Morgunblaðið - 12.02.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 12.02.1959, Síða 13
Fimmtudagur 12. febr. 1959 MORGVNBLÁÐIÐ 13 Þorvaldur Kolbeins prentari — minningarorð F. 24. maí 1906 D. 5. febr. 1959. Kveðja til afa frá Þorvaldi Hilmar Hjúfruð í sorg við huga beygjum hjartans faðir og afi segjum þökk fyrir velvild, vernd og góðleik, vakandi umhyggju, lífs þíns kærleik. Oft munum hugsa um orðin björtu yl þann, sem ljós gaf í barna hjörtu gæfunnar sý» er þú gafst oss hljóta göfginnar dæmi er þú lést oss njóta. í DAG fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík útför Þorvalds Kol- beins prentara, Meðalholti 19 hér í bænum, e* hann lézt í Lands- spítalanum þann 5 þ.m. eftir stutta en stranga legu aðeins 52 ára að aldri. Þorvaldur var fæddur að Stað- arbakka í Miðfirði 24. maí 1906. Foreldrar hans voru þau Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson (f. 20.2. 1866 d. 1.3. 1912), síðast prestur að Melstað í Miðfirði og kona hans Þórey Bjarnadóttir frá Reykhól- um (f. 27.11. 1869 d. 21. 9. 1933). Áttu þau hjón 10 börn og er þau þessi talin eftir aldursröð: Halldór, sóknarprestur í Vest- mannaeyjum; Eyjólfur, bóndi í Bygggarði á Seltjarnarnesi, lát- inn; Þórey, hefir starfað mjög lengi í verzl. Manchester hér í bæ; Bjarni, byggingameistari í Vancover í Canada; Júlíus, bak- ari í Björnsbakaríi, látinn; Ást- hildur, starfaði mjög lengi við Hressingarskálann hér í bæ, lát- in; Þórunn gift Sr. Sigurjóni Þ. Árnasyni; Marinó, byggingameist ari í Vancover í Canada, Þorvald ur og Páll, aðalbókari hjá Eim- skip. Þessi stóri systkinahópur missti föður sinn árið 1912 og er þá elzta barnið 18 ára en það yngsta 3 ára. Stór verkefni hafa þá verið fram undan að koma þessum stóra barnahóp til þroska ,en börnin hafa öll reynst röskleika- og myndarfólk, sem hefir farnast vel í lífinu ,enda hefi ég aldrei kynnst samstilltari systkinahóp en þessum, og fannst mér stund- um, að ef eitt syskinanna átti vin, þá átti sá hinn sami vísa vináttu hinna systkinanna líka. Ekki þekkti ég móður þessara systkina, því að hún var látin, er ég kynntist Þorvaldi, en börn- in hafa áreiðanlega verið alin upp við félagslyndi, greiðasemi við aðra, skylda og vandalausa. Þorvaldur var vel gefinn, fé- lagslyndur og naut sín vel í sam kvæmum og á dansleikjum, neytti þó hvorki víns né tóbaks, en var umburðarlyndur við aðra, er það gerðu. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði ,enda kom hið trausta minni hans þar í góðar þarfir. Hygg ég, að hann hefði kosið að geta sinnt þeim fræðum enn betur en hann gat gert, ef hann hefði haft aðstöðu til. Hann var góðtemplari frá unglingsaldri og einnig var hann félagi í Odd- fellowreglunni. Þorvaldur hóf prentnám í ísa- foldarprentsmiðju 17. janúar 1925 og lauk þar námi 17. júlí 1929 sem setjari. Eftir það vann hann að iðn sinni í ýmsum prent- smiðjum, stundum sem prentari, en síðast vann hann í ríkisprent- smiðjunni Gutenberg. Ég kynntist Þorvaldi fyrst í Vestmannaeyjum árið 1935. Hann vann þá í Eyjaprentsmiðjunni þar. Man ég það, að hann bað mig blessaðan um ’að koma heim með sér. Ekki vissi ég þá, að kona Þorvalds var gömul bekkj- arsystir mín úr barnaskólanum hér í Reykjavík. Áður en ég vissi af var ég orðinn heimagangur á heimili Þorvalds í Eyjum. En ekki var þetta nóg. Þyrfti Þor- valdur að heimsækja prestfrúna á Ofanleiti, Þórunni systur sfna, þá var ég gjarnan með í þeirri för, og á ég jafnan ljúfar end- urminningar frá dvöl minni á þessum ágætu heimilum í Eyj- um. Ekki mun Þervaldur hafa búið lengur en á annað ár í Vest- mannaeyjum, því að á árinu 1936 flytur hann þaðan til Reykjavík- ur. Hófst þá sama sagan á ný, enda var Þorvaldur allra manna trygglyndastur. Ég varð aftur tíð- ur gestur á heimili hans og áður en varði var ég einnig orðinn gestur á heimili syskina þorvalds, þeirra, er hér bjuggu, jafnan við hinar hjartanlegustu móttökur. Þorvaldur kvæntist 27. nóv. 1929 Hildi Þorsteinsdóttur Finn- bogasonar í Fossvogi hér í bæn- um og lifir hún mann sinn ásamt 10 börnum þeirra, en þau eru þessi talin eftir aldri: Jóhanna, gift Árna Þór Jóns- syni, póstvarðstj. hér í bæ og eiga þau 4 börn; Hannes, bifreiðar- stjóri, kvæntur Guðríði Jensdótt- ur, búsett hér I bæ og eiga 2 börn; Þorsteinn, bifreiðarstjóri, búsettur hér í bænum, kvæntur Rósu Þorláksdóttur frá Sandhóii í Ölfusi og eiga þau eift barn; Júlíus, fulltrúi við póst og síma á Akranesi, kvæntur Sigríði Ól- afsdóttur frá Þingeyri og eiga þau eitt barn; Katrín, skrifstofu- stúlka; Páll, nemi í rafvirkjaiðn og eru þau Katrín og Páll tvíbur- ar, 18 ára að aldri; Þórey, 17 ára, vinnur í sælgætisgerð; Sigríður, 16 ára, nemandi í gagnfræðaskóla, Eyjólfur 12 ára og Þuríður 8 ára. Fjölskyldan var því alltaf stór, börnin 10, þar af 6 þau yngstu ennþá í heimahúsum og barna- börnin orðin 8. Er þetta hinn fríð- asti hópur, því að bæði börnin og tengdabörnin eru hið efnileg- asta fólk og voru nú miklar lík- ur til að hagur heimilisins hefði getað farið ört batnandi eftir því sem börnht komust á legg. Hafa nú orðið stór þáttaskil, er heimilisfaðirin* fellur frá á bezta aldri frá öllum hópnum. Mér og sjálfsagt mörgum öðr- um verður nú hugsað til heim- ilisins að Meðalholti 19 þar sem þau Hildur og Þorvaldrfr hafa átt heima í síðastliðin 16 ár, því að margir utan þessarar stóru fjölskyldu hafa átt griðastað og ánægjustundir á þessu heimili. Ég hefi oft velt því fyrir mér, hvernig á því gat staðið, að ég minnist þess tæplega að hafa komið svo á þetta heimili, að ekki væru þar fyrir gestir, einn eða fleiri, skyldir og vandalausir. Sumir til að rabba og fá sér kaffi sopa, aðrir í brýnni erindagjörð- um, þurftu á mat, húsnæði og að- hlynningu að halda. Ekki var það vínið ekki sigarettan. Hvor- ugt var um hönd haft á þessu heimili. Ekki voru þar mikil og skrautleg húsgögn, fín teppi á gólfum eða veggir prýddir dýr- mætum listaverkum. Ekki voru húsakynni rýmri en það að ég gæti trúað, að ekki væri óhugs- anlegt að geta fundið barnlaus hjón, sem myndi þykja orðið fullþröngt unt sig í þessum sömu húsakynnum. En það var aldrei svo þröngt á þessu stóra heimili, að ekki væri góðum gesti fagnað innilega og h*nn leiddur til sæt- is og boðinn sá bezti beini, sem hægt var í té að láta. Allt var þetta gert með þeim hætti, að manni fannst gesturinn hafa gert húsbændunum hinn mesta greiða með því að kema og að verða að- njótandi alls þgss bezta, sem heim ilið hafði upp á að bjóða og áttu þar bæði hjónin óskilið mál. Ég held, að það hafi verið þessi frá bæra rausn og gestrisni húsbænd anna sjálfra sem gerði það að verkum, að svo margir hafa kom- ið og átt ánægjustundir á þessu heimili, sem okkur gestunum er ljúft og skylt að þakka fyrir. Þorvaldi þakka ég órofa tryggð og vináttu frá því fyrsta er við hittumst og óska honum góðrar heimkomu til hinna nýju heim- kynna og vona að guðs blessun megi jafnan fylgja hinu stóra heimili hans nú og um framtíð alla. Ólafur A. Pálsson. 2 ja - 3/o herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst, fyrir fram greiðsla, fyrir árið eða meir eftir samkomulagi. Tilboð merkt, „Febrúar,59.—5142“, sendist blaðinu fyrir laugardag. M iðstöðvarofnar væntanlegir í flestum stærðum. Þeir, sem eiga pantanir, vinsamlegast gerið aðvart. A. Jóliannsson & Smiih h.f Brautarholti 4 — Sími 24244 Baðker 5 & SVz fet Blöndunarhanar og tilheyrandi Handlaugar og WC samstœður Byggingavöruverzlun ÍSLEIFS JÓNSSONAR Höfðatúni 2 — Sími 14280. Verzlunarhúsnæði er til leigu í miðbænum frá 14. maí næstkomandi. Stærð ca. 3x9 fermetrar. — Umsóknir, er tilgreini tegund verzlunarvarnings, sendist til afgreiðslu Morgunblaðsins merktr: „V S — 5135“. Þvottnhúsið Skyrtan Höfðatúni 2. Hefur afgreiðslu á eftirtöldum stöðum: Efnalaugin Hjálp Bergstaðastræti 28. Sími 11755, Efnal. Hjálp Grenimel 12. Sími 11755, Efnal. Glæsir Hafnarstræti 5. Sími 13599, Efnal. Glæsir Blönduhlíð 3. Sími 18160, Efnal. Hafnarfjarðar Gunnarssundi 2. Sími 50389. Skyrtan, Höfðatúni 2 sími 24866 og Grenimel 12 sími 13639. Höfum fytrirliggjandi SKÚFFUR á amerískar jeppabifreiðar Bifreiðaverksfœðið MÚLI Suðurlandsbraut 121 — Sími 32131

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.