Morgunblaðið - 01.02.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 01.02.1959, Síða 1
14 síður 4«. árg'angiir Vonlítið að nokkur hafi komizt lifs af við Grænland Leitað árangurslaust r s/ó og úr lofti VONIRNAR um að ein- hverjir hafi komizt af, er danska Grænlandsfarið Hans Hedtoft sökk í fyrrakvöld skammt und- an Hvarfi á Grænlandi, hafa nú að mestu kulnað. Með skipinu vo»ru 95 manns, 40 manna áhöfn og 55 farþegar, Danir og Grænlendingar — þar af 5 börn og 19 konur. Þrátt fyriir mjög óhag- stæð skilyrði var í gær reynt að halda uppi leit á svæðinu, sem Hans Hedtoft var staddur á, þegar síðasta kallið barst 6rá skipinu kl. 20,50 á föstudagskvöldið, þar sem það var í nauðum statt 20 sjómílur SA af Hvarfi efti'r að hafa rek- izt á ísjaka. Loftskeyta- menn í Julianehaab heyrðu þá til loftskeyta- stöðvar skipsins, var sagt að sjór væri tekinn að renna inn í vélarrúmið, skipið væri að sökkva og skjótirar hjálpar væri þörf. Síðan heyrðist ekk- ert frá skipinu. • ♦ • Fregnin um hvarf Grænlands- farsins, sem var í jómfrúrferð sinni flaug þegar eins og eldur í sinu beggja vegna Atlantshafs- ins. Ráðstafanir voru strax gerð- ar til leitar og björgunar — og i suðurbyggðum Grænlands flykkt ust íbúarnir til nálægra loft- skeytastöðva og biðu í eftirvænt- ingu eftir að öldur ljósvakans bæru þeim fregnir um að enn væri von um björgun. Tveir þýzkir togarar voru ná- lægir. Annar þeirra Johannes Kreuss kom fyrst skipa á slys- staðinn, en þá var skollið á ofsa- veður og hríð — og urðu togara- menn ekki varir við Hans Hed- toft. í gær bárust fregnir til Bremerhafen, heimahafnar tog- arans, um að togarinn hefði í gær fundið planka, sem verið gæti úr skipi. En vegna ofviðris- ins var ekki hægt að innbyrða plankann. Fljótlega varð togar- inn að hætta eftirgrennslaninni vegna ofsaveðurs og ísreks, en síðari hluta dags í gær var hann aftur kominn á leitarsvæðið. í skeyti frá togaranum sagði, að lítil von virtist um að einhverjir hefðu komizt í báta í veðurhamn- um, en leitinni yrði samt haldið áfram. • ♦ • Bandaríska strandgæzluskipið Campbell var statt nokkru sunn- ar, þegar slysið var og hélt það þegar áleiðis til hjálpar. I ljósaskiptunum í gær- kvöldi var Campbell komið í jaðar leitarsvæðisins og þar ofsaveðri á komið í rckís. Þar var þá hvasst, gekk á með snjókomu og slyddu og búizt við að enn mundi hvessa, þegar á nóttina liði. • ♦ • Veðurathugunarskipin Alfa og Beta voru einnig mjög skammt undan — og fjórar flugvélar frá bandariska og kanadíska flug- hernum sveimuðu yfir. Skyggni var mjög slæmt, flugmennirnir sáu örsjaldan niður á sjávarflöt- inn — og lítil von um árangur. • ♦ • Engin flugvél fór frá Keflavík- urflugvelli til leitarinnar í gær, en dönsk Katalínaflugvél lagði upp frá Kaupmannahöfn í gær og mun halda til Grænlands með við komu á íslandi — og taka þátt í leitinni. Flugvöllurinn á Narsa suak hefur verið ruddur til nota við leitarflugið. Sem fyrr segir eru litlar líkur taldar til þess að einhverjir hafi komizt af. Fyrst og fremst var veðurofsinn svo mikill að vart er hugsanlegt, að menn hafi komizt í bátana. Hins vegar höfðu skipsmenn gúmmíbáta, sem búnir voru vistum og neyðarsendi. Eru þessir bátar þannig útbúnir, að þeir blása sig upp sjálfir — og hafði skipsmönn KAIRO, 31. jan. — Eitt helzta blaðið í Kairo skýrir svo frá, að Aref uppreisnarforingi í írak hafi verið dæmdur til dauða m. a. fyrir það að hafa reynt að ráða um verið kennt að stökkva fyrir borð með bátana og komast í þá í sjógangi. En fullvíst má telja, að eng- in þessara neyðarsenditækja hafi verið notuð. Ekkert hefur heyrzt til áhafnar og farþega á Hans Hedtoft. ★ Meðal farþeganna með Hans Hedtoft í jómfrúarferðinni voru tveir af helztu forystumönnum Grænlendinga Þ'ngmaður þeirra Linge og landsráðsmaðurinn Framh. á bls. 23. Kassem herforingja, sem nú fer með æðstu völd i írak, af dögum, er þeir voru einir saman í her- bergi skömmu eftir byltinguna. Aref mun hafa neitað ákærunni fyrir réttinum, en Kassem stað- hæft að hún væri rétt. — Þá segir í Kairofregnum, að Nasser vilji nú hitta Kassem að máli — og er jafnvel haldið að fundurinn sé þegar í undirbúningi. Krupp fær frest PARÍS, 3. jan. — Stjórnir Bret- lands, Bandaríkjanna og Frakk- lands hafa fallizt á beiðni iðju- höldsins Krupp í V-Þýzkalandi um að fá að fresta um eitt ár að selja kola og stáliðnaðarfyrirtæki sín. ★------------------★ Sunnudagur 1. febrúar Efni blaðsins m.a.: BIs. 3: Bók bókanna (þáttur kirkjunn ar). — Úr verinu. — 6: Lauritzen vildi smíða Græn- landsfarið. — 8: Bréf frá London. — 10: Fólk í fréttunum. — Sitt af hverju tagi. — 12: Forystugreinin: „Örlagarík tii- raun“. Utan úr heimi: Ríkasti rithöf- undur heims. — 13: Reykjavíkurbréf. — 15—16: Barnalesbókin. ★--------------------------★ Örin bendir á hvítan depil. Þar varð slysið. Æflaði Aref að myrða Kassem ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.