Morgunblaðið - 14.02.1959, Qupperneq 12
12
MORGUP/KLAÐIÐ
Laugardagur 14. febr. 1959
Hún hreyfði sig ekki. Líkami
bennar var eins og steinrunninn.
Svo stífur — áleit hún —var að-
eins sá sem dáinn var. Ef hann
hefði á þessu augnabliki vafið
hana örmum með ástríðufullum
ofsa, ef munnur hans hefði leitað
vara hennar, þá hefði hún ýtt hon
um frá sér, þá hefði hún sagt hon-
um allt. En hin varfæma ástúð
hans gerði hana varnarlausa. Hún
hafði búið sig undir þessa stund
og hún hafði reynt að sannfæra
sjálfa sig, svo að hún hrynti þess-
um manni, sem var eiginmaður
hennar, frá sér. En þessum feimn
islegu, næstum auðmjúku kossum
varð ekki varizt. Já, Helen Cuttler,
frú Richard Morrison, fann til
einhvers þess, er lét hana næstum
æpa af sársauka og tiæga: Henni
varð hugsað til þeirra stunda er
þau Jan voru saman og sér til
skelfingar virtust henni skyndi-
lega þær ástríður óþægilegar, sem
samverustundirnar með Jan höfðu
vakið hjá henni. Hún brann ekki
undir kossum þessa stóra, klaufa-
lega, næstum barnslega ósjáif-
bjarga manns, í svörtu náttfötun-
um. Hjarta hennar sló ekki neitt
örar, enginn rafmagnsstraumur
smaug í gegnum hörund hennar,
en í stað viðbjóðs og óvildar fyllt-
ist hún mildri og unaðslegri ró.
Morrison hafði slökkt ljósið.
Hún beið. Hún beið þess, að
hann smeygði handieggjunum und-
ir mjaðmir hennar, þess, að hann
iyti niður yfir hana. Þá myndi
hún hrista af sér doðann, þá
myndi hún segja honum sannleik-
ann — ekki vegna þess, að hún
elskaði annan, heldur af því að
hún var ekki samboðin honum.
En hann gerði hvorugt það, sem
hún hafði átt von á. Hann kyssti
hárið á henni, kinnarnar, munn-
inn.
„Þú munt sofa vel í örmum mín-
um“, sagði hann. — „Þú ert
þreytt“.
„Já, Richard, ég er þreytt“,
sagði hún. — „Haltu fast utan um
mig, mjög fast. .. Við skulum
fara að sofa“.
Hún endurgalt koss, blítt og
rólega.
Eftir sjö daga , sem virtust
svo þoku huldir, að Helen Cuttler
minntist þeirra varla þegar frá
leið, kom nýi bandaríski kven-
sendiherrann til Parísar. Morrison
hafði flutt hana til flugvélarinnar,
ásamt mörgum embættismönnum
og enn fleiri fréttariturum.
Koma hennar til Parísar var lík-
ust sigurför.
Þegar fjögurra hreyfla fiugvél-
in settist á flugvöllinn í Le
Bourget, virtist henni svart ský
koma í áttina til flugvélarinnar.
Það var móttökunefndin. Engin
þjóð kann eins vel þá list að taka
á móti frægum gestum og Frakk-
ar. Forsætisráðherrann og utan-
rikisráðherrann færðu henni stóra
og forkunnar fagra blómvendi. —
Orðum prýddir hershöfðingjar
kepptust við að kyssa á hönd henn
ar. Herhljómsveit lék „Marseill-
aise“ og ame.ríska þjóðsönginn. —
Fyrir framan hljóðmagnara út-
varpsfélaganna þakkaði Helen fyr-
ir kveðjuorð utanríkisráðherrans.
Myndavélar blaðamannanna suð-
uðu og skutu leiftrum hvarvetna.
Forsætisráðherrann fylgdi henni
yfir flugvöllinn, í áttina til her-
deildarinnar, sem stóð heiðurs-
vörð. Það voru serkneskir riddar-
ar í litskrúðugum einkennisfötum
með Ijósbláar húfur. Hennar há-
göfgi Helen Cuttler, sendiherra
Bandaiúkjanna, í Ijósgrárri silki-
dragt, með fullt fangið af blóm-
um, gekk meðfram heiðursfylk-
ingunni. Hún brosti, en varð svo
aftur alvarleg. Að lokum tók hún
sér sæti í svörtum „Talbot-
Limousine", við hægri hlið utan-
ríkisráðherrans.
Á horninu, þar sem Rue Royale
liggur að Place de la Concorde,
tók bifreiðin krappa beygju til
hægri. Hér gnæfði hin hvíta
marmarabygging bandaríska sendi
ráðsins. — Yfir þrihyrnda,
gríska gaflinum blakti bandaríski
stjörnufáninn. Við járnslegið
garðshliðið stóðu franskir her-
menn og amerískir varðmenn á
verði.
iSendiherrann steig inn fyrir
þröskuldinn á nýja heimilinu sínu.
Helen hafði haldið að stjórn-
málamenn hlytu ávallt að vera að
glfona við pólitísk viðfangsefni. j
Brátt fékk hún fulla vitneskju
um það, hversu langan tíma sendi
herra yrði að verja til félags og
samkvæmismála.
Þegar hún efndi til átveizlu,
voru haldnar stundarlangar um-
ræður um það, hvemig haga
skyldi niðurröðuninni við borðið.
Væri franska utanríkisráðberran-
um boðið, þá gat maður ekki veitt
legáta páfans, vegna þess, að báð-
um þessum herramönnum bar heið
urssætið, hægra megin við hús-
freyjuna. Væri haldið kvöidboð til
heiðurs einhverjum amerískum
Nobelsverðlaunahafa, sem af til-
viljun dvaldi í París, varð það að
vera „Buffet-Dinner", vegna þess
að við borð hefði maður ekki vit-
að hvar skipa skyldi sendiherra
iStóra-Bretlands til sætis. Og þann
ig voru óteljandi vandamál við að
stríða. Ein sendiherrafrúin var
jafnframt prinsessa einhverrar
ríkjandi konungsf jölskyldu. Þá
varð maður að eyða þeirri ná-
kvæmni, að henni bæri „betra"
sæti en eiginmanni hennar. Ekki
voru erfiðleikarnir minni, þegar
manni sjálfum var boðið. Þegar
einhver af frönsku ráðherrunum
bauð til kvöldverðar, sat sendi-
herra Bandaríkjanna honum til
hægri handar, en það var hins veg-
ar ekki rétt gagnvart brezku sendi
herrafrúnni, sem einnig var vön
að sitja hægra megin við húsráð-
andann. Tæki Helen konu einhvers
amerísks öldungadeildarþing-
manns upp í einkabifreið sína,
varð hún fyrst að kynna sér hvort
frúin ætti, sem gesbur að sitja til
hægri handar við hana, eða hvort
hún sjálf ætti sem fulltrúi þjóðar
sinnar að sitja gestinum á hægri
hlið.
Brátt var farið að taka til þess,
hversu nýi sendiherrann leysti öll
iþessi flóknu vandamál með mikl-
um yndisþokka og skynsemi.
Erfiðara var samband hennar
við sitt eigið starfsfólk í sendiráð-
inu, sem flest kunni því illa að
hafa konu fyrir yfirboðara. Sendi-
ráðsritarar og forstjórar hinna
mismunandi deilda reyndu að ná
beinu s-amkomulagi við Washing-
ton, án þess að bera málefnin und
ir Helen fyrst. Þegar mikilvægt
fréttaskeyti um væntanlega breýt-
ingu á frönsku stjórninni, var sent
til Washington, án undirskriftar
hennar, lét Helen kalla hinn seka
sendiráðsritara heim í skyndi.
Það kvisaðist, að hann hefði ver
ið fluttur til Afghanistan. Upp
frá þeirri stundu var hvert sím-
skeyti, hvert hraðskeyti, sem sent
var til Ameríku, lagt fyrir Helen.
Með þeirri virðingu, sem hún
knúði fram með þvingunum, fór,
þótt undarlegt mætti heita, sú vel-
vild og ást vaxandi, er menn sýndu
henni.
Þá var það, nákvæmlega fimm
^
Bakaríið Austurveri
Við IViiklubraut ocj Stakkahlíð
Sigurður Jónsson, bakarameistari
Nemendur frá vinstri: Ragnar Edvaldsson, Sæmundur
Sigurðsson. Jón Björnsson,bakarameistari.
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦$* ♦$»«£♦♦£♦«£♦<£♦♦*♦♦♦♦♦♦♦«£♦♦$♦«£♦«$»$♦«$*<$»♦$♦<$»♦♦♦♦£♦«$»♦$♦♦*♦«£♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦$♦ ♦$*«£♦«$*
a
L
á
ð
f' 1) „Þér spurðuð mig hvar ég
fcngi gullið í andahringana, Súss-
•na. Ég sparaði saman ofurlítið
fé þegar ég var ungur". segir
gamli maðurinn. „Hvað eruð þér
búinn að merkja margar endur?“
2) „Pabbi, Leyfðu mér að bínda
endi á þessa vitleysu. Þetta eru
blaðamenn frá tímaritum og .. “
„Rólegur, drengur minn. Vertu
ekki ókurteis“.
3) „Svo ég svari nú spurningu
yðar, Sút :ana, þá hefi ég merkt
meira en tvö þúsund endur og
gæsir með gullhringum." „Það er
ekkert smáræði af gulli“.
vikum eftir komu hennar til Paris-
ar, að sá atburður gerðist, sem
varpaði svörtum skugga yfir hvítu
marmarahöllina á Place de la
Concorde.
Þennan þokufulla nóvemberdag
hafði Helen setið við vinnu sína í
skrifstofunni allan formiðdaginnu
Frakkland barðist við nýja stjóm-
arkreppu og Washington vildi fá
nákvæmar frásagnir af þróun
þeirra mála.
Hún hafði veitt skrifaranum sín-
um beimfararleyfi og ætlaði að
fara að borða miðdegisverð inni í
íbúðinni sinni, sem líka var innan
veggja sendiráðsbyggingarinnar,
þegar Monsieur Lebiche lét til-
kynna komu sína. Nú rifjaðist það
upp fyrir henni að lögreglustjóri
borgarinnar hafði hringt til henn-
ar um morguninn og skýrt henni
frá væntanlegri heimsókn Le-
biche umsjónarmanns.
Maðurinn, sem á næsta andar-
taki kom inn í hina stóru og að
því er Helen sjálfri virtist, helzt
'til íiburðarmiklu vinnustofu sendi-
herrans, var lítill maður með leik-
aralegt útlit.
Þegar umsjónarmaðurinn hafði
með mörgum fögrum orðum beðizt
afsökunar á þessu innbroti sínu
og farið enn fleiri og fegurri orð-
um um hina smekklegu innrétt-
ingu stofunnar, vék hann að til-
efni heimsóknarinnar.
„Okkur þykir mjög fyrir því,
yðar hágöfgi að þurfa að ónáða
yður með mjög óviðfeldið og leið-
inle.gt mál. En það er í stórum
dráttum sem hér segir: Deild sú
sem ég hef þann heiður að veita
forstöðu, hefur komizt yfir sím-
skeyti sem í fyrradag var afhent
á Börseplatz-póststöðinni og skyldi
sendast til Prag. Með öðrum orð-
um: Á þessum degi hafa fimm mis
munandi símskeyti verið afhent í
fimm mismunandi póststöðvum.
Það síðasta í Börseplatz-pósthús-
ift'u. — Póstafgreiðslumennirnir
veittu þessum skeytum sérstaka
athygli, í fyrsta lagi vegna þess,
hve óvenjulega löng þau voru og í
öðru lagi sökum hins, hve vitlaus
þau voru“. Gesturinn þagnaði og
leit á Helen: „Hlustið þér á mig,
Madame?"
„Að sjálfsögðu", svaraði Helen.
Hún bauð embættismanninum
vindling og lét hann gefu sér eld.
Einhver óljós ónotatilfinning hafði
gripið hana.
„Þrír af starfsmönnunum, þar á
meðal sá síðasti, voru nógu skyn-
samir til að taka afrit af sím-
skeytunum. Hinir voru það þvi
miður ekki“. Hann hristi með van-
þóknunarsvip litla refshöfuðið. —
— „Við erum þess fullvissir að
hér sé um dulmálsskeyti að ræða“.
Hann þallaði sér aftur á bak í sæt
inu og þagði um stund. „Njósnar-
arnir nú á dögum eru jú örlítið
heimskari en maður gerir ráð fyr-
ir. Við gátum umsvifalaust skýrt
dulmálið, sem skeytin voru rituð
á. Skiljið þér, yðar hágöfgi?"
Helen fann til gremju yfir því,
að Monsieur Lebiche skyldi sífellt
þurfa að fullvissa sig um skilning
hennar.
ajlltvarpiö
Laugardagur 4. febrúar:
Fastir liðir e.ins og' venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndí*
Sigurjónsdóttir) 14,00 Laugardagg
lögin. 16,30 Miðdegisfónninn. —
17,15 Skákþáttur (Baldur MöH-
er). 18,00 Tómstundaþáttur bama
og unglinga (Jón Pálsson). 18,30
Útvarpssaga barnanna: „1 land-
inu, þar sem enginn tími er til"
eftir Yen Wen-ching; XIII. (Pét-
ur Sumarliðason kennari). 18,55
1 kvöldrökkrinu; tónleikar af
plötum. 20,30 Leikrit: „Kona
Cæsars" eftir Somerset Maugham,
í þýðingu Hjördísar Kvaran. —
Leikstjóri: Ævar Kvaran. Leik-
endur: Ævar Kvaran, Róbert Am
finnsson, Jón Aðils, Haraldur
Björnsson, Sigríður Hagalín, Guð-
björg Þorbjamardóttir, Inga ÞórB
ardóttir, Arndís Björnsdóttir og
Gísli Alfreðsson. 22,10 Passíusálm
ur (17). 22,20 Niðurlag leikritsin*
„Kona Cæsars“. 23,Oo Danslög
(plötur). 24,00 Dagskrárlok.