjusamari bróðir Ted
Lesers.
,_Kröfuganga ....“ byrjaði hann.
„Við vitum það“, sagði .oikstjór
inn. — „Hvað vill fólkið?"
Aðstoðarmaðurinn sneri sér að
Helen:
_,Fólkið heldur því fram að Þjóð
verjum sé borin mikils til of vel
sagan í leikriti yðar...."
„Og Ruth Ryan liggur heldur
ekki á liði sínu“, greip Ross fram
í. — ,Hún....“
Lengra komst hanfi ekki því að
aðstoðarmaðurinn hélt áfram með
frásögn sína: — „Menn bera alls
konar herfileg spjöld“. Hann kom
með nokkrar tilvitnanir: — „Við
viljum engan nazista-áróður á
Broadway". _,Til hvers féllu æsku-
menn okkar?" Hann sneri sér frá
Helen. — „Er Helen Cuttler
jómfrú?" Þannig mætti lengi telja
Að minnsta kosti fimmtán spjöld.
Bersýnilega fyrrverandi GI, sem
hafa æst mannfjöldann“.
„Það varnar leikhússgestunum
inngöngu", stundi Mason á alltof
litla stólnum sínum.
„Þeir eru nú þegar komnir inn
í leikhúsið", reyndi Ross að segja
sefandi. En hann skalf einnig all-
ur frá hvirfli til ilja.
,1 dag — kannske", sagði að-
stoðarmaðurinn. — „En við ætlum
líka að sýna leikritið á morgun.
Þá þorir ekki ein einasta sál að
sýna sig í leikhúsinu...."
Helen lagði við hlustimar. — 1
gegnum veggina bárust hróp og
háreisti utan af Broadway, lágt en
vel heyranlega. Maður gat ekki
heyrt það sem hrópað var, en háv-
aðinn hlaut að vera ískyggilega
mikill, fyrst hann barst alla leið
inn í búningsherbergið.
Karlmennirnir í herberginu litu
á Helen. Hún var höfundurinn.
En fyrst og fremst var hún eina
konan í herberginu. Þess vegna
hlaut hún að vera sú sterkasta.
Hún settist. Hún greip höndun-
um fyrir eyrun, ekki svo mjög
vegna þess að háreystin gerði hana
hrædda, heldur fyrst og fremst
Silkigljái og áferðarfegutrð með
5T RAU B
heimapermanenti
★ Nýjar birgðir
Verð kr: 36. —
Ennfremur nýkomið hið marg-
eftirspurða STRAUPOON
shampoo.
Sími: 2-21-35.
Bankastræti 7.
til þess að heyra ekki það sem
mennirnir í herberginu sögðu: —
„Ef þetta misheppnast í kvöld“_
hugsaði hún með sér — „þá þarf
ég ekki að fara til Kaliforníu aft-
ur. Morrison getur ekki kvænzt
mér. Bara ekkert athlægi. Ekkert
hneyksli. Hinar glæstu framtíðar-
vonir mínar eru grundvallaðar á
lausum sandi“.
Og þó skelfdi sú hugsun hana
ekki, að nokkrir kröfugöngumenn
kynnu að ráða örlögum hennar.
Það sem hún hræddist var henn-
ar eigin einstæðingsskapur. Menn
irnir sem ræddust við að baki
hennar, voru ekki vinir hennar.
Þeir elskuðu hana, meðan hún naut
góðs gengis, en þekktu hana ekki
lengur, þegar hún laut í lægra
haldi. Morrison.....Hann sat í
stúku sinni. Hann var stór og
sterkur og einn af voldugustu
mönnum í heiminum. En gat hún
hlaupið til hans? Hann hafði
horft á hana_ undrandi og óþolin-
móður. — „Þú veizt að það getur
ekki gengið, blessað barn“. Hún
var barn, sem ekkert skildi. En
barn sem þarfnaðist hjálpar, mátti
hún ekki vera.
Með snöggri hreyfingu í-eig hún
á fætur.
„Hvað eru mörg sæti laus enn-
þá?“ spurði hún Ross.
„Ekki eitt einasta. svo er guði
fyrir að þakka“, svaraði litli
maðurinn.
„Þá verður að útvega fleiri
sæti“.
„Hvernig eigum við að gera
það?“
„Látið þér flytja stóla inn í sal-
inn“.
.,Það er stranglega bannað af
lögreglunni, vegna brunahættu".
„Bannað eða ekki oannað — ég
borga fjársektina“. Hún sneri sér
að leikstjóranum en í augum hans
e.ins þóttist hún hafa greint ein-
hvern skilningsvott. — „Klæðið
þér yður nú í frakkann, Ted og
farið síðan út á götuna. Þér eigið
að koma með forsprakka kröfu-
göngunnar hingað inn til mín“.
Við Ross sagði hún: — „Ég þarf
að fá tuttugu stóla. 1 g vil hafa
fólkið fyrir framan. Beint fyrir
framan mig“. Og við aðstoðar-
manninn: — ,.Tjaldið lyftist eltki
fyrr en fólkið er komið inn í sal-
inn“. —
Feiti verksmiðjueigandinn staul
aðist á fætur og það hraðar en
maður hefði haldið að hann gæti.
„Þér eruð vitstola", sagði hann.
„Brjáluð. Alveg kolbrjáluð. Þér
látið eyðileggja salinn fyrir okk-
ur“.
Hún lét sem hún heyrði ekki til
hans. Ted Leser var nú kominn í
frakkann. Hún leiddi hann að hurð
inni. 1 dyrunum sneri hún sér við.
„Tuttugu sæti, Ross. Ég geri
yður ábyrgan fyrir því“. Og við
Ted: .,Þér eruð þó ekki hræddur?"
Svo hljóp hún með leikstjóran-
um eftir ganginum, þar sem hin-
ir sminkuðu leikarar og statistar
stóðu. I leikritinu hennar, „Karl-
mennimir" komu aðeins karlar
fram. Þeir báru einkennisbúninga
þýzka og ameríska hersins.
Leikhússanddyrið var alveg
mannlaust. Það er varla til sá
staður í víðri veröld, sem getur
verið jafnauður og yfirgefinn og
leikhússanddyri, eftir að sýning
er byrjuð. Gyllti laufaskurðurinn
á veggjunum og rauðu gólfábreið
urnar virtust bliknuð og ellileg.
Fyrir ofan miðasöluna var lítið
spjald með áletruninni: „Uppselt".
Gjaldkerinn var farinn heim til
sín.
Helen gekk að einni glerhurð-
inni. Aðeins ein einasta glerhurð
skýldi henni nú fyrir hinum æsta
mannfjölda á götunni.
Riðandi lögreglulið hafði verið
kallað út, eins og alltaf þegar
uppþot og múgæsing vai'ð á götum
New York borgar. Lögregluþjón-
ar með fætur í leðurístöðum,
reyndu að tvístra kröfugöngunni.
Sjö eða átta lögregluhestar sner-
ust órólegir fram og aftur í
mannþrönginni. fyrir framan lei'k
húsið. Helen sá líka ungt fólk,
karla og konur, í rykfrökkum og
þunnum regnkápum. Það var ag-
aður hópur. Hann stóð þétt sam-
an og óbifanlegur eins og veggur.
1 höndunum á ungum manni með
lítinn hökutopp, blakti spjaldið:
„Er Helen Cuttler jómfrú?“ —
„Nafn mitt á Broadway", hugsaði
hún með sér — „með upplýstum
stöfum fyrir ofan leikhússdyrnar
— og á spjaldi með einföldum,
svörtum túskbókstöfum".
Ted Lasser var farinn út á göt-
una. Hún gat ekki heyrt hvað
hann sagði við einn lögreglu-
þjóninn. ungan mann á hestbaki,
sem með Menjou-vangaskegg sitt
var líkastur kvikmyndaleikara í
útliti. Ungi lögi'egluþjónninn virt
ist í fyrstu ætla að vísa Ted í
burtu. En svo laut hann áfram í
hnakknum og hlustaði á hann. —
Mínúturnar liðu. Inni í leikhúsinu
hlutu áhorfendurnir að fara að
ókyrrast. Lögregluþjónninn reið
hægt til lögreglufoi'ingjans. Þeir
ræddust við í hljóði. Einhvers stað
ar í hópnum hófust hróp að nýju.
Enn liðu tvær minútur. Hvað
myndu leikararnir vera farnir að
hugsa? Loks kinkaði lögreglufor-
inginn kolli í áttina til ungs
manns í fremstu röð kröfugöng-
unnar. Ted hafði rutt jér leið til
lögregluforingjans og talaði við
hann með áköfu handapati.
Að stundarkorni liðnu gengu
tvær ungar manneskjur út úr
þyi-pingunni og komu með Ted yf-
Handsetjari
Getur fengið atvinnu
hjá oss, við umbrot nú þegar
f-^rentsmifja ffjorcjuvillafstns
n
a
r
L
ú
ó
^arlinn. Vertu nú rólegur".
ir að leikhússdyrunum. Langur og
magur piltur, sannkölluð „lang-
via“ ag ung stúlka með vanhirt,
þrjóskulegt andlit, komu inn í
autt anddyri lei-khússins.
„Ég er Helen Cuttler", sagði
Helen. Hún rétti þeim ekki hönd-
ina.
,.Þér viljið tala við okkur“, sagði
ungi maðurinn. Það leyndi sér ekki
að hann hikaði andspænis þessai'ri
ungu konu með hið fríða andlit, í
mjög flegna kvöldkjólnum.
„Voruð þér á vígstöðvunum?"
spurði hún unga manninn.
„Að sjálfsögðu".
„Ég líka. Þrjú ár. öskrin í ykk-
ur hafa alls engin áhrif á mig. En
ef tuttugu úr ykkar hópi vilja
hegða sér eins og siðaðar mann-
eskjur, er þeim boðið að horfa á
leikrit mitt. Við höfum því miður
ekki rúm fyrir fleiri".
.,Við kærum okkur ekkert um
að sjá það“, sagði stúlkan í regn-
kápunni og stanzaði andspænig
Helen með hendurnar í kápuvög-
unum.
„Þið viljið einungis öskra, án
þess að vita hvers vegna þið
öskrið“, svaraði Helen samstund-
is. — „Þið hagið ykkur eins og
Nazistarnir“. Hún sneri sér »4
SHUtvarpiö
Sunnudagur 25. janúar:
Fastir liðir eins og venjulegg.
11,00 Messa í Dómkirkjunni -—
(Prestur: Séra Óskar J. Þorlákg-
son. Organleikari: Dr. Páll Isólfg-
son). 13,15 Erindi: Hnignun ogr
hrun Rómaveldis; III. Á mörkum
fornmenningar og miðalda (Sverr
ir Kristjánsson sagnfræðingur).
14,00 Miðdegistónleikar: Frá há-
tíö ISCM (Alþjóðasambands fyrir
nútímatónlist) í Strasbourg 1058
(segulbönd). 15,30 Kaffitíminn.
Óskar Cortes og félagar hang
leika. 16,30 Hljómsveit Ríkisút-
varpsins leikur. Stjórnandi: Hang
Antolitsch. Einleikari á klarí-
nettu: Egill Jónsson. 17,00 Þjóð-
lög og þjóðdansar frá Rúmeníu:
Maria Lataretu syngur við undir
leik hljómsveitar (plötur). 17,30
Barnatími (Helga og Hulda Val-
týsdætur). 18,30 Miðaftantónleik-
ar (plötur). 20,20 .,Dagur í Eyj-
um“, dagskrá á vegum Vestmanna
eyingafélagsins Heim-akletts, gerð
af Birni Th. Björnssyni. — 22,05
Danslög (plötur). 23,30 Dagskrár-
lok. —
Mánudagur 26. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Búnaðarþáttur: Geta bænd-
ur staðizt kapphlaupið? (Ásgeir L.
Jónsson ráðunautur). 18,30 Tón-
listartími barnanna (Jón G. Þór-
arinsson kennari). 18,50 Fiskimál:
Saltfisksframleiðsla og saltfisks-
sala (Kristján Einarsson forstj.).
19,05 Þingfréttir. — Tónleikar. —
20.30 Einsöngur: Kristinn Halls-
son syngur; Fritz Weisshappel
leikur undir á píanó. 20,50 Um
daginn og veginn (séra Sveinn
Víkingur). 21,10 Tónleikar. 21,30
Útvarpssagan: „Viktoría" eftir
Knut Hamsum, í þýðingu Jóns
Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi;
I.(Ólöf Nordal). 22,10 Lestur
Passíusálma hefst (1). — Lesari:
Stefán Sigurðsson kennari. 22,20
Úr heimi myndlistarinnar (Björn
Th. Björnsson listfræðingur). —
22,40 Kammertónleikar (plötur).
23.15 Dagskrárlok.
Þriðjudngur 27. janúar.:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Barnatími: Ömmusögur. —
18,50 Framburðarkennsla í esper-
anto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleik
ar 20,30 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Er-
indi: Um ættleiðingu; síðari hluti
(Dr. Simon Jóh. Ágústsson
prófessor). 21,00 Erindi með tón-
íeikum: Baldur Andrésson talar
um islenzk tónskáld; III: Svein-
björn Sveinbjörnsson. 21,30 íiþrótt-
ir (Sigurður Sigurðsson). 21,45
Tónleikar (plötur). 22,20 .Upplest-
ur: Steingerður Guðmundsdóttir
leikkona les úr ljóðabókinni .,Dögg
í grasi“ éftir Björn Braga. 22,35
íslenzkar danshjómsveitir: Tríó
Jóhanns Péturssonar leikur. 23.05
Dagsskrárlok.