Morgunblaðið - 01.02.1959, Page 14

Morgunblaðið - 01.02.1959, Page 14
14 M O R C ins H l 4 ÐIÐ Sunnudagur 1. febrðar 1959 Útsala á barnafatnaði hefst í fyrramálið. KULDAÚLPUR á drengi 6—12 ára SPORTJAKKAR drengja 2—12 ára. Verð frá kr. 98.- FLAUELSBUXUR 1~12 áo*a. Verð frá kr. 40.- DRENGJANÆRBUXUR 6—12 ára. Verð frá kr. 10 - FILT-PILS 1—6 ára. Verð frá kr. 30.- \f Austurstræti 12 Útsala — Útsala Unglinga úlpur, áður kr. 525 nú kr. 280 Samfestingar á drengi. áður k<r. 80, nú kr. 48. Vinnuskyrtur, áður kr. 145, nú kr. 100. Kven vinnubxur, áður kr. 145, nú kr. 100 Barnagallar, áður kr. 390, nú kr. 225. Mikið úrval af allskonar nærfatnaði útsalan á horni Snorrabrautar og Njálsgötu Útsala — Útsala Karlmannaföt. Verð krá kr. 500.— Kaarlmannafrakkar. Ver, frá kr. 400.— Karlmannabuxur. Verð frá kr. 200.— Bindi. Verð frá kr. 15.— Skyrtur kr. 50.— o. m. fl Klæðaverzlun Braga Brynjólfssonar Laugavegi 46 Útsala Mánudaginn 2. febrúar hefst útsala á allskonar prjónafatnaði, lopa og smávegis af ullairgarni. Aðeins í fáa daga Stórkostleg verðlækkun Gjörið svo vel að líta inn. Prjónastofan Hltn hf. Skólavörðustíg 18 — Reykjavlkurbréf Framh. af bls. 13. skilja, hvað á bak við býr, þegar skyndilega vaknar áhugi hjá Framsókn eftir að hún er oltin úr stjórn, á umbótum, sem hún aldrei hreyfði meðan hún hafði tök á að koma þeim fram. Velur lakasta kostinn Þegar mikilvægar ákvarðanir skal taka, er það ætíð lakasti kosturinn að sitja hjá, og reyna þar með að skjóta sér undan ábyrgð. Armað hvort er það sem gert er rétt eða rangt. Þar er enginn millivegur. Svo er og um stöðvunarfrumvarp ríkisstjórnar innar nú. Annað hvort horfir sú ráðstöfun til heilla, eða ófar- sældar. Annað hvort er hún rétt- lát eða hallar réttu máli. Ef það síðara er rétt, eiga þeir, sem því halda fram, að hafa kjark til að greiða atkvæði á móti málinu. En ef málið er gott, þá ber að styðja það, hvort sem menn eru í stjórn eða utan stjórnar. Framsóknar- flokkurinn vill hafa frjálsar hendur. Hann þorir ekki að taka ábyrgð, hvorki að vera með þess- ari miklvægu ákvörðun, né á móti henni. Framsókn velur lak- asta kostinn, þann að sitja hjá. Af liverju þögðu kommar ? Menn furða sig nokkuð á, í hvaða skyni kommúnistar hafi flutt tillögu sina til þingsálykt- unar um endurskoðun og upp- sögn varnarsamningsins frá 1951. Minnt hefur verið á það, að um tveggja ára bil hreyfðu ráðherr- ar kommúnista þessu máli aldrei í ríkisstjórninni. Sú þögn er því athyglisverðari sem í greinargerð tillögunnar nú segir: „Um leið og Alþingi var gerð grein fyrir þessum málalokum í desember 1956, gáfu ráðherrar Alþýðubandal. út yfirlýsingu þess efnis, að þeir væru andvígir forsendum þessarar frestunar, eins og þær væru tilgreindar, en þar eð þeir teldu ekki aðstæður heppilegar til að tryggja samn- inga um brottför hersins, hefðu þeir fallizt á frestun um nokkra mánuði". Samkvæmt þessari yfirlýsingu hefði mátt ætla, að kommúnistar mundu innan skamms taka mál- ið upp í ríkisstjórninni, en greinargerðin ber það með sér, að ráðherrar þeirra hafa aldrei talað þar um málið. Þeir létu sitja við það, að þingflokkur Alþýðubandalagsins skrifaði bréf til þingflokka Alþýðuflokks og Framsóknarmanna 1. nóvember 1957. Segir um það í greinar- gerðinni: „Svör Framsóknarflokks og A1 þýðuflokks voru neikvæð og því borið við, að horfur í alþjóða- málum hefðu ekki breytzt til batnaðar. í bréfi, dagsettu 8. nóv. 1958, til forsætisráðherra, vekja ráð- herrar Alþýðubandalagsins at- hygli á, að enn eigi ríkisstjórnin eftir að efna loforð sitt um end- urskoðun varnarsamningsins í því skyni, að herinn hverfi úr landi. Telja þeir þennan drátt með öllu óviðunandi og leggja til, að ríkisstjórnin tilkynni Bandaríkjastjórn nú þegar ósk um endurskoðun, svo að tilskild- ir frestir geti strax hafizt (fylgi- skjal II.). Ekkert svar barst við þessu bréfi“. Eftirtektarvert er, að ráðherr- ar kommúnista hafa ekki kjark til að hreyfa málinu munnlega á ríkisstjórnarfundi, heldur senda samráðherrum sínum aðeins bréf og una því í nær fullan mánuð, þangað til V-stjórnin gafst upp, að ekkert svar berist. Linlegri sókn er vart hægt að hugsa sér. En hver er skýringin á því, að kommúnistar skyldu 1956 segj- ast vera andvígir forsendum þess arar frestunar, eins og þær væru tilgreindar. en fallast þó á frest- unina? Auðvitað sú, að þeir vissu, að loforð um lán voru tengd endur- nýjun varnarsamningsins. Án þessara lána gat V-stjórnin ekki lafað áfram. Nú, eftir að komm- únistar eru farnir úr ríkisstjórn, telja þeir sig ekki lengur bundna og bera þá fram tillögu sína. Verzlunin er flutt á Vestur- götu 16 Úrval af alls konar fatnaði. —- Tækifærisverð. ISOTAÐ OG NÝTT Vesturgötu 12. — Sími 15859 Nýkomið Skyrtuflónel í 5 litum. — Verð kr. 16.00. Kaklii í mörgum litum. — Verð kr. 15.00. Lakaléreft með vaðmálsvend. Verð kr. 24.00. Síðar drengja nærbuxur. — Verð kr. 23.50. Höfum fengið aftur köflóttu kjóla- og pilsefnin. — Verð aðeins kr. 40.00. Krepnælonsokkabuxur. C/Vy/f fhagd Útsala Kvenskór og barnaskór Karlmanna flóka inniskór Barna bomsur IV9ik.il verðlækkun Skóverzlun Þórðar Péturssonar Aðalstræti 18 Afgreiðslustúlkur í lyfjabúðum Áríðandi fundur í V.R. annað völd kl. 8,30 Vetrzlunarmannafélag Reykjavíkur MARKABURIMM Laugaveg 89

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.