Morgunblaðið - 12.02.1959, Síða 6
6
MORGUNfíLAÐIÐ
Fimmtudagur 12. febr. 1959
Úr „Júpíter hlær“ eftir Cronin. Anouk Aimée sem Francoise
og O. W. Fischer sem dr. Venner.
Nokkrar vœntanlegar
kvikmyndir
AUSTURBÆJARBIO hefur feng-
ið eða á von á nokkrum eftir-
tektarverðum kvikmyndum, sem
sýndar verða í kvikmyndahúsinu
á þessum vetri.
Ein þeirra er danska myndin
Qivitoq, sem mikið var skrifað
um í íslenzkum blöðum, meðan
kvikmyndatakan fór fram á
Grænlandi sumarið 1956. Kvik-
myndin var gerð við hin erfið-
ustu skilyrði, enda var myndað
norðar á hnettinum en nokkru
sinni áður. Skipið Pax, sem kvik-
myndaflokkurinn hafði til um-
ráða, sigldi fyrst milli hárra ís-
jaka inn í Torssukataq-fjörðinn,
og þaðan hélt flokkurinn daglega
inn á ísinn til kvikmyndunar.
Leikarinn frægi Paul Reichhard
sá sig tilneyddan tíl að taka upp
baráttu fyrir því að leikararnir
fengju 8 tíma svefn, svo mikið
var kapphlaupið við að Ijúka
myndatökunni áður en hið stutta
grænlenzka sumar væri liðið.
Og árangtirinn varð stórkostleg-
ar litmyndir af grænlenzku lands
lagi, jöklum og ísbreiðum, sem
mynda baksvið dramatískra at-
burða, þar sem bæði koma við
sögu Danir og Eskimóar. Stjórn-
andi myndatökunnar er var Erik
Balling, handritið skrifaði rit-
höfundurinn Leck Ficher, sem
lézt áður en myndinni var lokið,
gerð er eftir öðru gamalkunnu
leikriti, Frænku Charleys. Frænk
una, sem Árni Tryggvason lék á
fjölunum í Iðnó, leikur þýzki
gamanleikarinn Heinz Ruhmann
og þykir hann bráðfyndinn í því
hlutverki. Rúhmann var búinn að
leika lengi dramatízk hlutverk
á sviði og í kvikmyndum, áður
en hann sneri sér að gamanhlut-
verkunum. Síðan hefur hann skap
að á hvíta tjaldinu fjölda af elsku
legum, feimnum persónum, sem
lenda í ótrúlegustu vandræðum,
en sleppa þó alltaf frá þeim í
lokin. Og allar þykja þessar per-
sónur hans ákaflega spaugilegar
í hversdagsleik sínum. í>að verð-
ur gaman að sjá hann í jafn
bráðfyndnu leikriti sem Frænka
Charleys er. Þess má geta, að
nú ætla Danir að gera kvikmynd
eftir Frænku Charleys og hefst
myndatakan í vor. Frænkuna á
Dirch Passer að leika.
Þá ber að telja mynd, sem er
af allt öðrum toga spunnin, hina
íburðarmiklu lit- og Cinema
Scope mynd Howards Hawks,
Land Faróanna, með ensku leik-
urunum Jack Hawkins og Joan
Collins í aðalhlutverkunum.
Myndin fjallar um það, þegar
egypzkur faraó lét byggja fyrsta
stóra pyramidan af sjö fyrir 5000
árum, og auðvitað er konungur-
inn ástfanginn af prinsessu. Hand
ritið samdi Nobelsverðlauna-
skáldið William Faulkner.
Myndin er tekin í Egyptalandi,
í nánd við hinn stóra Keops-
rithöfundur, og læknar eru aðal-
persónur leiksins. O. W. Fisher
leikur sjálfur Dr. Venner, sem er
að gera tilraunir með nýtt lyf, og
franska leikkonan Anouk Aimée! pyramida og tóku kvikmyndar-
Hcinz Ruhmann sem Frænka Charleys í þyzkri utgafu.
Major Thompson, (Jack Buch-
anan) hinn dæmigerði Eng-
lendingur.
og með aðalhlutverkin fara Poul
Reichhardt og Astrid Villaume.
★
Þá kemur þýzk mynd, sem
O. W. Ficher hefur gert eftir
leikriti enska rithöfundarins A. J.
Cronins, Jupiter hlær. Hér er
þetta leikrit þekkt, því það hefur
verið leikið í útvarpið oftar en
einu sinni. Leikurinn gerizt á
sjúkrahúsi, eins og svo margar
*f sögum Cronins, enda var hann
sjálfur læknir áður en hann varð
leikur ungan kvenlækni, sem er
að búa sig undir að fara til trú-
boðsstöðvar einnar í Indó-Kína.
O. W. Ficher er kunnur leikari
í Þýzkalandi, sem hefur leikið
bæði á leiksviði og í um 30 kvik-
myndum síðan 1936. Þykir hon-
um hafa tekizt vel bæði stjórn og
leikur í Jupiter hlær.
Von er á þýzkri mynd, sem
gerðarmennirnir sig til og þvoðu
af einni hlið pýramidans 5000 ára
leir og óhreinindi, svo að hann
liti út sem nýr. íburðurinn í
myndinni er gífurlegur. Við
kvikmyndatökuna unnu 11.500
manns og sýningartíminn er á
fjórða tíma.
★
Síðara hluta vetrar fær Austur-
bæjarbíó franska mynd, sem
gerð er eftir einni af þeim fyndn-
Jack Hawkins
sem egypskur farao.
ustu bókum, sem skrifuð hefur
verið á seinni árum, en því mið-
ur hefur hún ekki verið þýdd á
islenzku, enda þurfa menn sjálf-
sagt að þekkja bæði Frakka og
Englendinga til að kunna reglu-
lega að meta hana. Þetta er sagan
um Major Thomson, eftir Pierre
Daninos. Major Thomson er dæmi
gerður Englendingur, eins og þeir
geta enskastir verið, en hann býr
í Frakklandi með hinni mjög svo
frönsku konu sinni. Heimilisvin-
inn, sem er franskari en allt sem
franskt er, leikur Noel Noel.
Skapgerðareinkenni og þjóðar-
einkenni þessara þriggja persóna,
og fjögurra þó, því ensk kennslu-
kona kemur líka við sögu, leiða
til óendanlega spaugilegra atvika
og er deilt óspart á báðar þjóðirn-
ar. Major Thomson leikur skozki
leikarinn Jack Búchanan en konu
hans leikur Martine Carol. Það
verður gaman að sjá hvort kvik-
myndin nær öllum hinum bráð-
fyndnu atvikum og tilsvörum
bókarinnar, sem hefur selst í
milljónum upplaga í Englandi,
Frakklandi og jafnvel Danmörku.
Nokkrar léttar myndir af ýmsu
tagi eru á sýningarskrá Austur-
bæjarbíós, eins og franska mynd-
in Ungfrú Pigalle, með Brigitte
Bardot í aðalhlutverkinu. Þetta
er ekta „Bardot“ mynd, þar sem
Brigitte fær góð taekifæri til að
sýna sitt sæta andlit og hinn fagra
vöxt. Myndina gerði fyrri maður
hennar, Vadim.
Þá er itölsk riddaramynd, með
einvígum, ást, miðaldabúningum
og öðru tilheyrandi. Heitir sú
II Falco d’Oro, og er litmynd í
Cinemascope litum. Þáð er reynd
ar Ungfrú Pigalle líka.
Þá er ein af hinum vinsælu
Caterine Valente myndum, þar
sem Caterine fær tækifæri til að
syngja og dansa í skrautsýning-
um. Caterine er fræg fyrir söng
sinn á hljómplötur og kvikmynd-
irnar, sem hún leikur í, eru
venjulega gerðar með það eitt
fyrir augum að hún fái notið sín.
Þessi heitir Bravo Caterina og
er þýzk litmynd.
Loks ber að telja tvær banda-
rískar lit- og Cinema-Scope
myndir. Annað er hin íburðar-
mikla mynd um Helenu fögru,
sem Paris rændi frá konungi
Spörtu og tók með sér til Troju-
borgar, og sagt er frá í Illions-
kviðu Homers. Grikkirnir, landar
hennar, svíkjast síðan í stríði því
sem af konuráninu leiðir inn fyrir
borgarmúra Troju, faldir í tré-
hesti. Helenu leikur Rossana Pod-
esta og Paris leikur Jack Sernas.
Myndin var gífurlega kostnaðar-
söm og er mikið í hana borið.
Hin kvikmyndin er aftur á móti
bandarísk jazzmynd, ' sem gerist
á þriðja tug aldarinnar og segir
frá jazzleikaranum Pete Kelly.
Titilhlutverkið leikur Jack Webb.
Á móti honum leikur Janet
Leich. Ýmsir aðrir leikarar og
söngvarar koma við sögu, svo
sem Ella Fitzgerald, Peggy Lee
og Edmond O’Brien.
Þetta eru þær myndir, sem
Austurbæjarbíó fær seinna í vet-
ur. Loks má geta þýzkrar mynd-
ar, sem ekki er víst að komi fyrr
en á næsta ári. Heitir hún Ást,
og er gerð eftir sögu Vicki Baum
„Vor Rehen wird gewarmt“,
Leika Maria Schell og Raf Vall-
one aðalhlutverkin, en Maríu höf-
um við nú séð í hverri stórmynd-
inni á fætur annarri, svo maður
er næstum farinn að taka þátt-
töku hennar sem tryggingu fyrir
því að eitthvað sé í myndina
spunnið.
Hér hafa verið taldar upp
margar myndir og sumar æði
forvitnilegar. Það verður gaman
að sjá þær.
Bréf frá lesanda blaðsins:
Emstæður atburður i afmælishófi
ÞAÐ gerðist fyrir skömmu, að ein
virðuleg og velmetin frú þessa
bæjar átti merkisafmæli, sem
minnzt var með veglegu hófi. Var
þar saman komið stórt hundrað
skrifar ur
daglegq lífinu
Hjón hafi sama lækni
MAÐUR nokkur skrifaði Vel-
vakanda út af þeirri ákvörð-
un Sjúkrasamlagsins að skylda
hjón til þess að hafa sama lækni.
Hann segir:
„Ég fluttist til Reykjavíkur, ut-
an af landi fyrir nokkrum árum,
og um svipað leyti fluttist hingað
læknir, sem ég hafði áður leitað
til og hafði góða reynslu af. Valdi
ég hann því sem minn heimilis-
lækni.
Nokkru síðar giftist ég reyk-
vískri stúlku, sem haft hefir sama
lækni allt frá fæðingu, og vildi
hún ekki eftir giftinguna fara að
skipta um lækni, sem mér þykir
raunar afar eðlilegt, enda er það
einnig svo með mig, að ég vil
helzt ekki heldur þurfa að yfir-
gefa minn ágæta lækni, sem
reynzt hefur mér mjög vel.
Segja má að þetta sé raunar
ekkert stórmál, en þó hygg ég að
svo muni vera um fleiri en mig,
að þeim sé ekki sama hver lækn-
irinn er.“
Velvakandi leitaði upplýsinga
um þetta atriði hjá Gunnari Möll-
er, forstjóra Sjúkrasamlagsins,
sem sagði að það hefði frá upp-
hafi verið r«gla að hjón hefðu
sama lækni, þannig hefði verið
samið við læknana. Allt heimilis-
lækniskerfið byggðist á þessu og
eftir þeirri reglu væri gert upp
við læknana. Það hefði þótt hag-
kvæmara að einn heimilislæknir
sæi um börnin eða alla fjölskyld-
una.
Bréfritarinn er í vafa um hvort
hann sé í rauninni tilneyddur að
fylgja þessari reglu. Hann segir:
„Ég hefi raunar aldrei séð
neina tilkynningu frá opinberum
aðilum, þess efnis að hjón skuli
hafa sama lækni, en hafði heyrt
kunningja mína hafa orð á því. En
svo var það eitt sinn, fyrir hreina
tilviljun, að afgreiðslustúlkur
Sjúkrasamlagsins tóku eftir
þessu, og bentu mér á að við
yrðum að hafa sömu lækna, og
vísuðu mér til skrifstofu sam-
lagsins. Þar skýrði ég frá því að
við vildum bæði hafa okkar
lækna áfram, og var mér svarað
því til að ég skyldi bara bíða og
sjá hvort ég heyrði eitthvað frá
þeim síðar. Ég hefi svo borið
þetta undir „minn heimilislækni”,
en hann sagði bara að meiningin
væri að hjón hefðu sama lækni,
vildi ekkert segja um hvað yrði
ef við ekki breyttum þessu. Svip-
að er að segja um eyrnalækninn,
sem konan mín leitaði til fyrir
nokkrum dögum, en hann sagði
að við yrðum að koma þessu í
lag“.
Um þetta segir Gunnar Möller,
að Sjúkrasamlagið sjái sig til-
neytt að ganga nokkuð strangt
eftir að þessari reglu sé hlýtt,
þar sem það sé samningsbundið
við læknana.
stórra manna og kvenna, sem
undi glatt við gómsæta rétti. er
veittir voru af veglyndi og mik-
illi rausn að höfðingja hætti.
Meðal gesta þarna voru þeir
vinirnir dr. Páll ísólfsson og
Magnús Jónsson frá Skógi. Skor-
aði Páll á skáldgáfu Magnúsar að
sjá nú svo til að afmælisbarnið
fengi árnaðaróskir í ljóði. Brá
Magnús sér þá buvtu til þess að
vera einsamall og var það því
merkilegra þar sem hann hefir
einhvern tíma haldið því fram, að
karlmenn séu ætíð einsamlir, —
það séu bara konur, sem eru ekki
einsamlar. En eftir stutta stund
birtist Magnús aftur og var nú
ekki einsamall lengur því drápan
var komin úr deiglunni. Afhenti
hann afkvæmið í dómarahendur
Páls, en doktorinn brá skjótt við,
að lestri loknum, og samdi lag
við ljóðið, er síðan var sung;ð
við undirleik hans, eftir að þekkt
leikkona hafði þrumað kvæðið
af frábærri framsagnarlist yfir
viðstadda veizlugesti. Jók þet a
mjög á mannfagnaðinn, enda mun
það vera fátítt fyrirbæri, að slík-
ar skyndifæðingar ljóðs og lags
eigi sér stað í afmælishófum. Er
því sérstök ástæða til að óska af-
mælisbarninu til hamingju með
afmælið og þenna einstæða at-
burð.