Morgunblaðið - 06.02.1959, Qupperneq 10
1C
M O R C V H U T. 4 Ð 1 Ð
Föstudagur 6. febr. 1959
Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ERFIÐLEIKAR BÆNDA
r
ARE) 1958 var íslenzkum
bændum að ýmsu leyti
óhagstætt. í einstökum
landshlutum olli léleg gras-
spretta og erfiðleikar við hey-
verkun verulegum vandræðum.
Ennfremur komu efnahagsráðstaf
anir vinstri stjórnarinnar sérstak
lega illa við bændastéttina. Verð-
lag á fóðurbæti og útlendum
áburði stórhækkaði. Bitnaði það
sérstaklega illa á bændum, þar
sem þeir þurftu víða á landinu á
óvenju miklum fóðurbæti að
halda á s.l. hausti. Þá hækkuðu
og allar búvélar stórkostlega í
verði vegna hins nýja álagna
sem vinstri stjórnin lagði á með
„bjargráðunum". Loks olli skort-
ur á varahlutum til margvíslegra
véla og tækja miklu óhagræði.
Yfirleitt má segja, að hin vax-
andi verðbólga og kákráðstafanir
fyrrverandi ríkisstjórnar gegn
henni hafi reynzt bændastéttinni
einkar þungar í skauti.
Sparsamasta stéttin
En engri stétt er það áreiðan-
lega ljósara en hinum sparsömu
og starfsömu íslenzku bændum,
að kapphlaupið milli kaupgjalds
Og verðlags og verðbólgan, sem
af því leiðir, felur í sér stórkost-
lega hættu fyrir hagsmuni þeirra
og alla afkomu. Þess vegna
sætir það engri furðu, að öllum
fregnum utan úr sveitum lands-
ins ber nú saman um það, að
viðleitni núverandi stjórnarvalda
til þess að stöðva vöxt verðbólg-
unnar sé yfirleitt mjög vel tekið
meðal bænda. Hafa þessar ráð-
stafanir þó í för með sér að verð-
lag hefur verið lækkað á land-
búnaðarafurðum í samræmi við
þá lækkun tilkostnaðar, sem nið-
SLYSIÐ VIÐ
r
Inær heila viku hefur hálf
ur heimurinn staðið á
öndinni vegna hins
hörmulega sjóslyss, er Grænlands
farið Hans Hedtoft fórst með nær
100 manns innanborðs suðaust-
ur af Hvarfi. Allan þennan tíma
hefur staðið yfir látlaus leit að
hinu horfna skipi.
Hér var um að ræða nýtt og
glæsilegt skip, sem var að fara
fyrstu för sína á hinar norðlægu
slóðir. Það var búið hinum full-
komnustu tækjum og almennt
álitið, að það gæti boðið hretviðr-
um og ógnum Norðurhafa byrgin.
En það gerist sorglega oft að
tæknin verður að lúta í lægra
haldi fyrir höfuðskepnunum. Því
miður eru þess alltof mörg dæmi,
að einmitt hin fullkomnu tæki
draga úr varúð og slæva ábyrgð-
artilfinningu þeirra, sem tækjun
um stjórna.
Mikil harmsaga
Hvarf Hans Hedtofts felur
vissulega í sér mikla harmsögu.
Hann hafði nær 100 manns innan
borðs, konur og börn, unga og
gamla. Enginn veit enn, hvernig
þetta fólk hefur mætt örlögum,
hvernig voðann hefur borið að
höndum. En vonirnar um að
nokkur þessa fólks sé enn á lífi,
eru nú vissulega orðnar veikar ef
ekki með öllum kulnaðar, þrátt
fyrir fregnir um að heyrzt hafi
urfærslulögin hafa í för með sér.
Bændastéttin, sem er vissulega
sparsamasta stétt hins íslenzka
þjóðfélags hefur alltaf varað við
afleiðingum kapphlaupsins milli
kaupgjalds og verðlags. Hún hef-
jxr einnig verið fús til þess að
taka á sig stundaróþægindi til
þess að sporna við frekari voða,
af völdum vaxandi dýrtíðar og
verðbólgu.
Þróttmikill landbúnaðutr
er þjóðarnauðsyn
Þróttmikill landbúnaður er fs-
lendingum þjóðarnauðsyn. Úr
sveitunum fær almenningur við
sjávarsíðuna ein beztu og holl-
ustu matvælin, sem völ er á. Og í
íslenzkum sveitum hefur um ald-
ir verið kjölfesta íslenzkrar menn
ingar.
Landbúnaðurinn á íslandi hef-
ur tekið geysilegum framförum á
undanförnum árum. Bændurnir
skildu kall hins nýja tíma, þegar
Sjálfstæðisflokkurinn hafði í
lok seinustu heimsstyrjaldar for-
ystu um hagnýtingu tækninnar í
þágu ræktunar og bústarfa. Það
starf, sem Pétur heitinn Magnús-
son og margir ágætir bændur um
allt land unnið þá til uppbygging
ar landbúnaðinum, hefur borið
mikinn og gæfuríkan ávöxt.
En mestu máli skiptir nú, að
tekið verði á erfiðleikum
bændastéttarinnar af sann-
girni og framsýni. íslenzkir
bændur mega treysta því, að
þess meiri sem áhrif Sjáif-
stæðisflokksins verða á stjórn
landsins, þess raunhæfari
skilningi munu hagsmunamál
þeirra eiga að mæta.
GRÆNLAND
hljóðmerki eða neyðarblys sést,
sem gætu verið frá hinu ógæfu-
sama fólki.
Verður vetrarsiglingum
hætt ?
Raddir hafa verið uppi um í
Danmörku, að nauðsynlegt muni
verða að hætta vetrarsiglingum
til Grænlands vegna þeirra
hætta, sem sífellt vofir yfir skip-
um á siglingaleið þangað. Ekkert
skal um það fullyrt hér, hvað
ofan á verður í þessum efnum.
En þrátt fyrir mjög aukið öryggi
flugsamgangna er hætt við því að
það verði nokkrum erfiðleikum
bundið að halda uppi nægilegum
flutningum til Grænlands flug-
leiðina. Reyndir íslenzkir skip-
stjórar hafa hins vegar bent á það
að skynsamlegra myndi fyrir
Grænlandsför að halda sig í
miklu meiri fjarlægð frá Hvarfi
á þessum tíma árs en Hans
Hedtoft gerði.
íslenzka þjóðin samhryggist
dönsku þjóðinni og Grænlend-
ingum við hið mikla slys. ís-
lendingar láta ennfremur í
ljós djúpa hyggð yfir því að
mikill fjöldi sögulegra heim-
ilda um líf og starf í Græn-
landi, sökk með Hans Hetdoft.
Glötun þessara skjala hefur
í för með sér óbætanlegt tjón.
IITAN IJR HEIMIJ
Cefa tvíburar átt sinn föðurinn hver?
Eineggja tviburar virðast oft lúta
sömu örlögum, jbótt Jbeir lifi við
ólik skilyrði
EINS og sagt var frá hér í blaðinu
sl. þriðjudag, er nú allsérstætt
mál fyrir rétti í Viborg í Dan-
mörku. Þannig er mál með vexti,
að maður nokkur fráskilinn hef-
ur krafizt þess fyrir landsrétt-
inum í Viborg, að staðfestur verði
úrskurður undirréttar þess efnis,
að hann sé ekki faðir nema ann-
ars af tvíburum þeim, sem fyrr-
verandi kona hans ól fyrir nær
tveimur og hálfu ári. Mál þetta
hefur vakið mikla athygli, þótt
það sé raunar ekki algert eins-
dæmi — t. d. féll svipaður dómur
í slíku máli í Danmörku ekki alls
fyrir löngu.
★ ★ ★
Umræddir tvíburar, drengur
og stúlka, fæddust í september
1955, og var það upplýst í mála-
rekstrinum, sem hófst skömmu
síðar, að móðirin hafði haft lík-
amleg mök við eiginmann sinn
og annan mann á sama sólarhring
— með 19 klst. millibili — í byrj-
un janúar sama árs. Hinn mað-
urinn, sem hér um ræðir, er nú
látinn fyrir nokkru.
Fræðilegur möguleiki.
Blóðflokkagreining, sem talin er
99,9% örugg við ákvörðun fað-
ernis í slíkum tilfellum, hefur
sýnt, að eiginmaðurinn getur ver
ið faðir stúlkunnar, en hins vegar
ekki drengsins. Læknum ber
um. — Þegar um tvíbura er að
ræða, getur frjóvgunin hafa gerzt
með tvennum hætti: Annað hvort
hafa tvö egg frjóvgazt nær sam-
tímis — þó hefur sannazt, að þar
getur jafnvel munað nokkrum
dögum — eða þá að tvö fóstur
myndast af einu eggi. f fyrra til-
fellinu er þá um að ræða tvíeggja
tvíbura, en í því síðara eineggja,
sem er miklu sjaldgæfari. Þeir
eru yfirleitt samkynja og svo iík-
ir, að einungis nákunnugir þekkja
þá sundur.
Og það er ekki einungis að ytra
útliti, sem eineggja tvíburar reyn
ast líkir. Margar sagnir eru til
um það, að slíkir tvíburar hafi
lotið sams konar örlögum. — Þess
eru dæmi, að eineggja tvíburar,
sem þekktust ekki og vissu raun-
ar alls ekki hvor um annan, hafa
látizt nær því á sömu stundu.
Einnig þekkja menn dæmi þess,
að þótt slíkir tvíburar hafi alizt
upp og lifað við gjörólík skilyrði
hafa þeir þjáðst af sömu sjúk?
dómum og andleg þróun þeirra
beinzt á sömu brautir.
★ ★ ★
Það hefur orðið mörgum erfða-
fræðingum mikið umhugsunar-
efni, hve tiltölulega algengt það
er, að eineggja tvíburar gerist
báðir afbrotamenn — jafnvel þótt
þeir alizt ekki upp saman. —
Nokkrir vísindamenn hafa viljað
halda því fram, að gerist annar af
eineggja tvíburum glæpamaður,
séu allar líkur til, að hinn leiðist
Einkennandi fyrir eineggja tvíbura er það, að reikin (hárskipt-
ingin í hnakkanum) er til vinstri á öðrum, en til hægri á hin-
um. Einnig er algengt, að annar eineggja tvíbura sé örvhentur.
Ekki er það þó nein regla, eins og sést á tvíburabræðrunum
á þessari mynd.
saman um, að ekki sé unnt að úti-
loka þann möguleika, að tvíbur-
arnir eigi sinn föðurinn hvor
— enda þótt líkur til þess að slíkt
geti gerzt, séu mjög litlar, og að
sjálfsögðu alls engar nema um sé
að ræða tvíeggja tvíbura, svo sem
hér er.
Árið 1956 kom svipað „tvíbura-
mál“ fyrir danska dómstóla, og
féll dómur á þá leið, að tveim-
ur mönnum væri gert að greiða
meðlag með börnunum, eftir að
réttarlæknaráðið hafði lýst því
yfir, að ekki væri unnt að vísa
á bug þeim möguleika, að börnin
væru getin af tveim mönnum
.jafnvel með 4—5 daga millibili.
í Svíþjóð hafa einnig nokkur slík
mál komið til dómsúrskurðar.
★ ★ ★
Það er ekki úr vegi að geta um
það í þessu sambandi, að tvíbura-
fæðingar virðast mjög mistíðar
með hinum ýmsu þjóðum. — I
Danmörku er gert ráð fyrir, að
71. hver fæðing sé tvíburafæð-
ing, en Svíar búast við_ tvíbur-
um 66. hverja fæðingu. í Noregi
er talan 82 og í Englandi 100. —
Um það bil fjórði hluti allra tví-
bura sem fæðast eru eineggja.
Arfgengi.
Varla leikur nokkur vafi á því,
að tvíburafæðingar stjórnast að
nokkru af erfðalögmálum — þær
eru greinilega mistíðar eftir ætt-
einnig út á glæpabrautina. —
Ekki er þó þessi skoðun víðtekin
meðal vísindamanna, og margir
hakia því fram, að hún hafi ekki
við rök að styðjast. Staðreynd
er það aftur á móti, að nokkur
dæmi eru fyrir hendi um slílca
„tvíburaglæpartnena".
Fleirburar.
Þótt mörgum foreldrunum þyki
nóg um, þegar þeim fæðast tví-
burar, getur þó „barnalánið“ orð-
ið sýnu meira í einstökum tilfell-
um. — Þess eru dæmi, að konur
hafi gengið með allt upp í 6—7
fóstur samtímis. Hins vegar er
ekki vitað til, að fæðzt hafi lif-
andi fleiri en fimm börn í einu.
Munu menn þar fyrst og fremst
mnnast hinna frægu, kanadísku
fimmbura. — Fimmburafæðingar
teljast til algjörra einsdæma, en
þrí- og fjórburar eru nokkru al-
gengari, þótt þeir séu aftur á
móti sárasjaldgæfir miðað við
tvíbura. — Þegar fleirburar fæð-
ast, er það fremur óalgengt að
þeir lifi allir; þó eru þess nokkur
dæmi. Fyrr var getið um kan-
adísku fimmburana — raunar
munu nú einhverjir þeirra látnir
— og í Danmörku eru t. d. fjór-
burar um tvítugt, fæddir skömmu
fyrir 1940 í Breth við Horsens.
Eru þeir allir við beztu heilsu og
vel dugandi fólk.
★ ★ ★
Dacha og Macha — greindar
og námfúsar þrátt fyrir van-
sköpunina.
Það getur óneitanlega orðið
þungur baggi fátæku fólki að
eignast tvíbura — að ekki sé tal-
að um fleirbura. — Af þeim sök-
um hafa víða verið teknar upp
tryggingar gegn slíkum „óhöpp-
um“. — Eftir að sannazt hefur,
að tvíburafæðingar lúta að
nokkru leyti erfðafræðilegum lög
málum, er það orðið nokkuð al-
gengt víða, að fólk notfæri sér
þessar sérstæðu tryggingar.
„Síamstvíburar“.
Orfá dæmi eru um það, að tvl-
burar hafi fæðzt samvaxnir, svo
nefndir „síamskir tvíburar“.
Nafngiftin á fyrirbærinu er dreg-
ing af tvíburum þeim hinum
frægu, er fæddust í Síam árið
1811. Þeir urðu rúmlega sextugir,
en annars er fátítt, að samvaxn-
ir tvíburar lifi nema skamma
hríð. Eng og Chang, en svo hétu
þeir, komu fram á sýningum víða
um heim og vöktu hvarvetna
geysiathygli. — Þeir bræður
kvæntust systrum, og er sagt, að
hjónaböndin hafi blessast hið
besta, þrátt fyrir hinar óvenju-
legu aðstæður. Munu þeir hafa
átt allmörg börn með konum sín-
um — rétt sköpuð í alla staði.
Árið 1874 veiktist annar bræðr-
anna og lézt skömmu síðar — og
innan klukkustundar var hinn tví
burinn einnig liðið lík, en hann
hafði verið fullfrískur alveg þar
til bróðir hans gaf upp öndina.
Eiga að rannsaka sjálfa sig.
I Rússlandi eru nú að alast upp
samvaxnir tvíburar, teipurnar
Dacha og Macha. — Þær systur
eru nú orðnar átta ára gamlar,
eru við beztu heilsu og þykja
greindar vel og námfúsar. — Sagt
er að rússneski líffræðiprófessor-
inn Anokhin vilji koma því til
leiðar, að telpurnar fái vísinda-
lega menntun, þannig að þær
verði færar um að rannsaka sjálf-
ar sig. Telur hann, að betri ár-
angur muni fást af slíkri sjálfs-
rannsókn en af „utanaðkomandi'*
rannsóknum, ef svo mætti að orði
komast. — Mun þegar vera farið
að miða uppeldi og kennslu telpn-
anna við það, að þær leggi út á
vísindabrautina — hvað sem þær
svo sjálfar kunna að segja um
slíkt síðar. En ef prófessor Anok-
hin kemur fram áformum sínum
í þessu efni, þá koma þær systur
vissulega til með að hafa algjöra
sérstöðu meðal vísindamanna
fyrr og síðar — samvaxnir tví-
burar, sem eyða ævi sinni í að
rannsaka, hvers vegna þeir — og
aðrir — hafa fæðzt þannig van-
skapaðir, og hvernig e. t. v. kann
að vera unnt að koma í veg fyrir
að slíkt gerist.