Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 10
10 MORCUIS BL AÐ1Ð Sunnudagur 1. febrúar 1959 Ég vil ekki að fólk segi, þeg- ar það yfirgefur kvikmynda- húsið: — Aldrei hefði ég getað trú- að þessu upp á hann! Franska kvikmyndaleikkonan Martine Carol verður eins og aðrar starfsystur hennar oft og tíðum að svara nærgöngulum spurningum án þess að láta sér bregða. Forvitnir blaðasnápar spyrja hana mjög oft um ástina, en þá hefir hún alltaf svar á reið- um höndum. — Ástin? Hún er eilíf. En ástfangið fólk — það er hverf- lynt. myndina á sjónvarpstjaldinu: — Á sjónvarpstjaldi myndi Rauða hafið líta út eins og smá- baðkar! Hinn kunni franski gaman- leikari Fernandel gerir aldrei samning við kvikmyndafélag, án þess að þar sé greinilega tekið fram, að hann hafi fulla heimild til að velja og hafna, þegar félagið býður honum hlutverk. — Sannleikur- inn er sá, að fólk almennt hefir þser hug- myndir um mig, að ég geti aldrei gert neitt ljótt af mér. Þess vegna vil ég ekki taka að mér að leika morðingja, þjófa eða rudda- menni. hún leiðinleg. En eigi að síður er ekki hægt að neita því, að víðast hvar þar sem myndin hef ir verið sýnd, hefir hún náð miklum vinsæld um og gefið af sér mikinn arð. S j ón varpsf y rir- tæki í Banda- ríkjunum bauð nýlega de Mille álitlega fjárfúlgu fyrir að fá að sýna myndina í sjónvarpinu. En gamli kvikmyndajöfurinn var ekki á því að sýna kvik- . Vart er talað meira um annað í Lundúnum nú, en Margréti prinsessu og Patrick Plunkett lávarð, sem er af einni elztu að- alsættinni í Bretlandi. Hann hef- ir um mörg undanfarin ár verið stallari við hirð konungs. Hann er nú alltaf í fylgd með prinsess- unni, hvert sem hún fer. Með- fylgjandi mynd er tekin af þeim í leikhúsi í Lundúnum. Lávarð- urinn er 35 ára að aldri. ’ brezka flotan- andi fyrirmæli um, hvernig meðhöndla skuli sjóliða, er þjást af inflúenzu. 1. Liðsforingjar eiga að fá aspirín og romm. Ef þeir eru mjög illa haldnir, mega þeir leggjast í rúmið. 2. Undirforingjar eiga að fá aspirín og mega leggjast í rúm- ið, ef þeir eru þungt haldnir. 3. Óbreyttir liðsmenn fá aspi- rín, ef þeir eru mjög veikir. í fréttunum r Nei, Silvana Mangano vill ekki, hvað sem í boði er, taka að sér að leika hlutverkið, sem spánski súrrealistinn Salvador Daii hefir nýlega boðið henni. O g h v e r s vegna ekki? — Dali hefir skrif- að kvikmynda- handrit, sem fjallar um konu. sem verður ást- fangin af hjól börum. . — Aldrei hef ég heyrt getið um neitt þessu líkt, sagði kvik myndadísin og skellihló. Að leika á móti hjólbörum. Nei, takk. Kemur ekki til mála jafnvel þó að ég væri að deyja úr hungri. Dali hristi aðeins höfuðið yfir viðbrögðum leikkonunnar. — Silvana vill ekki taka að sér bezta hlutverkið, sem henni hefir boðizt. Þessi kvikmynd er það snjallasta, sem mér hefir nokkurn tíma komið í hug. Silvana hefir látið sér úr greip- um ganga tækifæri til að verða ódauðleg í sögu kvikmyndanna. Mountbatten lávarður, yfir- maður brezka flotans, hefir orðið að hlusta á og lesa ýmsar miður ánægjulegar athugasemdir und- anfarið vegna nýrrar útgáfu af i læknisfræðilegri handbók handa Mörgum hefir þótt hin viða- mikla kvikmynd Cecil B. de Milles, Boðorðin tíu, löng, og sumum hefir m. a. s. fundizt f-^egcir fU 'cíÍ^uLrh cit reijjiirncir t/erÁci Fjórir íslendingar eru nýkomn- ir úr skemmtilegri för til Bret- lands. Þeir voru að kynna sér sjálfvirka siglingafræðinginn, eins og við getum kallað þetta nýja tæki, sem nú hefur verið tekið í notkun í flugþjónustunni. — Við vorum fjórir, sagði Þór- arinn Jónsson, flugdeildarstjóri hjá Loftleiðum, þegar við hittum hann að máli. Jóhannes Mark- ússon, flugstjóri hjá Loftleiðum, Björn Jónsson, framkvstjóri flugöryggisþjónustunnar, Jóhann Gíslason yfirflugumferðarstjóri hjá Flugfélaginu — og ég. — Eins og allir vita, þá ér þröngin í loftinu orðin mjög mik- il. Samkvæmt núgildandi reglum á að vera 1.000 feta hæðarmunur á flugvélum, sem fljúga með sömu stefnu á sömu flugleiðinni og þær mega ekki leggja upp með skemmra millibili en 30 min., ef þær eru jafnhraðfleygar. Og ætli þær hver fram úr annarri verð- ur fjarlægðin milli þeirra að vera 120 sjómílur. Flugvélar í áætlunarflugi verða því oft fyrir miklum töfum vegna þess.að loft- ið er „fullt'. — Bretinn er nú búinn að finna upp nýtt tæki, sem talið er mjög öruggt svo að hægt á að vera að minnka biiiö milli flugvélanna í loftinu til muna. Hér er um að ræða sjálfstýrð leiðsögutæki. Það er sjálfritandi og ritar leið flug- vélarinnar og stöðu á landabréf. — Við vorum boðnir út til Bretlands á vegum DECCA, sem framleiðir þetta tæki. Fyrst var það tekið í notkun 1946, en siðan hefur það verið fullkomnað mjög og mörg flugfélög hafa sett það í allar flugvélar sínar — svo sem BEA og Air France. — I rauninni er hér um að ræða þríhyrningsmælingar, sem þetia sjálfvirka tæki gerir. DECCA hef ur reist fjölda stöðva bæði í Evrópu og Bandaríkjunum — og þessar stöðvar senda út hljóð- merkin, sem hin sjálfritandi leið- sögutæki fara eftir. — Við flugum með Comet í þriggja stunda ferð yfir Bretlands eyjar og þar voru tækin sýnd okkur. Þau eru svo nákvæm, að flugmaðurinn verður strax var við vik af ákveðinni stefnu — og Bretarnir segja, að hér sé um óbrigðult tæki að ræða. — Þeir ætla nú að reyna að fá ICAO til þess að lögleiða DECCA tækin í millilandaflugvélar, en takist það ekki munu Bretar setja þau skilyrði ekki síðar en 1963, að allar fiugvélar, sem fljúga til Bretlands hafi þessa sjálfvirku leiðsögu „menn“. Það er því ljóst hvert stefnir. En þá yrði auðvitað að reisa slíka stöð á íslandi. — Þróunin virðist því vera sú, að loftsiglingafræðingurinn verði bráðlega óþarfur — og ekki nóg með það: Nú er DECCA að full- komna tækið svo, að það mæli Þórarinn Jónsson Leiðsögutækið er fyrir ofan gluggann í stjórnklefanum bæði hraða fiugvélar miðað við yfirborð jarðar svo og hliðar- vind — og flugmaðurinn hafi upp iýsingarnar jafnan á ilftelum fyr- ir framan sig. Jafnframt það, að tækið gefi sjálfkrafa upp staðar- ákvörðun flugvélarinnar, þegar flugumferðarstjórn kallar flug- vélina upp og biður um ákvörðun. — Þá virðist hlutverk ioft- skeytamannsins farið að minnka — og ekki er það síður merkilegt, að farið er að senda mannlausar flugvélar yfir hafið. Frá jörðu er bæði flugtaki og len’dingu stjórn- að — af meiri nákvæmni en flug- mönnum er fært, segja sumir. Hlutverk flugmannsins virðist því einnig fara minnkandi og sá tími virðist geta komið, að engra flugmanna sé í rauninni þörf nema þá til frekara öryggis. Og auðvitað verða þá sjálfvirkar flugfreyjur. Og við spyrjum því Þórarin: — Hvenær verða flugvélarnar svo fullkomnar, að ekki verður lengur nauðsynlegt að hafa far- þega í farþegaflugvélunum? — Ja, það er ekki gott að segja. En eitt er víst. Loftleiðavélar verða aldrei svo fullkomnar. Þar er alltgf upppantað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.