Morgunblaðið - 06.02.1959, Side 3

Morgunblaðið - 06.02.1959, Side 3
MORCVNBLAÐIÐ 3 Föstudagur 6. febr. 1959 Tillögur um björg unarbjónustu KAUPMANNAHÖFN, 5. febrúar. — EkstrablaðiS segir, að brátt verði leitinni við Grænland hætt. Yfirmaður kanadísku flugsveitar- innar, sem hefur annazt leit undanfarna daga, sagði einnig í dag, að ef leitin bæri engan árangur á morgun, yrði athugað, hvort ekki væri bezt að hætta henni. Þó handvagna- og hestvagnaöldin tilheyri liðnum tíma eru vatnskarlarnir hér við höfnina enn með annan fótinn í þessu löngu liðna tímabili. Þennan slönguvagn erfði Reykjavíkurhöfn frá Slökkviliði Reykjavíkur fyrir mörgum árum, er slökkvi- liðið lagði hann niður, og hefur höfnin notað hann til þess að flytja vatnsslöngurnar á, sem lagðar eru frá krönunum á bryggjunum út í skipin. Það er nærri því leikur einn að draslast áfram með slönguvagninn á auðum götunum, en þegar við verðum að berjast með hann áfram á flughálum bryggjun- um í frosti og roki, þá getur verið óskemmtilegt að fást við hinn gamla vagn, sagði einn af vatnsmönnunum. — Vagninn á, miklu fremur heima í Byggðasafni Reykjavíkur en í daglegri þjónustu hafnarinnar — komið fram yfir miðja 20. öldina. — (Ljósm. Mbl. Ol. K. M.) Bretar segjc: Information ræðir í dag um björgunarþjónustuna við Græn- land með styrk frá þeim þjóð- um, sem halda uppi veiðum við landið. Blaðið segir, að Danir einir hafi ekki bolmagn til að kosta slíka björgunarþjónustu. Blaðið segir, að grænlenzk björg- unarskip séu alltof lítil og auk þess skorti björgunarflugvélar í Grænlandi. Þá þarf einnig að bæta fregnir frá Grænlandi um ísrek o. s. frv. Lindberg, Græn- landsmálaráðherra, hefur sagt, að þessi uppástunga sé íhugunar- verð. Poul Hansen, landvarna- ráðherra, segir einnig, að málið sé þess virði, að það verði athug- að, en bendir jafnframt á, að það mundi kosta milljónir króna að koma flugstöðinni í Narssasuak í sæmilegt horf. í síðari fréttum í gserkvöldi segir, að leitinni við Græn- land verði haldið áfram enn um nokkurn tíma, því vel geti verið, að einhverjir af „Hans Hedtoft“ hafi komizt í björgunarbáta. Þá var einnig skýrt frá því, að olíubrák hefði sézt á einnar fersjómílu svæði um 10 sjómílur undan Egedeshöfða á Suður-Græn- landi. Skip hafa nú verið send þangað til leitar. Leitinni við Græn- land bráðlega hætt Sigling Valafells til hafnar sýnir góðvilja togaraeigenda LONDON, 5. febr. (Reuter) Full- trúi brezka utanríkisráðuneytis- ins skýrði frá því í dag, að togar- inn Valafell myndi sigla í höfn á íslandi og skipstjóri hans svara til saka fyrir meint landhelgis- brot. Fulltrúinn sagði að brezka stjórnin hefði engan þátt átt í þessari ákvörðun, það hefðu verið Skákir frá mótinu togaraeigendur einir, sem hana tóku. Sir Farndale Phillips hershöfð- ingi forseti sambands brezkra togaraeigenda sagði í kvöld. „Ég fagna því að eigendur Valafells hafa tekið frumkvæðið í því að reyna að leysa á friðsamlegan hátt, það mál sem togari þeirra hefur lent í við islenzk yfirvöld.“ í dag gekk dr. Kristinn Guð- mundsson sendiherra íslands í Lundúnum á fundi Thomas Brimelow í Norðurlandadeild brezka utanríkisráðuneytisins. Ræddu þeir um síðustu atburði við ísland. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins lagði í dag áherzlu á það að ákvörðunin um að láta Valafell sigla til hafnar á Seyðis- firði væri tákn góðvilja brezkra togaraeigenda og sýndi, að þeir væru reiðubúnir að leita vinsam- legrar lausnar á núverandi vanda málum. „Þrettándakvöld“ sýnt enn HERRANÓTT Menntaskólans í Reykjavík sýndi í byrjun jan- úar gamanleikinn Þrettándakvöld eftir W- Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar í 6 skipti ávallt fyrir fullu húsi og við á- gætar undirtektir áhorfenda. Sýningum varð þá að hætta vegna prófa í skólanum. Þar sem prófum er nú lokið og vegna mjög mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að sýna leikinn næstkom- andi mánudag, en aðeing í þetta eina sinn. Einnig verða tvær sýn- ingar austan fjalls um næstu helgi í Bewerwijk SKÁKMÓTIÐ í Bewerwijk í Hol- landi vakti mikla athygli hér, ekki sízt hin glæsilega frammi- staða Friðriks Ólafssonar. Tefldi hann á mótinu margar fallegar skákir, enda vann hann hina beztu menn m. a. tvo með stór- meistaranafnbót. Hingað til lands hafa borizt örfá eintök af skákum tefldum á mótinu. í heftinu eru allar skák- ir þar tefldar og þetta skákmönn- um hinn bezti fengur. Skákir þessar eru seldar í bókaverzlun Lárusar Blöndals Vesturveri. Fréttir i stuttu máli LUNDÚNUM, 5. febr. — Forsæt- is- og utanríkisráðherrar Grikk- lands og Tyrklands komu í dag til Zúrich, Sviss, til að ræða um Kýpurmálið. Viðræðurnar hefj- ast á morgun, föstudag, en verð- ur ekki lokið fyrr en á mánudag. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði það von stjórnar sinnar, að viðræðurnar beri árangur og und irritaður verði samningur milli ríkjanna um deilumálið, og ut- anríkisráðherra Grikklands sagði, að Balkansamningur Grikkja, Tyrkja og Júgóslavía yrði aftur meira virði en pappírinn, sem hann er ritaður á, ef samkomu- lag næst um Kýpurmálið. Nokk- ur bjartsýni ríkir í sambandi við viðræður þessar. Mikil þoka hefur verið i Dan- mörku í dag og tafið samgöngur bæði á sjó og landi. Kastrup-flug- völlur var lokaður fyrir flugvél- ar, sem ætluðu til Kaupmanna- hafnar og urðu þær að lenda í Hamborg. Fanfani skýrði forseta ftalíu frá því í dag, að hann mundi ekki taka lausnarbeiðni sína aftur. Svo mœla börn sem vilia EFTIRFARANDI grein, sem birt- ist í rússneska blaðinu Izvestía 24. janúar 1959, sýnir hinn mikla áhuga rússneskra stjórnvalda á því, sem gerist á íslandi. Því er sleppt í frásögn Izvestía, að Þjóðviljinn skýrði sjálfur frá því í des. 1956, að endurnýjun varn- arsamningsins hefði verið tengd lánveitingum Bandaríkjamanna til V-stjórnarinnar. — Greinin í Izvestía hljóðar svo: Amerísku hersveitirnar eru á íslandi til að hafa áhrif á stjórnmál landsins uppi eðlilegri og hagstæðri verzlun við Sovétríkin; til þess að ísland fái ekki að lifa í friði og vináttu við aðrar þjóðir í stað þess að vera atómstöð. — Ameríski herinn er á íslandi til þess, — ef nauðsyn krefur, — að hjálpa íhaldsmönnum í barátt- unni gegn andstæðingum þeirra“. Staðreyndirnar sýna, að ís- lendingar gera sér æ ljósari grein fyrir þeirri hættu, sem í því felst, að erlent herlið er í landi þeirra. Þeir eru eindregið andvígir hvers konar þátttöku landsins í hernaðarundirbúningi Vesturlanda. Verkalýðsstéttin gerir æ háværari kröfur um brottför ameríska herliðsins og afnám herstöðvarinnar í Kefla- vík. Dagblaðið „Þjóðviljinn“ hef- ur birt ályktun, er samþykkt var á almennum verkalýðsfundi á Akureyri (á Norður-íslandi), þar sem segir: „Almennur verka- lýðsfundur á Akureyri krefst þess á nýjan leik, að sagt verði upp herstöðvarsamningnum við Bandaríkin”. Fjölmörg önnur verkalýðsfélög og önnur samtök á íslandi hafa krafizt þess í ályktunum, að ameríska herliðið verði flutt burt úr landinu. (Einkafrétt). Hið borgaralega og hægrisinn- aða „Morgunblað“ í Reykjavík skrifar, að Bandaríki Ameríku hafi veitt íslandi lán gegn beinni eða óbeinni tryggingu fyrir því, að ameríska herliðið gæti verið áfram á íslandi. Með þessu viðurkennir blaðið, að Ameríkumenn eru alls ekki að hugsa um „vernd“ íslenzku þjóðarinnar gegn ímyndaðri árás- arhættu, heldur um að styrkja sína eigin aðstöðu og ráða niður- lögum verkalýðs- og kommún- istahreyfingar íslands. í ummælum sínum um grein „Morgunblaðsins“ segir „Þjóð- viljinn": „Bjarni Benediktsson (ritstjóri Morgunblaðsins og vara formaður Sjálfstæðisflokksins) þorir ekki lengur að skrifa um „vernd“ og „öryggi“, þegar um er að ræða dvöl bandariska her- liðsins á íslandi. Hann á bara eina röksemd eftir: ameríski her- inn er á íslandi eingöngu til þess að hafa áhrif á stjórnmál lands- ins, til að koma í veg fyrir — með öllum þeim ráðum, er hann telur hentug — að íslandi fari úr NATO og taki upp aftur fyrri hlutleysisstefnu sína; til að hindra íslendinga í því að halda Hér á myndinni sjást lögreglumenn bera Robert litla SuIIivan upp úr björgunarbáti, sem bjargaði honum eftir flugslysið í Austurá í fyrrinótt. Robert er 8 ára. Faðir hans og tvær systur fórust í slysínu og móðir hans lézt i sjúkrahúsi skömmu eftir að henni hafði verið bjargað úr ánni. SIAKSTEIMAR „Kjördæmi Jóns Sigurðssonar“ Vesturland birti nýlega grein um kjördæmamálið, er nefndist „Harmakvein Framsóknar- mánna“. — Upphaf hennar er: * „Nú ætlar ílialdið og kratar að leggja niður kjördæmi Jóns Sig- urðssonar segja Framsóknar- menn og setja upp mikinn rauna- svip. Þetta er sagt vegna þeirra fyrirætlana að breyta hinni úr- eltu og ranglátu kjördæmaskip- un, sem nú er. Það er ætlunin að gera Vestfirði að einu kjör- dæmi, sem kjósa á fimm þing- menn hlutfallskosningu, en það eru jafnmargir þingmenn og nú sitja á þingi fyrir Vestfirðinga. Kjördæmi Jóns Sigurðssonar verður því ekki lagt niður, held- ur stækkað frá því sem nú er og er ætlunin að bæta við það ekki ómerkari sýslum en Barða- strandarsýslu og Strandasýslu, kjördæmi sjálfs Framsóknarpáf- ans Hermanns Jónassonar“. Það er venjuleg Framsóknar- smekkvísi að draga nafn Jóns Sigurðssonar með þessum hætti inn í deilur nú, en sannleikurinn er sá, að „kjördæmi Jóns Sigí urðssonar" er nú þríklofið. Ætl- unin er að sameina það á ný með eðlilegum viðbótum. Ótti Framsóknar Það, sem Framsókn raunveru- lega óttast er hið aukna réttlæti, sem leiðir af hlutfallskosningum. Um það segir Vesturland: „f síðustu kosningum fengu Framsóknarmenn 1480 atkv. á Vestfjörðum og þrjá menn kjörna, þar af voru a. m. k. nokk- uð á 5. hundrað lánsatkvæði frá Alþýðuflokkntum. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk 2255 atkvæði og tvo menn kjörna. Alþýðubanda- Iagið fékk 668 atkvæði og engan mann kjörinn og Alþýðuflokkur- inn 749 atkv. og engan kjörinn. Ef þetta hefði verið hlutfallskosn- ingar þá hefðu Sjálfstæðismeijn fengið þr já þingmenn, Framsókn- arflokkurinn einn og Alþýðu- flokkurinn einn. Harmakvein Framsóknar eru ekki til orðin vegna þess að það eigi að leggja niður kjördæmi Jóns Sigurðssonar heldur af því að með hlutfallskosninguim er tryggð réttlátari skipting þing- sæta eftir atkvæðamagni. Hvaða heilbrigður maður getur mælt því bót að flokkur, sem fær 1480 at- kvæði eigi að fá 3 þingmenn en flokkur sem fær 2255 atkvæði eigi að fá tvo þingmenn?“ Forré ttind f1 *>kknr Síðan segir í grein Vesturlands: „Framsóknarflokkurinn er for- réttindaflokkur, sem ekki skilur breytta tíma og amkið lýðræði. Foringjar þessa flokks eru á sama stigi og lénsherrar fyrir meira en 300 árum, sem höfðu forréttindi fram yfir aðra og lifðu í vellyst- ingum á kostnað annarra. Fram- sóknarforingiarnir á íslandi berj- ast nú gegn breyttri kiördæma- skioun, vegna þess að hún er réttlætismál. Þeir vilja haT'a í bau forréttindi sem þeir hafa haft, að fá mörgum sinnum fleiri bingmenn en þeim ber eftir þvf fylgi sem beir eiga. Sömu söguna er að segia í peningamálunum, bar hafa þeir einnig náð forrétt- indum. — — — forystatn' in Framsókna*-fiokksins virðast ekk- ert læra eða skiiia. Þeir vilja hafa forréttindi fram yfir aðra bióKfélagsþegna---------. Framsókn er afhjúpaðnr for- réttindaflokkur, en vonandi er skammt undan að þeir verði að láta sér nægja að búa við sama réft og aðrir þegnar þessa þjóð- I félags“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.