Morgunblaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. febr. 1959 MORGUNBLAÐID 3 Verðlækkanirnar GREINARGERÐ þá, sem hér fer á eftir, flutti Jónas H. Haralz, ráðuneytisstjóri i viðskiptamálaráðuneytinu, í fréttaauka útvarpsins í gær- kveldi: ÞAU almennu ákvæði um verð- lækkun, sem lögin um niður- færslu verðlags og launa fólu í sér, er að finna í upphafi 10. gr. laganna, en þar segir svo: „Framleiðendur hvers kon- ar vöru og þjónustu skulu þegar eftir gildistöku þessara laga lækka söluverð til sam- ræmis við þá lækkun launa- kostnaðar, sem leiðir af nið- urfærslu kaupgreiðsluvísi- tölu í 175 stig og af annarri lækkun tilkostnaðar vegna ákvæða þessara laga, svo og svarandi til þess, að hagnaður framleiðenda lækki í hlutfalli við niðurfærslu kaupgreiðslu- vísitölunnar". Verðlækkanir þær, sem lögin gera ráð fyrir, eru því afleið- ing af lækkun launakostnaðar og samsvarandi lækkun á hagnaði framleiðenda. Nú voru launa- greiðslur í desember og janúar- mánuði sl. miðaðar við kaup- greiðsluvísitölu 202, en eru í febrúarmánuði miðaðar við kaupgreiðsluvísitölu 175. Þetta svarar til lækkunar launa- greiðslna um 13%. Á hinn bóginn gat verðlækkunin ekki orðið hlutfallslega eins mikil og launa- lækkunin vegna þess að þann 1. febrúar sl. var verðlag í land- inu í öllum aðalatriðum ennþá miðað við kaupgjald samkvæmt kaupgreiðsluvísitölu 185 en ekki samkvæmt kaupgreiðsluvísitölu 202. Verðgæzlan hafði ekki leyft hækkanir á vöruverði eða á á- lagningu vegna þeirrar kaup- hækkunar um 9%, sem átti sér stað 1. desember sl., þegar kaup- greiðsluvísitalan hækkaði úr 185 stigum í 202 stig. Það segir sig sjálft, að ekki var hægt nema um skamma hríð að halda jafn- miklum launahækkunum utan við verðlagið og að miklar verð- Afhenti trunaðarbréf TIL LANDSINS er kominn nýr sendiherra J úgóslavíu, herra Vladimir Rolovic. Er hann jafn- framt sendiherra lands síns í Noregi og hefur aðsetur í Ósló. Sendiherrann afhenti í dag forseta fslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum, að viðstöddum utanríkis- ráðherra. Að athöfninni lokinni snæddu sendiherrann og frú hans hádegisverð í boði forsetahjón- ann-, í-amt nokkrum öðrum gestum. ' Fró skrifstofu forsota íslands). hækkanir hefðu verið framund- an, ef laun hefðu ekki verið færð niður. Verðlækkunin hlaut því yfirleitt að svara til lækkunar kaupgreiðsluvísitölu úr 185 nið- ur í 175 stig, þ. e. a. s. til lækk- unar um 5,4%. Verðlækkunin gat þó heldur ekki orðið eins mikil eins og þessi kauplækkun, vegna þess að í verði sérhverrar vöru og þjónustu eru innifaldir kostnaðarliðir, sem laun og hagn- aður hafa lítil eða engin óhrif á. Sá þýðingarmesti þessara liða er erlendur kostnaður, innkaups- verð vöru erlendis og erlendur hluti flutningskostnaðar. Þýð- ingarmiklir innlendir kostnaðar- liðir eru einnig óháðir launa- kostnaði og hagnaði a. m. k. þeg- ar yfir skamman tíma er litið. Má þar nefna fyrningar af vél- um og tækjum, vexti og húsa- leigu að mestu leyti. Af þessum ástæðum er það ljóst, að þær verðlækkanir, sem leitt gátu af lækkun launakostnaðar um 5,4% og af tilsvarandi lækkun á hagn- aði framleiðenda, hlutu að verða allmiklu minni en lækkun launa. Hversu mikil lækkunin yrði hlaut að fara eftir því, hversu mikils launakostnaðar og hagn- aðar gætti í verðinu og hversu lítils erlends kostnaðar og þess innlends kostnaðar, sem ekki ákvarðast af launum. Það er að sjálfsögðu erfitt að gera sér grein fyrir því, hve mikill hluti launakostnaður og hagnaður er í verði hverrar vöru og þjónustu, og það var ljóst, að éf ætti að framkvæma verðlækkunina sam- kvæmt nákvæmum athugunum á því, myndi hún verða bæði torveld og seinleg. Það var því nauðsynlegt að setja reglur um framkvæmd lækkunarinnar, sem væru einfaldar og almennar, en leiddu jafnframt til eins mikill- ar verðlækkunar og efni stóðu framast til. Um þetta vildi ríkis- stjórnin hafa sem nánasta sam- vinnu við samtök verzlunarfyr- irtækja, iðnrekenda og vinnu- veitenda, og átti viðskiptamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, í þessu skyni viðræður við full- trúa frá Félagi ísl. stórkaup- manna, Sambandi ísl. samvinnu- félaga, Sambandi smásöluverzl- ana, Verzlunarráði Islands og Vinnuveitendasambandi íslands Farið var fram á aðstoð sam- takanna við framkvæmd laganna almennt og sér í lagi það, að þau féllust á, að lækkun álagningar í verzlun og iðnaði yrði 5%, og að verðlækkunin næði til allra vörubirgða. Þessum málaleitun- um var mjög vel tekið og sam- þykktu öll samtökin að verða við þeim. Um framkvæmd lækkan- anna var síðan náin samvinna á milli verðgæzlunnar annars vegar og samtaka verzlunar- manna, iðnrekenda og vinnu- veitenda hins vegar. Þá vil ég gefa stutt yfirlit yfir það, hversu miklu verðlækkan- irnar nema. 1 stórum dráttum má segja, að skipta megi vörum og Þjónustu í þrjá flokka, eftir því hve miklar lækkanirnar eru. í fyrsta flokknum er þjónusta, en þar gætir launakostnaðar mikils. Lækkunin í þessum flokki er full 5%. Má þar nefna gjöld þvottahúsa og efnalauga, flutn- ingsgjöld og fargjöld. í öðrum flokki er að finna innlendar landbúnaðarafurðir og innlendar iðnaðarvörur. í framleiðslukostn- aði þeirra gætir launakostnaðar einnig mikils. Þó hafa erlendar rekstrarvörur og fyrningar tækja nokkur áhrif á verðlag landbúnaðarafurða, og erlend hráefni, fyrningar véla og húsa- leiga eru þýðingarmiklir liðir í framleiðslukostnaði iðnaðarvöru. Lækkunin í þessum flokki gat því ekki orðið 5%, en er yfirleitt á milli 3 og 4%. Á landbúnaðar- afurðum er lækkunin um 4%, þegar miðað er við óniðurgreitt verð. Á iðnaðarvörum er hún nokkru minni en þó yfirleitt ekki undir 3%. Þannig mun t. d. út- söluverð vefnaðarvöru og skó- fatnaðar, sem framleitt er innan- lands aðallega úr erlendum hrá- efnum, lækka um 3,4% um það bil. Að því er innlendar iðnaðar- vörur snertir er þó rétt að geta þess, að verulegur hluti lækk- ananna mun væntanlega vegast upp síðar af þeirri aukningu framleiðslukostnaðar, sem leiðir af hinum nýja lífeyrissjóði iðn- verkafólks. Um þennan sjóð var samið á sl. sumri en greiðslur til hans hófust ekki fyrr en um áramótin og munu ekki hafa áhrif á verð iðnaðarvöru fyrr en smátt og smátt, eftir því sem iðnfyrirtæki leggja fram gögn um það hve almenn þátttaka í sjóðnum er og hve mikil áhrif hann hefur því á framleiðslu- kostnað. í þriðja flokknum eru erlendar vörur. í þeim flokki leiðir verðlækkunin eingöngu af lækkun álagningar í heild- sölu og smásölu svo og af lækk- un farmgjalda og uppskipunar, þegar nýjar vörur koma til landsins. Eins og ég áður minnt- ist á,' var um það samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og sam- taka verzlunarmanna og iðnrek- enda ,að öll álagning skyldi lækka um full 5%, enda þótt í þeim kostnaði, sem álagningin eigi að greiða, séu þýðingarmikl- ir liðir, sem ekki lækka að sama skapi og laun. Má þar t. d. nefna í sambandi við þessa frétt af hinni fyrirhuguðu bókasýningu í Reykjavík má geta þess merk- isatburðar, að hið mikla „Þýzka ríkisbókasafn11 er um þessar mundir að flytja í ný, fullkomin og rúmgóð húsakynni í Frank- burt am Main. Safnið hefur verið húsnæðislaust, en fengið inni hjá borgár- og háskólasafni Frank- furt. Það var stofnað árið 1947 og geymir nú allar bækur sem út hafa komið í Þýzkalandi frá því stríðinu lauk og mjög full- komið safn eldri bóka. Það kemur í stað hins gamla ríkis- bókasafns í Leipzig, s em var stofnað 1913, en sú borg er nú í Austur-Þýzkalandi. Fimm hæða bókaturn Safnið var stofnað með samn- ingi milli Bókaútgefendafélags Þýzkalands og bæjarstjórnar Frankfurt. Síðan hafa héraðið Hessen og stjórn Vestur-Þýzka- lands gerzt aðiljar að safninu og lagði sambandsstjórnin í Bonn 2 milljónir marka til nýrr- ar safnbyggingar. Hin nýja bygging er í tveimur hlutum. Lægri byggingin er fyrir vörurýrnun og húsaleigu. Þrátt fyrir þessa lækkun álagningar um 5% verður lækkun á erlend- um vörum að sjálfsögðu all- miklu minni en á annarri vöru og þjónustu. Hversu mikil hún verður fer eftir því, hversu há álagningin er. Yfirleitt má segja, að verðlækkun erlendrar vöru verði frá því tæplega 1V2 % upp í rúmlega 2%, þegar öll áhrifin eru komin fram. Lækkun á er- Tendum matvörum verður minnst, enda álagning á þeim vörum lág. Lækkunin á vefnað- arvörum nokkru meiri og einna mest á búsáhöldum, þar sem á- lagning er tiltölulega há. Eg vil svo að lokum draga sam- an í örstuttu máli aðalatriðin í því sem ég hefi sagt: 1. Verðlækkanirnar, sem leiða af lögunum um niðurfærslu verð- lags og launa, eru 5% fyrir inn- lenda þjónustu, frá 3—4% fyrir vörur, sem framleiddar eru inn- anlands, og frá IV2—2% fyrir erlendar vörur. 2. Þessar lækkanir eru minni en sú lækkun launakostnaðar ' um 5,4%, sem áðurnefnd lög fólu í sér, vegna þess hverja þýð- ingu í verði vöru og þjónustu erlendur kostnaður hefur og sá kostnaður innlendur, sem ekki breytist beinlínis með launum. daglegan rekstur og starfslið. En bókaturninn, sem nú er 5 hæðir, geymir bækurnar. Verður hægt að hækka turninn og bæta við hann, þegar þess gerist þörf. Er búizt við að núverandi húsnæði nægi til ársins 1970. 20 þús. bækur Nú koma árlega út í Vestur- Þýzkalandi um 20 þúsund nýjar bækur, en samtals eru nú í safn- inu 259 þúsund bækur sem fylla um 3 kílómetra af bókahillum. Þar við bætast um 15 þúsund tímarit, sem stöðugt er safnað saman og bætt við og taka tíma- ritin nær 2 kílómetra hillupláss. Á neðstu hæð bókaturnsins eru gríðarmiklar spjaldskrár og lestr arsalir. Á síðasta ári voru 124 þúsund bindi lánuð 7 þúsund manns á lestrarsal, þótt bóka- safnið væri þá í ófullkomnum húsakynnum. Þýzka ríkisbókasafnið sér um það að gefa út bókaskrár yfir allar bækur ,sem koma út í Vestur-Þýzkalandi. Þessir listar eru gefnir út mánaðarlega, en auk þess eru gefnar út árlegar bókaskrár og á fimm ára fresti. STAK81EIEVAR „Hugsjónirnar“ vakna af dvala“ „Hugsjónir kommúnista er• smám saman að vakna af dvala þeim, sem þær lögðust í meðan vinstri stjórnin var og hét. Nú hafa þeir flutt tillögu um að her- inn skuli tafarlaust rekinn frá Keflavík og þannig efnt hið glæsta fyrirheit frá 1956. í hálft þriðja ár sátu þeir Lúðvík og Hannibal blýfastir i ráðherrastól- um sínum og minntust ekki á brottför varnaliðsins. Þeir létu meira að segja svo lítið að taka við gildum sjóðum í dollurum, sem greiðslu fyrir áframhaldandi dvöl hersins. Svona getur gleði valdanna verkað á „hugsjónir" manna!! Olíueinkasala og áætlun* arráð Og nú er Lúðvík búinn að flytja frumvarp um stofnun olíu- einkasölu. Ekki datt honum held ur í hug að hreyfa þeirri „hug- sjón“ í vinstri stjórninni. Þá mátti „auðvaldið “ og „hringarn- ir“ halda áfram að græða á olíunni. Lúðvik hjálpaði meira að segja stærsta og voldugasta „auðhringnum“, Sambandi ís- lenzkra samvinnufélaga, til þess að eignast olíuflutningaskip og leyfði því fáheyrt brask með farmgjöld sín. En nú er hann allt í einu frels- aður. Nú segist hann ekkert vilja nema olíueinkasölu. Með slíku fyrirkomulagi séu sjómenn og út- vegsmenn tryggðir gegn „auð- hringunum". Merkilegt er að maðurinn skyldi ekki láta vinstri stjórnina beita sér fyrir framkvæmd þess- ara merku „hugsjónar“ sinnar. Einar Olgeirsson flytur nú líka frumvarp um „áætlunarráð". Það er nýtt og voldugt ráð, sem á að skipuleggja allan þjóðarbú- skap íslendinga. Vinstri stjórnin hafði eiginlega lofað því að koma slíkri skipulagningu á. En hún hefur víst gleymt að koma því loforði í framkvæmd. Einar vesalingurinn hefur heldur ekki munað eftir því meðan vinstri stjómin sat. En nú, þegar hún er fallin, þá man hann eftir þvL Það er góðra gjalda vert. Hafði vinstri stjórnin deyfandi áhrif? Af þessu tilefni er ekki óeðli- legt að sú spurning rísi í hugum almennings, hvort seta í vinstri stjórninni hafi haft deyfandi og sljóvgandi áhrif á þá sem í henni sátu eða hana studdu? Það er engu líkara en að svo hafi verið. Kommúnistar gleymdu baráttu sinni gegn „hringunum“, meira að segja „olíuhringunum" meðan þeir áttu þar sæti. Þeir gleymdu líka að berjast fyrir áætlunarbú- skapnum, sem er eitt helgasta stefnuatriði flokks þeirra. Loks gleymdu þeir að krefjast brott- farar hersins frá Keflavík. Og Framsókn og Alþýðuflokkur gleymdu þessu líka. Hvers konar Þyrnirósarsvefn var þetta eigin- lega, sem allar „hugsjónir“ vinstri stjórnarinar lögðust í á valdatíma hennar? Það fer ekki hjá því að almenningur taki eftir því að það er fyrst nú, eftir að hún er fallin að flokkar hennar byrja að berjast fyrir því, sem þeir hafa í áratugi talið helztu stefnumál sín!! Allt er þetta einkar lærdóms- ríkt og atliyglisvert. Þýzka bókasafnið í Frankfurt am Main Þýzk bókasýning hér um nœstu mánaSamót Lýsing á ríkisbókasafninu í Frankfurt, sem er að flytja í ný húsakynni t LOK þessa mánaðar verður opnuð í Þjóðminjasafninu þýzk bókasýning og mun hún standa yfir dagana 28. febrúar til 15, marz. Á henni verða til sýnis 1820 þýzkar bækur, sem gefnar voru út í Þýzkalandi á sl. ári, en það er úrval úr nærri 20 þúsund bókum, sem þá komu út. Það er sölufélag þýzkra bókaverzlana, sf m útvegaði bækurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.