Morgunblaðið - 14.02.1959, Page 3
Laugardagur 14. febr. 1959
MORCVTSBLAÐIÐ
3
Geir Sigurðsson
skipstjóri — minningarorb
GEIR Sigurðsson, skipstjóri and-
aðist að heimili sínu hér í bæn-
um hinn 4. þ.m. 85 ára að aldri.
Geir Sigurðsson var einn þeirra
manna, sem um langt skeið settu
svip á bæinn og er minnisstæður
flestum miðaldra Reykvíkingum
og eldri.
Geir varð fullþroska maður á
síðasta tug nítjándu aldarinnar og
var meðal hinna fremstu sinna
samtíðarmanna í því að brúa
bilið milli gamla og nýja tím-
ans í atvinnuháttum á sjó og
landi.
Geir hafði útskrifast úr Stýri
mannaskólanum 21 árs árið 1895.
Fór snemma orð af gáfum hans
og dugnaði. Því var það, að
Tryggvi Gunnarsson réð Geir sem
skipstjóra á fyrsta skip Rekneta-
félagsins við Faxaflóa 1900. Var
það seglskipið Kristján. Skyldi
skipið veiða síld til beitu og
frystingar fyrir hið nýja frysti-
hús, sem Tryggvi hafði gengist
fyrir að byggt var í Reykjavík og
almennt var nefnt Nordalsíshús
eftir framkvæmdastjóranum,
Jóhannesi Nordal. Þessi tilraun
tókst vel.
f byrjun aldarinnar var Geir
skipstjóri á kútter Haraldi i þrjú
ár með Akurnesingum. Voru þar
með honum Bjarni Ólafsson, hinn
frægi aflamaður og brautryðj-
andi og Þórður Ásmundsson, síð-)
ar útgerðarmaður. Lét Geir svo
ummælt, að gaman hafi verið að
vera með mönnum eins og þeim.
Árið 1905 stofnuðu Geir, Thor
Jensen, Þorsteinn í Bakkabúð,
Kristinn Magnússon hjá Duus og
Matthías Þórðarson, ritstjóri
hlutafélagið Draupni til þess að
gera út skip til síldveiða. Eign-
aðist félagið kútter Ágúst, sem
veiddi síld til söltunar og í íshús-
ið ísbjörninn, sem stóð við tjörn-
ina í Reykjavík. Geir var skipstj.
á skipinu. Síðar varð Geir skip-
stjóri á gufubátnum Nóru, sem
stundaði síldveiðar frá Reykja-
vik í mörg ár. Minnast margir
gamlir Reykvíkingar þess þegar
græni og fallegi báturinn kom á
fullri ferð inn Engeyjarsund og
lagðist út á höfninni fyrir fram-
an Zimsensbryggju áður en byrj-
að var á hafnargerðinni, og fyrstu
árin þar á eftir.
Var þess þá skammt að bíða að
sjá mætti hina silfurgljáandi síld,
sem Geir kunni fyrstur íslend-
inga að afla á rúmsjó, svo að
verulegu næmi.
Geir gerði fyrstu tilraun til
síldarsöltunar um borð í skipi á
djúpmiðum sunnanlands. Hann
var með í því að setja mótor í
fyrsta þilskip á Suðurlandi.
Geir keypti íshúsið fsbjörninn
árið 1915 með Ólafi Benjamíns-
syni og ráku þeir það um það
bil aldarfjórðung.
Geir hætti sjómennsku árið
1919.
Geir tók þátt í stofnun margra
félaga, þar á meðal var hann
með í kaupunum á Reykjaborg-
inni með Guðmundi Jónssyni,
skipstjóra á Reykjum. Var það
fyrsta íslenzka skipið, sem út-
búið var mjölvinnslutækjum.
Geir var meðal stofnenda Fiski
félags fslands og í stjórn þess í
nærri þrjátíu ár. Hann átti sæti
í sjódómi Reykjavíkur frá upp-
hafi þar til hann lét af störfum
fyrir aldurssakir. Hann var meðal
stofnenda Slysavarnafélags fs-
lands og ; stjórn þess í 10 ár.
Hann var skoðunarmaður skipa
fyrir Samábyrgð íslands á fiski-
skipum í 20 ár.
Geir var lengi í stjórn skip-
stjórafélagsins „Aldan“.
Geir átti sæti í bæjarstjórn
Reykjavíkur frá árinu 1914 til
1920. Hann var mjög lengi í hafn
arnefnd Reykjavíkur og lét mik-
ið að sér kveða í þeim málum
á því timabili, sem höfninni var
breytt úr óvarinni höfn í full-
komnustu höfn á landinu.
Geir var fæddur að Skiphyl í
Hraunhreppi i Mýrasýslu 8. sept.
1873. Foreldrar hans voru Sig-
urður Jónsson, Sigurðssonar í
Hjörsey og kona hans Hólmfríð-
ur Sigurðardóttir bónda í Tjalda-
brekku Jónssonar.
Geir kvæntist 14; nóvember
1906 Jónínu Jódísi Ámundadótt-
ur útvegsbónda í Hlíðarhúsum í
Reykjavík Ámundasonar. Hún
lézt 20. nóv. 1918 í spönsku veik-
inni.
Synir þeirra Geirs eru:
Ámundi, verzlunarmaður, Sig-
urður, sjómaður og Magnús,
starfsmaður hjá Eimskipafélagi
íslands.
Geir var snillingur í því að
halda uppi skemmtilegum og
fróðlegum umræðum. Hann hafði
fylgst vel með því sem gerðist
um hans daga. Auk þess kunni
hann fjölda af kvæðum og vís
um enda sjálfur vel hagmæltur.
Hann var vel að sér í íslenzk-
um bókmenntum og ættfræði.
Hefur hann meðal annars skrifað
merkilegar endurminningar eftir
móður sinni.
Hann var mjög vinsæll eins og
gleggst kom fram í hinu fjöl-
menna samsæti, sem hon-um var
haldið sextugum að Hótel fsland.
Hann var sæmdur Fálkaorð-
unni.
Geir var eindreginn sjálfstæðis-
maður og hinn þjóðlegasti í hví-
, vetna.
rzzst-
Geir Sigurðsson
Valtýr Stefánsson ritstjóri rit- I
aði einkar fróðlega grein um Geir
í tilefni af sjötugs afmæli hans
og er sú grein endurprentuð í
„Myndum úr þjóðlífinu".
Benedikt Sveinsson, alþingis-
maður sagði m.a. í afmælisgrein
um Geir sextugan:
„Hann er hár vexti, gildlegur
og vel á sig kominn, ramm nor-
rænn í ásýnd hógvær og kurteis
í framkomu, en þéttur fyrir, ráð-
hollur og tillögugóður. Nýtur
hann því trausts og vinsælda að
maklegleikum".
Útför Geirs fer fram í dag
frá Dómkirkjunni og verður þar
kvaddur merkur Reykvíkingur,
sem makaði mörg og greinileg
spor í framfarasögu þjóðarinnar
um sína daga.
Sveinn Benediktsson
Geta íslendinganna kom Dön-
um mjög á óvart
Frásagnir blaðanna bera Jbcrð glögg-
lega með sér
Einkaskeyti til Mbl.
KAUPMANNAHÖFN, 13. febrú-
ar: — Dönsku blöðin ræða í dag
um landsleik íslands og Dan-
merkur i handknatteik, sem fram
fór í Slagelse í gær. Kom frammi-
staða íslendinganna mjög á óvart
og er óhætt að fullyrða, að þeir
hafi unnið þarna stóran sigur og
vaxið mjög í áliti.
Komu áhorfendum á óvart.
Poitiken segir meðal annars:
Geta og frammistaða íslenzku
leikmannanna kom dönsku leik-
mönnunum, svo og áhorfendum
mjög á óvart, einkum og sér í lagi
í fyrri hálfleik. íslendingarnir
hófu leikinn af miklum hraða
og virtust enga virðingu bera fyr-
ir hinum sterku andstæðingum
sínum. Tókst þeim að nýta slæm-
ar eyður í dönsku vörninni með
heilsteyptum leik og óvæntri
tækni.f leikhléi gerðu Danirbreyt
ingar á vörninni með þeim af-
leiðingum að íslendingum tókst
aðeins að skora fimm sinnum í
síðari hálfleik".
Veikir hlekkir í liðinu.
Berlingske Tidende segir einnig
mjög á óvart og leikið mun betur
að íslendingarnir hafi komið
en við var búizt. Blaðið telur, að
þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og
Ragnar Jónsson, skoruðu 12 af
16 mörkum liðsins, myndu styrkja
hvaða danskt lið sem væri.
Höfuðgalli liðsins var, hve mik
ill munur var á styrkleika hinna
einstöku leikmanna. Þrír eða fjór
ir leikmenn hafi ekki sýnt góðan
leik.
Harðskeyttir á köflum.
Socialdemokraten segir, að
Danir hafi gleymt því, að íslend-
ingar eru altaf íslendingar, og að
þrátt fyrir enga sigurvon, hafi
þeir komið til leiks einbeittir og
ákveðnir. — Danski landsliðsmað
urinn Mogens Kramer sagði eft-
ir leikinn, að íslendingarnir
hefðu leikið vel, en þó sérstaklega
vörnin: Þjálfari danska lands-
iðsins, Axel Petersen lét svo um
mælt, að sér hafi einna helzt kom
ið á óvart, hve vöm íslending-
anna var góð. Hann taldi íslend-
inganna of harðskeytta á köflum,
en sagði einnig, að þeir væru erf
iðir andstæðingar, því þeir héldu
knettinum lengi og nýttu völlinn
vel.
STAKSTEINAR
Ummæli þessi eru vissulega
mjög ánægjuleg fyrir íslenzka
handknatteiksunnendur, einkum
þegar þess er gætt. að Danir eru
menn vandlátir í þessum efnum
og oft harðir í dómum sínum. Von
andi verður þessi góða frammi-
staða þess valdandi, að áfram-
haldandi samskipti takizt milli
þjóðanna í þessari skemmtilegu
íþrótt.
Ekkert er verra en
vinstri stjcirn
Vesturland, blað SjálfstæðiS-
manna á Isafirði, gerir fyrir
skömmu viðskilnað vinstri stjórn
arinnar að umtalsefni í forystu-
grein sinni. Kemst blaðið þar m.
a. að orði á þessa leið:
„Öll þýðingarmestu atriðl
stjórnarsáttmálans hafði gleymzt
að framkvæma, og er nú svo
komið að þessi fyrsta vinstri
stjórn á Islandi er talin af öllum
sú lélegasta, sem að völdum hef-
ur setið. Engin grafskrift hæfir
henni betur en þessi: Ekkert er
verra en vinstri stjórn. Við þessl
áramót blasir sú staðreynd við,
að dýrtíðaraldan skelli nú yfir
með meiri þunga en nokkru sinnl
fyrr, ef varnarráðstafanir eru
ekki gerðar. Útflutningsatvinnu-
vegirnir eru sligaðir undir þunga
dýrtíðarinnar og erlendar skuld-
ir jukust í tíð vinstri stjórnar-
innar um 550—600 milljónir
króna“.
,,Án þess að skerða lífs-
kjör almennings“
Vesturland heldur síðan áfram
á þessa leið:
„Ríkisstjórn Hermanns Jónas-
sonar var uppbyggð á ósannind-
um og lftlu öðru. Hræðslubanda-
lagið byggði kosningabaráttu
sína á kosningasvikum og skrökv
aði því að þjóðinni að efnahags-
málin mætti leysa, án þess að
skerða hið minnsta lífskjör al-
mennings. Kommúnistar áttu fyr
ir kosningar ráð undir hverju
rifi og fullyrtu, að það mætti
taka það sem vantaði af þeim
ríku. En þegar til kastanna kom
stóð ekki á þeim að leggja
hundruð milljóna króna á þjóð-
ina í nýjum sköttum.
Þjóðin á rétt á að láta i ljós
álit sitt í nýjum kosningum,
sem ákveðnar eru snemma á
komandi sumri. Hitt er ekkert
tilhlökkunarefni að taka við
stjórn á þessu þjóðfélagi, eins og
ástandið er, en allir sannir Is-
lendingar vona að þetta nýbyrj-
aða ár verði okkur gjöfult og
heillaríkt, því sjaldan hefur
meira legið við en einmitt nú“.
Þetta voru ummæli Vestur-
lands á tsafirði og munu margir
geta tekið undir þau.
Caumgœfileg endurskoð-
un á frœðslulögunum
Tólf manna nefnd hefur setið á rök-
stólum i vetur
HÉR í Reykjavík situr nú á rök-
stólum nefnd manna, sem gera
skal tillögur um breytingu á
fræðslulögunum, en þau sem nú
eru í gildi voru sett 1946.
Nefn þessi er skipuð 12 mönn-
um. Nefndin á að endurskoða
alla lagabálkana og reglugerðar-
ákvæði um námsefni í öllum
þeim skólum, sem tilheyra hinu
samfellda skólakerfi. Undir
þennan lið falla barna- og ungl-
ingaskólarnir, gagnfræðaskólarn
ir og menntaskólarnir. Einnig
nær þessi endurskoðun til þeirra
skóla sem stofnaðir eru með sér-
stökum lögum svo sem kennara-
skólinn, húsmæðraskólarnir og
iðnnámið.
Nefndin var skipuð á síðast-
liðnu sumri, en hún tók til starfa
í haust er leið, og hefur sem
fyrr greinir haldið vikulega
fundi. Hún á ekki að leggja fram
tillögur sínar í frumvarpsformi,
heldur skulu þær lagðar fyrir
menntamálaráðuneytið.
Nefndin hfeur sent gögn til
ýmissa aðila um land allt t.d.
skólanefnda, einnig til bæjar-
stjórn og oddvita um það er snert
ir fjárhagshlið þessa máls. Láta
mun nærri að landsmenn leggi
nú af mörkum milli 100—200
milljónir króna til fræðslumál-
anna.
Formaður þessarar nefndar er
próf. Halldór Halldórsson, ritari
fræðslumálastjóri Helgi Elíasson,
en aðrir nefndarménn eru Krist-
ján Gunnarsson yfirkennari sem
er fulltrúi Samb. ísl. barnakenn-
ara, Helgi Þorláksson kennari,
sem er fulltrúi Samb. framhalds-
skólakennara, ráðuneytisstjórarn-
ir Birgir Thorlacius og Sigtrygg-
ut Klemenzson, Jónas Guðmunds
son fulltrúi Samb. ísl. sveitarfé-
laga. Þá eru í nefndinni sérstakir
fulltrúar stjórnmálaflokkanna.
Ragnhildur Helgadóttir alþings-
maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
Sigurður Ingimundarson frá Al-
þýðuflokknum, Haraldur Stein-
þórsson frá kommúnistum og
Páll Þorsteinsson alþm. frá Fram
sóknarflokknum.
Hlutfallskosningar í
stórum kjördæmum til
Búnaðarþings
Árið 1937 var tekið upp nýtt
fyrirkomulag á kosningum til
Búnaðarþings. Ekki er annaS
vitað, en að gott samkomulag
hafi verið um það meðal fulltrúa
bændastéttarinnar að gera þessa
breytingu á kosningafyrirkomu-
laginu. Ákveðið var, að allir
fulltrúar til Búnaðarþings, 25 aS
tölu, skyldu kjörnir með hlut-
fallskosningum í stórum kjör-
dæmum. Þannig var t. d. allt
Suðurland gert að einu kjör-
dæmi, sem kjósa skyldi 5 full-
trúa á Búnaðarþing. Ennfremur
voru allir Vestfirðir gerðir aS
einu kjördæmi, sem kjósa skyldt
3 fulltrúa. Og allt Austurland
skyldi á sama hátt kjósa 3 full-
trúa til Búnaðarþings.
Engar raddir heyrðust um þaS
á Búnaðarþingi eða annars staS-
ar, þegar þetta skipulag var upp-
tekið, að það kynni að vera
hættulegt hagsmunum bænda-
stéttarinnar eða strjálbýlisins
yfirleitt. Þvert á móti var taliS
að hér væri um að ræða merki-
legt spor í réttlætisátt, sem
verða mundi samtökum bænda-
stéttarinnar til eflingar og upp-
byggingar á komandi árum.