Morgunblaðið - 12.02.1959, Side 12

Morgunblaðið - 12.02.1959, Side 12
12 MORCV1SBL4ÐIÐ Fimmtudagur 12. febr. 1959 Jóhann Ögm. Oddsson 80 ára „Að hugsa ekki í árum, en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum •— þvi svo lengist mannsævin mest“. MARGIR telja, að starfsgleðin fari mjög þverrandi með þessari þjóð og að æ færri leiti starfs af innri köllun. Af því leiðir, að hver mínúta er vandlega reiknuð Og um launin spurt. Þetta er tákn tímans og er smátt og smátt að setja mark sitt og stimpil á stéttir þjóðfélagsins og þjóðina aila. Uppskeran kann að verða góð laun, eins og líka er sjálf- sagt, en minni vinnugleði, minni Jífsfylling og hamingja, mun oft fylgja í kaupbæti. Og þegar reikningarnir eru gerðir upp, þá „stenzt á hvað vinnst og hvað tapast", eða er ef til vill um tap að ræða, þegar vel er að gáð? En því hef ég valið þessar ljóð- Knur Klettafjallaskáldsins' sem inngangsorð að afmæliskveðja til vinar míns, Jóhanns ögmundar Oddssonar, að hann hefur aldrei talið starfsdaginn í mínútum og klukkustundum og aldrei spurt um launin. Starfið hefur hins vegar átt hann allan, dagleg við- fangsefni og verkefni framtíðar- innar lrefur verið honum „lífs- nautnin frjóa“, gleðilind og þroskagjafi. ___ Jóhann ögmundur er áttræður í dag. Hann er Árnesingur að aett, fæddur 12. febrúar 1879 að Oddgeirshólum í Flóa. Voru for- eldrar hans Oddur bóndi Þor- kelsson þar og kona hans, Sig- riður J jnsdóttir, bónda á Lofts- stöðum Jónssonar. Jóhann ólst upp í foöjrgarði og dvaldist þar tál 26 ára aldurs, er hann fluttist til Reykjavíkur. Hann var kaup- maður í rösklega tvo áratugi, en árið 1928 gekk hann í þjónustu Stórstúku íslands og hefur hún notið starfskrafta hans óskertra aila stund síðan. Jóhann Ögmundur gerðist templar árið 1912. Kom þá brátt í Ijós áhugi hans á bindindismál- um og að hann var búinn mikl- um starfshæfileikum. Félagar hans í Reglunni báru til hans traust í vaxandi mæli og voru honum falin ýmis ábyrgðarmikil störf innan Góðtemplarareglunn- ar. Hann var fyrst kosinn í fram- kvæmdanefnd stórstúkunnar ár- ið 1915, en varð stórritari árið 1917. Því embætti gegndi hann síðan samfleytt, að undanskild- um þeim þrem árum, sem fram- kvæmdanefndin sat á Akureyri, til ársins 1954, er hann skoraðist undan endurkosningu. Oft voru gerðar miklar breytingar á framkvæmdanefndinni á þessu tímabili og stundum deilt fast, en á hverju sem gekk, var ávallt, um það fullt samkomulag, að kjósa Jóhann Ögmund í embætti stórritara. Á hæfari manni var þar' ekki völ. Hann bar giftu til að halda sér sem mest utan við allan harðvítugan ágreining og flokkadrætti, hann leit á mál- efnið málefnisins vegna og kaus að einbeita kröftunum að þeim verkefnum, sem fyrir lágu hverju sinnL Og verkefnin uxu hröðum skrefum í höndum hans, hann glopraði engu niður um greipar sér, því, sem gagnlegt var eða lífvænlegt. Tækifærin voru gripin. Allt, sem stórstúkan fól honum til varðveizlu, bar marg- faldan ávöxt. Þannig var það hans verk fyrst og fremst, að Bókabúð Æskunnar var stofnuð og hafin útgáfa barna- og ung- lingabóka, sem hvort tveggja hefur gefið góða raun og orðið Reglunni til gagns og sóma. Þá hefur Jóhann Ögmundur verið um áratugi afgreiðslumað- ur barnablaðsins Æskan, sem stórstúkan gefur út. Við það starf hefur hann lagt mikla alúð, og það ætla ég mála sannast, að þetta útbreiddasta barnablað landsins eigi brautargengi sitt meira honum að þakka en nokkrum öðrum manni. Hann hefur alla tíð verið hægri hönd ritstjóranna og hollur ráðgjafi þeirra og ávallt staðið í lífrænu sambandi við umboðsmenn blaðsins um land allt og átt miklar bréfaskriftir við hina ungu kaupendur þess. Jóhann ögmundur er mikill dýravinur. Var hann einn af stofnendum Dýraverndunarfé- lags Islands árið 1914 og ritari þess fyrstu fimm árin. Góðtemplarareglan á Jóhanni ögmundi miklar þakkir að gjalda. Enginn maður hefur ver- ið eins lengi og hann í þjónustu hennar og eftir engan mann ligg- Laugaveg 33 Ný sending kventösKur og skinnhanzkar fóðraðir og ófóðraðir Byggingarefnishoupmenn og frnmleiðendur! Nokkuð sýningarrými enn til ráðstöfunar í sýningar- sal Byggingarþjónustunnar að Laugavegi 18A. Upplýsingar í síma 24344 daglega kl. 11—12. BYGGINGARÞJÓNUSTAN. ur heldur meira starf. Hann gekkst ekki fyrir laununum. Árs- kaup hans var fram á stríðsár nánast þóknun en ekki laun, en aldrei vissi ég til þess að hann gerði kröfur um hækkað kaup. Starfið hefur ætíð verið honum hugsjónastarf og því aldrei að honum hvarflað „að alheimta daglaun að kvöldum“. Jóhann ögmundur Oddsson er drengskaparmaður. Traustleiki hans í athöfnum og orðum er frábær. Og öll hin umfangsmiklu störf hans fyrir Regluna hafa borið vitni gerhygli og kostgæfni. Að engu er rasað, allt vandlega athugað. Hann hefur vaxið með verkefnunum, átt lifandi skiln- ing á öllum nýjungum og kröf- um breyttra tíma og kunnað vel að greina kjarnann frá hisminu. Það á við um Jóhann ögmund, sem sagt hefur verið um einnj afreksmann sögualdarinnar, að hann sé „æðrulaus og jafnhug- aður“, svo er hann heilsteyptur persónuleiki til orðs og æðis. Þungur getur hann verið á bár- unni, enda enginn veifiskati. En góður er hann vinum sínum og trölltryggur. Þó myndi hann aldrei lúta svo lágt að „víkja af götu sannleikans" fyrir vinskap nokkurs manns. Slíkt er heil- lyndi hans og skrumleysi í lífi og athöfn. Jóhann ögmundur er að sjálf- sögðu heiðursfélagi Stórstúku ís- lands. Og eftir að hann lét af starfi stórritara, var hann kjör- inn heiðursembættismaður stór- stúkunnar (Patriark Templar). Er hann einn íslenzkra templara frá upphafi um þann heiður og fer vel á því. Hann mætir því enn á fundum framkvæmda- nefndarinnar með fullum rétt- indum og mun sitja þar meðan honum endist þrek til „heiðþró- aður hverju ráði“. Jóhann var kvæntur Sigríði Halldórsdóttur, mikilli mann- kostakonu og ógleymanlegri öll- um, sem hana þekktu. Hún var í flokki hinna merkustu templ- ara, dugleg, ósérhlífin og fórn- fús. Hún andaðist 6. maí 1947. Fjarri fer því, að Jóhann Ög- mundur sé seztur í helgan stein. Hann á enn í fórum sínum mikla starfskrafta og gegnir enn ábyrgðarmiklum störfum fyrir stórstúkuna. Hann er afgreiðslu- maður Æskunnar, sér um bóka- útgáfuna og er forstjóri Bóka- búðar Æskunnar. Vinir hans vona, að honum endist enn um sinn heilsa og þrek til að annast öll þessi störf. Margir munu hugsa hlýtt til Jóhanns Ögmundar í dag og er ég einn í þeirra hópi. Kynni okkar Jóhanns hafa af eðlilegum ástæðum verið all- mikil. Ef til vill hafa skoðanir okkar á ýmsum málum ekki alltaf farið saman. En engu að síður á ég fáum eða engum samstarfsmanni mínum í bind- indishreyfingunni meiri þakkir að gjalda en honum. Því eru öll góðu kynnin geymd en ekki gleymd. Ég þakka þér vináttu og tryggð. Ég flyt þér þakkir allra þeirra, sem unna málstað bind- indisins hér á landi. Við þökkum þér öll heilhuga starf og farsælt í þjónustu góðs málefnis. Og við sendum þér blessunar- og árnaðaróskir á heiðursdegi þínum. Kristinn Stefánsson. ★ ÍSLENZKIR góðtemplarar hylla í dag patríark-templar sinn átt- ræðan. Jóhann Ögmundur Oddsson er fyrir svo löngu síðan þjóðkunn- ur maður af störfum sínum fyrir Góðtemplóu-aregluna, að engin þörf er á að kynna hann nú á þessum tímamótum. Fáein þakk- lætis- og árnaðarorð hlýt ég þó að flytja honum í nafni Stór- stúku íslands á þessu merkisaf- mæli hans, þótt ýmsir aðrir munu verða til þess að yrða á hann í lengra máli og er það vissulega maklegt þegar svo mikilhæfur maður stendur á svo merkum tímamótum. Nafn Jóhanns Ögmundar Odds- sonar er nátengdara Stórstúku Islands en nokkurt annað nafn. í 34 ár gegndi hann starfi stór- ritara og hafði 2 ár áður gegnt starfi stórgjaldkera. Hann átti þannig sæti í framkvæmdanefnd Stórstúkunnar í 34 ár samfleytt, að undanskildum þeim 3 árum, sem framkvæmdanefndin var staðsett á Akureyri, unz hann baðst undan endurkjöri. En saga hans í framkvæmdanefndinni var þó ekki öll, því að á Stór- stúkuþingi 1957 var hann ein- róma kjörinn patríak-templar með sæti og fullum réttindum í framkvæmdanefndinni. Ég var barn að aldri er ég heyrði Jóhanns Ögmundar fyrst getið og auðvitað í sambandi við Stórstúku íslands. Og nafnið hans stóð undir stofnskrá barna- stúkunnar minnar. Mér fannst þá að Jóhann ögmundur og Stór- stúka Islands væru nánast eitt og hið sama. Hið sama fannst mér eftir að ég var vaxinn upp úr barnastúkunni minni og leiðir mínar og Reglunnar höfðu skilið um mörg ár. Og hið sama finnst mér raunar enn þann dag í dag. Kynni okkar Jóhanns Ög- mundar hófust í barnastúkunni minni, norður undir heimskauts- baug, fyrir 30—40 árum síðan. Þó sá ég hann ekki fyrr en ég var fulltíða maður. Og raunveruleg og persónuleg kynni okkar eru reyndar ekki nema fárra ára gömul. Svona sterk ítök á hann í hugum templara um allt land. Þannig hefur hann verið vinur og góðkunningi templara, yngri sem eldri, um allt land, í fleiri áratugi. Ekki gat mig órað fyrir þvi, fyrir 30—40 árum síðan, er augu mín lukust fyrst upp fyrir þvi hvílík höfuðkempa Jóhann Ög- mundur væri í fylkingarbrjósti góðtemplara, að við ættum eftir að verða nánir samstarfsmenn að þessu hugðarmáli okkar, áratug- um síðar. Hvernig gat það líka kvöld og samkvœmiskjólar MARKABIIRIMN Hafnarstræti 5. hvarflað að mér þá, að ég ætti eftir að skipa þann sess, er ég nú skipa? Og hvernig gat það hvarfl að að mér, að Jóhann Ögmundur stæði þá enn í fylkingarbrjósti, ósár og vigreifur sem fyrr? Svo hliðholl hefur þó hamingjan reynzt okkur báðum. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að vega og meta störf Jó- hanns Ögmundar fyrir góðtémpl- araregluna á liðnum áratugum. Allir templarar vita að þau eru mikil og heilladrjúg; líklega miklu meiri og heilladrýgri en við gerum okkur grein fyrir og er okkur þó sízt vanmat í hug, er við hugsum til þeirra. Og enn er þessi makalausi maður í fullu starfi. Enn skipar hann með sóma heiðurssess sinn í fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar og sízt er á honum ellimörk að sjá né finna. Enn er hann okkur hin- um yngri sönn fyrirmynd hins trúa og trausta templara er aldrei æðrast né hvikar, þótt á móti blási. Jóhann ögmundur er maður skrumlaus og blátt áfram. Lang- ar lofræður og mærðarfullt þakk læti er honum því sízt að skapi. Og því segi ég nú blátt áfram í nafni Stórstúku íslands: Þakka þér fyrir allt, fyrr og síðar, en þú hefur unnið góðtemplararegl- unni á þinni löngu og heillaríku ævi. Og sjálfur þakka ég vináttu þína. Hún er mér mikils virði. Frá þér hef ég þegíð þor og þrótt og frá hjarta þínu yl, er hefur hlýjað mér um hjartarætur. Guð gefi þér fagurt og frið- sælt ævikvöld. Benedikt S. Bjarklind, stórtemplar. _____ 4 SKIPAUTGCRB RIKISINS HEKLA austur um land í hringferð hinn 18. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóa- fjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafn- ar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur og í dag og á morgun. Farseðlar seldir á mánudag. BALDUR Tekið á móti flutningi til Sands árdegis í dag. Saziakosnur Hjálpræöisherinn. í kvöld kl. 20.30. Almenn sam- koma. Allir velkomnir. Hafnfirðingar. Vakningasamkoma í Zíon, Aust urgötu 22. Allir velkomnir. f Reykjavík fellur samkoman nið- ur. — Heimatrúboð leikmanna. Filadelfía. Almenn samkoma kl. 8,30. Ræðumenn: Garðar Ragnarsson og Þorsteinn Einarsson. — Allir velkomnir. K.F.U.K., Vindáslilíð. Árshátíðin verður föstud. 13. febr. kl. 19.30 e.h. fyrir telpur 9—12 ára og laugard. 14. febr. kL 20 e.h. fyrir stúlkur og konur 12 ára og eldri. Aðgöngumiða sé vitjað í hús K.F.U.M. og K. Amt- mannsstíg 2iB í dag eftir kl. 16,30. — Stjórnin. K.F.U.M. Ad. fundur í kvöld kl. 8,30. Bene- dikt Arnkelsson talar. Allir karl- menn velkomnir. ■ -------------------------- ÖRN CLAUSEN heraðsdómslögmaður Malf’utningsskrifstofa. •ankastræti 12 — Sími 15499. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaöur. Aðalstræt: S — Sím> 11043.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.