Morgunblaðið - 12.02.1959, Qupperneq 9
Fimmtudagur 12. febr. 1959
MORGUNBLAÐIÐ
9
Afmœli sjötugs dreng
skaparmanns
Vantar röska
ESMIÐI
Upplýsingar í síma 1-63-96.
Skrifstofumaður
Heildverzlun óskar eftir að ráða mann, hið fyrsta,
helzt með einhverja menntun og reynzlu við bók-
haldsstörf. Upplýsingar um menntun og fyrri störf,
sendist afgr. Morgunbl. fyrir 16. þ.m., merkt:
„Framtíð — 5133“.
Viljum kaupa
Volkswagen-sendiferðabifreið í góðu ásigkomulagi.
Afgreiðsla
Smjorlikisgerðanna h.f.
Þverholti 19.
Ungling
vanfar til blaðburðar í eftirtalið hverfi
Nesveg
JHftfgutitliiftifr
Aðalstræti 6 — Sími 22480.
jr
Utsalan
hœttir um helgina
UNÐIR góðri stjórn hlýtur ávailt
að verða mikill munur á því, hve
miklu meira nemendur heima-
vistarskóla bera úr býtum en hin-
ir, sem dagskólana sækja. Heima-
vistarsveinninn fer með meira
veganesti út á ævibrautina en
hinn. Kynninn milli námsmanna
verða að sjálfsögðu meiri og nán-
ari ef þeir eru saman öllum
stundum, við lexiulestur og í tóm
stundum, en ekki í kennslustund-
unum aðeins. Og ungir mgnn. er
þannig taka í sameiningu þátt i
sókninni að sama takmarki, eru
stöðugt að augða og mennta hver
annan, án þess að gera sér það
ljóst. Seinna sýnir lífið þeim
hvaða sáning þarna fór fram og
hve uppskeran verður oft mikil-
væg.
Eins og allur þorri minnar kyn-
slóðar í þessu landi, hafði ég litið
af skólavist að segja. Tvo skóla
sótti ég þó lítillega, annan hér
heima , Flensborgarskólann, en
hinn á Englandi. En mikið lán
hefi ég talið mér það, að í báðum
var ég í heimavist. Ég (sem mjög
hélt fram hjá kennslubókunum
af því að aðrar drógu mig til sín)
lærði fyrir það meira, því ég
lærði af skólabræðrum mínum,
en ekki kennurunum einum, og
eignaðist líka fyrir þetta stærri
fjársjóð góðra minninga — minn-
inga um sérstaklega góða drengi.
Og í báðum stöðunum knýttust
þau vináttubönd, sem ekki hafa
rofnað, nema að svo miklu leyti
sem segja má að dauðinn hafi
rofið þau (aðeins um stundar
sakir, að ég vona).
I báðum þessum skólum var
sannarlega mikið mannval. í bað-
um voru margir nemendur með
ágætlega góðu gáfnafari, og víst
er það gott fyrir sig. Þó met ég
stórum meira hjartalagið og
drengskapinn. Og í dag vil ég
sérstaklega minnast eins félag-
ans frá Flensborg, sem ég ætía
að Bessastaðaskáldið hefði viljað
segja um, að „varla mundi á voru
landi verða betri drengur fund-
inn“.Þessi gamli félagi og sessu-
nautur minn er Böðvar Pálsson,
og því minnist ég hans, að i dag
á hann sjötugsafmæli.
En þó að það sé langt af leið
yikið, get ég varla neitað mér um
að bregða mér nú úr Hafnarfirði
til Lundúna. Það var svo kyn-
legt að þegar ég hálfum áratug
síðar settist þar á skólabekk,
varð Böðvar (eða tvífari hans)
aftur félagi minn, en hét þá Will
Lawther (nú Bir William Lawth-
er), og er nú líka einmitt um
þessar mundir að halda sjötugs-
afmæli sitt. Ég held naumast að
ég hafi þekkt tvo menn líkari,
svipaðir á vöxt, skaplyndi, fas og
framkoma hið sama, sömu snilld-
ar-félagar»ir báðir tveir, báðir
sjaldgæfir um drengskap og allan
manndóm. Til beggja ber ég
sama hug.
Hér er ekki skrifað til þess að
segja ævisögu Böðvars, enda slíkt
venjulega geymt unz maðurinn
er allur, og það vona ég innilega
að ekki komi fyrir mig að eiga
eftir Böðvar Pálsson látinn að
mæla. Hér er ekki markmiðið
annað en að minnast hans á
merkisdegi — ekki bara fyrir
mína eigin hönd, heldur veit ég
að ég mæli hér fyrir munn okk-
ar gömlu félaga. sem enn eru
nokkuð margir ofanjarðar, þó að
skörðótt sé fylkingin að vonum
orðin. Nokkurra atriða er þó við-
kunnanlegra að geta: Hann er
fæddur á Prestsbakka í Hrúta-
firði 12. febrúar 1889, sonur séra
Páls Ólafssonar (dómkirkju-
prests Pálssonar), síðar prófasts
í Vatnsfirði, og konu hans Arn-
dísar Pétursdóttur Eggerz (Frið-
rikssonar prests Eggerz). Með
slíku foreldri hefði það mátt und-
ur heita ef Böðvar hefði orðið
ótíndur miðlungsmaður, því frá-
bær voru þau talin um allan
höfðingsskap og mannkosti séra
Páll og frú Arndís. Hjá foreldr-
um sínum ólst hann upp þar og
síðan vestra á stóru rausnarhelm-
ili og mun snemma hafa lært að
taka til hendinni við hver konar
vinnu á sjó og landi. Gagnfræða-
prófi lauk hann nítján ára gam-
all, og starfaði síðan að búi for-
eldra sinna, en gerðist svo kaup-
maður og útvegsbóndi. Trúnaðar-
störf mörg hlóðust á hann, var
t. d. lengi hreppsnefndaroddviti,
sýslunefndarmaður og endurskoð
andi sýslureikninga. Loks fluttist
hann hingað til Reykjavíkur, og
hafði þá um all-langt skeið
stjórnað kaupfélagi á Bíldudal.
Það er hvort tveggja að svo
ágætur maður sem Böðvar Páls-
son var þess maklegur að eignast
góðan lífsförunaut, enda varð
það hlutskipti hans er hann 28
ára gamall gekk að eiga Lilju
Árnadóttur frá Tjaldanesi. Mundi
margur segja að ekki þyrfti ann-
að en að sjá hana og heyra til
þess að sannfærast um hve ágæt-
lega Böðvar er kvæntur.
Mér þykir vænt um að hafa
átt þess kost að minnast við þetta
tækifæri eins hins drengilegasta
manns, sem ég hefi haft kynni af,
manns sem aldrei reyndi að sýn-
ast annað en hann var, aldrci lá á
liði sínu og aldrei mundi bregðast
góðu máli. Böðvar má vita það,
að þær koma innan frá kveðjurn-
ar sem við gömlu félagarnir send-
um honum í dag — líka þær sem
ekki heyrast cða sjást.
K o n u r :
Kvenbuxur 16. -
Greiðsluslopptj/ 250.
P o p p 1 i n
Regnkápur 200.-
Plastregnkápur 60.-
Pils mikill afsláttur
Karlmenn:
Skyrtur 75.- litlatr
stærðir.
Ullarvesti 75.-
Misl. Spcutbolir 18.-
B ö r n :
Bolir 10.-
Sokkar 10.-
Úlputr 175.-
Síðar nærbuxur 23.-
Náttkjólar 35.-
mikill afsláttur
Sn. J.
U mhoössala
Vel staðsett verzlun í stórum kaupstað, vill taka að
sér umboðssölu. Margskonar vörur koma til greina.
Eigendur vél og rafvirkjamenntaðir. Upplýsingar í
síma 18351 fimmtudag kl. 1—3.
Svefnherbergishúsgogn
úr birki og mahony, bamarúm og barnakojur.
Lágt verð, góðir greiðsluskilmálar.
HtSGAGNAVERZLUN
Guðmundar Guðmundssonar
Laugaveg 166
Birkenstock skóinnlegg
Hin margeftirspurðu, sem fótaaðgerðarstofan Peticka
hafa meðan hún starfaði, em nú aftur fáanleg og verða
mátuð og lögð af fagmanni, alla virka daga nema Laugar-
daga frá 2—6 e.h.
Sent gegn póstkröfu út á land til þeirra, sem nota
Birkenstock innlegg og þurfa að fá þau endumýjuð, vin-
samlegast sendið númerið af þeim, sem þið notið.
Til
Jóns Tomassonar vímsgötu 2. Reykjavík
ie$ til
Síeipzij
'O’Lýal siýí
1.—10. marz 1959
KAiPSTEFIVAN -
LEIPZIG
IÐIV’AÐAR- OG VÖRUSÝNING
10.000 þátttakendur írá 40 löndum
Kaupendur frá 80 löndum
Kaupsteinuskírteini aiqreiðir:
KAUPSTEFNAN í REYKJAVÍK
Lækjargötu 6 A — Súnar: 1 15 76 — 3 25 64
Upplýsingar um ▼iðsldptaaambönd veitiri
IEIPZIGFR MESSEAMT -.HAINSTR 18A • LEIPZIG CI
P fc U 1 .S'C'-Vt t ;P t. M O K R A.T I S.C H ! R f'» U B L'l K
Kjólefni
Notið tækifærið og gerið ódýr innkaup