Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 20
20 MORCVNfíLAÐIÐ Sunnudagur 1. febrúar 1^*9 „Ég sagði áðan að þér van- inætuð okkur, ungfrú Cuttler. Morrison-blöðin eru máttug tæki til að hafa áhrif á almenningsálit ið í þessu landi. En hið fávísa almenningsálit getur hins vegar ákveðið stríð og frið. Það er einn stærsti galli lýðræðisins. Ég þarf ekki að taka það fram að við kjósum friðinn“. „Að sjálfsögðu", sagði Helen háðslega. „Nú“. Gesturinn lét sem hann heyrði ekki háðið. — „Nú verðið þér, sem dæmi, að fá Morrison til þess að beita sér fyrir rót- tækri lækkun á herkostnaði. Stríðinu er lokið. Herbúnaður Ameríku er vitfirringslega mik- ill. Skattgreiðendurnir stynja undir honum . . . Það myndi auka mjög á vinsældir blaða unnusta yðar, ef hann beitti sér fyrir skjótri og algerri afvopnun". „Og þá?“ „Ég?“ „Þér þurfið ekki að gera yður upp neitt skilningsleysi, hr. Wagn er. Eg á við: Myndu Sovét-rik- in . , .“ Gesturinn hnyklaði brýrnar. „Nú ofmetið þér hins vegar rétt minn, ungfrú Cuttler. Ég get engar upplýsingar gefið yður um áform Sovét-ríkjanna af þeim einföldu ástæðum að ég þekki þau ekki sjálfur". Hann stóð á fætur. „Vér munum lesa Morri- son-blöðin með mikilli athygli11. „Þér getið alveg sparað yðar þá fyrirhöfn. Eg hefi engin minnstu áhrif á Morrisons-blöðin. Auk þess myndi ég ekki ..." „O, sei, sei, jú. Víst mynduð þér, ungfrú Cuttler. Og ef þér hafið ekki nægileg áhrif, þá verð ið þér að fá þau“. Hann gekk til dyranna en stanz aði á þröskuldinum: „Vér höfum heyrt að giftingardagurinn sé ákveðinn 21. apríl. Oss er það mik ið áhugamál, að ekkert verði því til hindrunar". Hann hneigði sig enn einu sinni. „Og gleymið því ekki, sem ég sagði áðan: Skjóta og algera a'fvopnun . . Dyrnar opnuðust og lokuðust aftur á hæla honum. Helen gekk inn í svefnherberg- ið, þar sem ferðakoffortin henn- ar stóðu tilbúin. Hún settist á rúmstokkinn, milli tveggja kóff- orta. Hjartað sló ört í brjósti hennar, en heilinn starfaði ótrufl- aður og rökrétt. „Eru nokkur úrræði hugsan- leg?“, hugsaði hún með sér. Hún stóð á fætur. Jú, ein und- ankomuleið var henni opin. Ein einasta . . . Hún mátti ekki gift- ast Morriso*. ★ ★ Þegar Helen kom til Sacramen- to, beið hennar símskeyti frá Morrison gistihúsinu: BÍÐ ÞÍN Á MORGUN Á BEAUTYFARM ELISABETH BARDENS. STOP. CONQUEROR MUN SÆKJA ÞIG TIL SACRAMENTO. „Conqueror“ var tveggja hreyfla einkaflugvél blaðakóngs- ins. Símskeyti Morrisons var sent frá „Santa Maria“, en þegar hún hringdi þangað var henni sagt að hr. Morriso» væri þegar lagður af stað til Arizona. Eins og svo oft áður, átti hún ekki annarra kosta völ, en að hlýðnast skipun- um hans. Það gekk allt samkvæmt ferða- áætlun — qllt samkvæmt ferða- áætlun Morrisons. í arisónsku stórborginni Phoenix beið „Cad- illac“ Morrisons hennar á flug- vellinum. Bifreiðarstjórinn ósk- aði henni til hamingju með næst- um alveg-sömu orðunum og flug- maðurinn hafði gert. Hálfri klukkustundu síðar brunaði bií- reiðin eftir breiðum malarvegi, meí pálmatrjám til beggja hliða. Þetta „Fegurðarsetur" hafði ver ið opnað fyrir aðeins fáum mán- uðum. Það var verk Elisabeth Bardens, kanadískrar fegurðar- drottningar, sem gert hafði dóttur efnalítils matjurtasala að einni frægustu konu Ameríku. Það var ekki aðeins fallegur staður — heldur sannkallað „Feg urðarsetur“, þetta sveitasetur í Suður-Ameríku. Þær konur sem þangað komu, — aðallega kvik- myndastjörnur og milljónerafrúr — helguðu fegurð sinni hverja stund sólarhringsins, en karlmenn irnir, einkum broddborgarar á vissum aldri — heilsu sinni og æsku. Réttara sagt: Þetta fólk þurfti ekki að gera neitt fyrir fegurð sína, heilsu og æsku. Elísa beth Barden og hið fjölmenna starfslið hennar gerði þar allt, sem gera þurfti. Rás hvers dags var mjög reglu bundin. Frá klukkan sjö að morgni til sjö að kvöldi, voru gestirnir „kúgaðir" á hinn þægi- legasta hátt, ef svo mætti að orði kveða. Að morgunbaði loknu kom nuddið. Eftir nuddið, hvíld- arstund. Gönguferð um pálma- lundina var stjórnað með skeið- klukku. Á ákveðnum tíma urðu menn að drekka glas af tómat- safa, borða salat, drekka mjólk og grænmetis-cocktail, sem nefnd ist „V-8“. Svo voru ost- og jarðar berja-dagar. Sérhvert brot á fyrir mælunum var að dómi „fegurðar kennara" og „fegurðarnema", freklegt afbrot. Þau spil ein, sem ekki voru „æsandi", voru leyfð og þó aðeins á vissum tíma dags. Heimsóknartími á hárgreiðslu- og snyrtistofu var fastákveðinn eins og opinber skrifstofutími og sama máli gegndi um háfjalla- geisla og andlitssnyrtingu. — Hver sem ekki sat í leðjubaði, æfði djúpar knébeygjur í leik- fimisalnum. Og hver sá, sem yfir gaf „Fegurðarsetur" Elisabeth Bardens án þess að hafa yngst um sjö ár eða létzt um tuttugu kíló, gat a.m.k. sagt að fyrir lík- amlegar þarfir sínar x fjórtán daga hefði hann aðeins þurft að greiða einn einasta dollara. Helen fékk til umráða ljós- rauðan sumarskála í útjaðri ný- lendunnar. Herbergin þrjú — stór salur, minna svefnherbergi og örlítið kvennaherbargi — voru sömuleiðis í ljósrauðum lit. í skrautkerunum stóðu nýafskorin Gangalampar Spot - light “ búöariampar Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687 blóm. Á veggjunum héngu blóma myndir. Stofustúlkan hafði ljós- rauða silkisvuntu. Stofusi.'.ikan hafði naumast lokið við að taka upp úr ferða- töskunum, þegar Morrison kom inn í salinn. Hann var i ljósgrá- um fötum, í fráhnepptri silki- skyrtu, svo að þreklegur hálsinn sást greinilaga. Hann fleygði strá hattinum á einn stólinn. Hann var unglegri í útliti en áður og sólbrunninn í framan. Hann vafði Helen umsvifalaust örmum. „Nú get ég loksins óskað þér til hamingju“, sagði hann. Hún losaði sig úr faðmi hans og brosti þreytulega. „Hvað í herrans nafni ertu að gera hér?“, spurði hún. „Ég — ég — hreint ekki neitt. Ég verð að fara héðan í fyrra- málið. En þú skalt hvíla þig hérna í vikutíma". „Ég er nú ekki búin að sam- þykkja það“. „Og þó. Þú þarfnast hressing- ar og hvíldar. Éf ég á ekki að loka þig inni ..." Hún leit sem snöggvast í speg- ilinn: „Er ég kannski ekki nógu falleg fyrir þig lengur? Er ég orðin of gömul fyrir þig?“ Hann hafði sezt á ljósrauða legu bekkinn með rósóttu ábreiðunni. „Vitleysa", sagði hann bros- andi. „Hingað koma líka ung- ar konur. Konur, eins og Claire Booth-Luce og Paulette Goddard. Auk þess er Marlene Dietrich hér. Eiginkona Davies fyrrver- andi sendiherra fór héðan í vik- unni sem leið og á morgun er svo Barbara Hutton væntanleg. — Greta Garbo dvaldi hér á laun. Flestir gestirnir koma með leynd“. Hún settist á legubekkinn við hlið hans, örmagna af þreytu. Hún vissi að hún hafði dökka hringi undir augunum. Ef til vill veitti henni raunverulega ekki a£ stuttri dvöl hérna á „Fegrunar- setrinu“, undir handleiðslu Elisa- beth Barden? Samt dvaldi hún ekki lengi við þessa hugsun. Uppreisnarandinn vaknaði hjá henni og hún brást þegar til varnar. „Heldurðu að ég láti þig skipa mér fyrir verkum ár og síð og alla tíð?“sagði hún. „í dag .ferð þú til Kaliforníu .... á morgun heldurðu ræðu.... Nú áttu að gera þetta og svo ferðu þangað .... Nú læturðu nudda af þér spikið....“. Hún hermdi eftir honum. — „Richard, trúirðu því ekki að menn hafi sinn eiginn vilja?“ Hann tók ekki undir spurningu hennar. „Eg verð í Washington, þegar þú ferð héðan“, sagði hann. Samtalið rofnaði við það að drepið var á dyrnar. Stofustúlkan kom inn með tvö stór glös af tómatsafa. „Cocktaltími", sagði hún glettn islega. „Klukkan er sjö“. „Eg veit að klukkan er sjö“ svaraði Morrison kuldalega. — Hann gekk framhjá henni, til dyranna og lokaði þannig leið hennar. Þegar Helen leit spyrj- andi á hann, sagði hann einung- is: „Eg er enginn sjúklingur hér. Og þú ekki heldur. Eg er búinn að panta viðeigandi máltíð ásamt einni kampavínsflösku. Rökkrið hafði sveipað landslag ið fyrir framan stóru gluggana dökkum, ógagnsæjum hjúpi. Helen gekk að einum glugg- anum og dró ljósrauða tjaldið 1) Andi vísar .^darkúsi og Súss-1 Loks þegar þau koma fram á 6nu leiðina, sem vr ill yfirferðar. fjallsbrún eina, blasir við þeim lóvænt sýn. „Sjáðu, Sússana". 2) „í þessum dal þarna er bjálkakofi og þúsundir gæsa, anda og annarra dýra.“ fyrir. Hún leit sem snöggvast ét i garðinn. Yfir honum hvelfdist hinn suðræni himinn Arizona. Helen gekk aftur yfir að legu- bekknum, niðursokkinn í djúpar hugsanir. „Við kunngerum trúlofun okk- ar í Washington", heyrði hún Morrison segja. Hann hafði ver- ið að tala um Washington, þegar stofustúlkan kom inn. Hann tap- aði aldrei þræðinum. „Washington er einmitt réttur staður fyrir tilkynninguna. Ann- ars hefi ég hugsað mér að láta brúðkaupið vera látlaust og....“ Hann áttaði sig skyndilega. — Brosti: Hún mátti ekki halda a8 hann ætlaði að taka allar ákvarð- anir fyrir hana. „Hvað finnst þér?“ bætti hann við. í tvo daga hafði Helen æft sig á svarinu við þessari spurningu. Samt gat hún nú ekki sagt það. Ekki enn. Fyrst varð hún að fá svar við annarri spurningu — spurningu, sem heimsókn „hr. Wagners" hafði vakið, spurningu, sem hafði ásótt hana með sívax- andi áleitni æ síðan. „Richard", sagði hún. „Hefurðu sagt nokkrum frá því hvenær við ætlum að láta gifta okkur?“ Honum virtist bregða ónota- lega við spurningu hennar . „Hvers vegna spyrðu að því?'* SHlltvarpiö Sunudagur 1. febrúar. Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Neskirkju (Prestur: Séra Jón Thorarensen. Organ- leikari: Jón ísleifsson). — 13.00 Frá umræðufundi Stúdentafél. Rvíkur um kjördæmamálið 13, jan. Framsögumenn: Jóhann Haf- stein og Gísli Guðmundsson al- þingismenn. Aðrir ræðumenn: Jón P. Emils lögfr., Einar Ágústa son lögfr., Magnús Jónsson alþm., Júlíus Havsteen fyrrv. sýslum., Jón Þorsteinsson lögfr. og Pétur Benediktsson bankastj. (Síðari hluta fundarins útv. kl. 18.30). 15.30 Kaffitíminn. 16.30 Hljóm- sveit Ríkisútvarpsins leikur. — 17.00 Harmoníkumúsik. 17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson kennari). 18.30 Niðurlag stúd- entafundarins um kjördæmamál- ið. Ræðumenn: Tómas Árnason lögfr., Sveinbjörn Dagfinnsson lögfr., séra Jónas Gíslason og framsögumennirnir Jóhann Haf- stein og Gísli Guðmundsson alþingismenn. — 20.20 Dagskrá Sambands bindindisfélaga í skól- um: Ræða (Hörður Gunnarsson form. sambandsins) Gaman- vísnasöngur (Ómar Ragnarsson). Úr skólalífinu: Þáttur frá Mennta skóla Akureyrar. — Kvartett- söngur Menntaskólanemenda í Rvík. 21.00 „Vogun vinnur — vogun tapar“. — Stjórnandi þátt- arins: Sveinn Ásgeirsson hagfræð ingur. 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 2. febrúar. Fastir iiðir eins og venjulega. 18.30 Tónlistartími barnanna — 18.50 Bridgeþáttur. — 20.30 Einsöngur: Sigurveig Hjaltested syngur. — 20.50 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánsson blaðamaður). — 21.10 Tónleikar: Vínarhljómsveit leikur létt lög. — 21.30 Útvarpssagan: „Vikt- oría“ eftir Knut Kamsun; III. (Ólöf Nordal). — 22.00 Upplest- ur: „Lausn", smásaga eftir Rósu B. Blöndal. 22.30 Kammertón- leikar. 23.05 Dagskrárlok. Þriðjudagur 3. febrúar. Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Barnatími: ömmusögur. — 18.50 Framburðarkennsla í esper anto. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson cand. mag.) 20.35 Tónskáldið Felix Mendelssohn, — 150 ára afmæli: Erindi (Dr. Páll ísólfsson). Músík eftir Mendelsohn. — 21.45 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). — 22.20 Upplestur: Höskuldur Skagfjörð leikari les kvæði eftir Kristján frá Djúpalæk. 22.35 íslenzkar danshljómsveitir. — 23.05 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.