Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudaeair 25. jan. 1959
I dag er 25. dagur ársins.
Sunnudagur 25. janúar.
Ardegisflæði kl. 5,i9.
Síðdegisflæði kl. 18,06.
Slysavarðstofa Reykjavíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður
L.R. (fyrir vitjanir) er á sama
•tað frá kl. 18—8. — Sími 15030.
Helgidagsvarzla er í Apótðki
Austurhsejar, sími 19270.
Næturvarzla vikuna 25. til 31.
jan., er í Laugavegs-apóteki, —
sími 24045. —
Holts-apótek og Garðs-apótek
eru opin á sunnudögum kl. 1—4
eftir hádegi.
Hafnarfjarffar-apótek er opið
alla virka daga kl. 9—21, laugar-
daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi-
daga kl. 13—16.
Nætur- og helgidagalæknir í
Hafnarfirði er Ólafur -íinarsson,
»ími 50952. —
Keflavíkur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga
kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16.
Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. — Sími 23100.
□ MÍMIR 59591267 — 2
□ EDDA 59591277 = 7 Atkv.
I.O.O.F. 3 =s 1401268 = Sy2 II
Hjónaefni
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína Ingibjörg Jónsdóttir, Óðins-
götu 26, Reykjavík og Sveinn
Hansen frá Sauðárkróki.
Brúökaup
1 gær voru gefin saman í hjóna
hand Osia Jakobsen, hjúkr-
unarkona og Jón Eggertsson,
bóndi fi-á Sauðadalsá. — Heimili
þeirra verður að Egilsgötu 12,
Reykjavík.
AFMÆLI ■:■
Gísli Tryggvason frá Hrísey er
fimmtíu ára í dag. — Gisli er sér-
stæður persónuleiki, athafnasam-
ur, glettinn og gamansamur og
vinur vina sinna. Kunningjar hans
og vinir allir, árna honum heilla
og farsældar á þessum merku
tímamótum. — Hann dvelur nú
hér í Reykjavík á heimili systur
sinnar, Laugarnescamp 21. —
Lifðu heill, Gísli! Á. G.
Ymislegt
Orð lífsins: — Þér óreyndu Ixr-
ið hyggindi. Hlýðið á, því að ég
(Vizlcan) tala það, sem göfuglegt
er, og varir minar tjá það, sem
rétt er. Því að sannleika mælir
rómur minn, og guðleysi er viðbjóð
ur vörum mínum. Einlæg eru öll
orð munns míns í þeim er ekkert
fals né fláræði. (Orðskv. 8).
Kvenréttindafélag íslands: —
Afmælisfagnaður félagsins verður
haldinn þi-iðjudagihn 27. jan. í
Tjarnarcafé niðri kl. 8,30 e.h. —
Spiluð verður félagsvist. — Góð
verðlaun.
Tónlistarkynning verður í há-
tíðasal Háskólans kl. 5 í dag. —
Flutt verður af hljómplötum ní-
unda sinfónía Beethovens (fyrri
hluti). Dr. Páll ísólfsson flytur
skýringar. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
K.F.U.M. og K., Hafnarfirði: —
Sunnudagaskólinn er kl. 10,30_
drengjafundur kl. 1,30 og almenn
samkoma kl. 8,30. Benedikt Arn-
kelsson cánd. theol. talar. — Á
mánudagskvöld kl. 8 er unglinga-
fundur.
Frá Kvenfélagi Kópavogs: —
Kópavogsbúar eru beðnir að taka
vel á móti merkjasölubömunum, á
þriðjudaginn og kaupa merki Líkn
arsjóðs Áslaugar Maack.
Síffdegishljómleikar t
Sjálfstæðishúsinu
Sunnudaginn 25. janúar 1959.
EFNISSKRÁ:
Valsasyrpa . . Strauss-Lanner
Dans dagmálanna G. Ponchielli
Úr óperum Verdis Syrpa eftir
Rhode.
Spúrning og svar.
Colleridge-Taylor
Rakarinn frá Sevilla, forleikur
G. Rossini.
Mansöngur ástarinnar,
Gde Micheli.
„Hallo“ Tango
Tólfti September.
„Katarina
Jón Jónsson frá Hvanná.
Nokkur vinsæl lög.
S)
ggjFlugvélar
Flugfélag íslands h.f.: — Gull-
faxi er væntanlegur til Reykja-
víkur kl. 1610 í dag frá Hamborg,
Kaupmannahöfn og Osló. — Hrím
faxi fer tíl Glasgow, Kaupmanna-
hafnar og Hamborgar kl. 08,30 í
fyrramálið. — Innanlandsflug: 1
dag er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar og Vestmannaeyja. — Á
morgun er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar, Hornafjarðar, ísafjarð-
ar, Siglufjarðar og Vestmanna-
eyja.
151 Félagsstörf
Kristilegt slúdentafélag heldur
aðalfund sinn á morgun, mánu-
dag_ í húsi KFUM við Amtmanns-
stíg, og hefst fundurinn kl. 8,30e.h.
Affalfundur félags Þingeyinga í
Reykjavík verður haldinn í dag kl.
2 e.h. í Tjarnarkaffi, uppi.
Kvenfélag Neskirkju: — Fundur
í félaginu miðvikudaginn 28. jan.
Venjuleg fundarstörf. Þær konur_
sem vilja, taki með sér handa-
vinnu eða spil.
-S;
^purntnc^ clciCfMnó
dc
Hvert var fyrsta starf yðar og hver voru launin?
Ég missti samt ekki kjarkinn, heldur
byrjaði ég að flétta reipi úr augabrún-
um karlsins í tunglinu. Þær eru aðallega
úr söxuðum hálmi.
Þegar ég var búinn að reyta auga-
brúnirnar af karlanganum og gat ekki
gert reipið lengra, brá ég því um annað
hornið á mánanum og lét mig síga nið-
ur. Er reipið þraut....
Prófessor Alexander Jóhanness.:
— Ég h ygg_ að það hafi verið
sumarið 1905 (ég er fæddur árið
1888), að ég varð
þingsveinn. Voru
með mér m. a.
Gísli Ólafsson síð
ar Landsímastj.,
og fengum við í
kaup eina krónu,
33 aura á dag.
Okkur þótti
þetta heldur lít-
ið og var mér
falið að tala við forseta efri deild-
ar, sem þá var Júlíus Havsteen
amtmaður. Hækkaði hann kaupið
upp í eina krónu og 50 aura á
dag og þóttumst við ánægðir. Ég
átti næsta vetur að vera í 5. bekk
Latínuskólans, en þar eð námið
var mér mjög létt og ég var fátæk-
ur (móðir mín var ekkja með 5
börn), réði ég mig næsta vetur til
Vestmannaeyja sem húskennari.
Var ég þar hjá góðu fólki, las þar
5. bekkjarfögin einsamall og
kenndi þremur drengjum almenn-
ar námsgreinar og fékk þar fæði
og húsnæði og kom næsta vor til
Reykjavíkur eftir vetrai-vistina,
feitur og pattaralegur, með 200
krónur upp á vasann. Síðan tók ég
stúdentspróf árið eftir eins og
gert var ráð fyrir_ 1907 — og
kenndi þann vetur tveim sonum
Guðmundar Björnssonar land-
læknis.
Guðlaugur Þurlá’ksson, skrif-
stofusljóri: — Ég var þá 10 ára
— og fór í vinnu hjá „Garðrækt
:5j Landsstjórnar-
innar“, eins og
hún var víst köll
uð, suður á
Garðsskaga. —
Þetta var 1917.
Ég setti þar nið
ur kartöflur og
fékk, að . mig
minnir, eina kr.
og fimmtíu aura
á dag — og þótti mjög gott. En
vinnutíminn- var langur, frá 8 til
7 á kvöldin. Ari Guðmundsson, sem
nú er vegaverkstjóri í Borgarnesi,
gekk þá á undan mér með prik og
gerði holumar. en ég kom svo með
kartöflupokann og setti niður. Rað
irnar voru langar og þegar fór að
líða á daginn var ég venjulega
orðinn dauðuppgefinn svo að Ari
brá mér og pokanum oftast á bak-
ið, þegar við gengum til baka —
meðfram kai’töfluröðinni.
....hjó ég á það fyrir ofan mig og
batt bútinn neðan við, svo að ég gat
látið mig síga dálítið lengra niður. Þann-
ig hélt ég ferð minni áfram slysalaust....
.... þar til ég átti ófarnar nokkrar míl-
ur til jarðarinnar. Þá' slitnaði reipið....
....og ég hrapaði
leið í ómegin, svo
tök á að beita fyrir
snarræðL
með ofsahraða. Ég
að ég hafði engin
mig mínu alkunna
FERDINAIMD
Matargæðunum misskipt
Guðmundur G. Hagalín, rilhöf. t
— Árið 1913, þá er ég var 14 ára,
réðist ég sem háseti á skútuna
Juliette, er síðar
varð vatnsbátur
á Reykjavíkur-
höfn. Juliette var
í þá tíð gerð út í
Þingeyri og var
ég á henni í 4
mánuði upp á
frítt fæði og hálf
drætti. Launin
urðu 210 krónur,
sem var nú aldeilis peningur í þá
daga. Ég lagði þetta auðvifcað til
heimilisins og þóttist maður meff
mönnum.
Benedikt G. Waage, forseti ISli
— Fyrsta starf mitt var hjá
Thomsens-magazini, upp úr alda-
mótunum. — Þá
var ég 13 ára,
sendill og þeysti
með vörusending
ar og reikninga
um bæinn þveran
og endilangan
myrkranna á
milli. Vinnudag-
urinn hófst á
milli 7 og 8 á !
morgnanna — og oft var unnið
langt fram á kvöld, jafnvel fram
undir miðnætti, t. d. ef verið var
að afgreiðsla vörupantanir til
skipa á höfninni. Allt fékkst í
Thomsens-magasini eins og aug-
lýst var. Eitt sinn kom sjóinaður
í búðina og spurði hvort það væri
satt að allt fengist í Thomsens-
magasini? Já. Get ég þá fengið byr
upp á Skaga? Mánaðarkaup mitt
var þá 25 krónur_ en í þá daga
var ekki borgað í beinhörðum pen-
ingum. Þá var vöruskiptaverzlun
in algild og nauðsynjar voru tokn-
ar út á kaup mitt. Önnuðust for-
eldrar mínir það yfirleitt.
Henry A. Hálfdánarson, fram-
kvænidastjóri SVl'f: — Fyrsta
starfið, sem ég var ráðinn til og
þáði laun fyrir,
var smala-
mennska. — Það
sumar var ég 9
ára. Það var á
Nauteyri í Naut-
eyrarhreppi, —
Langadalsströnd
fyrir botni Isa-
fjarðardjúps. Ég
átti að sitja yf-
ir um 60 ám um sumarið. Rak þær
til fjalls árla að morgni, en færði
heim á kvíaból að kveldi, og var
stundum ekki án eltingaleiks þeg-
ar um tvævetlur var að ræða. —-
Þetta gerði ég 3 sumur í röð og
þáði lamb .g sokkaplögg að laun-
um á hverju hausti.....Þá kom
ýmissleg önnur sveitavinr.a og
fiskivinna. — Fyrsta sjómennska
mín var háseti á danskri vélalausri
skonnortu rásigldri er sótti kol til
Englands. Ég var þá ekki orðinn
16 ára og kunni enga segla-vinnu
og enginn okkar þriggja háseta er
réðumst á skipið samtímis eftir að
áhöfnin, sem fyrir var hafði geng
ið á land. Þetta varð minnisstæð
sjóferð, sem ég ennþá hef ekki
komizt til að færa í letur. Síðan
hef ég gegnt margs konar störfum
bæði á sjó og landi og s>8Ít á margg
konar skipum, innlendum og er-
lendum víða um heim_ en ég tel
mitt fyrsta smalastarf þýðingar-
mest. Því það tel ég hafa r ert mig
víðsýnni og frjórri í hugsun, en ef
ég hefði ekki notið hinna kyrrlátu
hjásetustunda í faðmi fjallanna,
við fossandi ái-nar, fuglasönginn
og ilminn af lynginu.
Einar Ásmundsson
hæstaréttarlögmabui.
Hafsteinn Sigurðsson
héraðsdómslöginaffur
Sími 15407, 1981?
Skrifstofa Hafnarstr. 8, II. hæff.