Morgunblaðið - 01.02.1959, Page 8

Morgunblaðið - 01.02.1959, Page 8
8 MORCTJN RT. AÐIÐ Sunnudaeur 1. febrúar 1959 Keflavík Kona óskast til starfa í þvottahúsi. SJÚKKAH líSIÐ 1 KEFLAVlK Bílleyfi óskast Bílleyfi á Ameríku eða V-Evrópu óskast. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Leyfi—5738“. Ungur bifvélavirki sem hefur meistararéttindi, óskast. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 6. febrúar. merkt: „Bifvélavirki—5736“. 5 herbergja íbúð á fyrstu hæð til sölu í Sólheimum. Sér hiti, sér inn- gangur. Bílskúrsréttindi. Nánari upplýsingar hjá EINARI SIGURÐSSVNI Ingólfsstræti 4 — Sími 16767 (Heimasími 16768) Húsgögn ■ miklu úrvali Stofusett, margar gerðir, — Skrifborð, margar gerðir Hansahillur — Hansaskápar — Hvíldarstólar, með skammeli — Innskotsborð Svefnsófar — Svefnstólar. Skeifan Laugaveg 66 Sími 16975 Tilboð Félag blómaverzlana vill hérmeð leyta tilboða við mann með sendiferðabíl, sem vill taka að sér út- keyrslu, fyrir allar búðir félagsins, gegn sanngjörnu gjaldi. Upplýsingar gefur Hendrik Berndsen, Blóm & Ávextir Félag Blómaverzlana, Reykjavík Þýsk stórisefni með blúndu, hvít og kremuð. Breiddir 0,90 — 0,95 — 1,15 — 1,20 — 1,30 — 1,65 Verð frá kr. 36,20 Donvu og herrabuðin Laugaveg 55 — Sími 18890 Nýkomið Ljósasamlokur í bíla, 6 og 12 volta, kr. 89.90 stk. Bíla & raftækjavezlun Haldórs Ólafssonar Rauðarárstíg 20 Kosningar framundan — FiskveiðideH- an við ísland—40 leikhús á fermílu — Nýjar kirkjur risa Eftir Hilmar Foss LONDON í janúar. Allt útlit virðist nú fyrir að þingkosningar verði í Bretlandi á hinu nýbyrjaða ári. Sumarið 1957 fékk ég tækifæri til að víkja þeirri spurningu að Herbert Morrison, hvenær Verka- mannaflokkurinn gæti vonazt til áð ná völdum. Hann svaraði hik- laust að ekki yrði kosið fyrr en 1959 og flokkur hans mundi sigra. Þessi skoðun kann að eiga sér stoð í veruleikanum þrátt fyrir það, að forysta stjórnarandstöð- unnar virðist duglítii og nokkuð skorti á viljann til að vinna sigur. Aðrir benda á, að jafnaðarmönn- um sé um og ó að taka við af íhaldsmönnum vegna ástandsins í efnahagsmálunum og hættunnar á að til hruns kynni að koma vegna þess hversu Ihaldsstjórnin hefur verðhækkunum lausan t/auminn og opnað lánamarkaðinn þótt án beinna aðgerða hafi verið. Hækkandi verðlag Greinilegt er að í verðlagsmál- um hallast á ógæfuhliðina og er verðlag að fara upp úr öllu valdi, líkt og gerðist í Bandaríkjunum á stjórnai-árum Republikana, en það býður kauphækkunum heim eða ógerningur verður fyrir fólk að komast af. Vöruframboð er greini- lega úr hófi fram og samkeppnin ofsafengin. Jólaföstunni var eins og oft áður fyrr og víðar spillt með yfirdrifnum íburði og sölu- mennsku, en ekki bólaði á vöru- skorti eða að einstakar tegundir vamings gengju til þurrðar. Um leið og verzlanir lokuðu á aðfanga- dag var tekið til óspillra málanna að undirbúa útsölur og haugað fiam vörum við lækkuðu verði. Lánsverzlun hefur orðið allt of mikil svo hætt er við að til vand- ræða komi bæði fyrir verzlanir og viðskiptavini. Vextir hafa hins vegar verið lækkaðir og lánastarf- semi bankanna aukin á árinu. Veik forysta Þrátt fyrir veika forystu Verka lýðsflokksins eiga íhaldsmenn ekki úr háum söðli að detta með því að nú eru stórninni horfnir xeir sem almenningshylili náðu, stór- menni sem Sir Winston Churchill og göfugmenni eins og Sir Ant- hony Eden. 1 stað hinna frjálslynd ari íhaldsmanna hafa komið gam- aldags menn og þröngsýnir, sem leitast við að endurvekja nýlendu stefnu umliðinna alda og skapa landi og þjóð óvinsældir um allan heim. Mönnum finnst stefna stjórnarinnar í utanríkismálum að sjálfsögðu reikul og ósjálfstæð, apað sé eftir Bandaríkjastjórn hversu óheppilega sem hún fari að og stefnan gagnvart vandamálun- um á Kýpur og við ísland sé sízt til að auka á vinsældir Breta út á við. Þá þykir stjórnin og hafa sýnt Frökkum, hinum gömlu og ágætu bandamönnum Breta, fullan fjandskap á sviði efnahagsam- vinnu og fjármála, m.a. með því að leitast við að grafa undan g ngi frankans. Á sama tíma hef- ir hún viðrað sig upp við forna fjandmenn í Þýzkalandi og er von að mönnum sárni það bæði hér á landi og í Frakklandi. Allt þykir þetta hafa áhrif á samstarf vest- rænna þjóða innan vébanda At- lantshafsbandalagsins og Evrópu- ráðsins og finnst mönnum fram- lag brezku stjórnarinnar því orð- ið harla vafasamt, enda nýtur Sovétstjórnin ein góðs af afstöð- unni. Því miður vekur fiskveiði- deilan við íslendinga ekki nóga at- hygli til að geta hai't bein áhrif á almenningsálitið, enda haldið niðri sem mest má verða af stjórn- arliðinu og útvegsmönnum. 40 leikhús á ferniílu í stórborginni stytta menn sér stundir um hátíðir og endranær. Enn eru rekin fjörutíu leikhús á einni fermílu eða nær helmingi fieiri en í New York allri. Tón- listarlíf eykst stöðugt og rétt fyrir jólin stjórnaði „gamli maðurinn'* Sir Thomas Beechman tónleikum í Festival Hall við geysimikl* hrifningu. Sá óvenjulegi atburður gerðist að Sir Thomas lét leika tvS aukaverk oj ræddi við áheyrendur þótt hann vilji helzt ekki þurfa að horfa fram í þennan nýstárlega sal. í honum var einnig fluttur ballet ársins, Hnetubrjóturinn all- ur, glæsileg sýning, enda búin und ir sýningu af Alexandre Benoia, hinum gamla meistara. Gagnrýni blaðanna var samt misjöfn, end» hættir bi’ezkum blaðagagnrýnend- um oft við að hugsa til hinna nvimleiðu „pantomime" sýninga, sem hér eru landlægar, þegar þeir skrifa um aðra og betri iiluti. Sýn- ingin var raunverulega ævintýri líkust, smekkleg og skemmtileg. — Fjöldi leikrita hefur gengið hér ár um saman og hefur verið sagt frá ýmsum þeirra í Mbl. Mikið kirl julif Annað atriði, sem borið hefur hátt gegn „nátíð kaupmannanna“ og stjórnmálaþrasinu, er trúarlíf- ið og þróttmikil starfsemi kirkj- unnar um jól og áramót. Föstu- messur eru hér með öðru sniði en heima, hátíðlegri og fjölbreyttari og undirbúningur jólanna allur mikilfenglegri. Svo kemur að jólamessunum og sálmasöngnum. Eru sungnir fjölmargir og oft ævafornir jólasálmar og gjarnan við kertaljós, með skrúðgöngum og þátttöku fjölda preláta og leik- manna. í dómkirkjunum heyrast hinar undurfögru drengjaraddir og alls staðar er þátttaka safnað- arins í messunni, eins og raunar endranær, mikilsvert atriði. Hefur það mikil og bætandi áhrif á kirkjulífið og ætti að gefa þessu atriði meiri gaum. Einkar áhrifa- miklar eru miðnæturmessur á að- fangadagskvöld og gamlárskvöld, sem hér fara fram í öllum helztu kirkjum og eru mjög vel sóttar. Mikið hefur verið endurreist af þeim fjölmörgu kirkjum, sem Þjóð verjum tókst að eyðileggja í loft- árásum styrjaldarinnar. Hefur jafnvel komið til tals að selja ka- þólsikum einhver Guðshús, en þeir stunda be.ur kirkju sína og þeim fer fjölgandi svo þeir munu nú geta tali ð sér um tíunda hvern mann í landinu. Mundi það leysa vel vanda þeirra, enda erfitt að fá góðar lóðir og byggingar- kostnaður mjög hár. Hér í London hafa verið endurbyggðar. hinar fornfrægu kirkjur St. Glements Danes, St. Brides, City Temple og Bow- klukkuturninn, en hinar stóru dómkirkjur St. Pauls og Westminster Abbey endurbættar og auknar mjög. Eina kirkjan, sem lítils viðhalds hefur notið (enda fær hún enga opinbera styrki) er St. Bartholomew-the- Great, en elztu hlutar hennar eru síðan 1123. Hefur hún staðizt all- ar raunir tímanna, þar á meðal eldsvoðann mikla 1666 og loft- árásaveturinn 1940—41. Ætla má að sízt dragi úr trúarlífi og kirkju starfi þótt annað úthald fari veg allrar veraldar. Yj-'/rr Gólflampar veri aðeins kr. 69S Borð- og vegglampar í úrvali. Verð frá kr. 175,00. skrifborðslampar Vel þegin og vönduð tækifærisgjöf Verð kr. 295,00 Tfekla Austurstræti 14, sími 11687 Hilmar Foss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.