Morgunblaðið - 12.02.1959, Síða 16

Morgunblaðið - 12.02.1959, Síða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Flmmtudagur 12. febr. 1959 „Sjálfsagt, ungfrú Cuttler", eagði skrifarinn. — „Ætlið þér kannske að skýra frá viðræðum yðar við utanríkisráðherrann?" „Já“, sagði Helen. — „Klukkan er sex. Það er biðið eftir símavið- tali við mig í New York“. 9. Það var korn ið fast að miðnætti, Jþegar Helen kom til New York. Hún hafði beðið Jan að koma og sækja sig á járnbrautarstöðina. Þau gengu inn í eina af veitinga- stofunum við „Grand Central Station". Hin kalda stofa með ljósu hús- gögnunum og tízkulegu glugga- tjöldunum var því sem næst mann laus. Þau settust við eitt horn- borðið og Jan pantaði tvö koníaks- glös. Nú fyrst hafði Helen tækifæri til að þakka Jan fyrir blómin, sem hann hafði fært henni. Það voru tólf gular nellikur. Hann greip um hönd hennar. „Hvað hefur komið fyrir, Helen?" „Ég var kölluð á fund utan- ríkisráðherrans. Hann bauð mér Sendiherrastöðuna í París“. Hann dró ósjálfrátt að sér höndina. „Þú hefur tekið því“, sagði hann. „Nei, auðvitað ekki. Ég bað um umhugsunarfrest". „Hvers vegna?“ „Ég varð að tala við þig“. „Við mig?“ Hann hló. — „Hve- nær fór ég að hafa úrskurðarvald í heimsmálunum?" „Þú veizt hvað við töluðum um 1 gær“. „Það var í gær“. Hún f ann það alltaf betur og betur að hann vildi ekki hjálpa henni. Enginn gat hjálpað henni. Hún sagði hikandi: „Fyrir mig er þetta auðvitað alveg ótrúlega mikill möguleiki. En var ég ekki fús til þess í gærr að hafna öllu? Meiru en einu ein- asta sendiherrastarfi. Mér virð- ist það ofur einfalt“. Hún þagði andartak. — „Ég verð að neita“ Hann hristi höfuðið. „Það munt þú ekki gera. Þetta er bending forlaganna. Ég vildi líka segja þér það. .. Hún greip fram í fyrir honum: „Allt sem ég sagði í gær, sagði ég sjálfviljug. Aðeins eitt gæti fengið mig til að taka boðinu. — París er í Evrópu. Það er skammt á milli Parísar og Ber- línar“. Æðarnar á hinu háa og slétta enni hans þrútnuðu. Til þessa hafði hann talað af stillingu, en nú sagði hann hranalega: „Hættu að ljúga, Helen. Þú ferð aftur til eiginmanns þíns. Það særir mig ekki vitund. Það er ekki nema sjálfsagt og ég hef ekki gert ráð fyrir öðru. Strax í morgun, þegar fyrsti sólargeislinn skein inn í helbergið mitt, vissi ég að það var allt fjarstæða og vitleysa sem við sögðum í gær. Eiginkona amer- íska blaðakóngsins og þýzkur blaðamaður sem býr í bakhúsrúst- um.......Það er bæði smekklaust og hlægilegt. Við förum hvort okk ar leið. Við hættum. Við gleymum þvi sem gerzt hefur“. Hann tók sér örstutta málhvíld, en hélt svo áfram: „Aðeins eitt enn, Helen. Ég er „Kauz“, eins og þú sagðir, en ég er engin karlkyns frilla. Ég kem ekki til Parísar, þegar yð- ar hágöfgi þóknast að kalla. Þú ferð til Parísar. Ég flýg til Ber- línar. Mig skiptir það engu máli hvort langt er eða stutt á milli Stúlka Stúlka vön afgreiðslu óskast í bókaverzlun nú þegar. Upplýsingar um fyrri störf ásamt meðmælum, eí til eru, og mynd sendist blaðinu merkt: „Bókaverzlun — 5137“ fyrir laugardag. Skrifstofustúlka með verzlunarskóla eða hliðstæða menntun óskast. Þarf að vera vön vélritun. Upplýsingar á skrifstofu vorri miðvikudag og fimmtudag kl. 5—6. Verzl. O. Ellingsen h.f. borganna. Við sjáumst ekki fram- ar“. Hún greip hönd hans, sem hann hafði kreppt saman. „Ég veit ekki hvort ég get lifað án þín, Jan“, sagði hún í hálf- um hljóðum. „Þú getur ágætlega lifað án mín, Helen. Betur en með mér“. Hann kipraði saman augun. — „í faðmi mínum geturðu ekki hugs að um pólitíska ræðu. Eða hvernig maður eigi að hafa áhrif á ráð- herra. Eða hvort maður eigi að skrifa aðalgrein. 1 örmum Morri- sons ertu ekki á valdi heitra til- finninga". Svo bætti hann við með bitru háði: — „Meðan hann kyssir þig, geturðu ákveðið niður- röðunina við borðið í næstu át- veizlu þinni". „Þú vilt kvelja mig“, sagði hún. Hann sinnti ekki orðum hennar. „1 París geturðu haft það gott. Eiginmaðurinn í Ameriku og þú í Evrópu. Þú getur fengið þér frillu. Karlkyns frillu. Þú ert fal- leg, ung og dáð. Kannske finnurðu einhvern sem gerir þig hamingju- sama og er jafa.framt ekki neinn „Kauz“. „Þú þarft ekki að slá mig, Jan“, sagði hún. „Ég pjáist nógu mikið samt....... Ég elska þig, Jan, og ég mun aldrei elska neinn annan“. Svipur hans varð skyndilega mildari. „Kannske", sagði hann. — „Kannske muntu aldrei elska neinn annan, vegna þess að þú ert ekki næm á slíkar tilfinningar. Ég trúi því, að í gær hafir þú ver- ið hamingjusöm í fyrsta skipti á ævinni. En hamingjan mun aldrei dvelja hjá þér lengur en eina nótt. Hamingjan lætur ekki svíkja sig, Helena. Ég er Þjóðverji — þess vegna heldur þú að ég skilji ekki tízkudrósir. Svo mikið skil ég þó, að ég veit að þú verður aldrei hamingjusöm, vilt það kannske ekki. Þú vilt svikja náttúruna og hún lætur ekki svíkja sig frem- ur en hamingjan". Honum var nú runnin reiðin að mestu .— „Ein- hvern tíma muntu sjálf viður- kenna þetta allt, en þá verðurðu líka búin að gleyma nafninu mínu“. Hann tói. einn dollara seðil upp úr vasa sínum og lagði hann á borðið um leið og hann stóð á fætur. Hún hikaði eitt andartak, en stóð svo líka upp. Hún leit á blóm in, sem lágu á borðinu. Svo greip hún þau með snöggri hreyfingu, eins og hún óttaðist að einhver kynni að taka þau frá sér, og þrýsti þeim að sér. Þau gengu út úr mannlausu veitingastofunni. „Hann sagði sannleikann", hugs aði hún með sér. — „Ég hef þeg- ar í skrifstofu ráðherrans vitað, að ég mýndi taka tilboðinu. En ég hef vonað, að í návist hans yrði ást hans mér mikilvægari en allt annað. Metnaðargirni mín er ást- inni yfirsterkarL Ég varð að Jan liélt í höndina á henni. Sekúndurnar liöu. Hún fann meö hverri taug líhamans, aö hann átti í baráttu viö sjálfan sig. missa hann. Ég mun aldrei eignast manns síns. Önnur brúðkaupsferð hann aftur“. Þau staðnæmdust í rennistigan- um og áður en varði voru þau kom in niður í hið risastóra anddyri brautarstöðvarinnar. Skyndilega varð Helen gripin örvæntingarfullri þrá eftir návist mannsins. Hún þrýsti sér enn þétt ar að honum og það fór eldheitur straumur um allan líkama henn- ar. „Eigum við að fara heim í gisti húsið þitt?“ spurði hún. Hann gaf henni snöggt horn- auga og undrun skein úr hverjum andlitsdrætti hans. Svo hristi hann einungis höfuðið. Leigubifreiðirnar þutu í óslit- inni halarófu fram hjá brautar- stöðinnL Hann opnaði hurð einnar bif- reiðarinnar. Helen steig öðrum fæti á aurbrettið. Hann hélt í höndina á henni. Sekúndurnar liðu, ein af annarri. Hún hvorki sá né heyrði neitt af því sem fram fór umhverfis hána. Hún sá aðeins augu hans. Hönd hans sleppti hún ekki. Hún skynj- aði með hverri taug líkama síns þá baráttu, sem hann háði við sjálf an sig. „Áfram. Áfram“, hrópaði bif- reiðarstjórinn með þrumandi röddu. Hann sleppti hendinni á henni. Hún steig inn í bifreiðina. Hurðin lokaðist. Bifreiðin ók af stað. Hún hafði v-aknað af þungum, draumlausum svefni. Það var eins og hún hefði algerlega týnt tímatalinu. Voru ekki nema tvær nætur síðan hún hafði verið með Jan í litlu gistihúsi á Broadway? Hafði hún verið í Washington í gær? Hafði hún skilið við Jan fyr- ir aðeins nokkrum klukkustund- um? Það var eins og hún gengi í þoku allan daginn. Morrison kom um hádegið. Hann fékk sér herbergi við hliðina á stofunni hennar. Hún afsakaði sig með höfuðverk og hélt kyrru fyrir í hálfrökkri svefn herbergisins nærri allan síðari hluta dagsins. 1 næsta herbergi heyrði hún stöðugt rödd eigin- a L 0 u 1) „Jú, Markús, ég er gull- kringamaðurinn . . . og þetta er ems af hinum ferfættu vinum MILO LIKES YO4 MISS ALLISON... I CAN SEE YOU'RE SOING TO BE A FAVORITE OF HIS/ mínum. É- hefi faett hann og alið hann upp frá því að hann vax iítill húnn.“ 2) „Míió, heilsaðu Markúsi með handabandi og ungfrú Sússönu líka." 3) „Alveg er hann dásamleg- ur“, segir ’Sússana. , Míló geðjast sýnilega vel að Sússönu. Ég sé að bún verður eftir lsetið hans.“ með Morrison! Morrison talaði nær hvíldarlaust í símann. Hann talaði við aðalritstjóra, senatora, þingmenn, fjármálamenn á Wall- street. Á svipstundu hafði hann breytt „Ritz Hotel“ í blaðaskrif- stofu. Um klukkan sex reif hún sig upp úr deyfðinni. Morrison var þá farinn út fyrir góðri stundu. Hún fór í bað og hafði fataskipti. Þeg- ar hann kom aftur, var hún búin til útgöngu. Hún pantaði einn „Martini" og fékk sér sæti inni í stofunni, með- an hann hafði fataskipti inni í svefnherberginu sínu. Dyrnar milli herbergjanna stóðu opnar. „Eigum við að borða á 21?“ spurði hann í gegnum opnar dyrn- ar. „Gjaman". „Líður þér betur?“ ,rfá“. „Þú ert samt mjög föl ennþá“. „Leyfið hefur bersýnilega ekki gert mér neitt gott“. Þau ræddust við á sama hátt og milljónir hjóna gera, á milli svefn- herbergis og stofu. Hún var í látlausum kvöldkjól og kápu úr silfurgráu marðar- skinni, hann í smokingfötum, þeg- ar þau gengu inn í „Veitingahús 21“, hálfri klukkustund síðar. SHUtvarpiö Fimmiudagur 12. febrúar. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðbjörg Jónsdótt ir). 18.30 Barnatími: Yngstu hlust endurnir (Gyða Ragnarsd.). 20.30 Skapandi draumar (Grétar Fells rithöfundur). 21.00 Einleikur á píanó (Guðrún Kristinsdóttir). 21.30 Útvarpssagan: „Viktoría" eftir Knut Hamsun; VI. (Ólöf Nordal). 22.20 Tónleikar Sinfóníu hljómsveitar íslands í Þjóðleik- húsinu 5. þ.m. Stjórnandi Paul Pampichler. Einsöngvarar: Þuríð- ur Pálsdóttir og Guðmundur Guð jónsson. 23.30 Dagskrárlok. Föstudagur 13. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Barnatími: Merkar uppfinn- ingar (Guðmundur M. Þorláksson kennari). — 18,55 Framburðar. kennsla í spænsku. 19,05 Þingfrétt ir. — Tónleikar. 20,35 Kyöldvaka: a) Snorri Sigfússon fyrrum náms stjóri flytur vísnaþátt um Islands sögu. b) íslenzk tónlist: Lög eftir Þórarin Jónsson (plötur). c) Kvæði eftir Heiðrek Guðmundsson. d) Sigurður Jónsson frá Brún flytur tvær frásögur af reimleik- ii«. 22,10 Passíusálmur (1€). 22,20 Lög unga fótksins (Haukur Hauks •on). 23,15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.