Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 18
18 MORGV1SBL AfílÐ Þriðjudagur 17. febr. 1959 — Þorkell máni Framh. af bls. 1. Ina og fékk mjög mikinn halla. Um leið voru allir skipverjar kallaðir út til að hefja klakabarn- ing og litlu síðar var bakborðs- bátnum sleppt. Annars er tíma- skynjun manns ekki svo örugg á slíkum stundum og þori ég ekki að segja neitt ákveðið um, hve lengi skipið lá á hliðinni, eða hve langan tíma tók að losa björgun- arbátana o. s.frv. Það sem mér hefur e. t. v. fundizt 10—20 mín., hefur kannski ekki verið meira en 1—2 mínútur. Þegar við höfð- um sleppt bakborðsbátnum, rétti skipið sig aftur um stund, en litlu síðar virtist það leggjast til hinn. ar hliðarinnar og slepptum við þá líka stjórnborðsbátnum. Til að losa bátana þurfti að leysa fest- ingarnar og skera á talíurnar og þá ultu þeir í sjóinn. — Svo líður nóttin og skipverj- ar berja klaka þrotlaust í reið- anum, á stjórnpalli og hvalbak og notuðu til þess öll tiltæk verk. færi, spanna, járnbolta, sleggjur o. fl., en ekki höfðum við neinar axir, sem tvímælalaust eru bezt til þess fallnar að berja klakann. Þær verða áreiðanlega hafðar með í næstu túrum. Skipshöfnin sýndi mikla hörku og dugnað við þetta starf, enda var hún sam- valin, allt vanir sjómenn og þrek- miklir. Þrátt fyrir klakabarning- inn fékk skipið hvað eftir annað hættulegan halla ýmist á bak eða Skipstjórnn á Þorkeli mána, Marteinn Jónasson. stjórn og var þá horfið að því ráði að logskera bátauglurnar (eða davíðurnar) í sundur. Það gerði fyrsti vélstjóri, Þórður Guð- laugsson. Ekki var hann bundinn við þetta starf, en þurfti að leita lags, er hallinn var sem minnst- So/ex- blöndungur fyrir Ford Prefect Ford, 4 cyl., 1928—’Sl S*koda Tatra Fiat 1400 Standard Rover og fleira. P. Sfefánsson hf. Hverfisgötu 108. Hér sér í sárið eftir að davíður höfðu verið skornar með log- skurðartæki, undir hinum erfiðustu kringumstæðum sem hugsazt geta. ur. Miðað við allar áðstæður gekk þetta greiðlega. — Til marks um það, hvað klakinn getur verið mikill, hélt Marteinn Jónasson skipstjóri, áfram, var stagurinn á poka- bómunni sem venjulega er eins og fingur manns að gildleika, orðinn eins og tunnubotn, enda var hann ekki barinn. Þá var spilið orðið að einni klakahellu, sem náði upp undir brúarglugga og ef skipið lá lengi niðri, mynd- aðist klakabelti af lunningunni og niður á gang. Við gátum hald- ið klakanum niðri á vöntunum, hvalbaknum og á brúnni, og þeg- ar við gátum náð klakanum af spilinu, munaði það mjög miklu. Sannleikurinn er sá, að maður finnur það ekki af hreyfingum skipsins, þegar það byrjar að ísa. Þegar ísingin er orðin svo mikil, að þyngdarpunkturinn er farinn að færast til, þá munar um hvert kíló af ís, sem á skipið hleðst. Svo1 svart var útlitið um eitt skeið, að það kom til tals milli mín, fyrsta vélstjóra og fyrsta stýrimanns, að skera aftur- mastrið úr, ef ástandið versn- aði. Þess má geta, að botnfrosið var í öllum vatnskössum nema ein- um og því lítið um vatn. Sjórinn er nærri frostmarki á þessum slóðum og segja má, að hver sletta, sem fer á skipið, festist við það og verði að ís. Þá gat Marteinn Jónasson þess, að hann hefði sagt loftskeyta- manninum, að rétt væri, að láta nálæg skip vita, að Þorkell máni væri í nauðum staddur: — Júní frá Hafnarfirði svaraði okkur fyrst, síðan Bjarni riddari og Marz og kváðust þeir mundu freista þess að sigla nær okkur, en það var miklum erfiðleikum bundið, þar sem ekki var hægt að miða vegna klaka á lofnetjum og illmögulegt að ákveða afstöðu og fjarlægð milli skipanna, þar sem bylur var á. Svo var haldið hvíldarlaust áfram klakabarn- ingi og skipinu sló að upp í. Á mánudagsmorgun sáum við ljós og reyndist það vera á togaranum Marz. sem lónaði með okkur þann dag allan og þangað til lagt var af stað heimleiðis um nóttina. Þá hafði veðrið gengið mikið niður og allar aðstæður batnað. Skip- stjórinn tók fram, að ekki sé hægt að lýsa, hve öryggistilfinn- ing skipverja á Þorkeli mána jókst við samflotið við Marz, en skipin höfðu samflot heim. Fékk skipshöfnin aukinn styrk við að sjá togarann ekki langt frá, en menn voru orðnir talsvert lerk- aðir eftir þrotlausan ísbarning í 2Vz sólarhring. Þá sagði Marteinn Jónasson að lokum, að lítil hætta hefði verið á ferðum í slíku veðri í hlýrri sjó eins og hér við land. Hann bætti því einnig við, að hann hefði verið þeirrar skoðunar, að versti illviðratíminn væri nú lið- inn hjá á Nýfundnalandsmiðum, en því miður hefur sú spá ekki rætzt, sagði hann. í næstu túrum á undan hefur skipið lítið sem ekkert ísað og í næst síðasta túr var veðrið svo gott alla leiðina, að engu var líkara en við værum á síld fyrir Norðurlandi. Þarna er mokfiskirí og aldrei eins mik- ið og síðustu túrana. Loks má svo geta þess, að við urðum ekki var- ir við neinn rekís á miðunum. Um borð í Þorkeli mána voru 32 menn, sá yngsti 18 ára. Einn skip- verja, Sigurður Kolbeinsson, 2. stýrimaður, slasaðist á baki, þeg- ar hann var að berja klaka á sunnudagsmorgun. Hann var uppi á hvalbaknum við fimmta mann. Þá reið sjór á skipið svo Sigurður stýrimaður féll og slasaðist. Þorsteinn Arnalds var að því spurður, hvenær næsti togari bæjarútgerðarinnar færi á Ný- fundnalandsmið og sagði hann, að það væri ekki ákveðið ennþá: — En mér þykir ekki ósennilegt, að einhver togari sæki þangað i lok marzmánaðar, bætti hann við. VARSJÁ, 16 febr. — Sendinefnd Pólverja er sat 21. flokksþing rússneska kommúnistaflokksins, er komin heim til Póllands. Þó vantar enn formann nefndarinn- ar, Gomulka forsætisráðherra. Engin opinber skýring hefur enn verið gefin á því, að hann skulni dveljast lengur í Rússlandi, en orðrómur hermir, að hann liggi á sjúkrahúsi í Moskvu, — hafi hann fengið inflúenzu. *¥ ♦ * ♦ * ítalir heimsmeistarar í 3# Ær mm Jbt . sinn i roo NlUNDU heimsmeistarakeppn- inni í bridge lauk sl. sunnudag. Sigurvegarar urðu ítölsku kepp- endurnir, í þriðja sinn í röð, en í liðinu eru eftirtaldir menn: Walter Avarelli, Giorgi Bella- donna, Eugenio Chiaradia, Mas- simo D’Alelio, Pietro Forquet og Guglielmo Siniscalco. — Þátttak- endur voru þrír, eins og áður hefur verið skýrt frá, og voru spiluð 156 spil milli sveita. Um lokastöðuna höfðu í gær- kvöldi ekki borizt áreiðanlegar fréttir. stæður til að fylgjast með keppn inni mjög góðar, og margir vel þekktir bandarískir spilarar skýrðu út spilin og sýndu, jafn- óðum og þau voru spiluð. Jafn- fram var keppninni sjónvarpað, og tókst það einnig mjög vel. ★ Hér kemur spil frá leik Banda- ríkjamanna við ítali í nýafstað- inni heimsmeistarakeppni. Á öðru borðinu, þar sem Bandaríkjamenn voru N-S opn- aði norður á einu hjarta, sem varð lokasögnin og fékk norður aðeins 6 slagi, einn niður. Keppnin var afar hörð og spennandi, sérstaklega milli Bandaríkjamanna og ítala. Eftir 48 spil var staðan jöfn, eða 70:69 fyrir Bandaríkjamenn. X næstu 20 spilum tókst Bandaríkja- mönnum að komast 22 stigum yfir ítalina (103:81), en ítalir tóku forystuna í næstu 16 spil- um, og var staðan þá orðin 122: 110 ítölum í vil. Bandaríkja- menn unnu 8 stig á í næstu 20 spilum, svo staðan að loknum 104 spilum var 147:143 ítölum í vil. Eftir það var mikil barátta og jöfn, en Italir tryggði sér síð- an sigurinn, eins og fyrr segir. X öðru sæti urðu Bandaríkja- menn og Argentínumenn í því þriðja. Bæði Bandaríkjamenn og ítalir tóku strax í byrjun keppn- innar forystuna yfir Argentínu- mönnum, og bættu báðar þjóðir yfirleitt við forskotið, en þó tókst Argentínumönnum stundum vel upp, eins og t. d. í 5. umferð, þegar þeir vöktu athygli fyrir að minnka forskotið gegn báðum þjóðunum. Keppni þessi fór vel fram og var mjög vel sótt, enda voru að- * Á G 10 8 ¥ K 8 7 6 2 * Á K D 5 * — * K D 7 ¥ Á 10 9 * 942 * 10 7 3 N y D G 5 3 V A ♦ G 10 6 S * Á K 9 4 * 9 5 4 2 ¥ — * 873 * D G 8 6 5 2 Á hinu borðinu sátu Italirnir Avarelli og Belladonna, N-S, og þar gengu sagnir þannig: A s V N pass pass pass 2 ♦ pass 2 * pass 4 * Opnunin á 2 tiglum hjá norð- ur þýðir, að skiptingin sé 5-4-4-0. Þegar svo suður segir frá spað- anum stekkur norður í 4 spaða, sem unnust auðveldlega og Ital- irnir græddu 500 á spilinu eða 6 stig. Ný lögreglustöÖ brýn nauösyn AÐALFUNDUR Lögreglufélags Reykjavíkur var haldinn sunnu- daginn 25. jan. sl. Meðal annars voru eftirfarandi áskoranir sam- þykktar: Aðalfundur Lögreglufélags Reykjavíkur, haldinn sunnudag- inn 25. jan. 1959, ítrekar fyrri áskorun til hæstvirtrar ríkis- stjórnar, um að þegar verði haf- izt handa um byggingu nýrrar lögreglustöðvar í Reykjavík, fyr- ir allar starfsgreinar lögreglunn- ar í bænum. Telur fundurinn nú- verandi húsakost óviðunandi og mjög til hindrunar eðlilegri þro- un löggæzlunnar í bænum. Með ári hverju verður þörfin fyrir úrbætur brýnni vegna stækk unar bæjarins, aukinnar íbúátölu og aukningar lögregluliðsins. Fundurinn telur einnig, að bygging nýrrar fangageymslu þoli eigi neina bið. Fundurinn bendir ennfremur á, að Alþingi hefir sýnt ákveðinn vilja í framangreindum efnum með fjárveitingum til bygging- ar nýrrar lögreglustöðvar, og treystir fundurinn því, að hæst- virt rikisstjórn sjái sér fært að hefja framkvæmdir í þessu mikla nauðsynjamáli þegar á þessu ári. Aðalfundur Lögreglufélags Reykjavíkur, haldinn sunnudag- inn 25. jan. 1959, skorar á Inn- flutningsskrifstofuna að veita fjárfestingarleyfi til byggingar nýrrar lögreglustöðvar í Reykja- vík, svo að hægt verði að hefja verkið á þessu ári. Húsnæði það, sem lögreglan á nú við að búa, er með öllu ófullnægjandi og óforsvaranlegt. Þolir því enga bið, að framkvæmdir til úrbóta verði hafnar. Ennfremur skorar fundurinn á innflutningsyfirvöld að veita greiðlega umbeðin leyfi fyrir þeim tækjum, sem lögregl- unni eru nauðsynleg til þess að halda uppi öruggri löggæzlu. Á framhaldsaðalfundi hinn 8. þ.m. fór fram stjórnarkjör og eft- irtaldir menn kjörnir í aðal- stjórn: Erlingur Pálsson, formaður; Bogi Jóhann Bjarnason; Óskar Ólason; Guðmundur Sigurgeirs- son og Þórður Kárason. Norðlenzkir barnakennarar mótmæla BLAÐINU hefir bori»t eftirfar- andi frá Sambandi norðlenzkra barnakennara: „Vegna framkomins frumvarps alþingismannanna Karls Krist- jánssonar og Björns Jónssonar um full kennararéttindi þeim til handa, er starfað hafa við barna- kennslu réttindalausir 10 ár eða lengur, vill stjórn Sambands norðlenzkra barnakennara taka fram eftirfarandi: Verði frumvarp það, er hér um ræðir að lögum, telur stjórn- in, að með því væri freklega gengið á rétt kennarastéttarinn- ar. Auk þess myndi það reynast hættulegt Kennaraskóla fsiands og kennaramenntun yfirleitt. Stjórn Sambands norðlenzkra barnakennara leyfir sér því að mótmæla eindregið framkomnu frumvarpi og skorar á hið háa Alþingi að fella það. Með virðingu Þórarinn Guðmundsson, form., Svava Skaftadóttir, ritari. Theódór Daníelsson, gjaldkeri".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.