Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 15
Sunnudagur 25. jan. 1959
MORGVFBLAÐIÐ
15
Sigurður
Minning
Á MORGUN verður hann lagður
til hinztu hvílu heima í fæðingar-
sveit sinni í næsta nágrenni við
fæðingarstað hans, Þorláksstaði i
Kjós í hinum fagra og gróður-
ríka Laxárdal, þar sem Laxá fell
ur eftir miðjum dalnum. Þar
fæddist Sigurður 24. maí 1865
sonur hjónanna Guðrúnar Þor-
steinsdóttur og Eyjólfs Guð-
mundssonar sem þar bjuggu um
og eftir miðja nítjándu öld. Eign-
uðust þau hjón 12 börn en aðeins
6 af þeim komust upp, 4 synir og
2 dætur, þær Guðrún Margrét og
Margrét Helga, sem báðar dóu í
mlóma lífsins. Bræðurnir auk
Sigurðar voru Guðmundur bóndi
írafelli, Ásgeir bóndi Þorláksstöð
um og Eyjólfur, sem oftast var í
vinnumannsstöðu. ,
Sigurður ólst upp í föðurgarði
og dvaldist þar fram á þrítugsald
ur. Eftir það var hann lausamað-
ur nokkur ár þar til hann hóf
búskap á litlum parti af írafelli
þar sem hann bjó í 3 ár.
Þaðan flutti hann svo að Eyr-
ar-Útkoti 1902 ,ar sem hann bjó
samfleytt í 28 ár.
Árið 1932 flytur hann svo al-
farinn til Reykjavíkur þar sem
hann átti heima til dauðadags.
Síðustu átta árin dvaldi hann á
Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund þar sem hann lézt 18. þ.m.
Sigurður giftist aldrei. Eyrsta
búskaparárið bjó hann með
frænku sinni en síðan alla tíð með
Valgerði Álfsdóttur, ættaðri frá
Bár í Flóa, þar til hún lézt 1947.
Ekki eignaðist Sigurður nein
börn ,en á heimili hans dvöldust
oft börn og unglingar lengri eða
skemmri tíma og þótti öllum góð
dvölin þar, því bæði hann og ráðs
konan voru mjög barngóð. Eitt
af þessum börnum sem dvöldu á
Eyjólfsson
heimili Sigurðar var Rannveig
Jónsdóttir frá Þúfu. sem átti þar
heima nokkur ár og þau tóku
miklu ástfóstri við. Enda nutu
þau mikillrar tryggðar hjá Rann
veigu meðan þau lifðu.
Sigurður var maður hæglátur
en glaðlyndur og spaugsamur í
vina hóp, en þó bjó jafnan al-
vara bak við brosið. Og jafnan
var hann hress í samræðum og
kunni vel að blanda geði við
aðra og naut þess margur sem
á heimili hans kom. enda var oft
gestkvæmt á heimili hans í Eyrar
Útkoti, því sá bær liggur þið þjóð
braut og meðan ferðazt var á
hestum og sjóleiðina inn í
Laxvog var oft gestkvæmt og
stundum þröngt í litlu bað-
stofunni þegar þurfti að hýsa
marga í einu og oft þurfti mikið
til að sjá öllum fyrir góðum
beina sem báru að garði, og þeir
munu vera nokkuð margir enn
ofar moldu, sem minnast með
þakklæti gestrisni og góðvildar
I
þeirra Sigurðar og Valgerðar frá
þeim árum þótt liðinn sé rúmur
aldarfjórðungur síðan þau fluttu
úr Kjósinni. a
Aldrei hafði Sigurður stórt bú,
enda jarðnæðið lítið. En hann
fékk góðan arð af sínu litla búi,
því hann fór mjög vel með allan
fénað og átti jafnan nóg fóður og
oftast íyrningar árlega, því hann
var maður forsjáll og fyrirhyggju
samur í hvívetna. Hann hefði
kunnað því illa að hafa skepnur
sinar vanhaldnar, því hann var
mikill skepnuvinur og yfirleitt
mjög samgróin starfinu við hina
lifandi náttúru og unni sveitalíf-
inu af heilum hug. Unni þeim
gróðri og því lífi sem þar dafn-
aði og óx.
,Eitt sinn sagði hann við þann
sem þetta ritar að helzt hefði
hann kosið að gera fjárgæzlu að
lífsstarfi sínu einhvers staðar
langt inn í íslandsdölum, helzt
þar sem ekki sæist til sjávar.
Þetta gefur nokkra hugmynd
um það hvernig hann muni hafa
unað, eða sætt sig við borgarlífið,
enda gat hann aldrei fest þar
yndi. Það voru minningarnar úr
sveitinni hans sem yljuðu honum
bezt á hinu mörgu og tilbreyt-
ingalausu elliárum, og jafnan
voru það hans beztu gleðistundir
meðan hann gat skorppið í sveit-
sveitina.
Þar sem aldur hans var orðinn
óvenju hár og hvert sporið orðið
þungt og sárt fyrir löngu. Þá mun
hann vissulega fagna því að lík-
amafjötrarnir eru leystir svo
hann getur svifið til sællri landa
þar sem hinir mörgu vinir hans
og vandamenn munu taka fagn-
andi á móti honum. ,
Blessuð sé minning hans.
G. G.
hristjján Cuðlaugssor
liæsti-réttarlögmaður.
Austurstræti 1. — Sími 13400
Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5
Starfsstúlku í eldhús
vantar nú þegar á Hjúkrunarstöð Bláa
Bandsins. Uppl. kl. 1—3 e.h. Sími lfi630
Skrifstofustúlka óskast
Skrifstofustúlka sem er vön enskum bréfaskriftum
og almennum skrifstofustörfum óskast nú þegar til
starfa hjá innflutningsfyrirtæki hér í bæ.Umsóknir
með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri'störf,
sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 27. þ.m. merkt:
„Reglusemi — 5764“.
Dömur
Ný sending af dagkjólum allar stætrðir.
Hattaverzlunin „hjá Báru“
Austuirstræti 14.
Vestur-þýsku
trésmíðaþvingurnar
eru komnar aftuir. Margar lengdir.
Verzlun B.H.Bjarnason
'4
LESBÖK BARNANNA
KÁTUR og KALLI
Töframaðurinn sýnir listir sínar. Kaiur er fljótur að finna gott ráð.
Hann situr á oddhvössum nöglum. „Notaðu nú einu sinni þessa þykku
„Bara að eg gæti leikið þetta eftir bók, sem þú nennir aldrei að lesa í“,
honurn. þá yrði ég fraegur líka“, hugs- segir hann og tekur bókina af Kalla.
ar Kalli.
Brækurnar á Kalla eru neðarlega
eins og vant er. Kátur kemur bók-
inni varlega fyrir á réttum stað. „Eg
er líka töframaður“, segir Kalií.
„Hókus, pókus“, segir Kalli og sezt
virðulega niður á naglana við hli'ð'-
ina á töframanninum. Fólkið er al-
veg hissa. „Nú er Kalli frægur líka“,
hugsar Kátur.
Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ^ 25. jan. 1959
3. árg.
Frá yngstu höfundunum:
—■ Ritgerðasamkeppni —
6. Sagan af henni Móru
MÓRA átti lítið lamb. Það
var einu sinni, að Móra
var úti í móum að bíta
gras, og fleiri kindur með
lömbin sín. Þau voru öll
að leika sér. Móru þótti
lítið grasið, þar sem hún
var að bíta, og fór að gá
í kring um sig, hvort ekki
væri betra einhvers stað-
ar á öðrum stað. Það er
lítill lækur þarna rétt
hjá, en hinu megin við
lækinn sá hún mikið betra
gras. Hún fór þá yfir læk
inn og fór að bíta þar,
en litlu lömbin héldu á-
fram að leika sér og
lambið hennar Móru tók
ekki eftir því, hvert
mamma þess fór. Hin
lömbin fóru til mömmu
sinnar, til þess að fá sér
að drekka, þegar þau voru
hætt að leika sér. Og það
ætlaði litla lambið henn-
ar Móru líka að gera.
En þegar það sá að
mamma var hinum meg-
in við lækinn, þá varð
það hrætt, og þorði ekki
að stökkva yfir. Hljóp
það þá upp og niður með
læknum, vissi ekki,
hvernig það átti að kom-
ast yfir, og jarmaði þessi
lifandis ósköp. Svo tók
það á sprett upp með
læknum, mikið lengra en
það hafði farið áður, þar
var lækurinn mjórri, en
talsvert mikið niðurgraf-
inn. Lambið stökk þar
yfir, en það náði bara
með framfæturna yfir á
bakkann og rann auðvit-
að niður í lækinn. Það
vildi til, að lækur-
inn var ekki djúpur
þarna, svo að það blotn-
aði aðeins í fæturna.
Eftir dálitla stund fór
Móru að leiðast eftir
lambinu, og fór að gá !
allar áttir og kalla og
kalla með jarminu sínu.
Litla lambið var líka allt-
af að jarma, en Móra
heyrði ekki í því, af því