Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ -V kaldi, skúrir. Síðar snjó- eð* slydduél. 20. tbl. — Sunnudagur 25. janúar 1959 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13 Plastefni notuð hér við augna- aðgerð PLASTEFNI var fyrir nokkru notað hér á landi við augnaað- gerð. Undanfarin ár hefur plast- efni og önnur gerfiefni rutt sér til rúms í vaxandi mæli við að- gerðir á ýmsum liffærum í lík- amanum. Hafast þessi efni yfir- leitt vel við, jafnvel í viðkvæm- ustu vefjum líkamans. Nýlega gerðu augnlæknar við St. Josepsspítala hér í Reykjavík, •ðgerð á auga, er misst hafði sjón, eftir alvarleg meiðsli í slysi. Áður hafði árangurslaust verið gerð sú aðgerð á auganu, sem venjulega tíðkast undir slík- um kringumstæðum. Augnlæknarnir settu plast- stykki inn á augað, með þeim árangri að augað er nú á góðum batavegi. Upphafsmaður slíkra aðgerða er víðkunnur bandarískur augn- læknir Schepens, en þessi að- ferð hans ryður sér nú mjög til rúms. Hrikalegt var umhorfs við Þjórsá í fyrradag, er blaðamenn Mbl. voru þar eystra á ferð. Hér sjáum við Þjórsá brjótast fram milli tugmetra hárra skaranna í gljúfrinu við brúna. Það er aðeins á litlu svæði beggja meginn brúarinnar, sem ánni hefur tekizt að brjóta upp íshrannirnar, annars er áin undir ís á fleiri tuga kílómetra svæði. — Ishrannirnar á Þjórsá minna á frostaveturinn mikla, 1918, segja kunnugir þar eystra. Á blaðsíðu 8 er frásögn af ferðinni. Ljósm. Mbl.: Vignir Guðmundsson. Hreint kraffaverk að maðurinn bjargaðist úr Kommúnistar hafa taliö vísi- töluskeröingu og kaupbind- ingu nauösynjamál verkalýösins Nokkrar staöreyndir rifjaÖar upp um afstööu þeirra i stjórn og stjórnar- andstööu KOMMÚNISTAR, sem nýlega eru staðnir upp úr ráðherrastólum vinstri stjórnarinnar, reyna nú að telja verkamönnum trú um, að öll viðleitni núverandi stjórnarvalda til þess að hindra vöxt verð- bólgunnar, sé „árás á verkalýðinn" og kjaraskerðing. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir um ráðstafanir, sem kommúnistar tóku þátt í þegar þeir voru í vinstri stjórninni. 1. Fyrsta ráðstöfun vinstri stjórn arinnar í efnahagsmálum haustið 1956 var kaupbinding og skerðing vísitöluuppbótar er nam 6 stigum. Kommúnistar héldu því þá fram, að þessi ráðstöfun væri verkalýðnum lífsnauðsynleg til þess að tryggja kaupmátt launa þeirra og hindra vax- andi dýrtíð. Nú segja þeir að vísitölu- skerðing sé „glæpur gagnvart launþegunum“. 2. Jafnhliða skerðingu vísitölu- uppbótar og kaupbindingu haustið 1956 lögðu kommún- istar og vinstri stjórnin 300 millj. kr. í nýjum sköttum og tollum á alþýðu manna. Einn- ig það töldu þeir nauðsynlegt til þess að tryggja „hagsmuni verkalýðsins“. 3. Vorið 1958 felldu kommúnist- ar og vinstri stjórnin gengi ís- lenzkrar krónu um a. m. k. 55% og dulbjuggu þessa ráð- stöfun með álagningu „yfir- færslugjalds“ á alla sölu á er- lendum gjaldeyri. — Einnig þetta sögðu þeir að væri gert til þess að „tryggja hagsmuni verkalýðsins“. 4. Vorið 1958 lögðu kommúnist- ar og vinstri stjórnin á almenn ing hvorki meira né minna en 790 millj. kr. í nýjum sköttum og tollum. Skyldi þessu gífur- lega fjármagni varið til þess að halda verðbólgunni í skefj- um, einnig með „hagsmuni verkalýðsins" fyrir augum. 5. Þegar þessar ráðstafanir vinstri stjórnarinnar höfðu leitt nýtt verðbólguflóð yfir þjóðina kom núverandi og fyrrverandi forseti Alþýðu- sambands íslands, annar af ráðherrum kommúnista, fram fyrir fulltrúa verkalýðsins á þingi Alþýðusambandsins i des. sl. og sagði: ‘ „Vilja verkamenn gefa eftir 10—15 vísitölustig af kaupi sínu. Það mundi leysa mikinn vanda og fara langt með að gera það viðráðanlegt að stöðva vísi töluna í 185 stigum“. 6. Meðan forseti Alþýðusam- bandsins átti sæti í ríkisstjórn mælti hann þannig með því að verkamenn gæfu eftir allt að 15 vísitölustiga-uppbót á laun sín. Það „myndi leysa mikinn vanda“, sagði hann. Var það vandi „vinstri ráðherrans“ eða verkalýðsins? 7. Nú blasa þær afleiðingar við af stefnu vinstri stjórnarinnar að vísitalan fari upp í 270 stig á næstu 8—9 mánuðum, en upp í allt að 400 stig á næstu 18 mánuðum, ef ekki verður að gert. Þá gengur forseti Al- ?ýðusambandsins úr mannleg- um ham til þess að hindra það að reynt sé að stöðva spolurokk verðbolgunnar með lækkun verðlags og 10 stiga vísitölueftirgjöf. 8. Þegar á allt þetta er litið get- ur engum dulizt að barátta kommúnista gegn stöðvun verðbólgunnar byggist ekki á áhuga á „hagsmunum verka- lýðsins“. Þessir herrar hafa talið vísitöluskerðingu og niðurgreiðslur verðlags nauð- synlegar meðan þeir sjálfir áttu sæti í ríkisstjórn. Hvers vegna skyldu þessar ráðstafanir því ekki vera gagn legar nú? Dagsbrúnarverkamenn, sem ganga í dag til kosn- inga í félagi sínu, munu ekki láta blekkingar komm únista rugla sig. Það er lífs hagsmunamál verkalýðsins að verðbólgan verði stöðv- uð. I baráttunni að því tak- marki verða allir hugsandi Islendingar að sameinast. Þ E G A R lýðræðissinnar í Dagsbrún fengu loks afhenta kjörskrá félagsins, rétt áður en kjörfundur hófst í gær, kom í ljós, að atkvæðisbær- um félögum hafði stórlega fækkað frá því í október sl., er kosningar fóru síðast fram. Við nákvæman samanburð kom í ljós, að 409 Dagsbrúnar- menn, sem þá voru á kjörskrá, hafa nú verið strikaðir út og fá ekki að greiða atkvæði í yfirstandandi stjórnarkosn- ingu. Ber skráin það með sér, að ándstæðingar kommúnista hafa verið hreinsaðir burtu, en fylgis- mönnum stjórnarinnar er haldið inni, hvernig svo sem ástatt er um félagsréttindi þeirra. Þessi kjörskrársvik eru þeim' snjóflóðinu í gær var sagt frá því hér í Morgunblaðinu, er Jón Þorkels- son, bóndi á Arnórsstöðum, varð fyrir snjóflóði skammt frá bæn- um og gróf sig upp við illan leik, en 30 kindur fórust. Síðdegis í gær hringdi tíðinda- maður Mbl. austur í Arnórsstaði og ætlaði að ná tali af Jóni og spyrja hann nánar um þessar mannraunir. Var hann þá ekki staddur heima, honum hafði ekki orðið meira um þetta en svo, að hann var yfir fé sínu. Loftur Þorkellsson, bóndi á Arnórsstöðum, skýrði svo frá, að það væri hreint kraftaverk, að Jón skyldi hafa komizt lífs af úr þessum háska. Er hann rankaði við sér í fönninni, var önnur hendin fyrir andlitinu, en hin skorðuð fyrir aftan bak. Byrj- aði hann þá með hægð að losa snjóinn frá andlitinu og notaði m.a. til þess tanngarð sinn, en hann er með gerfigóm. Þegar snjóhengjan stanzaði voru ekki nema fjórir til fimm metrar að Jökulsá á Dal, sem mun stórbrotnari, sem vitað er að 7—800 félagsmönnum er að staðaldri haldið utan kjörskrár sem „aukameðlimum", enda þótt þeir greiði full félagsgjöld. Enn- fremur er augljóst mál og sann- anlegt, að verkamannastéttin í Reykjavík er a. m. k. tveim tii þrem þúsundum fjöJmennari en félagatala DagsbrUr.ar gefur til þarna er straumhörð og var því ekki lögð. Kindurnar þrjátíu, sem grófust í snjóflóðinu, fundust í gær nema sex. Tvær þeirra voru lifandi, en hinar höfðu kafnað í snjóflóðinu. Fyrirlestur um síldveiðar og síldargöngur Á SAMKOMU Hins íslenzka nátt- úrufræðifélags á morgun (26. jan- úar) mun Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur, tala um síldveiðar og síldargöngur. Mun fyrirlestur Jakolbs einkum fjalla um athuganir, sem gerðar hafa verið á v.s. Ægi um síld- veiðitímann norðanlands og aust- an, ein eins og kunnugt er hefir Jakob stjórnað síldarleit fyrir Norður- og Austurlandi sl. tvö sumur. Skýringarmyndir verða sýndar með fyrirlestrinum, sem haldinn verður í I. kennslustofu Háskólans og hefst kl. 20,30. kynna, jafnvel þótt „aukameð- lirnir" séu taldir með. Að Iokum má geta þess, að Dagsbrún kaus fulltrúa á síð- asta Alþýðusambandsþing fyr- ir 3400 félaga en á kjör- skránni, sem lögð var fram í gær, voru aðeins 2388 nöfn. Verkamenn munu í dag svara svikum Dagsbrúnarstjórnarinnar með því að fjölmenna á kjörstað og kjósa B-listan, lista lýðræðis- sinna. DagsbrúnarUsninprnar S J ÁLFBOÐALIÐ AR, sem vilja veita aðstoð sína í kosningunum, eru vinsamlega beðnir að Kafa sam- band við skrifstofuna í Breiðfirðingabúð (efri hæð) sem fyrst. Ef takast á að hrekja einrseðisstjórn komm- únista í Dagsbrún frá völdum, verða allir verkamenn að leggjast á eitt og vinna að sigri B-listans. Símar skrifstofunnar eru: 15411 og 17343. Kjörskrá Dagsbrúnar fölsuöl HundruÖ lýöræÖissinna strikuö út r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.