Morgunblaðið - 12.02.1959, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.02.1959, Qupperneq 20
V EÐRID Vaxandi suðaustanátt; hvasst og rigning síðdegis. fllorgiVwMa 35. tbl. — Fimmtudagur 12. febrúar 1959 Stóriðnaður Sjá ræðu Sig. Bjarnasonar á bls. 11. ICarðar Císlason látinn^ í FYRRINÓTT lézt Garðar Gísla- son stórkaupmaður í Bæjarspítal anum í Heilsuverndarstöðinni, eftir skamma legu. Var hann á 83. aldursári. Garðar Gíslason var einn af kunnustu forvígismönnum og brautryðjendum í verzlunarstétt landsins. Stundaði hann umfangs mikla innflutnings- og útflutn- ingsverzlun, bæði hér heima og erlendis, ur« rúmlega hálfrar ald- ar skeið og vann m.a. ötullega að öflun markaða fyrir íslenzkar út- flutningsvörur. Varð honum víða vel ágengt í því efni. Garðar Gíslason fæddist hinn 14. júní 1876 að Þverá í Ðals- mynni. — Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla tvo vetur, en var síðan einn vetur við verzlun- arnám í Kaupmannahöfn. — Árið 1901 stofnaði hann umboðsverzl- un í Leith i Skotlandi, kom tveim árum síðar á fót útibúi hér heima og fluttist siðan hingað 1909. Eftir að kann fluttist heim, hafði hann lengst af verzl- unarbækistö* í Hull í Eng- landi. — Allmörg hin síðari ár var hann búsettur í New York, þar sem han* rak umfangsmikla verzlun, bæði við ísland og inn- an Ameriku. — Hann fluttist heim til íslands nú fyrir skömmu. Auk verzlunarstarfanna, lét Garðar Gíslason mörg önnur mál til sín taka. — Var m.a. einn af stofnendum Eimskipafélagsins og í stjórn þess fyrstu árin, og einn af forvígismönnum flugmála hér á landi. Fornnaður Verzlunar- ráðs íslands var hann frá stofnun þess, á anna* áratug, og lengi var hann í stjórn Verzlunarskóla íslands/ Þá er Morgunblaðinu ljúft að minnast ötuls starfs Garðars Gíslasonar í þágu blaðsins og út- gáfufélags þess, Árvakurs h.f., en hann var formaður félagsstjórnar Árvakurs um nokkurra ára skeið. Garðar Gíslason var tvíkvænt- ur. Fyrri kena hans, Þóra Sig- fúsdóttir (bónda á Syðri-Varð- Cæftaleysi og rýr afli SUÐUREYRI, 11. febr. — Hér hefir verið erfið tíð undanfarið og gæftaleysi til sjávarins. Þó hafa bátamir stundað sjóinn eft- ir því sem unnt hefir verið. Sex bátar róa nú héðan, allt nýleg skip, og má segja, að hér sé talsverð útgerð, miðað við stærð þorpsins. — Afli bátanna hefir verið fremur rýr það sem af er mánuðinum, 3—5 lestir á bát. Mun skárri var aflinn í janú- ar, en þá voru bátarnir með frá 5 og upp í 11 lestir. Þrátt fyrir léleg aflabrögð, má segja að atvinna sé hér nokkurn veginn næg. Ef afli glæðist veru- lega, er því líklegt, að nokkur skortur verði á fólki við vinnslu aflans í landi. — Fréttaritari. HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐIS- ' FLOKKSINS Þeir sem hafa fengið senda miða eru vinsamlegast beðnir að gera skil sem fyrst og auðvelda þannig miðasöluna. Afgreiðslan í Sjálfstæðishús- inu er opin alla virka daga kl. 10 f.h. til 5 e.h., simi 17104. Garðar Gíslason gjá við Eyjafjörð Guðmundsson- ar), lézt árií 1937. — Seinni konu sinni, Pinu, sem er af ítölskum ættum, kvæntist hann fyrir all- löngu og lifir hún mann sinn. Bílfært yfir Oddsskarð Aðalfundur Sjálfstœðis- félags Akureyrar Árni Jánsson endurkjörinn formaður AKUREYRI, 11. febrúar. Sjálf-’i stæðisfélag Akureyrar hélt aðal- fund sinni sl. mánudagskvöld. — Árni Jónsson, formaður félags- ins, flutti skýrslu stjórnarinnar. Kom þar fram, að starf félagsins hefur verið í miklum blóma á sl. ári, verið haldnir margir fundir og spilakvöld. Aðalverkefnin höfðu þó verið undirbúningur og starf að bæjarstjórnarkosningun- um í janúar 1958. Um 30 manns höfðu gengið í íélagið á árinu. Er formafur hafði lokið skýrslu sinni, las gjaldkerinn, Tómas Steingrímsson, reikninga félags- ins, og voru þeir samþykktir, eftir að nokkrar umræður höfðu orðið um þá og félagsstarfið í heild. Kosningar. Að því búnu var gengið til kosninga. Var Árni Jónsson end- urkjörinn formaður. Þeir Jónas G. Rafnar, varaformaður, Gísli Jónsson, ritari og Tómas Stein- grímsson, gjaldkeri báðust allir undan endurkosningu. Þessir menn eiga nú sæti í stjórn fé- lagsins, auk Árna Jónssonar: Jó- hannes Kristjánsson, Baldvin Ásgeirsson, Ólafur Benediktsson og Gunnlaugur Jóhannesson, og munu þeir skipta með sér verkum innan stjórnarinnar. Auk þess var kosin varastjórn, endurskoð- endur og fulltrúaráð. Umræður um fjárhagsáætlun. Að loknum aðalfundarstörfum, hafði Jón G. Sólnes bæjarfulltrúi, framsögu um fjárhagsáætlun bæj arins, sem nú liggur fyrir bæjar- stjórn til annarrar umræðu.Gerði Jón grein fyrir hækkunum og lækkunum, er orðið hafa á fjár- hagsáætluninni, og skýrði þær ýtarlega. Urðu síðan fjörugar um ræður um áætlunina, og svöruðu þeir Jón G. Sólnes og Jónas G. Rafnar fyrirspurnum fundar- manna. Fundurinn stóð fram undir mið nætti. Einsdæmi um þetta leyti árs NESKAUPSTAB, 11. febrúar. — Unnið var að því í gær að ryðja snjó af Oddsskarðsvegi og kl. 21 í gærkvöldi kom fyrsti bíll- inn yfir Oddsskarð hingað til Neskaupstaðar. Var það rúss- neskur jeppi frá Eskifirði, og ók eigandinn, Charles Magnússon, honum. — Vegurinn mun vera nokkuð blautur, og eru svell- bólstrar á honum allvíða. Fært er nú héðan til Reyðar- fjarðar og þaðan um Fagradal til Héraðs — og sennilega um Stað- arskarð til Fáskrúðsfjarðar. — Allmikil umferð var um Odds- skarðsveg í dag, en það er eins- dæmi um þetta leyti árs, að bíl- fært sé yfir Oddsskarð. ★ Togarinn Gerpir, sem var á veiðum á Nýfundnalandsmiðum. lagði af stað heimleiðis sl. laug- ardag og er væntanlegur hingað nú á föstudaginn. Mun hafa lagt af stað að vestan áður en versta óveðrið skall á. — Togarinn mun vera með nær því fullfermi. —■ Axel. Tvö íslandsmet á mófi Ægis sund- Á SUNDMÓTI Ægis í gærkvöldi voru sett tvö íslenzk met í sundi. Guðmundur Gíslason ÍR synti 200 metra skriðsund á 2:13,0 mín., en gamla metið, sem hann átti einnig, var 2:17,5 — Hrafnhildur Rússneskt skip á Akranesi AKRANESI, 11. febrúar. — Hingað kom í morgun rússneskt skip, Donets, og lestar hér salt- fisk, sem fara á austur til Rúss- lands. — Mun Donets vera fyrsta rússneska skipið, sem til Akra- ness kemur. — Hér er einnig m.s. Askja og lestar 400 tonn af sementi til Reykjavíkur. Einn bátur, Ver, reri héðan í dag. — Átti hann fjórar þorska- netjatrossur í sjó, en dró aðeins tvær þeirra, því að kafaldsbyl- ur var á miðunum. — Ekki eru líkur til að neinn bátanna fari á sjó í kvöld. — Oddur. Slæmt atvinnuástand í Ólafsfirði eins og endranær á þessum árstíma. ÓLAFSFIRÐI, 11. febr. — Héð- an stundar nú róðra einn 100 lesta bátur, Gunnólfur, og auk þess tveir 10 lesta bátar og nokkr- ar trillur. — Hófu fyrstu bát- arnir róðra 12. janúar. Gæftir hafa verið góðar undanfarið, en hins vegar er afli yfirleitt rýr. Allmikið ber á atvinnuleysi hér í bænum eins og oftast endranær á þessum árstíma. — Hafa um 200 manns leitað sér atvinnu ann- ars staðar, aðallega við vertíðar- störf sunnanlands. Allmargir fylgdu bátum þeim, sem fóru til þess að stunda róðra frá verstöðv um syðra. — Frá Keflavík róa tveir bátar héðan, Þorleifur Rögn valdsson og Einar Þveræingur, Stígandi frá Grindavík og Kristján frá Hafnarfirði. Enginn togari hefir landað hér síðan í nóvember sl., og hefir því ekki verið hér um annan fisk að gera en bátafiskian. Togarinn Norðlendingur mun hins vegar landa hér úr næstu veiðiför, en varla er von á honum fyrr en eftir hálfan mánuð. Þíðviðri hefir verið hér lengst af síðan um 10. janúar, og hefir nú snjó mjög tekið upp, en tals- verð snjóþyngsli voru arðin eft- ir nokkurn hríðakafla, sem gerði kringum áramótin. - Tréttaritari. F orsætisráðherra shrifar bæjarráði Á FUNDI bæjarráðs, er haldinn var sl. þriðjudag var lagt fram bréf frá forsætisráðherra varð- andi f j árf estingu bæjarins og útsvarsupphæðina. í þessu bréfi er þeim tilmæl- um beint til bæjarstjórnar Reykjavíkur að athuga hvort ekki megi án skaða fresta ein- hverjum fyrirhuguðum fjárfest- ingarframkvæmdum bæjarins á þessu ári og leitast verði við að laekka útsvarsupphæðina svo sem unnt er. Guðmundsdóttir ÍR synti 100 m bringusund á 1:27,5 mín. Gamla metið, sem hún átti sjálf, var 1:27,9 mín. Nánar verður sagt frá sund- móti Ægis í Mbl. síðar. Fræðslufundur um atvinnu- og verkalýðsmál í Valhöll N Æ S T I fundurinn á fræðslu- námskeiðinu um atvinnu- og verkalýðsmál verður í Valhöll við Suðurgötu í kvöld kl. 8,30. Verður það málfundur og rætt um verkalýðshreyfingiuna. Leið- beinandi verður Magnús Jónsson, alþingismaður. Um Kötlugos á f undi Ferðafélagsins í KVÖLD verður fyrsta kvöld- vaka Ferðafélags fslands á þessu ári. Mun dr. Sigurður Þórarins- son, jarðfræðingur flytja þar erindi um Kötlugos og sýna skuggamyndir. Einnig verður sýnd litkvikmynd af Kötluhlaup- inu 1955 og frá síðustu ferðum til Grímsvatna. Mun dr. Sigurður tala um Mýr- dalsjökul og Kötlugos, rekja or- sakir þess og hugsanlegar afleið- ingar, og ræða sérstaklega um hlaupið úr Kötlu 1955.Mun Magn- ús Jóhannesson sýna kvikmyndir, sem hann tók af hlaupinu og í nokkrum ferðum til Grímsvatna. Kvöldvakan er í Sjálfstæðis- húsinu. Á grímudansleik SÍÐDEGIS í gær var haldinn grímudansleikur fyrir börnin í dansskóli Hermanns Ragnars og Jóns Valgeirs, og fór hann fram í Skátaheimilinu við Snorrabraut við mikinn glaum og gleði. — Þegar ljósmynd- ari blaðsins leit þar inn, stóð dansinn sem hæst. Var salur- inn troðfullur af kátum, dansandi börnum, sem voru klædd hinum kostulegustu búningum. —■ Hér á myndinni sjáið þið t. d. aldraðan og virðulegan skipstjóra, sem tottar pípuna sína meðan hann stígur dansinn við yng- ismeyna. —• Þarna var líka kötturinn sleginn úr tunn- unni, og fleira var sér til gamans gert, enda virtust börnin skemmta sér konung- lega. — Veitt voru verðlaun fyrir þrjá beztu grímubún- ingana, og hlutu þau „litla Gunna og litli Jón“ fyrstu verðlaun — en þau voru reyndar tvær telpur! — Þarna voru börn á ýmsum aldri, allt frá 4 og upp í 8—9 ára. Hafa þau yngstu líklega skemmt sér einna sízt, því að ekki var örgrannt um, að sumum þeirra þættu ýmsir dansgesta nokk- uð ógnþrungnir ásýndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.